Dagur - 08.09.1990, Side 20

Dagur - 08.09.1990, Side 20
Háskólinn á Akureyri: Sjávarlífifræðin felld út á þessari önn - vegna aðgerða náttúrufræðinga Aðgerðir Félags íslenskra nátt- úrufræðinga vegna bráða- birgðalaga ríkisstjórnarinnar hafa umtalsverð áhrif á starf- semi sjávarútvegsdeildar Háskólans á Akureyri. Vegna þeirra fást ekki stundakennar- ar til að kenna sjávarlíffræði, sem er stærsti kúrsinn á annarri önn námsins. Jón Þórðarson, brautarstjóri sjávarútvegsdeildar, segir að þetta sé mjög bagalegt og ljóst sé að sjávarlíffræðin, sem óneitan- lega er ein af mikilvægari grein- um í náminu, verður ekki kennd á þessari önn. „Þetta kemur mjög illa við okkur, því sjávarlíffræðin átti að vera stærsta fagið,“ segir Jón. Jón segir að ætlunin hafi verið að starfsmenn Hafrannsókna- stofnunar í Reykjavík skiptu með sér kennslu í sjávarlíffræði á þessari önn og m.a. hafi verið búið að ganga frá því að nokkrar kennslustundir yrðu um borð í rannsóknaskipi stofnunarinnar, Árna Friðrikssyni, í nóvember. óþh Hólar í Hjaltadal: Bændaskólimi hefst á mánudaginn Bændaskólinn á Hólum í Hjaltadal hefst nk. mánudag, þegar nemendur í efri deild koma til náms. Neðri deilin byrjar aftur á móti ekki fyrr en 8. október og þá verður skól- inn settur. Góð aðsókn er að Bændaskól- anum eins og vanalega að sögn Valgeirs Bjarnasonar, yfir- kennara. í efri deildina eru skráðir 24 nemendur og rúmlega 20 í þá neðri. Eitthvað var um það að vísa þyrfti fólki frá og sagði Valgeir að nú væri farið aö gera meiri kröfur til þess að nemendur væru búnir með eitt ár í framhaldsskóla áður en þeir kæmu þarna inn, en hingað til hefur grunnskólaprófið verið lát- ið nægja. Engar nýjungar eru fyrirhug- aðar í skólastarfinu nema aukin áhersla verður lögð á hrossarækt og fiskeldi og þá sérstaklega hrossaræktina. SBG Helgarveðrið: Stormur og rigning! Helgarspá Veðurstofu Islands er ekki mjög uppörvandi, hvorki fyrir Norðurland né önnur spásvæði. Mjög djúp lægð nálgast nú landið og hún fer væntanlega yfir það með roki og rigningu. í dag er gert ráð fyrir þurru veðri fyrri hluta dags á Norður- landi en síðan fer að rigna undir kvöldið með suðvestan átt. „Spáin á sunnudag er hörmu- leg og má lýsa henni með örfáum orðum: Sunnan stormur og rign- ing um allt land,“ sagði veður- fræðingur hjá Veðurstofunni. Á mánudag og þriðjudag er gert ráð fyrir suðvestan átt með skúraveðri. SS Á leið í skólann. Mynd: Golli Hraðfrystihús Ólafsijarðar: Mikill skortur á starfsfólki - vantar 15-20 manns I næstu viku má gera ráð fyrir að vanti um fimmtán til tut- tugu manns til starfa í frystingu og rækjuvinnslu Hraðfrysti- húss Ólafsfjarðar hf. Jóhann Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri HÓ hf., segir að fjöldi skólakrakka hafi starfað hjá fyrirtækinu í sumar, einkum í rækjuvinnslunni, en þeir séu flestir þessa dagana að setjast á skólabekki. Jóhann segir að til þessa hafi verið auglýst eftir fólki heima í Ólafsfirði, en enn án sýnilegs árangurs. Ef ekki rætist úr allra næstu daga segir hann hugsanlegt að auglýsa eftir fólki syðra, eða jafnvel að leita út fyrir landsteinana. Nóg hefur verið að gera í sum- ar í Hraðfrystihúsi Ólafsfjarðar, bæði í frystingu og rækjuvinnslu, og ekki er annað sjáanlegt en að nóg hráefni verði til áramóta. Samkvæmt upplýsingum Dags mun hluthafafundur í HÓ taka afstöðu til tilboðs Gunnars Þór Magnússonar, sem hann gerði í frystihúsið á dögunum, þann 19. september nk. óþh Mjög gott verð fæst fyrir sjófrystar sjávarafurðir um þessar mundir: Miklar verðhækkanir á stuttum tíma geta stórskaðað markaði - segir Þorsteinn Már Baldvinsson, framkvæmdastjóri Samherja hf. „Verð á sjófrystum afurðum er mjög gott í dag og það má segja að það sé verið að borga gott verð fyrir góða vöru,“ sagði Þorsteinn Már Baldvins- son framkvæmdastjóri Sam- herja í samtali við blaðið. „Það hefur verið skortur á fiski í Englandi og víðast hvar í heim- inum er umframeftirspurn eftir fiski. Þess vegna er hættan alltaf sú að við hreinlega sprengjum markaði. Við höfum ákveðna ábyrgð gagnvart okkar viðskipta- vinum en miklar verðhækkanir á stuttum tíma, geta að sjálfsögðu stórskaðað okkar markaði." Þorsteinn Már sagði ennfrem- ur að fiskverðið hafi verið of lágt en bæði og hann og fleiri væru hræddir við mjög örar hækkanir á stuttum tíma. „Það er eins og það tilheyri í sjávarútvegi ýmsar sveiflur og kannski er ein ástæðan fyrir því sú, að markaðsstarfið hefur ekki verið sterka hlið okkar íslend- inga. — Og það má jafnframt spyrja sig þeirrar spurningar varðandi þessar miklu hækkanir, hvort skammtímasjónarmið hafi um leið skaðað langtímahags- muni,“ sagði Þorsteinn Már Baldvinsson. -KK Landssamband hestamannafélaga: Ársþing á Húsavík í haust - spenna í lofti en vona að menn komi sér saman, segir Stefán Haraldsson Arsþing Landssambands hesta- mannafélaga verður haldið að Hótel Húsavík 26.-27. okt. nk. Búist er við 128 fulltrúum til setu á þinginu og alls um 200 gestum í sambandi við þing- haldið. Fundað verður á föstu- dag og laugardag en síðan lýk- ur þinginu með árshátíð á Iaug- ardagskvöld. Formaður lands- sambandsins er fæddur og uppalinn Húsvíkingur, Kári Arnórsson. Þetta er í annað skipti sem þingið er haldið á Húsavík en þar var haldið slíkt þing hestamannafélaga fyrir 10 árum. ,Það er líklegt að þetta verði dálítið fjörugt þing. Það er ágreiningur meðal hestamanna og spenna í loftinu. Ég vona þó að menn komist að samkomulagi og verði málefnalegir," sagði Stefán Haraldsson, forsvarsmað- ur hestamannafélagsins Grana á Húsavík er Dagur spurði hann hvort hasar yrði á þinginu. „Að mínu áliti munu tveir málaflokkar verða mest ræddir á þinginu. Annars vegar óánægja manna eftir landsmótið í sumar með kynbótadóma á hrossum sínum og ágreiningur um dóma, og hins vegar sú óeining sem ver- ið hefur meðal hestamanna og varð til þess að Eyfirðingar gengu úr sambandinu á sínum tíma. Tvær nefndir hafa verið að störf- um og tillögur þeirra verða lagð- ar fyrir þetta þing. Önnur hefur fjallað um framtíðarskipulag stórmótahalds á vegum hesta- manna en hin hefur fjallað um innra skipulag á vegum lands- sambandsins. Ég hef trú á því að þessi mál verði mjög mikið í umræðu og að Eyfirðingar geri sér vonir um að hlutum verði þannig fyrir komið að þeir geti sætt sig við þá. Það verður líklega hart deilt en ég vona að menn komi sér saman um málin,“ sagði Stefán. IM Verðkönnun á skólavörum á Akureyri: sem NAN tók ekki með Neytendafélag Akureyrar og nágrennis kannaöi nýverið verö á algengum skólavörum « verslunum á Akureyri. Niðurstöðurnar birtust í Degi sl. þriðjudag og hafa margir haft þær til hliðsjónar við kaup á þessum vörum, en það vekur athygli að verslanir sem selja skólavörur virðast ekki allar hafa setið við sama borð í verðkönnuninni. Kannað var verð á ritföngum, stílabókum, blöðum og almenn- urn skólavörum í Bókabúð Jón- asar, Bókabúðinni Eddu, Bók- vali, Möppudýrinu svo og í Hagkaupum. Hins vegar var verð á þessum vörum hvorki kannað í AB-búðinni í Kaup- angi né KEA. Samkvæmt þeim upplýsing- um sem Dagur liefur fengið eru þær vörur sem könnunin náði til seldar í kjallara Kjörmarkaðar KEA í Hrísalundi, bæði eldri vörur úr Vöruhúsinu og nýjar. Þá selur AB-búðin einnig ritföng, pappír og alntennar skólavörur. Kári Guðmann í AB-búðinni sagðist í samtali við Dag telja að þessi mistök hefðu haft veru- leg áhrif á sölu á skólavörum í versluninni, enda vissi hann dæmi þess að kennarar hefðu Ijósritað verðkönnunina og drcift henni til nemenda. Þar var AB-búðina hvergi að finna og straumurinn lá því til þeirra verslana sem komu vel út í könnuninni. Ekki náðist í talsmann Neyt- endafélagsins í gær en Kári sagðist hafa íengið þær skýring- ar að AB-búðin hefði einfald- lega gleymst. SS

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.