Dagur - 13.09.1990, Qupperneq 2
2 - DAGUR - Fimmtudagur 13. september 1990
Akureyri:
Nýtt og fullkomið kjöt-
borð í KEA Hrísalundi
Nýlega var lokið við uppsetn-
ingu á nýju og fullkomnu kjöt-
borði í Kjörmarkaði KEA
Hrísalundi 5. Kæling matvæla í
nýja borðinu er afar fullkomin
og öll vörumeðferð verður enn
betri en áður. Borðið er stíl-
hreint og mun án efa vekja
ánægju meðal viðskiptavina
verslunarinnar. Þess má geta
að í Hrísalundi starfa tveir
matreiðslumenn sem munu
hafa yfirumsjón með þeim vör-
um sem settar verða í borðið.
Það var Vélsmiðjan Oddi hf.
sem seldi og setti borðið upp í
Hrísalundi en Oddi gerði nýlega
samning við stórfyrirtækið
LINDE AG í Þýskalandi um sölu
og þjónustu á kæli- og frystiinn-
réttingum í verslanir. LINDE
AG er einn stærsti framleiðandi í
heimi á slíkum búnaði og er
framleiðsla fyrirtækisins þekkt
fyrir gæði.
KEA var fyrsti aðilinn sem
keypti kjötborð, framleitt af
LINDE, af Vélsmiðjunni Odda.
Borðið er rétt tæpir átta metrar
að lengd.
fréttir
Matreiðsluinennirnir Júlíus Jónsson (t.v.) og Jón V. Ólafsson, við nýja kjötborðið í KEA Hrísalundi.
Niðurstöður könnunar Neytendasamtakanna á geymsluþoli og merkingu eggja:
Þriðjungur framleiðenda uppfyllir ákvæði reglugerðar
- 56 prósent verslana geyma eggin í kæli
Eins og kunnugt er leiddi
könnun Neytendafélags Akur-
eyrar og nágrennis fyrir
skömmu í Ijós að í ýmsu er
ábótavant með merkingu og
geymslu eggja á félagssvæð-
inu. I framhaldi af því gengust
Neytendasamtökin fyrir ítar-
legri könnun á þessum málum
og náði hún til 95 verslana og
30 eggjaframleiðenda.
Fulltrúar eggjaframieiðenda
munu eiga fund í dag með
Hollustuvernd ríkisins þar sem
rætt verður um þörf á sam-
ræmingu túikunar reglugerðar
um merkingu neytendaum-
búða fyrir matvæli og setningu
ákveðinna reglna um merk-
ingu og geymslu eggja. Eiríkur
Einarsson, framkvæmdastjóri
Félags eggjaframleiðenda,
vildi ekki upplýsa um hug-
myndir eggjaframleiðenda til
úrbóta á núverandi ástandi, en
tók fram að eggjaframleiðend-
ur teldu núgildandi reglugerð
um meðferð og geymslu mat-
væla ekki kveða nægilega
glöggt á um geymslu og merk-
ingu eggja.
Eiríkur sagðist í gær ekki vilja
tjá sig mikið um könnun Neyt-
endasamtakanna, enda hefði
Niðurstöður hennar liggja nú
fyrir og eru um margt mjög
athyglisverðar. Af 30 eggjafram-
leiðendum taka 23 þeirra fram á
umbúðum að um kælivöru sé að
ræða, ýmist með orðinu kælivara
eða geymist á köldum stað. Sam-
kvæmt reglugerð er þó eingöngu
gert ráð fyrir orðinu kælivara.
Helmingur framleiðenda gefur
ekki upp geymsluþol á vöru sinni
honum ekki gefist tími til að
kynna sér niðurstöður hennar.
Hann sagði þó Ijóst að könnunin
gæfi til kynna að eggjafram-
leiðendur gætu gert betur, t.d.
hvað varðaði merkingu á umbúð-
ir um geymsluþol.
Eiríkur sagðist ekki sáttur við
að Neytendasamtökin vitnuðu til
rannsóknar Rannsóknastofnun-
ar landbúnaðarins fyrir nokkrum
árum sem leiddi í ljós að 10-40%
eggja í verslunum væru sprungin.
Astæðan væri einföld, hér væri
um að ræða gamla rannsókn og
ástæða væri til að ætla að niður-
stöður sambærilegrar könnunar í
dag yrðu aðrar og betri.
Varðandi þá skoðun Neyt-
endasamtakanna að egg séu kæli-
vara sagði Eiríkur eggjafram-
leiðendur ekki ánægða með að
þeim væri gert að merkja egg sem
með „síðasta söludegi" eða „best
fyrir." Fimm framleiðendur
merktu í sumum tilvikum meö
þessum upplýsingum, en í öðrum
tilfellum ekki. Niðurstaða máls-
ins er því sú að aðeins tíu fram-
leiðendur, eða 33%, uppfvlla
reglugerðarákvæði.
Ef litið er á verslanirnar, sem
lentu í úrtaki könnunarinnar.
kemur í ljós að 53 af þeim 95
kælivöru. Hann benti á að kæli-
vara væri geymd í hitastigi á bil-
inu 0-4 gráður, en í Svíþjóð væri
mælt með að egg væru geymd í 7
til 12 gráðu hita. Þannig teldu
Svíar egg ekki vera kælivöru.
„Hið almenna er að framleiðend-
ur haldi sinni vöru góðri. Annars
tapa þeir einfaldlega markaði,"
sagði Eiríkur.
Eiríkur sagði það almennt
skoðun eggjaframleiðenda að
túlka mætti nefnda reglugerö frá
1988 um merkingu neytenda-
umbúða fyrir matvæli og aðrar
neysluvörur á mismunandi hátt.
„Stærsta vandamálið er að eggin
falla ekki nógu vel að þessari
reglugerð og því teljum við þurfa
skýrar reglur um eggin. Þess
vegna munum við eiga fund með
Hollustuvernd og reyna að koma
þessum málum í ákveðnari
farveg,“ sagði Eiríkur. óþh
verslunum, sem könnunin náði
til. eða 56% geyma eggin í kæfi.
Af þeim 42 verslunum sem ekki
gerðu það sögðust sumar láta
eggin inn í kæli að nóttu til.
I nefndri könnun Neytenda-
samtakanna var einnig kannað
verð á eggjum. í Ijós kom að
algengasta verðið var á bilinu
396-405 krónur fyrir kílóið.
Lægsta verðið var 328,50 krónur.
en það hæsta 417 krónur, sem er
27% hærra verð.
í frétt frá Neytendasamtökun-
um segir að í Ijósi könnunarinnar
sé með öllu óþolandi að fram-
leiðendur komist upp með að
hundsa ákvæði áðurnefndrar
reglugerðar og í því sambandi
megi benda á að nú séu átta mán-
uðir liðnir frá því að merkingar
áttu að vera komnar í lag. Þá seg-
ir að Nevtendasamtökin hvetji
Júlíus Jónsson, formaður
Félags matvörukaupmanna,
segir ekkert standa í reglugerð
um að matvörukaupmönnum
beri skylda til að hafa eggin í
kæli. „Þar sem ég þekki til eru
þessi mál í mjög góðu ástandi.
Eggin eru vara sem kemur í
verslanir tvisvar í viku og það
er ekkert sem segir okkur að
geyma eggin í kæli. Það er
engin skylda,“ segir Júlíus.
eindregið til þess að settar verði
sérstakar reglur um merkingu og
geymslu eggja. í lok fréttar Neyt-
endasamtakanna segir orðrétt:
„Neytendasamtökin telja ein-
dregið að egg séu kælivara. Má
benda á að í rannsókn sem gerð
var í Danmörku kom í Ijós að egg
geymast betur við 5 gráður á
celsíus en við 12 gráður á celsíus,
sem sumir eggjaframleiðendur
telja hentugra hitastig. Einnig má
benda á að í rannsókn sem gerð
var á vegum Rannsóknastofnun-
ar lándbúnaðarins fyrir nokkrum
árum kom í ljós að egg í verslun-
um voru í 10-40% tilvika
sprungin. Slík egg hafa mun
minna geymsluþol og mjög mikil-
vægt að þau séu geymd við sem
lægst hitastig. Því gera Neytenda-
samtökin þá kröfu til verslana, að
í öllum tilvikum séu egg geymd í
kæli.“ óþh
„Það er enginn svo vitlaus,
sem höndlar með þessa vöru, að
hönum detti til hugar að taka
eggin inn eftir dúk og disk. Hæn-
urnar halda áfram að verpa og
við fáum eggin alltaf ný. Ef kaup-
menn standa sig ekki í að hafa
eggin ný eru þeir einfaldlega aö
henda viðskiptavinunum í burtu,
þá fer fólk eitthvað annað,“ segir
Júlíus. Hann sagðist persónulega
telja að eggin þyldu um tíu daga
geymslu í stofuhita. óþh
Félag eggjaframleiðenda:
Vill skýrari reglur um merk-
ingu og geymslu á eggjum
- mun í dag eiga fund með Hollustuvernd um málið
Júlíus Jónsson, formaður Félags matvörukaupmanna:
Engin skylda að
hafa eggin í kæK