Dagur - 13.09.1990, Qupperneq 5
Fimmtudagur 13. september 1990 - DAGUR - 5
Blómlegt vetrarstarf að hefjast
Hjálparsvcit skáta á Akureyri er vel
ökutækja sem svcitin býr yfir.
útlendingar viti hvaö á þeim
stendur.
Svisslendingarnir sem festu
jeppann í Fjórðungskvísl, fóru
upp úr kvíslarveitunum þar sern
Landsvirkjum hefur veriö við
virkjunarframkvæmdir. har eru
fjölmargir vegaslóðar og þar liafa
ekki bara útlendingar villst, held-
ur cinnig íslendingar. Við höfum
lagt mikla áherslu á að þetta
vcrði merkt betur og því var lof-
að en ég veit ekki hvort það er
búið.
Mjög brýnt að merkja
hálendisvegina betur
Mcrkingar á hálendinu er mjög
brýnt mál en þeim cr mjög ábóta-
vant. Ferðamenn jafnt útlending-
ar sem íslendingar, eru með kort
frá mismunandi útgáfutímum og
ef þessi kort eru skoðuð, má sjá
að ekki eru eins vegamerkingar á
neinu þeirra.
Ég hef síðustu ár farið með
landvörðinn upp í Nýjadal og þá
fengið leyfi til að fara þarna um
áður en þessi leið er opnuð form-
lega. - Og oft á tíðum hefur mað-
ur hitt á útlendinga þarna upp
frá. Einu sinni hittum við útlend-
inga þarna sem voru kolfastir í
drullu á lokaðri leið og þegar við
búin tækjuni og hér má líta hluta þeirra
komum aö, bentu þeir á kortið
sem þeir voru með og sögðust
vera að fara að Heklu.
Þeir voru með gamalt kort og
miðað við það, var ósköp eðlilegt
að þeir væru þarna á leið til
Heklu. Því samkvæmt kortinu
var þetta merkt sem stysta leiðin
frá Norðurlandi að Heklu og við
gátum því ekkert verið að
skammast yfir ferð þessa fölks."
Smári sagði að vegagerðin hafi
merkt þjóðvegi landsins ntjög vel
og að vonandi héldi hún áfram á
þeirri braut og merkti einnig há-
lendisvegina. Þá væri mjög mikil-
vægt að allir hlutaðeigandi legðu
sig fram við það að gefa ferða-
mönnum sem bestar upplýsingar
um hálendisferðir, svo fækka
mætti útköllum hjálparsveitanna
um landið.
Eitt annasamasta ár í
sögu hjálparsveitarinnar
„Þetta er búið að vera eitt anna-
samasta ár í sögu hjálparsveitar-
innar og þar spilaði veturinn mik-
ið inn í. En það er ekki hægt að
segja annað cn að það hafi verið
allt of mikið um útköll hjá sveit-
inni,“ sagði Smári Sigurðsson að
lokum. -KK
Félagar í Hjáiparsveit skáta á Akureyri þurfa oft á tíðum að aðstoða fólk við hinar erfiðstu aðstæður og því þarf
sveitin að vera vel búin tækjuni.
reyndu þau að losa jeppann en án
árangurs. Þau voru utan alfara-
leiðar og engin umferð um
svæðið.
Maðurinn gekk um 25 km
eftir hjálp
Maðurinn tók því það til bragðs
að ganga af stað eftir hjálp. Eftir
að hafa gengið um 25 km leið
kom hann inn á Sprengisandsleið
um 19 km norður af Nýjadal.
Skömmu síðar ók hópferðabíll
fram á hann og ók honum í
Nýjadal. Þaðan var síðan gerður
út leiðangur á jeppa til að ná
fasta jeppanum úr ánni. Þá kom í
Ijós að Svisslendingurinn var
algjörlega villtur og erfiðlega
gekk að finna fasta jeppann en
tókst þó um síðir. Þá voru liðnir
hátt í þrír sólarhringar frá því að
jeppi Svisslendinganna festist.
Bæði afturdekkin
sprungin eftir spól í ánni
Erfiðlega gekk að ná jeppanum
upp en tókst þó með seiglunni.
Við átökin brotnaði drif í aðstoð-
arjeppanum. Þegar loks hafði
tekist að ná jeppanum á land,
kom í Ijós að bæði afturdekkin
voru sprungin og ónýt, svo mikið
hafði verið spólað í ánni. Fólkinu
var síðan ekið í Nýjadal og þaðan
til byggða.
Vegna þess að ekki lá ljóst fyr-
ir hvar jeppi Svisslendinganna
var nákvæmlega, var haft sam-
band við hjálparsveitina sem sótti
hann að Fjórðungskvísl og kom
honunt til Akureyrar.
Þessi saga er ekkert
einsdæmi
Þessi saga er því miður ekkert
einsdæmi og fólk hefur lent í
ótrúlegustu raunum á ferðum
sínum um hálendið. Þarna var
um að ræða röð af óhappatilvik-
um og varla við nokkurn að
sakast, segir einnig í Hjálpar-
sveitatíðindum.
Hjálparsveit skáta á Akureyri
er vel búin tækjum og félagar
hennar hafa mikla reynslu í
björgunar- og hjálparstörfum.
Sveitin hefur leitast við að geta
komið til hjálpar við erfiðustu
skilyrði og búnaður hennar mið-
ast við það. -KK
Ritsafii HaUdórs Laxness
gefið út í Þýskalandi
Bókaforlagið Steidl í Þýskalandi
hefur hafið útgáfu á ritsafni Hall-
dórs Laxness í nýrri gerð en áður
hafa mörg útgáfufyrirtæki bæði í
Vestur- og Austur-Þýskalandi
gefið út bækur skáldsins í mis-
munandi útgáfum.
Sumar bókanna í nýja safninu
hafa ekki áður komið á þýskan
markað, aðrar eru nú þýddar á
nýjan leik en nokkrar bókanna
munu nú koma út í eldri þýðing-
um. Yfirbragð allra bókanna
verður hið sama í ritsafninu og
band þeirra vandað.
Það er bókaútgáfan Vaka-
Helgafell hf., útgefandi Halldórs
Laxness hér á landi, sem annast
sölu á útgáfurétti verka skáldsins
erlendis og hefur meðal annars
haft milligöngu um þessar útgáf-
ur bóka hans.
Fyrstu þrjár bækurnar í ritsafni
Laxness hjá Steidl eru Vefarinn
rnikli frá Kasmír, Kristnihald
undir Jökli og Atómstöðin.
Þetta er í fyrsta sinn sem
Vefarinn kemur út á þýsku en
frumútgáfa bókarinnar kom á
markað hér á landi árið 1927.
Prófessor Hubert Seelow sneri
Vefaranum á þýsku en hann er
jafnframt umsjónarmaður þess-
arar nýju útgáfu á ritsafni Lax-
ness í Þýskalandi. Seelow hefur
einnig þýtt Atómstöðina og er
þetta fyrsta útgáfa þeirrar þýð-
ingar og að sögn þýskra blaða
mun vandaðri en þær sem fyrr
hafa verið gefnar út. Kristnihald-
ið er gefið út í þýðingu Bruno
Kress en sú þýðing hafði áður
komið út í Austur-Þýskalandi.
Geysimikill áhugi hefur verið á
verkum Halldórs Laxness í
Þýskalandi um langt árabil og eru
sjálfstæðar útgáfur verka hans í
Vestur- og Austur-Þýskalandi
orðnar samtals 50, og endurút-
gáfur þeirra bóka alls 31 eða 81
útgáfa í heild. Þessi útgáfusaga
spannar rúma hálfa öld eða frá
því að Sjálfstætt fólk kom út árið
1936, fyrst bóka Halldórs Lax-
ness á þýsku.
Athygli þýskra fjölmiðla og
almennings hefur mjög beinst að
verkum Halldórs Laxness að
undanförnu ekki síst eftir að sýnd
var í SDR-sjónvarpsstöðinni
heimildarmynd Stöðvar 2 um
skáldið og þann 20. ágúst síðast-
liðinn var kvikmynd Guðnýjar
Halldórsdóttur Kristnihald undir
Jökli sýnd á sömu rás á besta
sjónvarpstíma.
SDR-sjónvarpsstöðin stóð að
gerð kvikmyndarinnar um Kristni-
hald undir Jökli á sínum tíma.
Myndin heitir í þýskri gerð Am
gletscher og hefur stöðin nú til-
nefnt liana sem framlag sitt til
þýskra sjónvarpsverðlauna þar
sem valin verður besta myndin,
besta handritið og veitt verðlaun
fyrir bestu leikstjórnina.
Lfkamsræktarstöðin á Bjargi
Vetrarstarfið hefst mánudaginn 17. september
Innritun í líkamsrœkt er hafin
í sfma 26888. í boði eru
fijálsir límar
hóptímar, útitrimm og
sérstakir kvennatímar í umsjón:
Margrétar Baldvinsdóttur.
Leiðbeinendur og þjálfarar í vetur verða
íþróttakennararnir: Margrét Baldvinsdóttir,
Sigurjón Magnússoa^Jómas Lárus Vilbergsson
og Valþóri
Hiónaafslá)
Heitm
Veggbolti (SquafehT tfr®Í^ÉilÍfd;&>Tia 26888.
Hágæða yósí
láttur