Dagur - 13.09.1990, Síða 11
Fimmtudagur 13. september 1990 - DAGUR - 11
hér & þar
i
Papúa Nýja-Gínea:
700 mál eða máUýskur
eru talaðar í landinu
Papúa Nýja-Gínea er sjálfstætt
ríki norður af Ástralíu, og er
hluti af fjölda eyja, en sú stærsta
er í laginu eins og dreki. Þessi
,.drekaeyja“ er jafnframt næst
stærsta eyja heims, en norður-
hluti hennar tilheyrir Indónesíu.
Nýja-Gínea hlaut sjálfstæði 16.
september 1975, en er í breska
heimsveldinu. Landið er um 463
þúsund ferkílómetrar að stærð og
íbúar um 3 milljónir og búa flestir
í höfuðborginni, Port Moresby.
íbúarnir tala ensku, pidgin og
hiri motu auk 700 annarra mál-
lýskna en flestir tala pidgin sem
er hið opinbera mál en um 20%
íbúanna talar ensku. Prátt fyrir
þennan sæg af mállýskum gengur
íbúunum allvel að skilja hver
annan.
Fyrir um 450 árum „fundu"
Evrópumenn eyjuna og nefndu
Nýju-Gíneu. Árið 1975 hlaut
austurhluti eyjunnar sjálfstæði
cftir að hafa verið stjórnað af
Þjóðverjum, Bretum og Áströl-
um gegnum aldirnar. íbúarnir
eru mjög stoltir af landi sínu, og
Á þessu skiiti við einn af þjóðvegum
landsins stcndur: „Vegavinna, og
allir bílar verða að stoppa þegar þeir
sjá rauða merkið.“ Og fyrir þá sem
velta fyrir sér málinu þá er þetta
pidgin.
Hauskúpur og leggir af fórnarlömbum Obotes í löngum röðum, enda af
nógu að taka.
800 þúsund mairns hafa
týnt Iffi í borgara-
styijöldinm í „Perlu AMku“
I Afríku hefur Uganda hingað til
verið kallað „Perla Afríku", cn
hætt er við því að sú ímynd hafi
breyst á undanförnum árum, því
segja má að þar hafi geisað borg-
arastyrjöld með litlum hléum síð-
an árið 1971, er Idi Amin hrifsaði
til sín völdin í byltingu gegn Milt-
on Obote. Á valdatíma Amins
voru um 300 þúsund Ugandabúar
Teikning eins fórnardýrsins sem
sýnir hermann misþyrma fanga.
drepin og/eða pyntuð, og þegar
Obote náði aftur völdum 1979
(að sjálfsögðu með byltingu) með
aðstoð Tansaníuhers, var talið að
alda ofbeldis og hryðjuverka
mundi a.m.k. hægja á sér, en því
fór fjarri, því að í dag er talið að
fjöldi látinna, týndra og limlestra
sé kominn yfir 800 þúsund og
ekki sér fyrir endann á því. Auk
þess hafa um 450 þúsund manns
flúið til nágrannaríkjanna, aðal-
lega Súdan.
Valdatíma Obotes lauk í júlí-
mánuði 1985, og sex mánuðum
seinna var Yoweri Museveni,
fyrrum skæruliðaforingi, valinn
forseti. Heldur virðist hafa dreg-
ið úr blóðsúthellingum, en herir
Musevenis berjast þó við upp-
reisnarmenn í norðurhéruðum
landsins. íbúatala Uganda er um
15,5 milljónir manna.
í Luwerohéraði býr Baganda
þjóðflokkurinn sem leynt og ljóst
var í andstöðu við Milton Obote
meðan hann var við völd. Her-
menn hans myrtu, misþyrmdu og
nauðguðu allt að 500 þúsund
manns í héraðinu á árunum 1980
til 1985. Luwero er gjöfult land-
búnaðarhérað og aðeins um 30
mínútna akstur frá útjaðri höfuð-
borgarinnar Kampala til héraðs-
ins.
segja oft ferðamönnum að þeir
séu staddir í nafla alheimsins. í
ljósi sögunnar má það til sanns
vegar færa, því eyjurnar voru
stökkpallur milli Asíu og Ástral-
íu í þjóðflutningunum miklu sem
áttu sér stað fyrir meira en 30
þúsund árum.
En hvað hefur þetta sjálfstæði
fært íbúunum?
Peter Tasin er stúdent frá
Tækniháskólanum í Lae og hann
segir að sjálfstæðið hafi fært þeim
sanninn um að aðrar þjóðir, jafn-
vel nágrannaþjóðir, viti sáralítið
um Papúa Nýju-Gíneu, og marg-
ir Ástralar og Asíubúar höfðu
enga hugmynd um stjórnarfar,
efnahagsástand eða þær pólitísku
breytingar sem hafa átt sér stað.
Margir haldi að íbúarnir búi enn
við frumstæða hausaveiðara-
menningu, og vissulega hafa
þessar þjóðfélagsbreytingar ekki
komið eins við þá íbúa sem búa
djúpt í frumskógunum, því þeir
stunda enn veiðar, yrkja jörðina
og berjast við nágrannaþjóð-
flokkinn. Þeir hafa ekki hug-
mynd um hvað sjálfstæði þýðir,
enda er menning jjeirra svipuð og
hún var fyrir hundrað árum.
Allauðugar kopar- og gullnám-
ur eru nýttar í landinu, en auk
|þess er ræktað og flutt út verulegt
magn af kaffi og pálmaolíu.
Léttisfélagar!
f
LETTIH
x
Almennur félagsfundur verður í Skeifunni, fimmtu-
daginn 20. september kl. 20.30.
Fundarefni:
Inntaka nýrra félaga.
Lýst eftir tillögum til þings L.H.
Félagshesthús og unglingastarf.
Önnur mál.
Félagar fjölmennið.
Stjórnin.
Gæsaveiðimenn
- HAGLASKOT í ÚRVMJ
Wincester + Federal ★ Tunet
* Oan-Arms * Hlað + Mirage
* Eley ikr SeHier & Bellot.
★ yr ik-
Gervigæsir * Gæsaflautur + Andaflautur
+ Hreinsisett ★ Feluhettur ★ Byssulásar
* Gerviskot * Ólafestingar + Byssuólar
+ Byssupokar + Leirdúfur
og ótal margt fleira.
EYFJORÐ =
Hjalteyrargötu 4 • Sími 25222
EINDAGI
STAÐGREIÐSLUFJÁR
ER 15. HVERS MÁNAÐAR
Launagreiðendum ber að skila afdreginni staðgreiðslu af launum og
reiknuðu endurgjaldi í hverjum mánuði. Með gírókerfi staðgreiðslu er unnt
að greiða í öllum bönkum, sparisjóðum og pósthúsum.
Eindagi staðgreiðslufjár er 15. hvers mánaðar.
Munið að gera skll tímanlega!
RSK
RÍKISSKATTSTJÓRI