Dagur - 19.09.1990, Blaðsíða 3

Dagur - 19.09.1990, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 19. september 1990 - DAGUR - 3 fréttir Óslax hf. Ólafsfirði: Heimtur á hafbeitar- laxi ekki góðar Húsvísk matvæli hf.: Tap á rekstrinum í fyrra en hagnaður á þessu ári „Verksvið okkar er seiðaupp- eldi og hafbeit, en heimtur í vor og sumar voru ekki góðar. í stöðinni eru 400.000 seiði í uppeldi í tuttugu kerum og stækkunarmöguleikar eru litlir því hér skortir ferskvatn,“ sagði Sigurður Stefánsson hjá Óslaxi hf. í Ólafsfirði. Að sögn Sigurðar tókst ekki vel til með heimtur á laxi í vor og sumar, heimturnar af eins árs fiski úr sjó voru l,5% en l% af tveggja ára fiski, gott þykir að ná 5 prósentum. „Við misstum lax framhjá gildrunum upp í Ólafs- „Mér flnnst fráleitt að koma með tillögu um að jafna raf- orkuverð sem einhverja lausn í álmálinu, eins og iðnaðarráð- herra hefur gert,“ segir Jóhannes Geir Sigurgeirsson á Öngulsstöðum, aðspurður um þróun álmálsins svonefnda. „Það alvarlegasta í þessu máli er þó hitt að fram virðist kom- in fámenn stétt embættis- manna og nokkurra stjórn- málamanna, sem ekki verður betur séð en ætli að hagnýta landsbyggðina með e.k. nýlendustefnu,“ segir hann. Þeir plastpokar sem nú eru seldir í matvöruverslunum bera í flestum tilfellum merki Landverndar enda rennur hluti kaupverðs þeirra í sérstakan plastpokasjóð Landverndar. Pokar Hagkaups á Akureyri hafa hins vegar ekki borið þetta merki að undanförnu en verslunarstjóri Hagkaups segir skýringuna þá að í útibúinu á Akureyri séu seldar upp gaml- ar birgðir af Hagkaupspokum, með vitund og samþykki Land- verndar. „Já, það var ;safnað saman fjarðarvatnið og þessi lax næst ekki. Hér hefur staðið til að breyta ósnum, ekkert hefur orðið af þvf enn, þannig að við höfum ekki getað lagt í mikinn kostnað við gerð á varanlegri aðstöðu til að fanga laxinn. I stöðinni eru 400.000 laxaseiði, en stöðin tekur með góðu móti 250.000 seiði. Sala á laxaseiðum er engin, því þessi búgrein leyfir ekki kaup a þeim. Þannig er nú komið í peningamálum þessa atvinnuveg- ar. Við gerum út á hafbeitina og í sumar slepptum við 150.000 seið- um,“ sagði Sigurður hjá Óslaxi í Ólafsfirði. ój Jóhannes Geir vitnar til ummæla iðnaðarráðherra í þá veru að ef til vill ntegi síðar, ef fleiri möguleikar komi upp í orkufrekum iðnaði, huga betur að þeim svæðum sem hafa verið inni í umræðunni um staðarval fyrir nýtt álver til þessa. „Þetta er engin byggðastefna," segir Jóhannes Geir. „Ef stjórn- völd eru að vakna upp við að aðgerða sé þörf á landsbyggðinni verður að gera eitthvað meira en að jafna raforkuverð. Ef stefnir í það að öll nýsköpun í framleiðslu og orkusölu eigi að vera á suð- pokum úr Hagkaupsverslunun- um og gert samkomulag við Landvernd um að verslunin á Akureyri seldi upp þessar birgðir. Við höfum hér á veggj- um spjöld þess efnis að hluti greiðslunnar renni til Landvernd- ar og svo er þrátt fyrir að merki þess sé ekki á pokunum,“ sagði Þórhalla Þórhallsdóttir, verslun- arstjóri í Hagkaup. Þórhalla segir að einmitt þessa dagana séu gamlar birgðir plast- poka að ganga til þurrðar og þá komi nýir pokar sem beri merki Landverndar. JÓH Aðalfundur Húsvískra mat- væla hf. var haldinn í síðustu viku. Fyrirtækið var starfrækt í þrjá mánuði á síðasta ári og nam tap á rekstri þess 3.379 þúsund krónum. Samkvæmt milliuppgjöri hefur hagnaður af rekstri fyrirtækisins fyrstu sex mánuði þessa árs numið 5.156 þúsundum. Að sögn Jakobs Bjarnasonar, framkvæmda- stjóra fer nú í hönd mesta sölu- tímabili ársins og er frekar bjart framundan hjá fyrirtæk- inu. Tíu starfsmenn vinna hjá fyrir- tækinu. Nú er unnið við niður- suðu á rækju, en það hefur verið aðalverkefni fyrirtækisins, einnig hefur lifur verið soðin niður og brædd til framleiðslu á lýsi. Fyrirtækið Húsvísk matvæli hf. var stofnað 30. sept. í fyrra og tók það við starfsemi HIKs sf. I ■fyrra var aðeins unnið við fram- leiðslu í þrjár vikur en megin- vinnan fólst í því að pakka og afgreiða vörur af lager HIKs, þær birgðir reyndust ekki eins verð- miklar og ráð hafði verið fyrir gert. í lok nóvember tók Jakob við stöðu framkvæmdastjóra. A aðalfundinum var samþykkt tillaga þar sem stjórn og fram- kvæmdastjóra er falið að finna fyrirtækinu framtíðarhúsnæði og leggja tillögur þar að lútandi fyrir vesturhorninu breyta menn engu eftir það, nema því aðeins að þeir séu tilbúnir til að gera mjög rót- tækar breytingar til að efla opin- bera þjónustu úti á landi." Jóhannes Geir telur að á Eyjafjarðarsvæðinu og Akureyri ættu menn að setja sér það mark- mið að á éinhverju tilteknu árabili, t.d. á þeim árum sem eft- ir eru til aldamóta, fari tiltekið hlutfall allrar háskólamenntunar á Islandi fram á Akureyri. Ekki sé óeðlilegt að niiða við að fjórð- ungur háskólamenntunar fari fram á vegum Háskólans á Akur- eyri að þeim tíma liðnum. „Þetta myndi þýða hundruð starfa til viðbótar þeint sem fyrir eru, auk þjónustu við mikinn fjölda nemenda sem ntyndu búa í bænum og nágrenni hans. Til þess að svona nokkuð gerist þatf að verða hugarfarsbreyting. Hvað hlutverk Háskóians á Akureyri snertir þá er eitt af því sem kemur upp í hugann að skól- inn gæti orðið miðstöð kennslu og rannsókna í matvælaiðnaði. Matvælavinnslan er sú atvinnu- grein sem afkoma þjóðarinnar byggist öðru fremur á nú og mun gera áfram um ókornna tíð. Ef mönnum er einhver alvara í að gera eitthvað í byggðamálum væri þeint nær að skoða eitthvað af þessu tagi heldur en ræða jafn- sjálfsagðan hlut og að jafna raf- orkuverð," segir hann. Jóhannes Geir segir augljóst að menn geti ekki nema að iitlu leyti treyst á stjórnvöld til að framfylgja þeirri byggðastefnu sem nauðsyn sé á, þeir verði fyrst og fremst að treysta á sjálfan sig. hluthafafund fyrir miðjan des. nk. Heildarhlutafé fyrirtækisins nemur 27.604 þúsundum króna. Aðaleigendur eru; Þróunarsjóð- ur lagmetis 22,38%, Fiskiðju- samlag Húsavíkur 15,22%, Ingólfur Guömundsson mun gegna störfum störfum sóknar- prests viö Akureyrarkirkju í leyfi Þórhalls Höskuldssonar til 15. desember. Lárus Hall- dórsson sem tekið hafði að sér að gegna starfi Þórhalls getur ekki tekið við því vegna ófyrir- sjánlegra orsaka. Samkvæmt upplýsingunt frá Sóknarnefnd Akureyrarkirkju hefur breyting orðið frá því sem fyrr var ákveðið og sagt frá hér í blaðinu, að Lárus Halldórsson ntundi gegna störfum við Akur- eyrarkirkju í leyfi Þórhalls Höskuldssonar. Lárus Halldórs- son getur ekki vegna óviðráðan- legra aðstæðna komið til starfa í sókninni. Því hefur Ingólfur Guðmundsson verið ráðinn í hans stað. Ingólfur er kominn og Mörgum sé gjarnt að líta svo á að Eyjafjarðarsvæðið sé svo öflugt að ekkert sérstakt þurfi að koma til þar í atvinnumálum. Þetta sé þó engan veginn rétt. Þvert á móti þurfi markvissar aðgerðir til að styrkja byggðina. Heimamenn gætu, t.d. í samvinnu við Héraðs- nefnd Eyjafjarðar, stofnað sér- stakan fjárfestingarsjóð, með þátttöku nánast hverrar fjöl- skyldu, fyrirtækis og sveitarfé- laga á svæðinu. Slíkt fyrirtæki myndi ráða yfir verulegu fjár- ntagni þegar í upphafi, og geti farið beint í samninga við erlenda sem innlenda aðila unt nýsköpun í atvinnulífinu. „Ég lýsi hér með eftir aðilum sent vildu taka þátt í stofnun slíks nýsköpunarfyrir- tækis," sagði Jóhannes Geir að lokum. EHB Húsavíkurbær 14,49%, Flóki 14,49%, íshaf 9,06%, Verkalýðs- félag Húsavíkur 8,55%, Höfði 4.71%, Skipaafgreiðsla Húsavík- ur 4,71%, aðrir eigendur eru með minni hlut. IM mun gegna preststörfum við Akureyrarkirkju fram til 15. des- ember næstkomandi þegar Þór- hallur Höskuldsson er væntanleg- ur heim úr leyfi. Heimilisfang Ingólfs á Akureyri er Furulund- ur 8s og sími 22276. ÞI. Aflabrögð norðanlands: Grálúðan kvaddi enufsinn kom í netin Heildaratli landsmanna í ágústmánuði nam 47.796 tonnum, samkvæmt bráða- birgðatölum Fiskifélags ís- lands, en í sama mánuði 1989 var aflinn 49.762 tonn. Þessi samdráttur er merkjanlegur um land allt nema á Suður- landi, en þar veiddist meira í ágúst nú. A Norðurlandi komu 12.151 tonn á land á móti 13.414 í ágústmánuði í fyrra. Togarar á Norðurlandi veiddu 9.231 tonn í ágúst sl. á móti 9.489 í fyrra, bátarnir 2.065 á móti 3.101 og smábátarnir 855 tonn á móti 824. Þessa aukningu hjá smábátunum má rekja til meiri veiði á ufsa og skarkola. Lítum á einstakar tegundir og magntölur í ágúst hér norðan- lands. Svigatölur tákna ágúst 1989: Þorskur 6.676 (7.949), ýsa 597 (920), ufsi 1.499 (1.053), karfi 1.192 (995), steinbítur 33 (33), grálúða 75 (425), skarkoli 256 (125), annar botnfiskur 88 (110) og rækja 1.732 V1.804). Hér má fyrst sjá mun minni þorskveiði og einnig verulegan samdrátt í vciðum á ýsu og grá- lúðu. Ufsi, karfi og skarkoli sækja hins vegar í sig veðrið. Heildaraflinn á Norðurlandi það sem af er árinu, eða til ágúst- loka, er kominn í 245.365 tonn á móti 180.096 á sama tíma í fyrra. Skýringin er cinföld: Mun meira veiddist af loðnu á þessu ári. SS LEGO - PLAYMO - FISHER PRICE - BAMBOLA - BARBIE - SINDY Angora nærfötin reynast best þegar kólnar. Leikfangamarkaóurinn Hafnarstræti 96 • Sími 27744 BÍLABRAUTIR - FJARSTÝRÐIR BÍLAR - MODEL - RAMBO „Markvissar aðgerðir þarf til að styrkja byggðimar við Eyjaflörð“ - segir Jóhannes Geir Sigurgeirsson á Öngulsstöðum Merki Landverndar ekki á Hagkaupspokum: Gamlar birgðir seldar upp á AJkurevri - með vitund og samþykki Landverndar Akureyrarprestakall: Ingólfiir Guðmundsson gegnir preststarfi til 15. desember

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.