Dagur - 19.09.1990, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Miðvikudagur 19. september 1990
fsland og Evrópubandalagið:
Aðlögun og viðskiptasaimmigar nauðsynlegir
- skilyrðislaus innganga - nýr Gamli sáttmáli
Franskir bændur hafa að
undanförnu mótmælt lágu
verði fyrir afurðir sínar.
Reiði þeirra hefur einnig
beinst gegn innflutningi á
matvælum, einkum kinda-
kjöti frá Bretlandseyjum,
sem þeir telja eyðileggja
möguleika sína til að losna
við framleiðsluna á heima-
markaði. Ymsar aðrar vær-
ingar hafa gert vart við sig
milli þjóða í Evrópu. Eink-
um hafa Bretar verið iðnir
við að gagnrýna Vestur-
Þjóðverja. Sú gagnrýni og
yfirlýsingar breskra ráða-
manna hafa meðal annars
kostað einn ráðherra í stjórn
Thatchers embættið. Ótti við
hverjar afleiðingar verða aí
sameiginlegum innri mark-
aði Evrópu veldur blóðhita
hinna frönsku bænda. Hann
veldur einnig upprifjunum
breskra stjórnmálamanna á
tímibili Þriðja ríkisins,
valdadögum Adolfs Hitlers
og tildrögum heimsstyrjald-
arinnar 1939 til 1944. Dólgs-
læti franskra bænda og stór-
yrtar yfirlýsingar breskra
stjórnmálamanna eru að
sjálfsögðu öfgar sem brjótast
út í hita leiks. Þær varpa hins
vegar Ijósi á þá staðreynd að
margt verður að athuga þeg-
ar tii svo víðtækrar samvinnu
skal stofnað milli ólíkra
þjóða og þjóðfélagshópa
eins og ætlunin er að gera
með sameiginlegum markaði
ríkja Evrópubandalagsins.
Umræða um Evrópubandalag-
ið hefur farið rólega af stað á
meðal almennings á íslandi. Ef til
vill finnst mönnum málefniö fjar-
lægt og snerti okkur lítið. Ýmsir
aðilar í viðskiptalífinu og nokkrir
stjórnmálamenn hafa þó talað
um nauðsyn tengsla og jafnvel
inngöngu í þessa fyrirhuguðu
efnahagssamvinnu Evrópuríkja.
Flestir íslendingar virðast þó
álíta að við eigum ekki fullkomna
samleið með viðskiptalegri ríkja-
heild Vestur-Evrópu. Væntanleg
stofnun sameiginlegs markaðar
Evrópubandalagsins vekur þó
upp spurningar á íslandi. Að
hvað miklu leyti getum við átt
samleið með slíkri samsteypu?
En einnig hvort við getum komist
hjá því að tengjast þessu mark-
aðssvæði með samningum og í
framhaldi af því, hversu víðtæk
slík samvinna verður að vera.
Hvað felst í aðild að
sameiginlegum markaði?
Með stofnun sameiginlcgs mark-
aðar Evrópu er gert ráð fyrir að
öll viðskipti ríkja Evrópu-
bandalagsins verði frjáls. Engar
hömlur verði á flutningi vöru eða
þjónustu milli landa, hvorki í
formi tolla eða reglugerða. sem
takmarka milliríkjaviðskipti.
Með slíkum samruna geta fram-
leiðendur í hvaða landi banda-
lagsins sem er selt vörur sínar
óhindrað í öðrum löndum þess
svo framarlega að þeir séu sam-
keppnisfærir á sameiginlegum
nevtendamarkaði Evrópu. Á
sama hátt er gert ráð fyrir að
flutningur fjármagns verði frjáls
milli bandalagsríkjanna. Hverj-
um og einum verði heimilt að
fjárfesta í fasteignum, atvinnu-
rekstri eða á verðbréfamarkaði í
hvaða landi bandalagsins sem er.
Pá er gert ráð fyrir að búseturétt-
ur verði frjáls innan bandalags-
ríkjanna. Fólk geti flutt óhindraö
milli landa og notið sömu rétt-
inda til dvalar. atvinnu og hins
félagslega velferðarkerfis í hvaða
Evrópubandalagsríki sem það
kýs að taka sér bólfestu. Einnig
er áformað að sameiginleg nýting
auðlinda eigi sér stað, þar á meðal
aðgangur að fiskimiðum úti fyrir
ströndum álfunnar.
Viðskipti í austur og vestur
Umtalsverðan tíma eftirstríðsár-
anna hefur ísland verið á útjaðri
Evrópu í þeim skilningi að utan-
ríkisverslun landsins við álfuna
hefur verið minni en vænta mátti.
íslendingar hafa farið varlega í
að tengjast efnahagssamstarfi
Vestur-Evrópuþjóðanna og talið
sig eiga sérstakra hagsmuna að
gæta á sviði viðskipta, borið sam-
an við önnur lönd álfunnar. Strax
á fyrstu árunum eftir heims-
styrjöldina þróuðust utanrík-
isviðskipti íslendinga á þá leið að
mikilvægir markaðir fyrir íslensk-
ar afurðir sköpuðust í Bandaríkj-
unum og Austur-Evrópu á sama
tíma og útflutningur til Vestur-
Evrópu dróst saman. Efnahags-
legir yfirburðir og forysta Banda-
ríkjanna í hinu aðþjóðlega hag-
kerfi eftirstríðsáranna hafa vafa-
lítið valdið nokkru um þessa
þróun, cn pólitískir þættir höfðu
einnig veruleg áhrif. Deilur
íslendinga við Breta og Vestur-
Þjóðverja vegna útfærslna
íslensku landhelginnar áttu veru-
legan þátt í minnkandi viðskipt-
um við Vestur-Evrópu meðal
annars vegna löndunarbanns sem
þessi ríki settu á íslensk skip og
annars efnahagslegs þrýstings.
Ennfremur sköpuðust ýmis tæki-
færi til viðskipta til austurs og
vesturs vegna spennu sem kalda
stríðið leiddi af sér.
Viðskipti við Sovétríkin lögð-
ust af þegar íslendingar ákváðu
að þiggja Marshall-aðstoðina frá
Bandaríkjamönnum seint á
fimmta áratugnum en þegar
íslendingar lentu í verulegum
deilum við bandamenn sína í
Atlantshafsbandalaginu vegna
fiskveiðanna opnuðu Sovétmenn
fyrir þessi viðskipti á nýjan leik.
Gera má ráð fyrir að pólitískar
ástæður hafi legið þar að ein-
hverju leyti að baki.
Viðskipti jukust við Austur-
Evrópu og á árunum 1956 til 1959
nárnu þau um þriðjungi af öllum
útflutningi landsmanna. Nokkuö
dró úr þessum viðskiptum uppúr
1960 en þó héldu Austur-Evrópu-
markaðirnir áfram að vera mikil-
vægir. Viðskiptin viö Bandaríkin
héldu einnig áfram að aukast.
íslendingar höfðu beinar gjald-
eyristekjur af herstöðinni á
Miðnesheiöi en einnig tók að
þróast markaður fyrir frystan fisk
vestan hafs. íslendingar nutu
ennfremur viðskiptalegrar góð-
vildar í Bandaríkjunum sem
rekja má að nokkru leyti til
pólitískra ástæðna. Árið 1971
nam heildarútflutningur til
Bandaríkjanna 37% af öllum
útflutningi frá íslandi. Pannig er
Ijóst að efnahagslegir yfirburðir
Bandaríkjanna. fiskveiðideilur
Islands og Evrópulanda og sam-
keppni milli austurs og vesturs
hafa orðið þess valdandi að við-
skipti Islands beindust fremur í
austur og vestur en til meginlands
Evrópu á síðustu áratugum.
Einhæfni í íslenskum
útflutningi
Frá stríöslokum hefur hlutur
sjávarútvegs í útflutningi lands-
manna verið á bilinu 70% til
90%. Hlutur iðnaðarframleiðslu
hefur þó aukist nokkuð hin síðari
ár og fyrst og fremst fyrir tilstuðl-
an orkufreks iðnaðar. Vegna
þess hvað fiskimiðin eru dreifð
meðfram ströndum landsins hef-
ur sjávarútvegurinn verið stund-
aður frá mörgum stöðum. Sjávar-
útvegsfyrirtækin eru í mörgum
tilfellum meginuppistaðan í
byggð landsins jafnframt því að
standa með útflutningi undir vel-
ferð þjóðarinnar. Mörg þessara
fyrirtækja eru viðkvæm fyrir
sveiflum i markaðsverði afurða
og því hefur citt af megin mark-
miðum stjórnvalda verið að
tryggja afkomu þeirra. Sjávar-
útvegsfyrirtækin er eini atvinnu-
reksturinn sem komið getur í veg
fyrir verulega byggðaröskun og
staðbundið atvinnuleysi víðs veg-
ar um landið.
Einhæfni í útflutningi okkar
hefur oft kostað óstöðugleika og
leitt af sér verðbólgu þótt lengst
af hafi tekist að halda fullri
atvinnu og tryggja sveigjanleika í
efnahagslífinu. Til að skapa sjáv-
arútveginum þau skilyrði sem
hann þarfnast til að geta gegnt
nauðsynlegu hlutverki hefur
hann orðið að sitja einn að þeirri
takmörkuðu auðlind sem fiski-
miðin í hafinu kringum landið
eru. Þar af leiðandi hafa nánast
allar veiðar útlendinga í íslenskri
fiskveiðilögsögu verið bannaðar
og erlendir aðilar útilokaðir frá
atvinnugreininni sjálfri á íslandi.
Ólíkir hagsmunir
Flestar þjóðir Evrópu telja sjáv-
arútveg með landbúnaði þótt það
líti undarlega út í augum íslend-
inga. Sjávarútvegur er víða ríkis-
styrktur á sama hátt og landbún-
aður. Fyrir flest iðnvædd ríki er
fríverslun með iðnvarning mikil-
væg. Mörg hinna sömu ríkja hafa
hins vegar miklar efasemdir um
fríverslun með landbúnaðar- og
sjávarafurðir, meðal annars
vegna þess að þær greinar eru
víða tengdar mikilvægum byggða-
ha^gsmunum. Þótt sjávarútvegur
á Islandi tengist byggðahagsmun-
um hefur landið einnig sérstaka
hagsmuni af fríverslun með sjáv-
arafurðir. Þessir ólíku hagsmunir
hafa meðal annars valdið því að
við höfum orðið að fara með allri
gát á sviði alþjóðlegrar viðskipta-
samvinnu.
Þegar ljóst var að hagsmunum
sjávarútvegsins væri betur borgið
með ákveðnu samstarfi við
evrópsk markaðssvæði varð
ísland aðili að GATT samkomu-
laginu árið 1967, aðili að EFTA
1970 og gerði fríverslunarsamn-
ing við Evrópubandalagið 1972.
Samningurinn við EB tryggði
tollatilslakanir fyrir 70% af
útflutningi íslands til bandalags-
Innpökkun á heyi - nýjasta tæknin í landbúnaði. Verða þýsk mjólk og franskir ostar á borðum íslenskra neytenda
innan skamms?
Gamh sáttmálí -
tákn erlendra yfirráða
Þegar rætt er um Gamla sátt-
mála í sambandi viö aðlögun
eða inngöngu íslands í
Evrópubandalagið og sam-
eiginlegan markað þess eftir
1992 er verið að vitna til þess
atburðar er íslendingar afsöl-
uðu sér sjálfstjórn I hendur
Noregskonungs árið 1262 og
endurheimtu sjálfstæði sitt
ekki fyrr en 17. júní 1944 eins
og flestum er kunnugt.
Á Alþingi 1262 var gerður
sáttmáli milli Noregskonungs
og íslendinga um á hvern hátt
sambandi landanna skyldi
hagað. Sá sáttmáli hlaut heitiö
Gamli sáttmáli og með honum
bundust íslendingar Noregs-
konungi á tvennan hátt. Þeir
viðurkenndu hann sem sinn
æðsta veraldlega yfirmann og
játuðust undir að greiða honum
skatt. Á móti því skuldbatt kon-
ungur sig til að koma friði á í
landinu en þá voru deilur Sturl-
ungaaldar í hámarki. íslensk
lög skyldu gilda og konungur
mátti ekki breyta þeim einhliða
en varð að fá samþykki lögrétt-
unnar fyrir lagabreytingum.
Konungur skyldi láta sex skip
sigla frá Noregi til íslands
árlega, að minnsta kosti fyrst
um sinn. Skipastóll landnáms-
manna var hruninn um þessar
mundir og þetta ákvæði var sett
til að forða landinu frá siglinga-
lcysi því að Hákon gamli hafði
við og við sýnt íslendingum í
tvo heima með því að banna
norskum ferðamönnum að sigla
til íslands. íslendingar skyldu
ekki lengur gjalda landaura í
Noregi en áöur höfðu Norð-
menn krafist landgöngutolls
sent nam einu kýrverði. Þá áttu
allir embættismenn að vera
íslenskir aö boði Gamla sátt-
mála og helst af fornum goða-
ættum. Yfir landinu skyldi ríkja
jarl, scm einskonar innlendur
þjóðhöfðingi í umboði konungs
en jarlsembættið hvarf þó fljót-
lega úr sögunni.
Gamli sáttmáli hefur gjarnan
vcrið talinn marka upphaf
myrkra alda íslandssögunnar.
Hann er tákn um innlenda
óstjórn og erlenda undirgefni.
Þótt aðstæðum á tuttugustu öld
verði aldrei jafnaö til þess er var
á Sturlungatímanum er Sundur-
lyndi og erlend undirgefni enn
til á nieðal íslensku þjóðarinn-
ar. Þessir þættir hafa aldrei gef-
ist vcl í samskiptum viö önnur
ríki og því vert fyrir íslendinga,
að hafa það í huga þegar þeir
verða að gera nauösynlega
samninga um viðskipti og vöru-
markaði við aðrar þjóðir. ÞI.