Dagur


Dagur - 22.09.1990, Qupperneq 2

Dagur - 22.09.1990, Qupperneq 2
2 - DAGUR - Laugardagur 22. september 1990 Skipulagsdeild Akureyrarbæjar: Vinna að heíjast við gerð endurskoðaðs skipulags að íbúðabyggð á Oddeyri „Þetta mál hefur verið í undir- búningi frá árinu 1984,“ segir Árni Olafsson, skipulagsstjóri, en þessar vikurnar er á vegum Skipulagsdeildar Akureyrar- bæjar að hefjast vinna við endurskoðun á skipulagi íbúða- byggðar á Oddeyri. „Það er ekki ætlunin að gjör- bylta byggðinni á Oddeyri, en væntanlega verða opnaðir ein- hverjir þróunarmöguleikar," seg- ir Árni. Að sögn Árna liggur fyrir skipulag að hafnarsvæðinu og einnig er hafinn undirbúningur að gerð skipulags fyrir iðnaðar- svæðið við Glerárgötu. Þá stend- ur fyrir dyrum að auglýsa skipu- lagstillögu að svæði sunnan nýrr- ar Strandgötu, smábátahöfn við Torfunef. Undirbúningur að endurskoð- un á skipulagi íbúðabyggðar á Oddeyri hefur lengi staðið yfir. Liður í honum var byggðarkönn- un og húsakönnun, þar sem varð- veislugildi húsa var metið. Síðar- nefndu könnunina vann Hjörleif- ur Stefánsson, arkitekt. „Markmiðið með þessu er ekki að breyta skipulaginu breyting- anna vegna. Skipulagsaðgerðirn- ar eru ekki komnar á hreint. Við komum til með að fá tillögur frá íslendingar hafa í auknum mæli fundið sér stað fyrir sumarbústaði, sem þeir síðan dvelja í vikum saman yfir sumarmánuðina og þá hefur einnig færst í vöxt að eigendur sumarhúsa nýti þau einnig yfír haust- og vetrarmánuðina. Sunnan við bæinn Lund I í Hálshreppi, hefur verið skipu- lagt svæði undir sumarbústaða- byggð og mældar út lóðir fyrir 21 sumarbústað. skipulagshöfundum og síðan fjallar skipulagsnefnd um þær,“ sagði skipulagsstjóri. Tvö hús á Oddeyri heyra undir Að sögn Þórólfs Guðnasonar bónda í Lundi I er um þessar mundir verið að vinna við lagn- ingu vegar að svæðinu sem er yst í Lundsskógi. „Það er fyrirtækið BYNOR á Akureyri sem hefur þetta svæði til sölumeðferðar að mestu leyti. Ég hef að vísu sjálfur fjórar lóðir til ráðstöfunar en hef reyndar ekki ráöstafað þeim ennþá. Menn hafa sýnt því töluverðan áhuga á að fá þarna lóð undir I ákvæði húsfriðunarlaga, annars vegar Gránufélagshúsið og hins vegar Norðurgata 17, gamla | prentsmiðjan. sumarbústað og þessa dagana er verið að ganga frá fyrstu samn- ingunum þar af lútandi." Fyrirtækið BYNOR smíðar sumarbústaði og þeir sem kaupa lóðir hjá fyrirtækinu í Lunds- skógi, geta keypt af fyrirtækinu fullbúna sumarbústaði, fokhelda eða einungis efnið í þá, að sögn Þórólfs og auk þess eru ýmsir aðrir möguleikar fyrir hendi. „Það er þegar búið að leggja vatnslögn og síðar í þessum mán- uði verður lagt rafmagn að svæð- inu, þannig að hver og einn sumarbústaðareigandi þarf ekki að fara nema rétt út fyrir sína lóð til að nálgast vatn og rafmagn." Hver lóð er um 1/2 hektari að stærð og svæðið sem skipulagt hefur verið nær niður undir Fnjóská. Niður við ána er nokk- uð stór j>róin eyri, sem liugsuð er sem leiksvæði. -KK Fjármálaráðherra lækkar vexti á ríkisvíxlum: Aðstæður á lánsíjármarkaði bjóða upp á lækkun raunvaxta Hálshreppur: Búið að skipuleggja svæði fyrir 21 sumarbústað í Lundsskógi - margir hafa sýnt því áhuga að eignast þar lóð fyrir sumarbústað fréttir Vatnsdalur: Strandafé á riðuniður- skurðarbæi í næstu viku I næstu viku er von á uin 6ó0 lömbum af Ströndum á átta bæi á svæöinu vestan Blöndu. Á þessum bæjum hefur verið skorið niður vegna riðuveiki. Samkvæmt upplýsingum Dags koma 4- 5000 löinb af Ströndum á þau svæði þar sem skorið hefur verið niður vegna riðunnar. Riðuveikin hefur verið mjög skæð á svæðinu vestan Blöndu undanfarin ár og var farið út í all víðtækan niður- skurð. Fyrstu bændurnir fengu aftur fé í fyrra og í ár bætast nokkrir í hópinn. Jón B. Bjarnason, oddviti í Áshreppi í Austur-Húnavatnssýslu, seg- ir að vart sé gert ráð fyrir að sauðfjárbúskapur verði þarna á ný í sama mæli og áður. Hann segir vitað að nokkrir bændur sem áður liöfðu fé munu ekki taka lömb og því leggist sauðfjárbúskapur af á nokkrum jörðum. Þá telji menn frcmur ósennilegt að þeir bændur sem taka lömb nú eftir fjárleysi muni í tímans rás búa með jafn margt fé og áður. Jón segir að ekki hafi orðið vart nýrra riðutilfella í haust í Vatnsdal, en þcss beri þó að geta að ekki hafi verið réttað á tveim réttum á svæðinu og því ekki öll kurl komin til grafar. óþh Safnaðarheimili Akureyrarkirkju: Rætt um að flytja flygil úr Skenimunni Ólafur Ragnar Grímsson, fjármálaráðherra, hefur ákveðið að lækka vexti á ríkis- víxlum úr 12% í 10%. Sam- kvæmt upplýsingum fjármála- ráðuneytisins er þessi ákvörð- un tekin á grundvelli lækkandi verðbólgu að undanförnu og mikillar sölu ríkisvíxla. Þess er jafnframt vænst að í kjölfarið „Við berum hag piparsveina fyrir brjósti, enda piparsveinar sjálfír, og okkur fínnst upplagt Akureyri: Þrjár nýjar hraðahindranir Skipulagsnefnd Akureyrar hef- ur ákveðið að láta setja upp hraðahindranir á Höfðahlíð og Skarðshlíð. Á fundi nefndarinnar um miðj- an mánuðinn var samþykkt að í haust verði settar tvær hraða- hindranir á Skarðshlíð og ein í Höfðahlíð. Hraðahindrun á að koma við stíg austan raðhúsa við Litluhlíð, og þar verður jafnframt merkt gangbraut. Önnur hraða- hindrun verður sett á gangbraut við verslunarmiðstöðina Sunnu- hlíð. í Höfðahlíð verður sett hraða- hindrun á gangbrautina við húsið númer 17. Þá verður biðstöð strætisvagna flutt austur yfir gangbrautina. Tæknideild hefur verið falið að gera tillögu að frek- ari úrbótum á Höfðahlíð austan Lönguhiíðar. EHB fylgi lækkun vaxta óverð- tryggðra útlána. Sem kunnugt er fór framfærslu- vísitalan í september 0,27% fram úr þeim mörkum sem ákveðin vorú við kjarasamninga og kennd eru við rauð strik. Þar með er tal- ið að verðbólguhraðinn á síðustu mánuðum ársins verði undir 6%. Ávöxtun óverðtryggðra að þeir komi saman og ræði áhugamál sín og miðli af reynsiu sinni,“ segja þeir Tóm- as Gunnarsson og Gunnar Páll Gunnarsson sem halda Pipar- inn '90 í Sjallanum í kvöld. Þetta er nokkurs konar lands- mót piparsveina og var slíkt mót einnig haldið í Sjallanum fyrir tveimur árum. Síðan þá hafa ver- ið höggvin skörð í hópinn en nýir sveinar hafa bæst við. Að sögn forsvarsmanna Pip- arsins hafa miðar verið seldir í forsölu og má búast við a.m.k. 100 manns. Fleiri gætu þó slegist í hópinn enda Flugleiðir með sérstakt tilboð í gangi. Matseðillinn er sniðinn að þörfum piparsveina og skemmti- atriði einnig. Nektardansmærin Bonný kemur fram, eftirherman Jóhannes Kristjánsson og hinn síungi piparsveinn Þórður frá Dagverðará. Kosinn verður pip- arsveinn ársins og fá allir þátttak- endur orðu. Þegar Sjallinn verð- ur opnaður fyrir almenning kl. 23.30 má því þekkja piparsvein- ana á orðunni og eru þeir lögleg bráð, að sögn þeirra Tómasar og Gunnars. SS skuldabréfa bankanna er nú að meðaltaíi rúmlega 14%. Verð- bólga er um 4% og samsvarar þessi ávöxtun því 10% raunvöxt- um. Það eru að mati fjármála- ráðuneytisins háir raunvextir sern eiga sér ekki stoð í aðstæðum í efnahags- og peningamálum. Þessir vextir hljóti því að lækka. Aðstæður á lánsfjármarkaði bjóða að mati ráðuneytisins upp á lækkun raunvaxta, einnig hjá bönkum. „Gott jafnvægi hefur myndast á peningamarkaðinum, lausafjárstaða bankanna er góð og almenn lánsfjáreftirspurn er lítil. Ekki verður því séð að bankarnir hafi ástæðu til að halda uppi núverandi vaxtastigi, hvorki vegna almenns ástands á peninga-’ og lánsfjármarkaði né vegna raunvaxta spariskírteina, eins og gefið hefur verið í skyn,“ segir í yfirlýsingu ráðuneytisins. JÓH Árni Bjarnason og Sveinbjörn Jónsson stóðu uppi sem sigur- vegarar á fyrsta móti haustsins á vegum Bridgefélags Akur- eyrar sem fram fór í Hamri sl. þriðjudagskvöld. Hér var um upphitunarmót að ræða fyrir komandi keppnistímabil, svo- kallað Startmót SS Byggis og Bridgefélags Akureyrar. Spilaður var eins kvölds tví- menningur með Mitchell fyrir- Rætt hefur verið um að flytja flygil, sem er í eigu Akureyrar- bæjar, úr Skemmunni og upp í hið nýinnréttaða safnaðarheim- ili Akureyrarkirkju. Hljóm- burður mun vera mjög góður í safnaðarheimilinu en þar er þó ekki sérlega mikið rými fyrir áheyrendur. Roar Kvam, skólastjóri Tón- listarskólans á Akureyri, sagði að þetta hefði vissulega komið til tals en ekki hefði verið ákveðið að flytja flygilinn. „Þetta er enn á umræðustigi. komulagi og hlutu þeir Árni og Sveinbjörn 272 stig en meðal- árangur var 216 stig. Keppnis- stjóri var Albert Sigurðsson en hann mun stýra keppnum BA í vetur. Alls mættu 26 pör til leiks að þessu sinni en 10 efstu pör urðu þessi: stig 1. Árni Bjamason/Sveinbjörn Jónsson 272 2. Sigurður Búason/Stefán Sveinbjörnsson 270 3. Frímann Frímannss./Grettir Frímannss. 266 4. Pétur Guðjónsson/Anton Haraldsson 265 Safnaðarheimilið er ágætt fyrir smærri tónleika, það tekur ekki nema innan við 200 manns, en þegar við erum að fá hljómsveitir þá kemur ekkert annað en Skemman til greina,“ sagði Roar. Hann sagði að Akureyrarbær ætti einnig flygil inni í Samkomu- húsinu. Þetta væri gott hljóðfæri en gamalt og fremur illa farið og nauðsynlegt að gera það upp. „Ef einn flygill fer upp í safn- aðarheimili verður annar að vera til staðar í bænum,“ sagði Roar. SS 5. Hermann Tómasson/Ásgeir Stefánsson 261 6. Ármann Helgason/Soffía Guðmundsdóttir 249 7. Stefán Ragnarsson/Jakob Kristinsson 245 8. Jón Sverrisson/Reynir Helgason 240 9. Ólafur Ágústsson/Hörður Blöndal 238 10. Ævar Ármannsson/Jón Sverrisson 223 Næsta mót á vegum BA er Bautamótið, þriggja kvölda tví- menningur með Mitchell fyrir- komulagi. Mótið hefst þriðjudag- inn 25. sept. og verður fram hald- ið 2. okt. og lýkur 9 okt. Skrán- ing fer fram í Hamri. -KK Sjallinn í kvöld: Piparsveinar sletta ærlega úr klaufumim bridds Fyrsta mót haustsins hjá Bridgefélagi Akureyrar: Ámi og Sveinbjöm stóðu uppi sem sigurvegarar

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.