Dagur


Dagur - 22.09.1990, Qupperneq 3

Dagur - 22.09.1990, Qupperneq 3
Laugardagur 22. september 1990 - DAGUR - 3 fréttir Framkvæmdasjóður Akureyrar: Heildarvelta sjóðsins 340 milljónir króna á árinu - Þórarinn E. Sveinsson gagnrýnir að frumvarp að fjárhagsáætlun sjóðsins skyldi ekki fara fyrir atvinnumálanefnd Á síðasta fundi bæjarstjórnar Ákureyrar urðu umræður vegna Framkvæmdasjóðs Ákureyrar og frumvarps að fjárhagsáætlun hans. Þórarinn E. Sveinsson gagnrýndi að fjárhagsáætlunin skyldi ekki vera rædd í atyinnumálanefnd áður eh hún fór fyrir bæjar- stjórn, auk þess sem fyrirliggj- andi frumvarp sýndi ekki nema hluta af heildarstöðu Fram- kvæmdasjóðs. Sigurður J. Sig- urðsson, formaður bæjarráðs, kVaðst á fundinum vel geta hiigsað sér að breyta vinnu- regluin varðandi Fram- kvæmdasjóð. Þórarinn segir að á meðan vinnureglan sé sú að atvinnu- málanefnd eigi að fylgjast með sjóðnum hljóti menn að verða að halda sig við þann hátt. Þarna hafi verið lagt fram yfirlit sem sýni inn- og útborganir úr sjóðnum á þessu ári, án þess áð fara fyrst fyrir atvinnumálanefnd. „í kosn- ■ ingabaráttunni var það eitt af markmiðum okkar framsókn- armanna að menn tækju höndum saman um endurskoðun og átak í atvinnumálum. Þessi vinnubrögð finnast mér ekki til þess fallin. Frumvarpið segir aðeins hálfa söguna um Framkvæmdasjóð, og er ekki nema yfirlit um innborg- anir og útborganir. Það segir ekkert um stöðuna eða aðrar skuldbindingar sjóðsins, né gefur mat á því hvaða tryggingar standa að baki lánum. Það vantar heildarstefnu í atvinnumálum," segir hann. Vetraráætlun Arnarflugs: Fjölgun á ferðum tíl Blönduóss Fjölgun verður á ferðum Arnar- flugs til Blönduóss í vetraráætl- un miðað við það sem var síð- asta vetur og í sumar. Ein ferð á þriðjudögum, Reykjavík- Blönduós-Siglufjörður, kemur til viðbótar við ferðir á föstu- dögum og sunnudögum. Að sögn Arnarflugsmanna er verið að vinna markaðinn á Blöndu- ósi hægt og bítandi. Ferðir til Siglufjarðar verða eins og í sumar alla daga vikunnar og er brottför klukkan 10.00 frá Reykjavík. Þriðjudagsferðin fer síðan gegnum Blönduós. Brottför í ferðir til Blönduóss á föstudögum og sunnudögum er klukkan 18.30 frá Reykjavík. SBG Akureyri: Þórsarar halda afinælisfagnað í tilefni 75 ára afmælis íþrótta- félagsins Þórs á Akureyri, verð- ur haldinn afmælisfagnaður í Sjallanum laugardaginn 29. sept. nk. Húsið verður opnað kl. 19.30 og verður gestum boðið upp á fordrykk við komuna. Á mat- seðlinum er glæsileg þríréttuð máltíð. Að loknu borðhaldi og einhverjum uppákomum, mun hljómsveit Ingimars Eydal leika fyrir dansi af sinni alkunnu snilld. Forsala aðgöngumiða fer fram í Hamri á miðvikudag og fimmtu- dag í næstu viku frá kl. 18-20. Sigurður J. Sigurðsson, for- maður bæjarráðs, sagði í bæjar- stjórn að sér þætti það vera íhug- unarefni hvort stjórn Fram- kvæmdasjóðs ætti að vera hjá atvinnumálanefnd eða bæjar- stjórn og bæjarráði. Atvinnu- málanefnd yrði.-veitt ákveðin fjárveiting á ári hverju til þeirra verkefna sem hún teldi náuðsyn-’ legt að vinna í þágu atvinnulífs- ins. Atvinnumálanefnd hefði þá tiltekna fjárhæð á ári til aðvinna úr, en ef nefndin teldi að bærinn ætti að gerast aðili að einhverju fyrirtæki með því að kaupa hlutdbréf, sendi hún erindi um það til bæjarráðs og bæjarstjórn- ar, sem tæki ákvörðun, og slíkar eignir væru þá eignir Fram- kvæmdasjóðs. „Fjárhagsá.ætlun sjóðsins, sem lögð var fram á fundi bæjar- stjórnar, sýnir tekjur óg skuld- bindingar han's á yfirstandandi ári, en ekkert um eignir hans eða stöðu. .Sjóðurinn fær tekjur í formi arðgreiðslna fra nokkrunt fyrirtækjum sem bærinn á hlutafé í, og vegna sölu eigna og frani- lags úr bæjarsjóði, sem síðan er ráðstafað sem hlutafé í öðrum fyrirtækjum. Einnig er gert grein fyrir greiðslum til atvinnumála- nefndar og vegna skulda sem sjóðurinn hefur stofnaö til. Um afkomu sjóðsins á síðasta ári vísa ég til ársréikninga bæjarins." seg- ir Sigurður. Hlutafjáraukning Fram- kvæmdasjóðs á þessu ári er 279 milljónir, þar af.fórU 200 milljón- ir- í Krossanes, en afgangurinn aðallega til Ú.A. og Istess. Heildarvelta var 339 milljónir, og hefur Framkvæmdasjóður því 60 milljónir til annarrar ráðstöfun- ar. Fjármagnskostnaður var 15 milljónir, skuld við Akureyrarbæ 17 milljónir, keypt voru hlutabréf í nokkrum fyrirtækjum, auk þess sem atvinnumálanefndin er með þjónustusamning við Iðnþróun- arfélag Eyjafjarðar o.fl. Samtals nema þessir liðir um 60 milljón- um króna. EHB Nú opnast ný Sparileið! Góður kostur fyrir þá sem eru vel á veg komnir í sparnaði! Sparileiö 4 býöur hœstu vexti innan Sparileiöanna! Meö tilliti til þeirrar staöreyndar aö engir tveir sparifjáreigendur eru eins er Sparileiö 4 í rökréttu framhaldi af öörum Sparileiöum íslandsbanka. Þar bjóöast hœstu vextir innan Sparileiöanna, enda er féö bundiö í a.m.k. 24 mánuöi. Reikninaurinn er verötryaaöur oa ber 6% vexti. Sparileiö 4 býöur vaxtatryggingu á bundiö fé! Vextirnir eru endurskoöaöir á sex mánaöa fresti. Þaö veitir eigendum reikninganna ákveöna vaxtatryggingu, því vextirnir haldast óbreyttir í sex mánuöi í senn. Sparileiö 4 er opin til úttektar tvo mánuöi á ári! Sparileiö 4 er einföld og reikningurinn er opinn til úttektar tvo mánuöi á ári, íjanúarog júlí, svo fremi aö binditími reikningsins sé oröinn a.m.k. 24 mánuöir. Láttu tímann vinna meö þér og kynntu þér vel nýju Sparileiöina frá íslandsbanka, Sparileiö 4. Þú getur hringt eftir leiöarvísi eöa komiö á nœsta afgreiöslustaö til skrafs og ráöageröa viö starfsfólk bankans. ISLANDSBANKI - í takt við nýja tíma! Sparileiðir íslatnlsbanka - fyrir fólk setn fer sínar eigitt leiðir t sparnaði!

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.