Dagur - 22.09.1990, Side 4
4 - DAGUR - Laugardagur 22. september 1990
poppsíðan
l-
Chris Isaak. Vandaður tónlistarmaður.
Chris Isaak - Heart Shaped World:
Rólegheit og vandvirkni í fyrírrúmi
og þetta
Morrissey. Fyrstatónleikaferðin eftir
áramót.
Morrissey
Morrissey fyrrum söngvari Man-
chestersveitarinnar sálugu The
Smiths sendi frá sér nýtt lag á
mánudaginn var, 17. september.
Heitir lagið Piccadilly Palare og
mun verða á safnplötu með eldri
A- og B-hliðarlögum söngvarans
sem út á að koma í október. Þá
er Morrissey farinn aö huga að
upptökum á nýrri breiðskífu sem
gert er ráð fyrir að komi út í
febrúar á næsta ári og herma
fregnir að nú þegar hafi kappinn
sett á blað um tólf ný lög af því
tilefni. I kjölfar nýju breiðskífunn-
ar á næsta ári hyggst svo Morr-
issey síðan halda í sína fyrstu
tónleikaferð á eigin vegum og
mun ferðin innihalda eigi færri en
tuttugu og sex hljómleika víðs
vegar um Bretland og írland.
Inspiral Carpets
Hér er svo örlítið meira af fólki frá
Manchester því fimmmenning-
arnir í Inspíral Carpets hafa fyrir
allnokkru lokið vinnu í hljóðveri í
Surrey. Nánar tiltekið er um að
ræða upptöku á fjögurra laga EP
plötu sem ráðgert er að komi út í
næsta mánuði.
New Model Army
Nýrokkhljómsveitin ágæta New
Model Army er nú komin á fullt
skrið eftir nokkurt hlé. Nýtt lag,
Get me out var gefið út ekki alls
fyrir löngu og þegar þessi orð
birtast ætti hin nýja breiðskífa
New ModelArmy, Impurily vera rétt
í þann mund að koma út ef hún
verður það ekki þá þegar. Til að
fylgja plötunni eftir fer hljómsveit-
in í tónleikaferð um Bretlandseyj-
ar og víðar um Evrópu.
LLCoolJ
Forfallnir Rap/Hip Hop tónlistarað-
dáendur mega kætast eigi svolít-
ið nú bráðlega því að einn af
þeim betri í þeirri tegund tónlist-
ar, eftir því sem herma má, LL
Cool J, mun senda frá sér nýja
plötu nú í seinni hluta septem-
ber. Ekki er vitað alveg fyrir víst
hvert nafn plötunnar verður en
hún hefur gengið undir nafninu
Rock the Bells (And I say New York
City).
INXS
Ástralska popp/rokksveitin INXS
hefur látið lítið á sér kræla síðan
hún sendi frá sér milljónasölu-
plötuna Kickánð 1987. Nú þegar
þetta birtist ætti hins vegar aö
vera komið á markað nýtt lag
með hljómsveitinni eða þá rétt
óútkomið undir nafninu Suicide
Blonde, en það er tekið af nýrri
breiðskífu INXS sem kallast ein-
faldlega X og er væntanleg innan
skamms.
Heljarmikil afmælisplata
í tilefni þess að fjörutíu ár eru lið-
in síðan Elektra hljómplötuútgáf-
an var sett á stofn í Bandaríkjun-
um, verður þann fyrsta október
gefin út heljarmikil afmælisþlata
af hálfu útgáfunnar. Munu 38 af
þekktustu tónlistarmönnum út-
gáfunnar koma fram á plötunni
og taka þeir allir lög eftir aðra, í
flestum tilfellum, eldri listamenn
á vegum útgáfunnar. Sem dæmi
um þá sem koma fram á plötunni
skal fyrsta telja enga aðra en
Sykurmolana okkar íslensku, en
þeir taka lag Neil Youngs Motor-
cycle Mama, þá má nefna The
Cure með lag The Boors Hello I
Love You, Tracy Chapman með
House of the rising sun (Animals)
og Billy Bragg með Loves lagið
Seven. Rokkaðri og þyngri tónlist
á líka sína fulltrúa og sem dæmi
um þá má nefna Georgia Satellites
með John Fogerty lagið, Almost
Saturday night, Metallica tekur
Queenlagið Stone cold crazy og
Faster Pussycat kyrja lag Carly
Simon. You’re so Vain. Platan kall-
ast Rubaiyat og kemur út eins og
áður segir fyrsta október.
Iron Maiden
Breska stórveldið í þungarokkinu
Iron Maiden sendir frá sér sína
áttundu hljóðversplötu, undir
nafninu No prayer for the dying, í
október næstkomandi. Á plötunni
verða tíu lög og fóru upptökur
fram í hljóðveri sem er í eigu
bassaleikarans Steve Harris undir
dyggri stjórn upptökustjórans
Martins Birch. Til að gefa sam-
löndum sínum smjörþefinn af því
sem koma skal ætlar hljómsveit-
in að spila í hinum ýmsu klúbb-
um vítt og breitt um landið nú í
september, en í desember verð-
ur síðan haldið í stóra hljóm-
leikaferð til að fylgja plötunni
eftir.
The Cure eru meðal flytjenda á afmælisplötu Elektra útgáfunnar.
Síðan útvarpsrekstur var gefinn I tónlist eða popp skipað stóran
frjáls og reyndar þegar Rás 2 sess í lífi okkar íslendinga,
varð að veruleika, hefur dægur- | a.m.k. hjá hinni svokölluðu yngri
kynslóð. Með tilkomu Rásar 2
(1983 eða 4) varð draumur margra
tónlistaráhugamanna, annarra
en klassískra, um útvarpsstöð
við sitt hæfi að veruleika og ekki
voru menn síður ánægðir þegar
útvarpsrekstur var gefinn frjáls
og tónlistarstöðvarnar byrjuðu að
spretta upp eins og gorkúlur með
Bylgjuna í fararbroddi árið 1986.
En því miður, eins og reyndar
fyrir löngu hefur komið í Ijós, hafa
þessar stöðvar ekki reynst sá
fjölbreytilegi valmöguleiki eins og
svo hátt var sungið um í upphafi.
í stað fjölbreytilegrar tónlistar
hefur uppistaðan af því sem spil-
að er verið snögglagað fram-
leiðslupopp sem fer inn um ann-
að og út um hitt eyrað á fólki. Nú
eru væntanlega ekki allir sam-
mála umsjónarmanni Poppsíð-
unnar og eru sjálfsagt farnir að
spyrja hvort þetta hafi ekki átt að
vera grein um Chris Isaak, og þar
er einmitt komið að því að minn-
ast þess að ekkert er svo slæmt
að ekki finnist glæta I því, í því
Chris Isaak gaf út þriðju plötu sína, Heart Shaped World, í fyrra. A henni er
einmitt lagið Wicked Game.
minnsta annað slagið.
Á Bylgjunni heyrast sem betur
fer annað slagið lög sem ná svo
hylli og eiga það skilið, með tón-
listarmönnum sem eiga það skil-
ið, en Chris Isaak er einmitt
ánægjulegt dæmi um það. Heart
shaped World sem kom út í fyrra,
er þriðja plata hans, en á henni
er einmitt lagið Wicked Game
sem svo mikilla vinsælda hefur
notið hér á landi að undanförnu
auk lagsins Blue Hotel, en það
lag er tekið af annarri plötu
Isaaks. Gefa þessi tvö lög góða
mynd af Chris Isaak en þau bera
vitni um mikla vandvirkni í laga-
smíðum enda er raunin sú að
Wicked Game er aðeins eitt af
stórgóðum lögum á Heart shap-
ed World, en það lag ásamt
Nothing’s Changed, Blue Span-
ish sky og titillaginu verða þó að
teljast bestu lögin að vel athug-
uðu máli. Sem sagt, tónlist í
vandaðri kantinum sem vel mætti
spila á kostnað vinsældapopps-
ins tilbúna.
RANNSÓKNARÁÐ RÍKISINS
LAUGAVEGI 13
101 REYKJAVlK
BRÉFSlUI NR. 29ÍU
SlMI 21320
Auglýsing um forverkefni
Rannsóknaráö ríkisins hefur ákveðið að veita styrki
til forverkefna er miði að því að kanna forsendur
nýrra áhugaverðra rannsókna- og þróunarverkefna.
Um slíka styrki geta sótt fyrirtæki, stofnanir og ein-
staklingar. Við mat á umsóknum verður sérstaklega
litið til röksemdafærslu um tæknilegt og hagrænt
mikilvægi verkefnisins og hugmynda um leiðir til að
koma niðurstöðum verkefnisins í framkvæmd, ef
það skilar jákvæðum árangri.
Markmiðið með stuðningi við forverkefni er að kort-
leggja betur tæknileg og þróunarleg vandamál og
markaðsþörf, svo og forsendur samstarfs, áður en
lagt er í umfangsmikil r & þ verkefni, sem hugsan-
lega verða styrkt úr Rannsóknasjóði.
Gert er ráð fyrir að upphæð stuðnings við forverkefni
geti numið allt að 500.000,- krónum.
Umsóknarfrestur er til 15. október nk.
Bautamótið -
Tvímenningur
BRIDGE
Þriðjudaginn 25. sept. hefst Bautamótið sem er
þriggja kvölda mót (spilað á þriðjudögum).
Spilaður verður tvímenningur með Mitchell
fyrirkomulagi.
Spilað verður að Hamri (við SkarðshIíð).
Skráning fer fram á staðnum og keppendur eru
beðnir að mæta tímanlega, spilamermskan hefst
kl. 19.30.
Upplýsingar í síma 24624 (Ormarr).
Öllum er heimil þátttaka í keppnum félagsins.
Bridgefélag Akureyrar.