Dagur - 22.09.1990, Page 5

Dagur - 22.09.1990, Page 5
Laugardagur 22. september 1990 - DAGUR - 5 tómstundir Kristín og Kjartan á Pórðarstöðum: Elliárin undirbúin - meðan heilsa og kraftar leyfa Þórðarstaðir heitir eitt hús- anna við rætur Skálamelsins í Húsavíkurfjalli. Þetta hús var byggt 1932. Svona hús eru stundum kölluð - „litla húsið sem varð stórt“, - eitt er víst að þetta hús hefur mikið breyst frá vígsludegi sínum, úr litiu einnar hæðar húsi með risi og í myndarlegt tvíbýlishús. Nú er meira að segja komin svolítil viðbygging ofan við húsið, og tilheyrir neðri hæð þess. Það er eiginlega vegna þessarar litlu viðbyggingar sem Dagur er kominn inn í stofu til hjón- anna á neðri hæðinni á Þórðar- stöðum, Kristínar Þórðardótt- ur og Kjartans Jóhannessonar. Viðbyggingin á að þjóna því hlutverki að vera smíðaverk- stæði Kjartans þegar hann hættir störfum á hinum almenna vinnumarkaði og við taka tómstundirnar daginn út og inn. Kristín og Kjartan eru ekkert fyrir það að sitja auðum höndum og glápa á sjónvarpið. Iðnin er þeim í blóð borin og mesta gleðin fólgin í því að búa eitthvað til með eigin höndum, skapa nýti- legan hlut. Iðjuleysi hefði heldur ekki dugað þeim um dagana, þau hafa komið upp níu börnum og nú eru barnabörnin orðin 19. Og þó að börnin séu nú öll farin að heiman, í stysta lagi upp á efri hæðina, þá er t.d. framleiðslan á jólagjöfum handa öllum hópnum ærið handtak. Heimili hjónanna er vistlegt og notalegt, prýtt handavinnu Kristínar og smíðisgripum Kjartans, munum sem unnir eru af alúð en ekki keyptir umhugs- unarlítið í búð. Myndurn af börnum, barnabörnum og for- feörum, og myndum af samferða- fólki sem horfið er yfir móðuna miklu er fundinn verðugur staður í stofunni. '■ Þó ' að Kjartan sé farinn að hugsa um eftirlaunaárin er hann aðeins 65 ára. En þeim hjónum finnst ekki ráð nema í tíma sé tekið og að fólk undirbúi sig oft ekki nógu vel fyrir að ganga út af vinnumarkaðinum. Kjartan segir að hann geti komið upp viðbygg- ingunni núna, en það sé alls ekki víst að hann geti átt við slíkt þeg- ar hann er orðinn sjötugur og þarf á henni að halda til að hafa betri aðstöðu við smíðarnar. Þeg- ar Kjartan var fimmtugur gaf fjölskyldan honum lítinn renni- bekk sem mikið hefur verið not- aður. Það eru ófáir munirnir í stofu og eldhúsi sent Kjartan hef- ur smíðað og rennt efnið í, í bekknum þeim. í stofunni er blómaborð og borð á renndum fæti en í eldhúsinu er standur fyr- ir eldhúsrúllu, annar fyrir drykkjarkönnur og sá þriðji fyrir bolla, en efst á honum er smá- borð fyrir undirskálarnar. Og Kjartan hefur smíðað meira en fyrir heimili sitt, fjölda hluta hafa þau hjónin gefið og einnig hefur hann selt slíka muni. „Ég hafði mikinn markað fyrir þessar blómasúlur sem ég bjó til fyrir nokkrum árum, en svo endaði það með því að ég var orðinn kauplaus við að búa þær til svo að ég hætti því. Efnið var svo dýrt og hækkaði svo ört að ég gafst upp við það, þó að margir vildu eignast þessa hluti. Núna um áramótin keypti ég mér nýtt tæki, það er bæði hefill. þykktarhefill, sög og rennibekk- ur, allt við sama mótorinn. Þessi bekkur er svo stór að það er hægt að renna í honum stærri hluti. Aðstaðan sem ég er að byggja til að geta klambrað í ellinni er 12 fm.“ - Þetta er ekki fyrsta breyting- in sem þú gerir á Þórðarstöðum. „Nei, ég held að þetta sé sú fjórða sent ég þarf leyfi bygginga- nefndar fyrir. Við keyptum húsið 1958 og þá fór ég strax að laga til, fyrst gólfið í stofunni því það voru trégólf í húsinu sem voru að síga og ég reif þau og mokaði moldinni út unt vesturgluggann, skipti um jarðveg og steypti ný gólf." Húsið var í mikilli niður- níðslu þegar Kristín og Kjartan fluttu og Kristín minnist þessara endurbótatíma með hryllingi. segir að ekki hefði mátt bjóða öllum konunt að búa þarna með börnin þegar gólfin voru ekkert nema moldarhrúgur vikum saman. Það sér ekkert í gömlu Þórðarstaði lengur, þeir eru ein- hvers staðar innan í veggjunt nýs húss sem byggt hefur verið smám saman. aðallega í tómstundum Kjartans. Fyrst lyfti hann þakinu að framan til að skapa betra rými á efri hæðinni, síðan byggði hann við húsið að norðanverðu og einn tengdasonanna byggði hæð ofan Kristín með handklæði sem hún hefur málað skemmtilegar myndir á, það er gott að geta búið til jólagjafirnar sjálfur þegar barnabörnin eru orðin 19. Lengst til hægri á myndinni er blómaborð sem Kjartan smíðaði, en hann renndi fjölda af slíkum borðum fyrir nokkrum árum. Kjartan og Kristín, á borðinu eru munir sem Kjartan hefur smíðað og rennt efnið í. Myndir: IM Kristín Þórðardóttir og Kjartan Jóhannesson við fermingarmyndirnar af börnunum sínuin níu. á allt húsið fyrir fimm árum og hefur síðan búið þar nteð fjöl- skyldu sína. Húsið hefur allt ver- ið klætt utan og innan og eitthvað hefur verið hlaupið til og frá með eldhús og þvottahús og hlutar hússins skipt þannig um hlutverk í áranna rás. „Einu sinni var ég orðin svo hundleið þegar hann var að Ijúka við eitthvað að ég bað hann að fá sér nýja konu áður en hann færi að breyta næst,“ segir Kristín og hlær glað- lega, enda hafa margar breyting- ar verið gerðar síðan þetta var og frúin virðist í raun hin ánægðasta með húsið sitt, og kallinn sinn sem alítaf er að laga til í kringum hana. Við ræðum um tómstundir fólks og Kjartan segir: „Ég hef gaman af að grípa í þessar smíðar og það er garnan að sjá eitthvað eftir sig. I rauninni finnst mér meira gaman af að smíða en að spila á harmoniku, þó ég eigi góða félaga í Harmonikufélagi Þingeyinga." Kristín segir að mikil hætta sé á að fólk einangrist þegar það hætti að vinna úti og að miöur sé hve fólk er mikið hætt að heimsækja kunningja, heldur sitji hver í sínu horni og glápi á sjónvarpið. Hún telur ákaflega mikilvægt fyrir fólk að halda heimili eins lengi og kostur er og að fólk sjái um sig sjálft að svo miklu leyti sem það er fært um. Það er þó langt þar til Kristín getur farið að segja að hún sé kontin á elliárin því hún er aðeins tæplega sextug, þrátt fyrir að hafa lifað langan og afkastamik- inn vinnudag. Hún hefur ekki verið í vandræðum með tóm- stundirnar um dagana. Atvinnu- leysi kvaddi dyra hjá henni í vetur, þá hljóp hún meðal annars í kaupfélagið og keypti rautt efni í gullfallegan kjól sem mikla vinnu og kúnst hefur kostað að sauma. Blaðamaður fær aðeins að kíkja á kjólinn en ekki má tala urn að fá að taka mynd af honunt. Kristín hefur mikið saumað og prjónað af fatnaði um dagana og hún hefur líka saumað út og mál- að á tau. Kjartan fær hana til að ná í nokkra postulínsplatta sem hún hefur málað á fallegar myndir. Auk þess að sauma á heimafólk sitt saumaði Kristín talsvert fyrir aðra á tímabili. Aöspurð hvort ekki sé mikiö verk að útbúa jólagjafir handa börnum og barnabörnum, sýnir Kristín handklæði sem hún hefur málað skemmtilegar og sérlega vel gerðar myndir í, en fyrir síð- ustu jól voru gerð 14 slík hand- klæði handa yngri barnabörnun- um. Þegar Kristín er spurö hvort sé nteira gantan að sauma góðan kjól eða fallegan dúk velur hún kjólinn eftir nokkra umhugsun. Þau hjónin virðast sammála um það að tómstundunum sé best varið til að skapa eitthvað og þá helst nytjamuni. Þó að Kjartan hafi varið tóm- stundum sínum við smíðar, hefur hann unnið við eitt og annað á ævinni. Hann er spurður hvort hann hafi aldrei langað til að læra smíðar. „Mér fannst ég orðinn of gamall til að læra, en ég sé eftir því að hafa ekki getað lært smíðar, og eins bókband þegar ég var á Tjörnesinu. Kári Sig- urðsson á Hallbjarnarstöðum var mjög góður bókbindari og ef ég hefði lært af honunt hefði ég haft nóg að gera við að binda bækur í ellinni. Nú, held ég að það sé of seint fyrir mig að læra nokkuð svona, ég er orðinn of stirður og ekki nógu athugull. Þó er aldrei að vita út í hvað ég fer þegar ég hætti að vinna. Ég kvíði því ekki og hugsa að ég hafi nóg við að dútla." Kjartan nær í teikningu af litlum burstabæ sem hann hefur ákveðið að byggja í garðinum þegar tími vinnst til, en þau hjón- in hafa mikinn hug á að geta gef- ið sér meiri tíma til að sinna garð- inunt sínum. „Það er svo ótal margt hægt að gera og ég held að liver ætti að geta fundið eitthvað við sitt hæfi til að dunda við í tómstundum. Sjónvarpið er ágætt en það er betra að grípa í handavinnu, eða ná sér í góða bók, heldur en að horfa á það allt kvöldið," sagði Kristín er þau voru spurð hvort þau gætu bent lífsleiðu fólki á tómstunda- gaman. IM

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.