Dagur


Dagur - 22.09.1990, Qupperneq 8

Dagur - 22.09.1990, Qupperneq 8
8 - DAGUR - Laugardagur 22. september 1990 1 spurning vikunnar Hvernig líst þér á atvinnu- horfur vörubílstjóra í vetur? Spurt var á vörubílastöðinni Stefni á Akureyri Guðmundur Ármannsson: „Það hefur verið lélegt hjá okk- ur undanfarna vetur, og sýnist verða enn verra í ár. Vinna virð- ist öll vera búin, og mjög lítið að gera hjá mörgum bílstjórum sl. sumar. Okkar vinna er mikið horfin til byggingaverktaka, t.d. útgröftur í húsgrunnum. Líka mikið af vegavinnunni. í vetur verður lítið um að vera hjá okkur.“ Páll Jóhannsson: „Það eru litlar sem engar fram- kvæmdir í bænum, og aðrir en við fá vinnu við þær. Verk- takar og bæjarbílar taka það sem er á svæðinu, hvort sem það er fyrir ríki eða bæ. Sýni- legt er að þeir 32 bílstjórar sem hér eru hafa ekkert að gera á stöðinni í vetur.“ Óskar Ingimarsson: „Mér líst mjög illa á, það er ekk- ert framundan. Þetta hefur oft verið slæmt hjá okkur, en ég man ekki eftir öðru eins frá því í gamla daga. Mönnum finnst atvinnan vera að hrynja saman í bænum, og það á ekki síst við okkur. Við verðum sjálfsagt að reyna að þrauka á atvinnu- leysisbótum. Eitthvað heyrði ég um að menn ætluðu að elta álverið suður." Þórhallur Einarsson: „Það er mjög svart framundan, og sumarið í sumar var ákaf- lega lélegt. Sem dæmi þá var ágústmánuður helmingi lægri í krónum talið í ár en í fyrra. Þá er skipulagsleysið líka slæmt, því í tvo mánuði í sumar önnuðum við ekki eftirspurn eft- ir bílum. Bærinn og ríkið voru með vinnu á sama tíma. En útlitið í vetur er slæmt." Víkingur Guðmundsson: „Atvinnuhorfur bílstjóra hér eru mjög slæmar, og menn hafa áhyggjur af því. Eg tel að Akur- eyrarbær eigi möguleika á að bæta úr þessum málum gagn- vart okkur, en ég tel ekki rétt að bærinn sé í samkeppni við bíl- stjóra hér á stöðinni." af erlendum vetfvangi Vöðlur geta verið lífshættulegar Tilraunir með hinar vinsælu vöðlur, sem sportveiðimenn nota, hafa leitt í ljós, að þær geta í ýmsum tilfellum verið lífshættu- legar. Og það er með öllu óverj- andi að nota vöðlur án þess að vera jafnframt í björgunarvesti. Á síðari árum hafa orðið mörg dauðaslys í heiminum vegna notkunar á vöðlum, m.a. í Lima- firði í Danmörku. Því var ákveð- ið að rannsaka á hvern hátt mætti komast hjá þessum slysum. Niðurstaðan liggur nú fyrir: Allir, sem nota vöðlur, verða einnig að nota björgunarvesti. Vöðlur eru vatnsþéttar upp á mitt brjóst. í þeim getur veiði- maðurinn vaðið langt út frá landi án þess að blotna og þannig kom- ist nær þeim stöðum, þar sem fiskurinn heldur sig. Flestir sportveiðimenn vita, að í svona buxum verða menn að standa traustum fótum og nokk- uð gleiðfættir, og óhöpp eru sjaldgæf. Eigi að síður hafa all- mörg slys orðið á síðari árum, þannig að straumurinn hefur hrif- ið veiðimanninn með sér og hann drukknað. Vegna þessara dauðsfalla gerðu kafarar frá björgunarfyrir- tækinu Falck ýmsar tilraunir í sundlaug. Það sýndi sig, að þegar maður í vöðlum dettur í vatnið, hafa loftfylltar vöðlurnar sömu áhrif og um loftbeig væri að ræða, lyfta fótum og neðri hluta Vöðlur eru hentugar til nota fyrir sportveiðimenn, þegar þeir vilja komast í návígi við fiskinn. En hrasi veiðimaður, sem ekki er í björgunarvesti, geta vöðlurnar auðveldlega orðið dauðagildra. líkamans upp en höfuðið dregst niður í vatnið. Það má heita ógerlegt að ná fótfestu á ný. Til- raunin sýndi, að jafnvel æfðum köfurum tókst ekki að halda höfðinu yfir vatnsborðinu nema svo sem eina mínútu. Nú mætti hugsa sér, að falli maður í vatnið í vöðlum, væri nærtækasta ráðið að smeygja sér úr þeim og synda síðan til lands. En í Ijós kom, að það er með öllu ógerlegt að komast úr vöðlunum, hafi maður dottið í vatn - þær eru eins og límdar við fæturna. Aftur á móti sýndu tilraunir þessar, að björgunarvesti leysir vandann. I góðu vesti er auðvelt að halda höfðinu uppi og synda síðan eða krafla sig áfram til lands í rólegheitum. Sú reynsla, sem þarna fékkst, sýnir óumdeil- anlega, að það er með öllu óverj- andi að nota vöðlur án þess að nota björgunarvesti samtímis. (Fakta l/90. - t>.J.) Reyndu að vera annar en þú sjálfur Vertu þú sjálfur. Reyndu ekki að láta sem þú sért annar en þú ert. - Þetta ráð hefur þú sjálfsagt heyrt áður. En nú hefur enskur sálfræði- prófessor komið með þveröfuga ráðleggingu: Af og til getur verið gagnlegt að ímynda sér, að maður sé ann- ar en maður er. Vegna þess, að þá verða manni ljósir duldir hæfi- leikar og ýmsir eiginleikar, sem maður hefur ekki áður gert sér grein fyrir. Prófessorinn, Robert Hartley, kann að segja frá ýmsum, bæði börnum og fullorðnum, sem tek- ið hafa andlegum framförum við það að líkja eftir einstaklingum, sem eru þekktir fyrir dugnað og skynsemi. I sem stystu máli sagt er ráð- legging Hartleys á þessa leið: Viljir þú verða dugandi maður, þá hagaðu þér eins og þú sért það - og hagaðu þér eins og þú hefur séð annað dugnaðarfólk gera. Þá eru mestar líkur til að þér farnist vel í lífinu. (Fakla 1/90. - Þ.J.) I hugum margra er William Wrigley Jr. upphafsmaðurinn að notkun tyggigúmmís, en það er maðurinn, sem hóf framleiðslu á Spearmint, Juicy Fruit, Double- mint og fjölda annarra tyggi- gúmmístegunda með ávaxta- og myntubragði. Við upphaf þessar- ar aldar réði fyrirtæki hans yfir 70 prósentum af ameríska tyggi- gúmmímarkaðinum. En það var ekki Wrigley, sem fann upp tyggigúmmíið. Strax í fornöld tuggði fólk í Miðjarðar- hafslöndunum ýmsar tegundir jurta, bæði til að hreinsa tenn- urnar og til að fá hreinan andar- drátt. Landnemarnir í Nýja-Englandi lærðú sömu siði af indíánum, og það voru svo Ameríkumenn, sem hófu framleiðslu tyggigúmmís í þeirri mynd, sem við þekkjum það nú. Um miðja 19. öld komust þeir í kynni við heppilegra efni, en þeir höfðu áður þekkt, svonefnt „chicle“. Það var gúmmíkennt efni, unnið úr safa sapodilla- trésins, og indíánar í Mið-Amer- íku höfðu tuggið það árum saman. Uppfinningamaðurinn Thomas Adams fann upp á því að sjóða efnið, fletja það út og skera síðan í stykki. Framleiðslan var boðin til sölu í sælgætisverslun í New Jersey, og þar með var skriðan komin af stað. Lengi vel var það talinn kvenna- siður að tyggja tyggigúmmí. Þeir karlar, sem notuðu tyggigúmmí, gerðu það af tillitssemi við kon- urnar, sagði ameríska tímaritið Harper’s Magazine 1890. Og lengi var það fyrst og fremst amerískur siður. Fólki, sem kom til Ameríku fyrir síðari heimsstyrjöld, þótti skringilegt að sjá Ameríkanana tyggja í sífellu. Alþjóðlega stöðlunarráðið, ISO, hefur tekið ákvörðun: 10. nóv- ember er ekki lengur til. Dag- setningin skal vera 1990-11-10. Hér áður fyrr skipti það ekki miklu máli, hvernig dagsetningar voru skrifaðar. Allir vita t.d., að Þjóðverjar réðust inn í Dan- mörku 9. apríl 1940, og að þeir gáfust upp 4. maí 1945. En svo kom tölvutæknin til sögunnar, og þá fór málið að flækjast. Það er t.d. til lítils, að biðja tölvu að hafa upp á skjali, sem henni var falið til varðveislu 19. september 1989. Afturá móti væri reynandi að biðja vélina að finna skjal frá 89-09-19 eða eitthvað í þá veru. Tyggigúmmíið var líka hluti af neyslubirgðum Ameríkana á stríðsárunum. Talið er, að í síð- ari heimsstyrjöldinni hafi hver amerískur hermaður tuggið að meðaltali 3000 plötur á ári. Samkvæmt heimsmetabók Guinness er það líka Ameríku- maður, sem á heimsmetið í blöðrutyggisblæstri, sett 1988. Blaðran varð 55,8 sm í þvermál. (Odd Letnes í Faktn 1/9«. - Þ.J.) Vandamálið er það, að það er hægt að skrifa dagsetningar á ýmsa vegu, t.d. „tíunda nóvem- ber 1990“: 11 10 1990, 90-11-10, 901110, 10/11-90. Alþjóðlega stöðlunarráðið hef- ur loksins tekið ákvörðun í þessu máli, sem árum saman hefur ver- ið rætt fram og aftur. Segja má, að niðurstaðan sé agnarlítill sigur Svía á Dönum. Þannig er, að ráð- ið valdi sömu talnaröð og notuð er í kennitölum svenskra, þ.e.a.s. ár-mánuð-dag. Dönsku kennitölurnar byggja á talnaröð- inni dagur-mánuður-ár. Svo er einnig um þær íslensku. Sælt er sameiginlegt skipbrot. (Fakta 1/90. - Þ.J.) 10. nóvember 1990 er ekki lengur til

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.