Dagur - 22.09.1990, Síða 17

Dagur - 22.09.1990, Síða 17
Laugardagur 22. september 1990 - DAGUR - 17 efst í hugo Höfðinu lamið við álsteininn Á stundum sem þessum er fátt eftir nema vonin. Og stoltið, þrjóska hins sauðþráa landsbyggðarmanns. Þjóðar- sálin grætur og meinhornið blæs en fréttahaukarnir halda áfram að ryðja út úr sér örlagadómum. Farmar af rándýrri olíu og bensíni nálgast landið. ísland verður fátækasta Evrópuríkiö eftir tíu ár. Álver verður reist á Keilisnesi. Keilisnes er besti kosturinn þegar tekið er tillit til umhverfissjónarmiða. Keilisnes er bla bla bla. Atvinnuleysi mest á Norðulandi eystra. Landsbyggðarfólk neyðist til að flytja til Reykjavíkur eða Svíþjóðar. Ála- foss er á hausnum. Sambandið í veru- legum kröggum. Væntanlegt Arnarflugs- gjaldþrot verður nýtt Hafskipsmál með tilheyrandi kostnaði. Fiskeldið hrunið. Allt á hausnum. Þetta er brot af því heista sem er í fréttum. Sannarlega upplífgandi tíðindi í hauströkkrinu. Vextirnir haldast óbreyttir í hjaðnandi verðbólgu og bankarnir stíga dans á gjaldföllnum lánum launþega. Markaðurinn leyfir aðeins þeim „hæf- ustu“ að lifa af. En öll þessi tíðindi eru hjóm eitt miðað við það sem mér er efst í huga á þessari stundu. Þar á ég við asnaeyru Eyfirðinga, þessi löngu eyru sem sífellt er verið að toga í. Hvað er hægt að kalla hegðun eyfirskra álsinna annað en flónsku ef þeir eru enn að berja hausnum við steininn þegar löngu er búið að afskrifa Eyjafjörð sem fóstru álbræðslunnar? Ef þetta er stað- reynd, sem mig grunar en veit þó ei, þá hafa Eyfirðingar verið dregnir á asnaeyr- unum og uppskera aðeins skömm og skuidir vegna herkostnaðar. Þessi kostnaður nemur glettilega mörgum milljónum og eins og fram hefur komið er álstarfinu haldið til streitu vegna þess aö engin boð hafa komið um annað. Af hverju er aldrei hægt að koma fram af hreinskilni og taka röggsamar ákvarðan- ir? Hér er auðvitað ekki við okkur að sak- ast sem byggjum blómlegan Eyjafjörð- inn heldur beinast spjótin að stjórnvöld- um. Þar er iönaðarráðherra kjörið skot- mark því honum hefur tekist að humma álmálið fram af sér líkt og gerðist með Útvegsbankann. Honum er meinilla við að taka ákvarðanir, kýs frekar að kjá til hægri og vinstri og reyna að sannfæra menn um þá gríðarlegu vinnu sem á að vera í gangi og að skynsamlegar ákvarðanir verði teknar o.s.frv. Hrein- ræktaður kerfiskarl, en hann er þó loks- ins farinn að viðurkenna aö Keilisnes virðist koma sterklega til greina. Nú vill saklaus þolandi í þessu máli aðeins varpa fram einföldum spurning- um: Er ekki búið að afskrifa Eyjafjörð? Ef svo er, má þá ekki stöðva Sigurð P. og undirbúningsvinnuna fyrir álverið? Hvað er herkostnaður Eyfirðinga orðinn hár? Hefði ekki veriö hægt að hafa hann lægri? Á að friða okkur með einhverjum dúsum? Hvar er byggðastefna stjórn- valda? Læt ég þetta nægja að sinni enda fæ ég varla að heyra nein svör, aðeins takt- tast bankiö þegar eyfirskir álkönnuðir berja hausnum við steininn. Stefán Sæmundsson. Fataskápar, eldhús- og baðinnréttingar Gerum föst verðtilboö. Það borgar sig að líta inn. Trésmiðjan Tak hf. Réttarhvammi 3, Akureyri sími 24038. (Áður Vinkill sf., norðan við Gúmmívinnsluna). Tilboð óskast í einbýlishúsið Hvanneyrarbraut 25 á Siglufirði Húseignin er ein hæö og kjallari aö hálfu, alls 141,1 m2 eöa 426 m3. Brunabótamat er kr. 3.740.000 og fasteignamat 2.449.000. Lóðarstærö er 4962 og fylgir önnur samliggjandi byggingarlóð aö stærð 312 m2, alls 808 m2. Kauptilboö þar sem getið er um útborgun, greiösluáætlun o.fl. sendist til Haröar S. Óskarssonar, Glaöheimum 10, 104 Reykjavík fyrir 1. nóv. 1990. Tilboösblöö fást hjá ofanrituðum og Magöalenu Hallsdóttur Fossvegi 8, 580 Siglufiröi sem jafnframt sýnir tilboöshöfum eignina ef þess er óskaö. Nánari upplýsingar eru veittar í síma 91-82806. Eigendur. vísnaþóttur Kjartan Ólafsson kvað: Sólarblíða Ijósið Ijómar Iéttir kvíða ár og síð. Söngvaþýðir þagna bljómar þegar líður sumartíð. Næstu vísur kvað Guðni Þor- steinsson: Á vormorgni: Sunnangolan sólu frá sveiflar léttum skýjum. Við skulum fara fætur á, fagna degi nýjum. Lífsins rennur lukkuhjól. Ljúft er vorsins gengi þegar blessuð sumarsól signir tún og engi. Haustvísa: Lengur ekki greint ég get glöðu sumarkvöldin. Eitt er víst, að haust og hret hafa tekið völdin. Guðbjörg Illugadóttir kvað til manns er sleit ástarsam- bandi þeirra: Farðu í víti, för sé skjót, falsi og lýtum hlaðinn. Ekki sýti ég þig hót, annan hlýt í staðinn. Hjörleifur Kristinsson á Gils- bakka kvað þessa á morgni nýársdags: Birtist drengjum drottins mynd dags er lengist skíman. Nú má enginn sofa í synd um sjálfan fengitímann. Daníel Kristinsson frá Ker- hóli í Sölvadal kvað: Hnossið. Vænsta hnossið veitist mér von mér hossa tekur. Meyjarkossinn unun er ástarblossa vekur. Ástarþorsti. Vorsins hreina vonin dvín, versnar meina hringur. Nú er eina ástin mín orðin steingjörvingur. Máttur trúarinnar. Trúin fögur helg og hrein háleit leiðarstjarna. Lífs í skuggum mýkir mein margra jarðarbarna. Næsta vísa kom upp þegar Pétur Jónsson ráðherra dó. Var hún eignuð Indriða á Fjalli: Er fréttist lát hins mæta manns margur hygg ég spyrji svo: Fyrst Guð tók einn úr óstjórn lands á þá fjandinn hina tvo? Þegar Tómas Guðmundsson skáld dó, urðu þessar heima- gerðu vísur til: Upp rann skáld á Efri-Brú, óx við störf, sem ég og þú. Lifði meir við brag en bú brýndur fólksins von og trú. Hann varð skáldsem ísland ann. Yndislegri gat ei mann. Hann í öllu fegurð fann. Fjöldinn dáði meistarann. Menntagyðjan bar á braut bjartan svein, er henni laut. Borgin glæsta heilla hlaut hamingjunnar förunaut. Tómas dó í himins hyl. Hans ég sakna mun og vil. Síðan engin skáld ég skil. - Skyldu þau annars nokkur til? Hallgrímur Jónasson skóla- stjóri og fjallaferðamaður nefnir eftirfarandi vísur sínar Landið kallar. Opnast fangið fjallabreiða. Flytur angan blærinn þýði, og mig langar upp til heiða, út úr ganga vetrarhýði. Hróðrardísin hugann temur, háttinn kýs, ogmjögað vonum. Önnur vísa á eftir kemur. Óður rís í hendingonum. Skauta tindar, svartir sýnum silfurlindum vetrarfanna. Nú skal binda í bragarlínum bjartar myndir öræfanna. Landið kallar: „Komdu glaður. Klífðu hjalla að skapi þínu. Pú ert allur annar maður inni í fjallaríki mínu. “ Tindarlykja um vatn og völlu. Vorsins slikju hjúpuð storðin. Sólarblik er yfir öllu. Öldukvik við jökulsporðinn. Par sem lóa lítil syngur létt í mó, um vor og drauma, eitt sinn bjó hér íslendingur. Æskan hló við Tjarárstrauma. Hlíðar gyllti. Vorið vakti. Vinda stillti. Greri haginn. Svanur villtur sönginn rakti. Sólinn fyllti gamla bæinn. Týndra daga kjörum kropinn, kvaddi hagann þreytulotinn. Bóndans saga er engum opin, aðeins baga um tóftarbrotin. Á AKUREYRI Almenn namskeið Myndlistaskolans á Akureyri 3. oktober til 21. janúar. Barna- og unglinganámskeið Teiknun og málun. 1. fl. 5-6 ára. Einu sinni í viku. 2. fl. 6-7 ára. Einu sinni í viku. 3. fl. 6-8 ára. Tvisvar í viku. 4. fl. 8-9 ára. Einu sinni í viku. 5. fl. 9-10 ára. Einu sinni í viku. 6. fl. 11-12 ára: Einu sinni í viku. Málun og litameðferð fyrir unglinga. Byrjendanámskeið. Einu sinni í viku. Framhaldsnámskeið. Einu sinni í viku. Kvöldnamskeið fyrir fullorðna Teiknun. Byrjendanámskeið. Tvisvar í viku. Módelteiknun. Byrjendanámskeið. Tvisvar í viku. Framhaldsnámskeið. Tvisvar í viku. Málun og litameðferð. Byrjendanámskeið. Tvisvar í viku. Framhaldsnámskeið. Tvisvar í viku. Auglýsingagerð. Byrjendanámskeið. Tvisvar í viku. Skrift og leturgerð. Byrjendanámskeið. Tvisvar í viku. Allar nánari upplýsingar og innritun í síma 24958. Skrifstofa skólans er opin kl. 13.00-18.00 virka daga. Skólastjóri.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.