Dagur - 22.09.1990, Qupperneq 18
18 - DAGUR - Laugardagur 22. september 1990
I kýrhausnum
— gamansögur, sannar og
uppdiktaðar
Stjórnmálaumræður
Eitt sinn var sjálfstæðismaður að
halda ræðu á framboðsfundi úti á
landi. Eitthvað gekk þetta
brösugiega því einn fundargesta
gjammaði stöðugt fram í og kall-
aði:
- Ég er framsóknarmaður.
Að lokum fannst frambjóð-
andanum nóg komið af svo góðu.
Hann sneri sér til mannsins og
spurði vingjarnlega:
- Minn góði maður, hvers
vegna eruð þér eiginlega fram-
sóknarmaður? Pað væri gaman
að heyra það.
- Jú, afi minn var framsóknar-
maður, pabbi minn var fram-
sóknarmaður og þess vegna er ég
líka framsóknarmaður, svaraði
maðurinn.
- Jæja kunningi, sagði sjálf-
stæðismaðurinn drjúgur, en ef
við gerðum nú ráð fyrir því til
gamans að afi yðar hefði verið
asni og faðir yðar hefði verið
asni, hvað mynduð þér þá vera?
Frambjóðandinn taldi sig nú
hafa gert manninn hlægilegan, en
þá kom svarið:
- Nú, þá væri ég auðvitað
sjálfstæðismaður.
Þessir heimspekingar
Friedrich Hegel (1770-1831) var
þýskur heimspekingur og hugs-
uður, einn af þeim mestu sem
uppi hafa verið, en hann var
heldur ekki eins og fólk er flest
fremur en margir andans menn
aðrir.
Eitt sinn kom þjónn æðándi
inn á skrifstofu Hegels og til-
kynnti að kviknað væri í húsinu.
Hegel leit upp annars hugar og
sagði:
- Nú, segðu konunni minni
það. Þú ættir nú að vita það að ég
hef engan andskotans tíma til að
skipta mér að því sem gerist hér í
húsinu.
Að svo mæltu hélt Hegel áfram
að skrifa.
Skömmu fyrir andlát sitt sagði
Hegel:
- Það er aðeins einn af hinum
fjölmörgu nemendum mínum
sem hefur skilið mig - og hann
skildi mig ekki rétt.
Max Reger
Næst koma hér nokkrar sögur af
þýska tónskáldinu Max Reger
(1873-1916).
Max Reger lék einu sinni á
hljómleikum Silungakvintettinn
eftir Schubert. Daginn eftir sendi
einn hrifinn áheyrandi honum
nokkra ljómandi fallega silunga í
matinn. Reger settist strax við að
skrifa þakkarbréf og neðst á örk-
ina skrifaði hann þessar upplýs-
ingar:
- Á næstu tónleikum leik ég
Nautamenúettinn eftir Haydn.
Hefðarfrú nokkur var viðstödd
á hljómleikunum er Böcklinsvít-
an eftir Max Reger var leikin í
fyrsta sinn opinberlega. Tónverk-
ið hafði mikil áhrif á frúna og hún
hafði einkum lagt eyrun að tón-
um eins hljóðfærisins, fagottsins.
Hún spurði tónskáldið að hljóm-
leikunum loknum hvernig þessir
furðutónar sem kæmu frá fagott-
inu yrðu eiginlega til.
- Mynda mennirnir tónana
með munninum? spurði hún.
Max Reger leit sem snöggvast
undrandi á frúna, glotti svo og
sagði með alvöruþunga:
- Það vona ég að minnsta
kosti.
Sagnbeyging
George-Jacques Danton (1759^
1794) var einn af helstu foringj-
um stjórnarbyltingarinnar í
Frakklandi en annar byltingar-
fo' 'ngi, Robspierre, lét háls-
höggva hann.
Daginn fyrir aftökuna sat
Danton í fangelsinu og var þungt
hugsi. Annar fangi spurði hann
hvað hann væri að hugsa um,
hvort hann væri að brjóta til
mergjar einhverja gátu lífsins.
- Nei, ansaði Danton, ég er að
fást við málfræðilegt verkefni.
- Málfræðilegt. Hvernig
stendur á því?
- Jú, sjáðu til, ég er að hugsa
um sögnina að hálshöggva. Hún
beygist reyndar ekki eins og aðr-
ar sagnir. Ég get sagt: Ég háls-
hegg og ég mun verða hálshöggv-
inn - en ekki: Ég hef verið háls-
höggvinn. SS tók saman
Hörpuútgáfan:
Leiftur frá liðn-
um árum I-III
- í nýrri útgáfu
Hörpuútgáfan hefur endurútgef-
ið í sérstakri gjafaöskju bóka-
flokkinn „Leiftur frá liðnum
árum“ þrjár bækur, samtals 620
bls. Safnað hefur Jón Kr. ísfeld.
í safni þessu eru fjölbreyttar
frásagnir af fólki og atburðum frá
öllum landshlutum. Birtur er
margháttaður þjóðlegur fróðleik-
ur. Sagt er frá reimleikum, dul-
rænum atburðum, skyggnu fólki,
skipsströndum, skaðaveðrum,
sérstæðum hjúskaparmálum o.fl.
Filmuvinna, prentun og bók-
band ér unnið í Odda hf.