Dagur - 22.09.1990, Síða 20

Dagur - 22.09.1990, Síða 20
Togarinn Hafþór: Fær Dögun hf. skipið? IHa virðist ganga að koma Haf- þóri, skipi Hafrannsókna- stofnunar, út því að svo virðist vera að Ljósavík hf., útgerð Gissurar AR í Þorlákshöfn, sem átti annað hæsta tilboðið nái því ekki. Samkvæmt heim- ildum Dags verður Dögun hf. á Sauðárkróki boðið skipið í næstu viku, en hún var með þriðja hæsta tilboðið. Hæsta tilboðið í Hafþór átti Ingólfur Vestmann Ingólfsson í Hafnarfirði, en hann stóðst ekki skilmáia sjávarútvegsráðuneytis- ins og þá var röðin komin að Ljósavík hf. Ljósavíkurmenn hafa frest fram á mánudag til að samþykkja skilmálana, en ekki er reiknað með jákvæðu svari frá þeim svo Dögun hf. er næst í röð- inni og fær málið trúlega til umfjöllunar í næstu viku. SBG Lífeyrismál á Norðurlandi: Aukaþing í nóvember - fundaherferð um málið í október Ákveðið er að boða tii auka- þings Alþýðusambands Norð- urlands um lífeyrissjóðsmál fyrrihluta nóvembermánaðar. Fyrir þann tíma skal lokið fundum um allt Norðurland, þar sem leitað verður álits manna á hugsanlegri stofnun sameiginlegs lífeyrissjóðs fyrir Norðurland eða annarra breyt- inga á núverandi fyrirkomulagi lífeyrismála í fjórðungnum. Að sögn Kára Arnórs Kára- Komandi alþingiskosningar: Sjátfstæðismeim ræða framboð Sjálfstæðisflokkurinn í Norður- landskjördæmi eystra hefur boðað til fundar kjördæmis- ráðs í dag þar sem ræða á framboð flokksins í kjördæm- inu fyrir næstu alþingiskosn- ingar. Þar verður ákveðið hvort efnt verður til prófkjörs eða hvort uppstillingarnefnd verður skipuð til að setja sam- an lista. Líklegt þykir að Halldór Blöndal skipi áfram efsta sæti listans og að Tómas Ingi Olrich skipi annað sætið en hann var í þriðja sæti listans í síðustu kosn- ingum til Alþingis. Meiri vanga- veltur eru um skipan í þriðja sæt- ið en eitt nafn hefur þó verið nefnt til sögunnar en það er nafn Friðriks Friðrikssonar, spari- sjóðsstjóra á Dalvík. JÓH sonar, formanns nefndar sem skipuð var til að fara ofan í saum- ana á stofnun eins sameiginlegs lífeyrissjóðs fyrir Norðurland, verður tímasetning funda um þessi mál í fjórðungnum væntan- lega ákveðin á fundi nk. mánu- dag. Hann segir að ætlunin hafi verið að hafa þessa fundi í þessum mánuði, en af ýmsum sökum hafi það tafist og íjóst sé að af þeim verði ekki fyrr en t október. Kári Arnór segir ekki endanlega ákveðið hvar efnt verði til funda um lífeyrissjóðs- málin, en reiknað sé með fundum á Hvammstanga, Blönduósi, Sauðárkróki og Siglufirði í Norðurlandskjördæmi vestra. Líkur eru á tveim fundum í Eyja- firði og tveim til fjórum fundum í Þingeyjarsýslum. „Þessum fundum á að vera lok- ið fyrir októberlok og miðað við að aukaþing verði í byrjun eða að minnsta kosti fyrir miðjan nóvember," sagði Kári Arnór. „Menn verða að fara að taka afstöðu til málsins. Sumir hafa viljað fresta ákvörðunartöku þangað til að Alþingi hefur fjall- að um fyrirliggjandi frumvarp um lífeyrissjóðsmálin og byggja nýja sjóðinn á ýtví. Ég er ekki á þeirri skoðun. Ég tel að hvort eð væri yrði ekki af stofnun sameiginlegs lífeyrissjóðs fyrr en í árslok 1991," sagði Kári Arnór. Hann sagðist vera sannfærður um að innan tíðar yrði mikil uppstokk- un á lífeyrissjóðskerfinu á Norðurlandi. Spurningin væri hvort í henni fælist stofnun eins lífeyrissjóðs fyrir allt Norðurland eða hvort breytingin yrði með einhverjum öðrunt hætti. óþh Nú fer að „vora“ á ný: ,AUt fer batnandi úr þessu“ - segir Magnús Jónsson, veðurfræðingur „Heldur er nú skárra útlit því hann er nú að færast úr snjó- komunni yfir í rigninguna,“ sagði Magnús Jónsson, veður- fræðingur á Veðurstofu íslands þegar hann var spurður um helgarveðrið. Sumarið er ekki alveg búið ef marka má framtíðarspá Magnús- ar. Hann segir að í dag og í nótt muni rigna víða á Norðurlandi og vart þurfi að fara hátt í fjöll til að komast í snjókomu. Hins vegar reiknar hann með úrkomulausu veðri á morgun og um 5 stiga hita. „Já, hann er að ganga niður úr þessu veðri sem verið hefur síð- ustu daga. Nú um helgina verður norðanátt ríkjandi en á mánudag má búast við hægviðri og góða von hef ég um að þessi hvellur sé að baki því teikn eru á lofti um að í næstu viku geti farið að snú- ast til sunnanáttar. Það er allt batnandi úr þessu," segir Magnús. JOH Á krabbafundi. Mynd: KL Jarðgangagerðin í Ólafsfjarðarmúla: Biðstaða síðustu daga vegna veðurs - starfsmenn Borgarverks munu leggja slitlag á 2,7 km vegkafla í næstu viku „Þaö má eiginlega segja að vegna veðurs hafi verið bið- staða hér undanfarna daga,“ sagði Tryggvi Jónsson, staðar- stjóri Krafttaks sf. við jarð- gangagerðina í Olafsfjarðar- múla, í samtali við Dag í gær. Ætlunin var að vinnuflokkur frá Borgarverki í Reykjavík kæmi norður í upphafi vikunnar og ynni við að leggja slitlag á 2,7 km vegkafla beggja vegna Ólafs- fjarðarmúlans. Frá þessu var horfið vegna slæmrar veðurspár. „Þeir bíða eftir því að komast hingað og ráðast í þetta verk. Úr þessu verður vart byrjað á slitlaginu fyrr en í næstu viku," sagði Tryggvi. Aðrir verkþættir við gerð Múlaganganna eru á lokastigi. Fjölnismenn hafa lokið við bygg- ingu vegskálans Dalvíkurmegin og eru að flytja í burtu sín tæki og tól. Eftir er að fylla að veg- skálanum og annast Krafttaks- menn það. Þá er eftir að malbika sjálf göngin og verður sá verkþáttur í höndum Króksverks. Reiknað er með að hefja malbikun í kringum 10. október. Eins og fram hefur komið í Degi er lokið við að setja upp gúmmíklæðningu innan í göngin og að mestu eru lokið við dren- lögnina í gangagólfið. „Eftir að malbikun ganganna lýkur eigum við eftir að setja upp kapalstiga inn í göngin. Við höfð- um áætlað það fjögurra vikna verk, en það verður að líkindum meira. En við erum enn að gera okkur vonir um að verkinu Ijúki endanlega um mánaðamótin nóvember-desember," sagði Tryggvi. Gert er ráð fyrir að Krafttak flytji starfsmannahús og öll tæki og tól sem notuð hafa verið við gangagerðina af svæðinu næsta vor. óþh Húsnæðisskortur á Sauðárkróki: „Frumþörf sem verður að leysa“ - segir Jón Karlsson „Það virðist vera nokkuð Ijóst að þörfín fyrir félagslegt hús- næði er mjög mikil og aðsókn í það er líka frá fólki í þokka- legu starfí með þokkalegar tekjur. Þetta er frumþörf sem verður að leysa og reynslan sýnir að það verður að vera samfélagið sem þar kemur til,“ segir Jón Karlsson, formaður húsnæðisnefndar á Sauðár- króki. Að sögn Jóns er skortur á leigu- húsnæði á Sauðárkróki þessa stundina og eftirspurn eftir félagslegum t'búðum mikil, en þær eru nú orðnar á annað hundrað. Hann segir að þá álykt- un megi draga af því að fólkið sem sækir um félagslegu íbúðirn- ar myndi taka leiguhúsnæði ef það væri á viðráðanlegu verði. Sagðist Jón hafa heyrt um leigu yfir 30 þús. krónur á mánuði fyrir þriggja herbergja íbúð. Núna liggja fyrir um 20 umsóknir í 15 félagslegar íbúðir sem byggingu er að verða lokið á. Jón segir að alltaf sé einhver hreyfing í flutningi fólks úr félagslegum íbúðum í eitthvað stærra, þrátt fyrir samdrátt í ein- býlishúsbyggingum. „Lausnir á þessu eru e.t.v. ekki í sjónmáli, en í lagakafla um félagslegt húsnæði sem samþykkt voru á síðasta þingi liggja eins- konar lausnir. Þar er gert ráð fyr- ir mun meiri afskiptum sveitar- Stefnt er að því að taka ein- angrunarstöð gæludýra í Hrís- ey í notkun á næsta ári. Brynj- ólfur Sandholt, yfírdýralækn- ir, segir að vegna fjárskorts hafí verkið tafíst nokkuð en nú sé við það miðað að gera húsið tilbúið undir tréverk fyrir vet- urinn og því ætti að vera unnt að taka það í notkun á næsta ári. félaganna af þessum félagslegu byggingum og þ.á m. byggingu leiguhúsnæðis fyrir þá sem ekki hafa bolmagn til að kaupa sig inn í félagslega kerfið. Þetta gerist auðvitað ekki einn, tveir og þrír, en þarna er þó kominn skýrari lagabókstafur um þessi mál en áður var," sagði Jón að lokum. Til verksins fengust aðeins 800 þúsund krónur á fjárlögunt árið 1989 og sama upphæð á yfir- standandi ári. Yfirdýralæknir segir að fengist hafi leyfi til lán- töku til að halda áfram við bygg- inguna. Hann sagði að stefnt væri að því að taka hana í notkun á næsta ári, enda væri þörfin fyrir hana mikil og vaxandi. SBG Einangrunarstöð gæludýra í Hrísey: í notkun á næsta ári

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.