Dagur - 27.09.1990, Blaðsíða 1

Dagur - 27.09.1990, Blaðsíða 1
73. árgangur Akureyri, fímmtudagur 27. september 1990 185. tölublað það hressir Hraíja kaffid Togarinn Hafþór: Röðin komin að Dögun hf. - Ljósavík hf. gafst upp Dögun hf. á Sauðárkróki hefur nú verið falið að kanna hvort þeir geti fallist á skilmála sjávarútvegsráðuneytisins í kaupum á skipi hafrannsókna- stofnunar, Hafþóri. Ljósavík í Þorlákshöfn gaf málið frá sér sökum of lítils frests tii ákvörð- unar og þá var röðin komin að Dögun. Tilboð Dögunar var það þriðja hæsta í skipið og hljóðaði upp á 212 milljónir, þar af 48 milljónir í útborgun. Skilmálar ráðuneytis- ins eru aftur á móti í meginatrið- um þeir að ekki er leyft nema 100 milljóna króna véð. Ómar Þór Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Dögunar hf, sagði í gær að nú stæði bara fyrir dyrum hjá þeim að reikna ýmis dæmi fram og til baka og ósköp lítið væri því um málið að segja í bili. Dögun hefur frest fram í næstu viku til að vinna í málinu. SBG Slökkvilið Husavíkur: Vill kaupa nvjan slökkvibíl - 30 ára öryggistæki ekki treystandi Slökkviliðsbfll, aðaltæki Slökkvi- liðs Húsavíkur hefur verið bil- aður í tvo mánuði í sumar, frá því að bíllinn bilaði á æfingu í vor og þar til varahlutir í hann bárust nýlega. Á fundi bæjarráðs í ágúst ósk- aði Jón Ásberg Salómonsson, slökkviliðsstjóri, eftir því að ráð- ist yrði í kaup á nýjum bíl til slökkvistarfa. Bæjarráð sam- Þorgrímur Starri: Þessi niður- þykkti að vísa erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar 1991 og fól slökkviliðsstjóra að kanna mögu- leika á kaupum á notaðri slökkvi- bifreið. Á fundi bæjarstjórnar sl. þriðjudag greindi Jón Ásberg frá því að hann hefði athugað um kaup á notuðum bíl, en ungir bílar, um fimm ára eins og rætt hefði verið um kaup á, fyrirfynd- ust ekki á sölu. Því væru um að ræða að kaupa nýjan bíl eða nýj- an forngrip, en að sínu mati væri 30 ára gömlum slökkvibíl ekki treystandi sem öryggistæki. IM Nemendur á sjávarútvegsbraut gera fyrstu tilraunina í nýja húsnæðinu. Mynd: Goiii Háskólinn á Akureyri: Fyrsta tilraimin í Glerárgötu Gærdagurinn var enn einn tímamótadagurinn í sögu Háskólans á Akureyri. Þá var flautað til leiks í fyrstu verk- legu kennslustundinni í húsa- kynnum skólans við Glerár- götu. í þessari fyrstu kennsiustund í rannsóknarhúsnæði Háskólans gerðu nemendur á öðru misseri sjávarútvegsfræðinnar tilraun í efnafræði undir handleiðslu kennara síns, Sigþórs Péturs- sonar. Rannsóknaaðstaða skólans viö Glerárgötu er nú óðum að færast í endanlegt horf og þar með batnar hagur nemenda í sjávarútvegsfræði umtalsvert. Innréttingar eru vistlegar og fjárfest hefur verið í nauðsyn- legum kennslutækjum. óþh Dómur fallinn í máli feðganna í Garði í Mývatnssveit gegn Kaupfélagi Þingeyinga: Garðsbændur unnu í Hæstarétti staða kemur ekki á óvart Þorgrímur Starri Björgvins- son, bóndi í Garði, sagðist auðvitað vera mjög kátur með niðurstöðu Hæstaréttar í málinu og út af fyrir sig kæmi hún sér ekki á óvart. Hreiðar Karlsson, kaupfclagsstjóri KÞ á Húsavík og formaður Landssamtaka sláturleyfis- hafa, vildi ekki tjá sig í gær um niðurstöðu Hæstaréttar. „Mér kemurþessi niðurstaða ekki á óvart. Eg taldi auðsýnt að þetta mál væri óvinnandi fyr- ir kaupfélagið. Vitaskuld er þetta prófmál og spurningin er hvort þetta er afturvirkt. Slát- urleyfishafar eru samkvæmt þessu búnir að hafa stórfé af mönnurn. Ég höfðaði þetta mál vegna þess að ég vildi fá úr þvf skorið hvort búvörulögin héldu eða ekki, hvort hægt væri að leika sér að þeim eins og rnönn- um sýndist," sagði Þorgrímur Starri. „Mér hefur ekki verið ljúft að standa í málarekstri við Kaupfélag Þingeyinga, það er minn viðskiptaaðili og þar hef ég verið félagsmaður frá fyrstu tíð. Málið snérist hins vegar ekki um kaupfélagið. Það snér- ist um hvort búvörulögin væru út í hött og hægt væri að beita þeim gegn okkur bændunum, en síðan þegar kæmi að slátur- leyfishöfum væri hægt að sjá í gegnum fingur. Mér er út af fyr- ir sig sama um peningana í þessu máli,“ sagði Þorgrímur Starri. óþh Hæstiréttur staðfesti niður- stöðu héraðsdóms og dæmdi Kaupfélag Þingeyinga sl. mánudag til að greiða Þor- grími Starra Björgvinssyni og Kára Þorgrímssyni, vegna fé- lagsbúsins að Garði II, kr. 18.683,72 auk vaxta af þeirri upphæð frá 18. jan. 1988 og vaxta af hærri upphæðum frá 21. des ’87 til 18. jan ’88. „Með þessu er sýnt að ákvæði í búvörulögum um greiðslur til sauðfjárbændur standast. Ég get ekki annað en óskað Starra í Garði til hamingju með sigur- inn og þetta sýnir það að við höfum verið að berjast fyrir réttu máli. Ég hef ekki séð dóminn, en það hlýtur að liggja í hlutarins eðli að þetta er afturvirkt,“ sagði Jóhannes Kristjánsson, formaður Lands- samtaka sauðfjárbænda, í sam- tali við Dag í gær. Jóhannes segir að hér sé um að Einnig greiði stefndi, KÞ, 60 þúsund krónur í máískostnað fyrir héraði og Hæstarétti. Málið dæmdu hæstaréttar- dómararnir Hrafn Bragason, Benedikt Blöndal og Haraldur Henrysson. Það var haustið ’87 sem þeir feðgar í Garði töldu sig ekki fá greiddar sauðfjárafurðir á réttum ræða stórt peningalegt spursmál fyrir sauðfjárbændur, enda hafi þeir tíðum miðað fjárskuldbind- ingar sínar við 15. desember. „Þetta hefur hins vegar ítrekað brugðist og stór hluti bænda hef- ur þá setið upp með dráttarvexti á eigin skuldbindingar á sama tíma og þeir hafa fengið lága vexti hjá afurðastöðvum. Við höfum lengi barist fyrir því að þessar greiðslur fæm ekki í gegn- um sláturleyfishafa, heldur rynnu beint til bænda t.d. í gegnum Framleiðsluráð sem ákveðin tíma frá Kaupfélagi Þingeyinga. Snerist málið, af kaupfélagsins hálfu, að hluta til um skyldu slát- urleyfishafa til greiðslu á afurð- um, hvort sem til staðar væri afurðalán eða fjárhagsleg geta. Forsaga málsins er, að haustið ’85 ritaði Framleiðsluráð land- búnaðarins sláturleyfishöfum bréf þess efnis að frumgreiðsla fyrirgreiðsla með veði í því sem bændur láta frá sér fara,“ sagði Jóhannes. Hann sagðist fastlega búast við að þessum fordæmisdómi yrði fylgt fast eftir af hálfu Landssam- taka sauðfjárbænda. „Með þess- um dómi er ljóst að það hefur verið brotið herfilega á sauðfjár- bændum og mér finnst því ekki óeðlilegt að Landsamtökin og .Stéttarsamband bænda taki málið upp. Ég get ekki séð að stéttar- félag allra bænda geti látið kyrrt liggja,“ sagði Jóhannes. óþh sauðfjárafurða 15. okt skuli nema 75% af haustgrundvallar- verði. Það var 6. nóv. '87 sem frumgreiðsla var lögð inn á við- skiptareikning félagsbúsins í Garði og 12. nóv. var skuldfærð hlutdeild búsins af rekstrarláni. Vextir voru síðan endurreiknaðir eins og þessar fjárhæðir hefðu verið færðar 15. okt. í dómnum segir að rétt þyki að líta svo á, að þessi reikningsfærsla hafi verið stefndu að meinalausu og ekki andstæð lögum, svo framarlega sem þeir hafi átt þess kost á tíma- bilinu frá 15. okt. til 6. nóv að fá greidda út inneign sína. Þeirri fullyrðingu Kára að hann hafi gengið eftir greiðslu til útborgun- ar 18. okt, hafi ekki verið hnekkt. Lögmaður krafði KÞ um eftirstöðvar andvirðis innlagðra sauðfjárafurða búsins 21. des. án þess að því væri sinnt. í dómnum er því miðað við að búið hafi ekki fengið innstæður sínar á gjald- dögum 15. okt. og 15. des, er þeirra var krafist áður en þær höfðu verið færðar á reikning. í dómnum segir að framsetning og útreikningur stefnukrafna í héraði sé óskýr, en áfrýjandi hafi lýst því yfir við flutning málsins í héraði að ekki væri tölulegur ágreiningur í málinu og yrði því einnig að miða við útreikninga stefndu fyrir Hæstarétti. IM Jóhannes Kristjánsson, formaður Landssamtaka sauðprbænda: Dómiiriim sýnir að við höfum barist fyrir réttu rnáli

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.