Dagur - 27.09.1990, Page 2
2 - DAGUR - Fimmtudagur 27. september 1990
fréttir
h
Bæjarstjórn Húsavíkur:
Nýr bæjarstjóri á fyrsta firndi
Fyrsti fundur bæjarstjórnar
Húsavíkur að afloknu sumar-
leyfi og sá fyrsti með nýjum
bæjarstjóra, Einari Njálssyni,
var haldinn sl. þriðjudag.
Bæjarfulltrúar buðu bæjar-
stjóra velkominn til starfa og
sögðust vænta góðs samstarfs
við hann.
Fyrsta málið sem tekið var fyr-
ir á fundinum var samningur við
menntamálaráðuneytið vegna
framkvæmda við Framhaldsskól-
ann. Verið er að byggja við barna-
skólahúsið til að þar skapist
nægilegt rými fyrir grunnskóla-
nemendur og Framhaldsskólinn
fái gagnfræðaskólahúsið óskipt.
Mjög brýnt er að báðir skólarnir
fái aukið rými til kennslu, og að
bygging þessi komist í gagnið
sem fyrst. Mun ríkið greiða 60%
kostnaðar við framkvæmdina en
bærinn 40%, en ríki og bær munu
síðan verða taldir eigendur að
jöfnu. Samningurinn var sam-
þykktur samhljóða í bæjarstjórn
eftir nokkrar umræður.
Næsta mál sem afgreiðslu hlaut
var veghefilsendurnýjun tækni-
deildar. Bæjarráð samþykkti í
sumar að taka tilboði Merkur hf.
um kaup á veghefli af gerðinni
Aveling Barford árg. ’82. Skyldi
hann koma í stað gamals og
bilanagjarns hefils sem þó mætti
að einhverju leyti nota sem vara-
hluti í þann ,iýja. Kaupverð
hefilsins var fjórar milljónir og
var hann talinn í allgóðu standi.
Bæjarstjóra barst fyrirspurn frá
minnihlutanum um hvort hið
nýkeypta tæki reyndist ekki
standa undir þeim vonum sem
menn hefðu gert sér um ástand
þess. Útskýrði bæjarstjóri fyrir
bæjarstjórn lagfæringar sem
gerðar voru á gírkassa og rafkerfi
hefilsins, sem ætti að vera í góðu
lagi þegar lokið yrði við að
styrkja framhluta hans svo hann
bæri nógu veigamikla tönn til
snjómoksturs á Flúsavík. Sagði
bæjarstjóri að hefillinn ætti að
Vikutilboð 27. sept. til 3.okt.
Tesco tannkrem 125 ml ............ 96,00
Tesco servíettur 100 stk.......... 143,00
Bounty mini súkkulaði 300 g ...... 125,50
Fourre súkkul. kremkex 250 g ..... 91,50
Tesco kartöflumús 454 g .......... 236,50
Tesco hrísgrjón 4x125 g .......... 113,50
Tesco kornmatarolía 1 I .......... 114,00
Tesco shampo 500 ml, 5 teg........ 140,00
Tesco Bran morgunverður 750 g .... 219,50
Tesco hafragrjón 1 kg ............ 97,50
Tesco Premium hundamatur 395 g ... 49,50
Tesco kattasandur 12 kg .......... 594,50
Paloma WC pappír 4 rúllur ........ 96,50
Paloma WC pappír 8 rúllur .......... 188,00
Paloma WC pappír 10 rúllur ......... 199,50
Stórglæsilegt tilboð!
Londonlamb ..................... 897 kr. kg
Hangilæri úrbeinað ........... 1.195 kr. kg
Reykt rúllupylsa ............... 322 kr. kg
Kjötbúðingur ................... 494 kr. kg
Ömmu saltkjötfars .............. 351 kr. kg
Skinkuálegg .................. 1.338 kr. kg
Frosnir fiskborgarar ........... 524 kr. kg
Lambasaltkjöt í fötu ........... 471 kr. kg
Folaldasaltkjöt í fötu ......... 329 kr. kg
Hrossasaltkjöt í fötu .......... 262 kr. kg
Pampers bleiur ................... 1.194,50
Scan ble bleiur .................. 618,50
Ryvita hrökkbrauð 250 g ............. 69,00
Haust hafrakex ............... 107,00
Alma saltstangir 200 g ............. 53,00
Kristjáns tvíbökur ................ 99,00
Hjá okkur færðu skjótari og öruggari afgreiðslu
vegna hins nýja strikamerkjakerfis.
Lægra vöruverð.
Lambakjöt á lágmarksverði
Opið mánud.-föstud. 10.30-18.30
Laugard. 10.00-14.00
□
MARKAÐUR
FJÖLNISGÖTU 4b
hafa nokkuð mikið vélarafl.
Voru káupin að lokum samþykkt
samhljóða í bæjarstjórninni.
Fyrirspurn barst frá minnihluta
um starfsemi Svarthamars hf. en
aðalfundur fiskeldisfélagsins var
haldinn í lok ágúst. Forseti
bæjarstjórnar, Þorvaldur Vest-
mann Magnússon sagði að fyrir-
tækið væri að snúa sér meira að
matfiskeldi en seiðaeldi. Fyrir-
hugað væri að framleiða um 40
tonn af bleikju á næsta ári og um
70 tonn árið 1992. Samhliða
þeirri framleiðsu væri hægt að
framleiða um 100 þúsund laxa-
seiði í stöðinni, en sú framleiðsla
færi eftir hver markaður yrði fyrir
seiði. í vor keypti Framkvæmda-
lánasjóður íslands hf. húsin af
þrotabú Fiskeldis hf. Svartham-
ar leigir húsin en stendur til boða
að kaupa þau.
Ráðningarsamningur við Einar
Njálsson, bæjarstjóra, var lagður
fyrir bæjarstjórn til samþykktar.
Jón Ásberg Salómonsson ræddi
um að uppsagnarákvæði væri
ekki til staðar í samningnum, bar
hann fram tillögu þess efnis að
því yrði bætt við og taldi vöntun
þess geta komið sér illa fyrir báða
samningsaðila. Samningnum var
vísað aftur til bæjarráðs sam-
kvæmt tillögu Bjarna Aðalgeirs-
sonar. IM
Viðbygging Hagkaups á Akureyri:
Formleg opnun verður
7. mars á næsta ári
Þórhalla Þórhallsdóttir, versl-
unarstjóri í Hagkaupi á Akur-
eyri, segir að stefnt sé að því
að viðbygging við verslunina
verði tekin í notkun þann 7.
mars á næsta ári. Nú er verið
að einangra viðbygginguna að
utan.
Þórhalla segir að hér sé um að
ræða stækkun við þá verslun sem
nú er auk þess sem lager verslun-
arinnar fær hluta af nýbygging-
unni. Ekki mun vera ætlunin að
setja upp nýjar deildir í verslun-
inni með tilkomu nýja hússins en
þó verður sú nýbreytni tekin upp
að ný brauð verða afgreidd yfir
borð auk þess sem sett verður
upp kjötborð í versluninni.
„Fyrst og fremst er þetta aukn-
ing við það pláss sem við erum
með í dag. Stefnan er ekki sú að
fjölga vöruflokkum heldur mun
rýmkast á því sem við höfum
fyrir,“ segir Þórhalla.
Með tilkomu viðbótarhúsnæð-
isins verður skipulaginu í gömlu
versluninni breytt og þá um leið
verður lítilsháttar breyting gerð á
inngangi í verslunina. JÓH
Kaffitería og lengri opnunartími í matvöruverslun
þriggja kvenna á Hauganesi:
„Fólk er greinilega mjög ánægt“
- segir Soffía Ragnarsdóttir, ein verslunarkvennanna
Eins og fram kom í Degi í gær
hafa þrjár konur á Hauganesi
tekið verslunarhúsnæði Kaup-
félags Eyfirðinga á staðnum á
leigu til eins árs frá 1. október
nk. Konurnar þrjár, Sofíía
Ragnarsdóttir, Soffía Jóns-
dóttir og Björk Brjánsdóttir
hyggjast opna búðina með nýj-
um vörum einhvern tímann í
næstu viku.
Verslunin verður afhent leigu-
tökum um helgina og þá verður
hafist handa um að endurnýja
lager verslunarinnar og lagfæra
það sem þarf að lagfæra. Að sögn
Soffíu Ragnarsdóttur er ætlunin
að hafa litla kaffiteríu í verslun-
inni og þá segir hún að a.m.k. í
byrjun verði áhersla lögð á mat-
vöruverslun og meðal annars sé
ætlunin að hafa bæði frosnar og
nýjar kjötvörur í kæliborði. í ljós
komi hvort síðar verði boðið upp
á fleiri tegundir vara, s.s. ný-
lenduvörur.
„Fólk er greinilega mjög ánægt
með að hér verði áfram rekin
verslun,“ sagði Soffía.
Þær stöllur hyggjast skipta með
sér afgreiðslustörfum og allri
vinnu við verslunarreksturinn.
Opið verður alla virka daga og þá
er ákveðið að hafa opið um helg-
ar og á kvöldin.
Til stendur að Keramikverk-
stæði Kolbrúnar Ólafsdóttur á
Hauganesi flytji í kjallara versl-
unarinnar, en að sögn Soffíu
þurfa þær ekki á honum að halda
til viðbótar rúmlega 200 fermetra
verslunarhúsnæði á jarðhæð.
óþh
Hestamannafélagið Léttir:
Unglingaráð efnir til
ferðar í Laufskálarétt
„Áhugi unglinga fyrir hestum
og hestamennsku hefur stór-
aukist ár frá ári og unglingaráð
hestamannafélagsins Léttis var
stofnað til að mæta þessum
áhuga,“ sagði Guðrún Hall-
grímsdóttir í stjórn unglinga-
ráðsins. Þann 6. október n.k.
verður efnt til ferðar á vegum
ráðsins fyrir unglinga í Lauf-
skálarétt og að Hólum í
Hjaltadal.
Að sögn Guðrúnar er Lauf-
skálaréttin í Skagafirði ein þekkt-
asta stóðrétt landsins, en þar
verður réttað 6. október. Ungl-
ingaráð hestamannafélagsins
Léttis efnir til rútuferðar í réttina
fyrir unglinga, en alltaf þykir
nokkur ljómi yfir stóðréttinni í
Húsavík:
Sjúkrahúsbyggingin 20 ára
Á þessu ári eru 20 ár liðin síðan
Sjúkrahúsið í Húsavík sf. flutti í
núverandi húsnæði.
Af því tilefni hefur stjórn
sjúkrahússins ákveðið að minnast
þessara tímamóta.
Þann 6. október næstkomandi
verður stofnunin opin almenningi
milli kl. 14 og 18. Þá gefst öllum
kostur á að skoða húsið og kynn-
ast starfseminni þar.
(Fréttatilkynning.)
Hjaltadalnum. Þangað kemur
fólk hvaðanæva af landinu og oft
er talað um Laufskálaréttina sem
Mekka hestamannsins. Mikill
fjöldi hrossa kemur á réttina og
margur hestamaðurinn hefur
eignast gæðinginn sinn þarna
enda er úrval hrossa oftast mikið.
í leiðinni er ætlunin að heim-
sækja Bændaskólann á Hólum og
skoða aðstöðuna þar, en mikið
uppbyggingarstarf hefur verið
unnið á Hólum í sambandi við
hestahald og kennslu í hesta-
mennsku.
„Við þurfum að fá að vita um
þátttöku sem allra fyrst til að vita
hve stóra rútu þarf að panta og
hver kostnaðurinn verður. Því
fleiri sem fara þeim mun ódýrara
verður fyrir hvern og einn,“ sagði
Guðrún Hallgrímsdóttir í hesta-
miðstöðinni Jórunni í Breiðholti
ofan Akureyrar. ój