Dagur - 27.09.1990, Page 4
4 - DAGUR - Fimmtudagur 27. september 1990
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31,
PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SlMI: 24222
ÁSKRIFT KR. 1000 Á MÁNUÐI
LAUSASÖLUVERÐ 90 KR.
GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 660 KR.
RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.)
FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
RITSTJÓRNARFULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON
BLAÐAMENN:
JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (íþróttir),
SKÚLI BJÖRN GUNNARSSON (Sauöárkróki vs. 95-35960),
INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585),
JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓLI G. JÓHANNSSON,
ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON,
ÞÓRÐUR INGIMARSSON, LJÓSMYNDARI: KRISTJÁN LOGASON
PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN
ÚTLITSHÖNNUN: RlKARÐUR B. JÓNASSON
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON
DREIFINGARSTJÓRI:
INGVELDUR JÓNSDÓTTIR, HEIMASÍMI 22791
FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL
PRENTUN: DAGSPRENT HF.
Sl'MFAX: 96-27639
Það kemur með sfldiimi
Áskell Einarsson, framkvæmdastjóri Fjórðungs-
sambands Norðlendinga, ritaði grein sem birtist í
Degi í gær. Þar veltir hann upp ýmsum athygl-
isverðum staðreyndum, sem því miður vilja oft
gleymast.
í fyrsta lagi minnir Áskell á að hugmyndir um
héraða- eða landshlutasjóði, til eflingar atvinnufyr-
irtækja, hafi strandað á tregðu ráðamanna til að
leggja fram óafturkræft fé til slíkra sjóða, og getu-
leysi eða tregðu heimamanna í þessu efni. Þessi
ábending er rétt. í ljósi staðreynda þarf að vinna
fjárfestingasjóðum sess með öðrum vinnubrögðum
en reynd hafa verið til þessa.
í öðru lagi er minnst á málefni Byggðastofnunar.
Sú stofnun hefði getað sinnt hlutverki sínu betur á
tímum lægri vaxta og minni fjármagnskostnaðar en
hefur ríkt á starfsævi hennar. Ábendingar Fjórð-
ungssambands Norðlendinga til Byggðasjóðs um
nauðsyn þess að leggja fram fé til könnunar á
atvinnumöguleikum í fjórðungnum falla í grýttan
jarðveg, og því er svarað til að ekki sé fyrir hendi
fjármagn til slíkra verkefna.
íbúar landsbyggðarinnar vita best um nauðsyn
þess að grípa þegar til markvissra byggðaaðgerða.
En hver hefur reynslan verið af byggðaaðgerðum
undanfarinna ára eða áratuga? Áskell Einarsson
lýsir því svo: „ Svonefndar byggðaaðgerðir einkenn-
ast af hávaðasömum hjálparaðgerðum til að halda í
horfinu og oftast í vonlausri stöðu, m.a. vegna
grunnmistaka í fjárhagslegri uppbyggingu. Verð-
bólga síðustu áratuga hefur raskað raunhæfu mati.
Of margir hafa hugsað að þetta komi með síldinni,
eins og oft var sagt á kreppuárunum. Við þetta allt
bætist siðleysi stjórnvalda í meðferð gengisskrán-
ingarvaldsins.“
Því miður er hugtakið byggðastefna orðið útjask-
að, og nánast skammaryrði hjá mörgum. Hver er
orsökin? Fyrst og fremst sveiflukennt efnahags-
ástand og óstöðugt hagkerfi, sem einkennist
stundum meira af óskhyggju en gagnrýnu raun-
veruleikamati. íslendingar hafa orðið að prófa sig
áfram í byggðaaðgerðum, og ekki getað nema að
takmörkuðu leyti hagnýtt sér reynslu annarra þjóða
í þeim efnum. Aðstæður hér á landi eru of ólíkar því
sem gerist í nágrannalöndunum, til að samanburð-
ur opinberra byggðaaðgerða geti orðið mikið meira
en óljós viðmiðun, þótt vissulega megi læra sitt-
hvað af einstökum, afmörkuðum dæmum.
Að lokum vill það oft gleymast að íslendingar
hafa þurft að byggja upp velferðarkerfi á miklu
skemmri tíma en nágrannaþjóðirnar. Þetta hefur
þjóðin orðið að gera við erfiðar aðstæður, sjálfsagt
oft fyrir erlent lánsfé. Eðli málsins samkvæmt er
dýrara að framkvæma ýmsa hluti hér á landi en í
ríkjum þar sem fólksfjöldi er meiri, náttúruauðlindir
fjölbreyttari og samgöngur ódýrari. Þeim mun sorg-
legra hlýtur það að vera að horfa upp á vannýtt
opinber mannvirki á landsbyggðinni, ef fólkið held-
ur áfram að streyma til höfuðborgarsvæðisins.
EHB
kvikmyndarýni
Umsjón: Jón Hjaltason
Einn svartur og annar hvítur
Borgarbíó sýnir: Hjartaskipti
(Heart Condition).
Leikstjóri: James D. Parriott.
Aðalhlutverk: Bob Hoskins og
Denzel Washington.
New Line Cinema 1990.
„Svolítið langdregin en þó aldrei
leiðinleg,“ sagði samferðarmaður
minn um þessa kvikmynd. Eg tek
undir seinni hluta setningarinnar
án þess að skilja fullkomlega
hvernig hann getur staðið í sam-
hljóðan við fyrri hlutann. Ég
myndi miklu frekar segja að
Hjartaskipti væri svolítið upp á
breskan máta, sniglaðist en
hreyfðist engu að síður. Og því
verður ekki neitað að innan um
breskan snigilhraða leynist
bandarísk hraðspólun. Hennar
verður þó ekki vart að ráði fyrr
en undir lok myndar.
Bob Hoskins er hér í óskahlut-
verki sínu; stirðlynda og þröng-
sýna mannsins sem hefur alla
brekkuna í fangið. Mótleikari
hans, Denzel Washington, er
algjör andstæða Hoskins; fín-
pússaður lögfræðingur með allt á
hreinu, jafnvel það óhreina líka.
Hlutirnir taka heldur óvænta
stefnu þegar Hoskins fær hjarta-
áfall og í kjölfarið hjartaígræðslu
- en hjartagjafinn er enginn ann-
ar en erfðafjandi hans Washing-
ton sem fallið hefur fyrir morð-
ingjahendi. í kjölfarið rís sá
svarti upp sem viðkunnalegur
draugur og fylgir Hoskins hvert
fótmál og hvetur hann áfram í
Draugurinn Washington reynir að vernda tifandi hjarta sitt í brjósti hins
matgráðuga Hoskins.
leit hans að morðingjanum. Inn í
þetta flækjast ástamál, hjartveiki
og morðtilraunir.
Hjartaskipti er þægileg
mynd, aldrei afkáraleg eða eins
og upphituð lumma. Drauga-
myndir í þessum dúr eru engin ný
uppgötvun en Hjartaskipti
hressir upp á gamla hugmynd.
Tvíleikur þeirra Washingtons og
Hoskins er frábær og hjálpar til
að þeim tveimur er teflt fram sem
jafningjum, og jafnvel að
Washington standi hinum feti
framar ef eitthvað. Þannig brýtur
Hjartaskipti þá meginreglu
Hollywood að þar sem svörtum
og hvítum er skákað fram í aðal-
hlutverkum er sá hvíti undan-
tekningarlítið látinn hafa frum-
kvæðið, hann er foringinn og
heilinn á bak við þann svarta.
Um hundamálið á Dalvík:
Hugleiðingar vegna kynna
af hundi og manni
Að undanförnu hefur orðið
nokkur umfjöllun í fjölmiðlum
um hundahald og þjálfun hunda í
kjölfar þess leiða atburðar sem
greint var frá í blöðum og víðar
er hundi var sigað á lögreglu-
þjóna á Dalvík. Margar gróusög-
ur og stór orð hafa verið viðhöfð
um atburð þennan.
Vissulega er ekki hægt að mæla
því bót að hundi sé sigað á fólk
almennt séð, en þó er nú svo að
hundar eru þjálfaðir til þeirra
hluta vítt og breitt um heims-
byggðina þ.e. lögregluhundar,
sem þykja sjálfsagðir þegar átt er
við glæpamenn og ýmsa borgara
sem sýna yfirgang og fúl-
mennsku.
Varðhundar eru þjálfaðir af
sérstökum kunnáttumönnum og
viðurkenndir skólar eru víða um
lönd, sem einbeita sér að þjálfun
og ögun hunda, hverra hlutverk
er að vernda húsbændur sína.
Hundakyn eru misjafnlega næm
fyrir þessari þjálfun og sum eru
fljót að læra allt það sem krafist
er, en vissulega er nauðsynlegt að
kunnáttumenn séu þar að verki.
Þær fullyrðingar sem heyrst
hafa og sem við höfum séð í fjöl-
miðlum, að á íslandi séu hundar
þjálfaðir til árása eru rangar, þess
er ég viss, og að hundurinn sem
lenti í lögreglumálinu á Dalvík
hafi fengið slíka þjálfun (sem
haft er eftir lögreglumanni á
Akureyri) er rangt og tilhæfu-
laust með öllu. Svo vill til að sá
sem þetta ritar var vörslumaður
þessa hunds um eins og hálfs
mánaðar tíma, þá er eigandi
hundsins var að störfum að þjálf-
un og tamningu hrossa í Þýska-
landi. Undirritaður þekkir því
hundinn, ekki aðeins þann tíma
sem hann var vörslumaður hans,
heldur allar götur frá því að hann
fæddist og varð eign húsbónda
síns.
Ég vil fullvissa hvern þann sem
les þessar línur að umræddur
Scháferhundur hefur aldrei verið
þjálfaður á þann veg sem fullyrt
er, en hins ber að geta að þessi
hundur var í engu öðruvísi en
þeir Scháferhundar sem ég þekki
til þ.e. að þeir bera ofurást á hús-
bónda sínum og öllum þeim sem
þeir þýðast.
Umrætt Dalvíkurmál er mikill
harmleikur að mínu mati. Ekki
aðeins var viðkomandi hundi
lógað, heldur varð ágætis piltur
ógæfumaður í einni andrá, sem
aldrei hefði orðið ef Bakkus
hefði ekki verið með í för. Les-
andi góður, hefur þú hugleitt,
hve Bakkus er mikill örlagavald-
ur mörgum manninum og kon-
unni? Hann er oftast viðstaddur
er þjóðfélagsþejgn fer út af braut
dyggðarinnar. I fangelsum þessa
lands eru fangar í stórum meiri-
hluta vegna Bakkusar og þeirra
púka sem stjórna fíkniefna-
nejjslu.
Ég hef lagt hugann að, hvort
ekki hafi verið hægt að afstýra
þessum hildarleik af kunnáttu-
mönnunum þ.e. lögreglumönn-
unum sem voru þátttakendur
umrætt kvöld á Dalvík? Sérhver
lögreglumaður, sem fengið hefur
menntun í Lögregluskólanum
ætti að þekkja eðli Scháferhunds-
ins, lögregluhundsins, sem er
notaður af lögreglu flestra landa.
Þetta eðli er í öllum Scháfer-
hundum, hann verndar húsbónda
sinn og fjölskyldu út yfir ystu
mörk. Um atburðarás umrædds
kvölds hef ég lesið og leitað allra
málavaxta og ekki virðist allt sem
sýnist og ekki allt rétt sem frá er
greint. A.m.k. stangast margt á,
en ég ætla ekki að leggja dóm þar
á. Ein spurning hefur þó leitað á
mig. Voru lögreglumennirnir
ekki vopnaðir kylfum? Snöggt og
fast högg á trýni Scháferhundsins
hefði gert út um þetta hundamál
á Dalvík.
Ekki má svo skiljast að ég sé
að mæla bót umræddu atviki,
öðru nær, en ég kýs að tjá mig
um mál þetta því svo margt hefur
verið rætt og skrifað sem ég er
ósáttur við.
Raddir hef ég heyrt um að
maður sem þessi, sem átti
umræddan hund, ætti að hljóta
dóm sem bannar honum að eiga
hund. Slíkt er rugl þeirra sem
ekki þekkja til. Uppeldi hundsins
var í engu ábótavant og bar af
allri þeirri ögun og elsku sem ég
hef kynnst. Umræddur eigandi er
sérstakur hæfileikamaður í tamn-
ingu hunda og hesta og í raún
ættu menn að nýta sér kunnáttu
hans og hæfni, slíkir eru yfirburð-
ir hans þegar fjallað er um
umhirðu og þjálfun dýra. Dýr,
jafnt hundar sem hestar, laðast
að þessum manni og mér hefur
virst sem sérstakt tungumál sé
notað, tungumál þagnar og
augna, sem ég hef aldrei náð að
nema.
Stóra ógæfan var Bakkus, en
þar var sem oft að þar fór örlaga-
valdur sem umbreytti miklu.
íslendingar og fjölmiðlarnir
eru sérstakir að því leyti að mold-
viðri er þyrlað upp í skyndi.
Fámennið ræður trúlega þar um
en að lokum þetta. I hvert sinn
sem ógæfumaður verður til
óhappaverks ættum við samferð-
armennirnir að staldra við og
rjúka ekki til og blása upp hlut-
ina, heldur reyna að líta þá í
réttu ljósi þ.e. leita sannleikans,
en ekki skrumskæla og bæta við
og falla í þá gryfju sem segir frá í
sögu H.C. Andersens um fjöðr-
ina litlu.
Oli G. Jóhannsson.