Dagur


Dagur - 27.09.1990, Qupperneq 7

Dagur - 27.09.1990, Qupperneq 7
- DAGUR - 7 á góðu verði. Akureyri og 24830 Hugleiðingar um hestamennsku íslenski hesturinn, sem á árum áður var kallaður þarfasti þjónninn, hefur fengið nýtt hlut- verk í nútíma þjóðfélagi sem og allir vita. Hesturinn okkar smái kallar stöðugt á fleiri og fleiri og nú má segja að ótrúlegur fjöldi manna eyði stórum hluta tóm- stunda sinna við að hirða hesta, þjálfa hesta og njóta samvista við hestinn á sem víðtækastan hátt. Um land allt rísa upp hesthúsa- hverfi á þéttbýlisstöðum, en hægt er þó að fullyrða að þessi stóri hópur hestamanna og -kvenna nýtur ekki þess skilnings bæjar- yfirvalda sem skyldi, nema í Reykjavík þar sem yfirvöld borg- arinnar hafa kappkostað að veita þessu hestaáhugafólki alla þá aðstoð og aðstöðu sem framast er unnt. Nú er svo komið til dæmis að landsbyggðarfólkið, sem stundar hestamennskuna, getur vart veitt félögum sínum af Reykjavíkur- svæðinu keppni í hestaíþróttum, því aðstöðumunurinn er svo mikill. f Reykjavík er reiðhöll og hringvellir, sem eru nauðsyn þeg- ar komið er út í harða keppni. Vissulega er ekki allt hestaáhuga- fólk innstillt á keppni og sýning- ar, heldur njóta hesta sinna árlangt, sumar sem vetur, til útreiða. Petta fólk er víða í stór- vandræðum. Tökum sem dæmi Akureyri. Ofan Akureyrar eru tvö hesthúsahverfi, þar sem hundruð hesta eru fóðruð vetur- langt. Frá þessum hverfum eru fáar reiðgötur og svo fer vetur eftir vetur að straumur hesta- manna í reiðtúrum leggur leið sína inn í bæinninn á göturnar í úthverfunum þar sem snjónum er ýtt af götum reglulega. Bæjaryfir- völd á Akureyri sinna illa snjó- mokstri á reiðleiðum hesta- manna, og nú á haustdögum þeg- ar fyrsti snjórinn er fallinn ættu þau að setjast niður og huga að, hvort hestamaðurinn á Akureyri ætti ekki að sitja við sama borð og skíðamaðurinn sein þarf að komast til fjalla eða golfleikarinn sem leggur leið sína á golfvöllinn, hvað sem hann er nú að gera um hávetur þegar allt er hulið snjó. Síðastliðinn vetur urðu fimm slys á hestafólki í umferðinni á Akur- eyri, sem flest má rekja til að hestafólk leitaði inn á snjóruddar götur, hvar hægt var að hreyfa hestana, þegar allar hefðbundnar reiðleiðir voru lokaðar vegna snjóa. Alltaf minnkar það land sem hestafólk hefur til ráðstöfunar. Akureyrarbær þenst út og spildur, sem hestafólkið hefur not af, eru settar undir bygginga- lóðir. Við þessu er ekkert að segja, þetta er eðlilegur gangur mála. A hinn bóginn vil ég nefna að á tímum útivistar og ört vax- andi líkamsræktar þar sem unnið er að gerð útivistarsvæða þá finnst mér rétt að gert sé ráð fyrir hestamanninum og hestinum hans. Við hér á Akureyri eigum úti- vistarparadís þar sem Kjarna- skógur er. Á þessu svæði njóta útivistarmenn staðarins í göngu- ferðum og skokki. Því skyldi hestamaðurinn ekki eiga rétt til staðarins? Kjarnaskógur er sælu- reitur, um það erum við sam- mála. Gönguleiðir liggja um skóginn, sem eru notaðar nokk- uð mikið er mér sagt. Svo vill til að ég hef gert mér nokkuð marg- ar ferðir inn í Kjarnaskóg á síð- astliðnu sumri til að byggja upp sál og líkarna, þ.e. baráttan við aukakílóin. Ég verð að segja sem er að afar sjaldan hef ég hitt á fólk sem er þar á göngu. Þetta undrar mig á sama tíma sem bæjaryfirvöld cru að leggja undir sig ný svæði til norðurs og eyði- leggja bújarðir þar scm hestafólk hefur aðstöðu og lifibrauð sitt af tamningu og umhirðu hrossa. Væri ekki rétt að sinna því svæði betur sem fyrir er heldur en vera stöðugt í landvinningum? Síðla sumars höfðum við hestamenn spurnir af að nú ætti að leggja Krossanesborgirnar undir útivistarsvæði og öllu hag- lendi yrði sagt upp. Þessar aðgerðir miða uð sem og svo margt að flæma hestamanninn úr bæjarlandinu. Vissulega er sjálfsagt, þegar grannt er skoðað, að skipuleggja þetta svæði. Svæð- ið býður upp á svo margt og gæti orðið hrein perla sé rétt að mál- um staðið. Ég vil beina því til réttra yfirvalda, að þá þegar svæðið í Krossanesborgum verð- ur skipulagt, sé gert ráð fyrir reiðleiðum hestamanna og jafn- vel sé byggð upp mun umfangs- meiri aðstaða á svæðinu, svo sem Reiðskóli Akureyrar, þar sem fólk getur fengið undirstöðu- þekkingu í hestamennsku og umhirðu hesta. Víða úti í hinum stóra heimi, þar sem hestamennska hefur hlotið sess og virðingu, er gert ráð fyrir reiðleiðum eftir stígum hvar hestamaðurinn á griðastað. Með réttu ættu slíkir stígar að vera í Kjarnaskógi og Krossanes- borgum, ef af því gæti orðið yrði það Akureyrarbæ til stórsóma. Óli G. Jóhannsson. Á AKUREYRI Almenn námskeið Myndlistaskólans á Akureyri 3. oktober til 21. janúar. Barna- og unglinganámskeið Teiknun og málun. 1. fl. 5-6 ára. Einu sinni í viku. 2. fl. 6-7 ára. Einu sinni í viku. 3. fl. 6-8 ára. Tvisvar í viku. 4. fl. 8-9 ára. Einu sinni í viku. 5. fl. 9-10 ára. Einu sinni í viku. 6. fl. 11-12 ára: Einu sinni í viku. Málun og litameöferö fyrir unglinga. Byrjendanámskeið. Einu sinni í viku. Framhaldsnámskeiö. Einu sinni í viku. Kvöldnámskeið fyrir fullorðna Teiknun. Byrjendanámskeið. Tvisvar í viku. Módelteiknun. Byrjendanámskeið. Tvisvar í viku. Framhaldsnámskeið. Tvisvar í viku. Málun og litameðferð. Byrjendanámskeið. Tvisvar í viku. Framhaldsnámskeið. Tvisvar í viku. Auglýsingagerð. Byrjendanámskeið. Tvisvar í viku. Skrift og leturgerð. Byrjendanámskeið. Tvisvar í viku. Allar nánari upplysingar og innritun í síma 24958. Skrifstofa skólans er opin kl. 13.00-18.00 virka daga. Skólastjóri.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.