Dagur - 27.09.1990, Síða 9
Fimmtudagur 27. september 1990 - DAGUR - 9
frá Svalbarði
Peim fækkar nú ört, sem fyrst litu
dagsins ljós á öldinni sem leið.
Nýlega er fallinn frá einn úr
þeirra hópi, Árni Pálsson frá
Svalbarði, og hafði þá náð
níræðisaldrinum.
Kynni okkar Árna höfðu orðið
nokkuð langvarandi, þó að leiðir
okkar hafi ekki legið saman
nema með köflum á ferlinum frá
æsku til fullorðinsára. Árni var
fæddur árið 1899. Hann var son-
ur séra Páls Hjaltalín Jónssonar á
Svalbarði í Þistilfirði, sem þar var
þjónandi prestur og prófastur frá
árinu 1899 til 1942. Hann var ætt-
aður af Snæfellsnesi, en hlaut
uppeldi og menntun í Reykjavík.
Kona hans var Ingveldur Einars-
dóttir og var hún uppalin í
Reykjavík. Pau hjónin eignuðust
fimm börn, Einar, Árna, Ást-
hildi, Ingveldi og Pyrí Ragnheiði.
Öll eru þau nú horfin frá jarðlíf-
inu, og nú síðast Árni, sem var
næstelstur þeirra.
Ég man þau öll ungt fólk, og sá
hópur var fallegur og mannvæn-
legur, og mikil sveitaprýði.
Prestshjónin á Svalbarði bjuggu
við góðan efnahag, enda er Sval-
barð talið með bestu bújörðum
héraðsins. Húsakynni og innan-
stokksmunir voru veglegri en
almennt gerðist á þessum árum.
Og einhvern veginn fannst manni
einhver hátíðleiki ríkja í þessum
húsakynnum, umfram það sem
gerðist á öðrum bæjum, og það
var vegna þess að þetta var
kirkjustaður og presturinn hafði
höfðinglegt yfirbragð í kirkju og
utan, og prestskonan var heill-
andi fögur kona. Það var föst
venja eftir méssu á Svalbaf-ðir áð
boðið var til stofu og fólk n'aut
veitinga, og rseddi saman. Auk
þess gerðist það til skemmtunar
að Árni settist við mikið og vand-
að orgel og lék lög sem fólkið
kunni og gat sungið með, og síð-
an önnur, sem vert var að læra,
og að lokum æðri tónverk.
Árni nam snemma orgelleik og
gerðist ungur að árum kirkjuorg-
anisti í Svalbarðskirkju og fórst
það starf sérlega vel úr hendi.
Hann gerði ekki víðreist að
heiman, fór þó til trésmíðanáms
og stundaði smíðar í tómstund-
um og í eigin þarfir.
Mér er Árni minnisstæður sem
ungur maður. Hann var fríður
sýnum, með fínlegt andlitsfail og
þokkaríkt yfirbragð, og fas hans
mótaðist af glaðværð og mann-
legri hlýju. Hann var meðalmað-
ur á hæð, fremur grannvaxinn og
liðlegur í limaburði. Hann var
léttur í máli, gæddur góðri kímni-
gáfu, frjálslegur og hvers manns
hugljúfi í kynningu og samskipt-
um
Yfirlæti eða sýndarmennska af
nokkru tagi var honum svo fjar-
lægt sem mest mátti verða.
Það létta lundarfar, sem Árni
var gæddur, ásamt hæfileikum til
að umgangast fólk sem jafningja,
átti þátt í að auka vinsæídir hans.
Hann átti auðvelt með að sam-
lagast smákotungafólkinu á
Fjallabæjum, og sú vinátta sem
hann batt við ýmsa þar entist
ævilangt.
Hann vildi taka þátt í erfiðleik-
um nágrannanna, og einnig taka
þátt í fagnaði þeirra á góðum
stundum. Þar var hann oft ómiss-
andi, því að auk þess sem hann
var organisti lék hann manna
HVÍTASUnnUKIfíKJAfí rtMwsnLit)
Fimmtudaginn 27. september kl
20.30.
Bænasamkoma.
Akureyrarprcstakall.
Fyrirbænaguðsþjónusta verður í
dag, fimmtudag kl. 17.15.
Allir velkomnir.
Sóknarprestarnir.
□ St.íSt.: 59909277 VIII GÞ.
Kristniboðsfélag kvenna, hefur fund
laugard. 29.'sept. kl. 15.00 að Víði-
lundi 20 hjá Ingileif.
Skúli Svavarsson kristniboði, segir
okkur frá starfinu hér heima og úti á
heiðingjaakrinum.
Samtök um sorg og sorgarviðbrögð
á Norðurlandi eystra verður með
fyrirlestur í Safnaðarheimili Akur-
eyrarkirkju, fimmtudaginn 27. sept-
ember kl. 20.30.
Krabbameinssjúklingur segir sögu
sína.
Allir velkomnir.
Stjórnin.
best á harmoniku eins og þær
gerðust á nítjándu öldinni, og var
alltaf tilbúinn að taka þátt í
hverju því er til skemmtunar
mátti verða.
Árið 1926 giftist Árni Frið-
nýju, sem var dóttir öndvegis-
hjónanna, Þórarins Guðnasonar
og Kristlaugar Guðjónsdóttur í
Kollavík í Þistilfirði.
Þetta var mikið gæfuspor, því
að Friðný var falleg og greind
stúlka og auðug af mannkostum
og r'eyndist Árna ómetanlegur og
traustur lífsförunautur.
Börn þeirra eru, Páll, búsettur
á Raufarhöfn. Einar, búsettur á
Akureyri, Ingveldur, búsett á
Húsavík og Ragna búsett á
Akureyri. Eina dóttur, Þórlaugu
misstu þau á æskualdri.
Árni og Friðný byrjuðu búskap
á Hóli á Melrakkasléttu árið 1927
og bjuggu þar þangað til börn
þeirra voru komin til fullorðins-
ára.
Árni lagði mikla alúð við
búskap sinn og rak hann af nær-
færni við búpening, og snyrti-
mennsku í allri umgengni.
Hann gerði mikið af því að
auka túnræktina og byggði að
nýju íbúðarhús og útihús að
miklu leyti. Hér var eiginlega um
nýbýli að ræða, enda byggt í
nokkurri fjarlægð frá gamla bú-
staðnum. Það nefndist Höfði.
Árni var farinn að eldast og
heilsu hans að hnigna er þau
hjónin fluttu hingað til Akureyr-
ar og eignuðust þar íbúð að
Klapparstíg 3.
Þar bjuggu þau þar til Friðný
féll frá, og hann einn nokkur ár
eftir það. Síðan fluttist hann til
Húsavíkur og eignaðist þar gott
athvarf hjá dóttur sinni, Ingveldi
og tengdasyni, Pálma Héðins-
syni.
Þarna hafði hann rúmt um sig,
undi sér vel og var góður heim að
sækja.
Hann var viðræðugóður, stál-
minnugur og skýr í hugsun. Hann
naut þess vel að ræða um liðna
tímann, bernsku og æskuárin
heima á Svalbarði, og um búskap
sinn á manndómsárunum á Hóli.
Hann var mikill dýravinur og
kunni frá ntörgu að segja í sam-
búðinni við sauðfé. og gripi, ekki
síst hesíana.
Frásögn hans var lifandi og
nákvæm og einstaklingarnir, sem
komu við sögu öðluðust sterkan
og mikilvægan persónuleika svo
það var ekki um að villast að þeir
höfðu skipt máli á sinni tíð.
En þægilegast og hugljúfast
fannst mér þegar við ræddum um
það fólk sem við þekktum báðir á
sama árabili, og var nú horfið af
sjónarsviðinu, hvað hann bar til
þess hlýjan hug, rótgróna tryggð
og vináttu sem var ævarandi til
hinstu stundar. Árni var mikill
gæfumaður. Þegar hann nú hefur
lokið löngum lífsferli eru þeir
vissulega margir, sem eiga hon-
um þakkarskuld að gjalda. Ég er
einn af þeim.
Einar Kristjánsson.
Safnahúsið Hvoll Dalvík opið á
sunnudögum frá kl. 13-17.
Náttúrugripasafnið á Akureyri, sími
22983.
Opið sunnudaga frá kl. 13.00-16.00.
Minningarkort Glerárkirkju fást á
eftirtöldum stöðum: Hjá Ásrúnu
Skarðshlíð 16a, Rammagerðinni
Langholti 13, Judith Langholti 14,
í Skóbúð M.H. Lyngdal Sunnuhlíð,
versluninni Bókval, Bókabúð
Jónasar, Akri Kaupangi, Blóma-
húsinu Glerárgötu og hjá kirkju-
verði Glerárkirkju.
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og vin-
arþel við fráfall og jarðarför
ÁRNA PÁLSSONAR
frá Höfða við Raufarhöfn.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Sjúkrahúss Húsavíkur.
Börn og tengdabörn.
Pústþjónusta
Pústkerfi undir flestar tegundir bifreiða.
Pakkningar, klemmur, upphengjur.
Fast verð fyrir pústkerfaskipti.
Höfum fullkomna beygjuvél.
Ryðvarnarstöðin sf.
Fjölnisgötu 6e • Sími: 96-26339 • 603 Akureyri.
Afmælisfagnaður
íþróttafélagsins Þórs
I tilefni 75 ára afmælis íþróttafélagsins Þórs þann 6.
júní sl., veröur haldinn afmælisfagnaöur í Sjallanum
laugardaginn 29. sept. nk.
Húsiö opnað kl. 19.00 og borðhald hefst stundvís-
lega kl. 20.00.
Húsiö opnaö fyrir aöra en matargesti kl. 23.30.
Hljómsveit Ingimars Eydal leikur fyrir dansi til kl.
03.00.
Forsala aðgöngumiöa og borðapantanir fer fram
í Hamri í dag fimmtudag, frá kl. 18-20.
Stjórnin.
------------------------------------------------------------------N
AKUREYRARB/ÍR
Leikfimi
fyrir aldraða
Leikfimi fyrir aldraða verður á þriðjudags-
og fimmtudagsmorgna í vetur.
í Húsi aldraðra kl. 09.00 f.h. og í nýja leikfimi-
salnum í Þjónustumiðstöðinni Hlíð kl. 10.15.
Fyrsti tíminn er þriðjudaginn 2. október.
Öldrunarþjónustan.
Utkeyrsla - Lager
Óskum eftir að ráða ungan, hressan mann til
útkeyrslustarfa hjá heildverslun.
Þarf aö geta hafið störf sem fyrst.
Umsóknareyðublöð og upplýsingar aðeins á
skrifstofunni.
RÁÐNINGAR
Endurskoðun Akureyri hf., Glerárgötu 24, sími 26600
Starfskraftur óskast strax
til þjónustustarfa.
Vinnutími kl. 11-18 virka daga.
Uppl. veittar aðeins á staðnum eftir kl. 18 virka daga.
v/Ráöhústorg