Dagur - 27.09.1990, Page 10
10 - DAGUR - Fimmtudagur 27. september 1990
íþróttir
íslendingar náðu sér
aldrei á strik í Kosice
töpuðu 0:1 fyrir Tékkum
íslendingar biðu ósigur í sínum
þriðja leik í undankeppni
Evrópukeppninnar í knatt-
spyrnu í gær. Að þessu sinni
var leikið gegn Tékkum í Kos-
ice í Tékkósióvakíu og lauk
viðureigninni með 1:0 sigri
heimamanna. Það var Danek,
sóknarmaðurinn hættulegi,
sem skoraði eina mark leiksins
Handknattleikur:
Alfreð í
heimsliðið
Alfreð Gíslason hefur verið
valinn í heimsliðið í handknatt-
leik. Hann mun leika með lið-
inu gegn úrvalsliðið Norður-
landa í Gautaborg 8. janúar
nk. en leikurinn verður háður í
tilefni 60 ára afmælis sænska
handknattleikssambandsins.
DV greindi frá þessu í gær.
Þetta er mikill heiður fyrir Alfreð
en hann er fjórði íslendingurinn
sem er valinn í heimslið í hand-
knattleik. Alfreð hefur um árabil
verið einn sterkasti handknatt-
leiksmaður íslands, lék lengi með
þýska liðinu Essen en leikur nú
með spænska liðinu Bidasoa.
Alfreð Gíslpson.
Mannabreyt-
ingar hjá IF
Markús Einarsson, útbreiðslu- og
fræðslufulltrúi hjá íþróttasam-
bandi fatlaðra, hefur sagt upp
störfum hjá sambandinu eftir 10
ára farsælt starf og hafið nám við
íþróttaháskólann í Ósló. Fram-|
kvæmdastjóri íþróttasambands
fatlaðra í hálfu starfi, Ólafur
Magnússon, hefur fengið árs
orlof frá störfum og stundar nú
nám við íþróttaháskólann í
Kaupmannahöfn. Stjórn ÍF hefur
ráðið Önnu Karólínu Vilhjálms-
dóttur til starfa i stað Markúsar
en hún mun einnig gegna starfi
framkvæmdastjóra í fjarveru
Ólafs.
Leiðrétting
í síðasta föstudagsblaði var frétt
um blakmenn og þar var Stefán
Jóhannesson sagður Jóha-nsson.
Er beðist velvirðingar á því.
í lok fyrri hálfleiks en Tékkar
höfðu þá sótt nánast án afláts
frá því flautað var til leiks.
íslendingar áttu reyndar tvær
fyrstu sóknir leiksins en þær voru
hættulitlar og innan skamms
höfðu Tékkar náð úndirtökun-
um. Hver stórsóknin rak aðra og
það var sterkri íslenskri vörn og
Bjarna Sigurðssyni, markverði,
að pdkka að þeir náðu ekki for-
ystunni fyrr. Reyndar fengu
Tékkar ekki nema eitt verulega
hættulegt færi, þegar Skurhavy
slapp úr annars ágætri gæslu Atla
Eðvaldssonar, fyrirliða íslenska
liðsins, en Bjarni varði vel skalla
hans úr góðu færi. Tékkar beittu
langskotum óspart og voru ná-
lægt því að skora um miðjan fyrri
hálfleik þegar þeir áttu eitt slíkt
beint úr aukaspyrnu en Bjarni
náði að slá boltann í þverslána og
yfir.
Undir lok hálfleiksins virtust
íslendingar vera að rétta aðeins
úr kútnum en Tékkar skoruðu
samt sem áður á 43. mínútu.
Bilek sendi þá fallega sendingu af
vinstri vængnum inn í vítateig
íslendinga og þar stakk Danek
sér inn á milli varnarmannanna
og skoraði með laglegum skalla.
í seinni hálfleik komust íslend-
ingar meira inn í leikinn en sókn-
arlotur þeirra voru heldur hættu-
litlar og a.m.k. tvívegis voru
Tékkar nálægt því að bæta við
mörkum. Þau urðu þó ekki fleiri
og ættu íslendingar að geta unað
vel við þessi úrslit, a.rn.k. miðað
við gang leiksins.
íslenska liðið náði sér aldrei á
strik í þessum leik. Fyrri hálf-
leikurinn minnti um margt á fyrri
hálfleikinn gegn Frökkum á
dögunum. í stað þess að reyna að
halda boltanum og spila honum
var spilaður stórkarlalegur varn-
arleikur þar sem boltanum var
þrumað fram ef hann nálgaðist
íslenska fæiur. í seinni hálfleik
var meira gert til að halda boltan-
um og það gekk strax betur. Þó
komst íslenska liðið lítið áleiðis
enda virtist oft meira hugsað um
menn en boltann.
Tékkar eru með léttleikandi og
skemmtilegt lið og styrkleiki
þeirra þarf ekki að koma á óvart
eftir Heimsmeistarakeppnina.
Verða þeir án efa í baráttunni um
efsta sætið í riðlinum.
Hans Guðmundsson átti stórleik gegn Fram og skoraði 11 mörk. Mynd: kl
Handknattleikur, 1. deild:
KA hafði Fram á lokasprettinum
KA vann sinn annan sigur í röö
á íslandsmótinu í handknatt-
leik þegar liðið lagði Fram í
íþróttahöllinni á Akureyri í
gærkvöld. Lokatölur leiksins
urðu 24:17 eftir að staðan í
leikhléi hafði verið 11:10, KA í
vil.
Framarar byrjuðu vel og
skoruðu 4 fyrstu mörk leiksins.
KA-menn vöknuðu þá til lífsins,
jöfnuðu og komust yfir, 6:4. Eftir
það var jafnt á flestum tölum en
KA-menn þó oftast með frum-
kvæðið. Þegar seinni hálfleikur
var hálfnaður sigu KA-menn
framúr, juku forskot sitt jafnt og
þétt og höfðu tryggt sér 7 marka
sigur þegar flautað var til leiks-
loka.
„Ég er ánægður með að hafa
unnið leikinn. Við voru slappir
framan af en náðum okkur upp í
restina.. Mótið er rétt að byrja og
það á ýmislegt eftir að laga í leik
liðsins," sagði Erlingur Kristjáns-
son, þjálfari KA.
Evrópumeistaramót öldunga íj*olfi:
Bæði a- og b- lið Islands
höfimðu í 8. sæti
Evrópumeistaramót öldunga í
golfi fór fram í Austurríki
18.-20. september. Þátttöku-
þjóðir voru 16 talsins og sendu
allar tvö lið, a-lið sem keppti
án forgjafar ojg b-lið í keppni
með forgjöf. Islendingar voru
meðal þátttakenda og var einn
Guðjón E. Jónsson, GA, var meðal þátttakenda á Evrópumeistaramótinu.
Akureyringur í hópnum,
Guðjón E. Jónsson sem tók
þátt í keppni með forgjöf.
Islensku liðin höfnuðu bæði í
8. sæti.
A-liðin kepptu í Zell am See á
erfiðum og refsigjörnum velli.
Sigurvegarar í þeirri keppni urðu
ítalir og máttu þakka það fyrst og
fremst kylfingi að nafni Tadini
sem var reyndar talinn besti
leikmaður mótsins. Hann sló
hægt og mjúkt, ekki ósvipað
Árna Katli Friðrikssyni að sögn
Guðjóns, en fór þó létt með að
„dræva“ 250 metra ef hann taldi
þörf á. íslendingar léku vel fyrsta
og annan daginn og voru um tíma
í 4. sæti. Þeir áttu hins vegar erf-
iðan dag í lokin og höfnuðu í 8.
sæti sem verður að teljast vel við-
unandi.
B-liðin kepptu í Brandl Hof,
stutt frá Zell. Völlurinn var sér-
kennilegur þar sem m.a. var þar
að finna stóra á og skóg sem
gerðu mönnum erfitt fyrir. Aust-
urríkismenn sigruðu og máttu
þakka það jöfnu og vel spilandi
liði, auk kunnugleika sínum á
vellinunt. íslendingar léku vel
fyrsta og þriðja dag en annar dag-
urinn fór illa með þá og niður-
staðan varð 8. sæti.
í lokin var drifin upp keppni
milli liðanna í Brandl Hof og
leikinn höggleikur með forgjöf
og marði b-liðið sigur.
KA-menn léku ekki vel í þess-
um leik. í fyrri hálfleik var eins
og einhvern neista vantaði í leik
liðsins. Þrátt fyrir að það hafi
batnað töluvert í seinni hálfleik
var liðið ekki sannfærandi, vörn-
in opnaðist oft illa og sóknar-
leikurinn var einhæfur og vand-
ræðalegur. Það var fyrst og
fremst stórleikur Hans Guð-
mundssonar sem færði KA-
mönnum stigin tvö en hann skor-
aði 8 af 13 mörkum liðsins í
seinni hálfleik.
Framarar eru með ungt en
efnilegt lið sem vantar greinilega
reynslu.
Dómarar voru Jón Hermanns-
son og Guðmundur Sigurbjörns-
son og voru þeir slakir.
Mörk KA: Hans Guðmunds-
son 11/1, Sigurpáll Á. Aðal-
steinsson 5/2, Erlingur Kristjáns-
son 4, Pétur Bjarnason 2, Andrés
Magnússon 1, Guðmundur
Guðmundsson 1.
Mörk Fram: Jason Ólafsson 6/
2, Páll Þórólfsson 5, Jón Geir
Sævarsson 2, Gunnar Andrésson
2, Karl Karlsson 2.
Handbolti
1. deild
Víkingur 3 3-0-0 82:63 6
Valur 3 3-0-0 75:62 6
Stjarnan 3 3-0-0 71:58 6
KA 2 2-0-0 51:29 4
KR 2 2-0-0 53:46 4
ÍBV 2 1-0-1 46:45 2
Fram 3 0-1-2 58:67 1
Selfoss 3 0-1-2 53:75 1
FH 2 0-0-2 40:46 0
ÍR 3 0-0-3 67:77 0
Haukar 1 0-0-116:26 0
Grótta 3 0-0-3 62:80 0
Guðmundur
með tvö
Landslið íslands, skipað 18 ára
leikmönnum og yngri, sigraði
Austurríkismenn 3:0 í vináttu-
landsleik á Hvolsvelli í
gærdag.
Guðmundur Benediktsson úr
Þór var að venju áberandi og
skoraði tvö af mörkum íslands en
Kristinn Lárusson úr Stjörnunni
það þriðja.