Dagur - 28.09.1990, Side 3
Föstudagur 28. september 1990 - DAGUR - 3
fréttir
Umsókn Svæðisstjórnar um málefni fatlaðra á Norðurlandi
eystra til Framkvæmdasjóðs fatlaðra:
Sambýli á Akureyri fyrir Qöl-
fatlaða efst á óskalistanum
- horft til breytinga á starfsemi Sólborgar á Akureyri
Skaðscmi reykinga kynnt fyrir nemendum og kennurum.
Hættu að reykja - til vinnings:
Nemendum FÁS kynnt keppnin
Halldóra Bjarnadóttir frá
Krabbameinsfélagi íslands hélt
stuttan fyrirlestur fyrir
nemendur Fjölbrautaskólans á
Sauðárkróki í fyrradag um skað-
semi reykinga og hina norrænu
keppni í reykbindindi sem fer
senn af stað.
Halldóra sagðist vera að kynna
keppnina fyrir nemendum vegna
þess að þeir hefðu ítök bæði hjá
vinum og vandamönnum til að
ýta sér og öðrum út í bindindið.
Hún sýndi einnig skjal þess efnis
að Sauðárkróksbær myndi veita
einum þátttakanda í keppninni
frá Sauðárkróki 60.000 króna
verðlaun, en auk þess eru fleiri
verðlaun í boði fyrir þá sem
standast bindindið frá 15. okt. til
12. nóv.
Sauðárkrókur varð fyrir valinu
vegna þess að vinabæir hans á
Norðurlöndum samþykktu að
vera með, en auk Sauðárkróks
eru Selfoss og Kópavogur með
hér á landi í bæjakeppninni. Sá af
vinabæjunum sem nær bestum
árangri fær síðan sérstaka viður-
kenningu frá krabbameinsfé-
lögunum á Norðurlöndum sem
standa fyrir þessu átaki í reyk-
ingavörnum. SBG
Þessa dagana er verið að ganga
frá umsókn Svæðisstjórnar um
málefni fatlaðra á Norðurlandi
eystra til Framkvæmdasjóðs
fatlaðra vegna úthlutunar
sjóðsins árið 1991. Bjarni
Kristjánsson, framkvæmda-
stjóri Svæðisstjórnar, segist
vonast til að fjármagn fáist úr
sjóðnum til byggingar sambýlis
fyrir fjölfatlaða á Akureyri, en
þetta verkefni hefur verið ofar-
lega á óskalista Svæðisstjórnar
undanfarin misseri.
Bjarni segir að bygging sam-
býlis á Akureyri fyrir fjölfatlaða
sé mjög brýn framkvæmd, en til
hennar hafi ekki fengist fjármagn
á undanförnum árum. Þá segir
Bjarni að ef til þess fæst fjármagn
úr Framkvæmdasjóði fatlaðra sé
hugmyndin að breyta starfsemi
Sólborgar í þá veru að hluti
vistmanna flytji þaðan burtu, en
önnur þjónusta, t.d. dagþjónusta
og ýmiss konar stuðnings- og ráð-
gjafarþjónusta komi í það hús-
næði sem við það myndi losna.
„Ástæðan fyrir þessu er að við
teljum alveg skilyrðislaust að
stefna beri að því að þetta fólk
Norðlendingar panta vélsleða grimmt fyrir veturinn:
,Entm alsælir með söluna
og bjartsýnir á veturinn“
- segir Haukur Sveinsson hjá Bílavali
„Já, við höfum þegar selt fremst gengi dollars og verði um
nokkuð af nýjum sleðum fyrir talsverða lækkun að ræða milli
ára. Fyrstu sleðarnir verði til
afgreiðslu innan tíðar þannig að
sleðaáhugamenn ættu að geta
tryggt sér nýjan sleða fyrir snjóa.
veturinn og búið að staðfesta
mikið af pöntunum. Við erum
því alsælir með söluna og
biartsýnir á veturinn,“ sagði
Haukur Sveinsson hjá Bílavali
á Akureyri, umboðsaðila á
Akureyri fyrir Ski doo vél-
sleða. Umboðsmönnum ber
saman um að eftirspurnin eftir
sleðum sé með meira móti
þetta haustið og mun skýringin
fyrst og fremst vera sú að verð
hefur ekki hækkað síðan í
fyrra heldur þvert á móti lækk-
að í flestum tilvikum.
Einar Gylfason hjá Hjólbarða-
þjónustunni, umboðsaðila Polar-
is, sagði verð á sleðum gott um
þessar mundir. Því ráði fyrst og
Haustmót SA:
Arnar og Þór
með
forystu
Eftir fimm umferðir á Haust-
móti Skákfélags Akureyrar eru
Arnar Þorsteinsson og Þór
Valtýsson efstir og jafnir með
4 vinninga hvor. Tvær umferð-
ir eru eftir og verða þær tefldar
í næstu viku.
í 3.-5. sæti eru þeir Smári
Ólafsson, Rúnar Sigurpálsson og
Gylfi Pórhallsson með 3 vinninga
og í 6.-7. sæti eru Þórleifur Karls-
son og Magnús Teitsson með 2xh
vinning.
Næstu menn eru Torfi Stefáns-
son, Friðgeir Kristjánsson og
Stefán Andrésson með 2 vinn-
inga, en þeir Torfi og Friðgeir
eiga frestaða skák til góða. SS
Oddur Óskarsson hjá Höldi,
umboðsaðila Arctic Cat, sagðist
reikna með verðlækkun frá því
sem var í fyrra. „Jú, það er geysi-
lega mikið spurt eftir sleðum.
Reynslan er sú að alltaf hefur
verið mikil hreyfing á þessum
markaði á haustin en mér finnst
hún í fyrra lagi núna,“ sagði
Oddur.
Gunnar Gíslason hjá Þórs-
hamri, umboðsaðila Yamaha,
sagði að þegar hafi nokkrir sleðar
verið seldir. Verð þessara sleða
standi nánast í stað en þeir eru
fluttir hingað til lands frá Dan-
mörku. „Fyrstu sleðarnir eru að
koma um mánaðamótin þannig
að þeir verða tilbúnir til af-
greiðslu tímanlega fyrir vetur-
inn,“ sagði Gunnar. JÓH
búi í almennu íbúðarhúsnæði í
almennum íbúðahverfum og
skynsamlegast sé að húsnæði Sól-
borgar verði nýtt til annarra
hluta,“ segir Bjarni.
Lögum samkvæmt á Fram-
kvæmdasjóður fatlaðra að standa
undir byggingu sambýla fyrir fatl-
aða og einnig er honum ætlað að
fjármagna ýmis önnur verkefni.
Umsóknir um fjárframlög úr
sjóðnum hafa verið langt umfram
það sem hann getur annað og
hefur í auknum mæli verið litið til
þess að færa húsnæðismál fatl-
aðra einstaklinga yfir í almenna
húsnæðiskerfið. Bjarni Kristjáns-
son segir að hugmyndir hafi kom-
ið upp um það hjá Svæðisstjórn á
Norðurlandi eystra að fötluðum
einstaklingum, sem vildu deila
húsnæði, yrði gert kleift að sam-
einast um kaup á húsnæði og
fengju til þess lánafyrirgreiðslu
úr félagslega kerfinu. Til þess
þurfi hins vegar að breyta núgild-
andi löggjöf. óþh
Hlutabréfasalan í Sæplasti:
Röskur helmingur
bréfaima seldur
- reiknað með að selja öll bréfin
á einum og hálfum mánuði -
Sala á hlutabréfum í Sæplasti á
almennum markaði er nú ríf-
lcga hálfnuð cn eins og fram
hefur komið seldist tæpur
helmingur bréfanna strax á
fyrsta degi útboðsins. Nafn-
verð þeirra bréfa sem nú eru í
sölu er 6 milljónir króna en
gengi bréfanna er 6,8.
Jón Hallur Pétursson hjá Kaup-
þingi Norðurlands hf. segir að
salan hafi verið nokkuð jöfn ef
fyrsti dagurinn er undanskilinn en
heldur hefur verið líflegra yfir
sölunni í Reykjavík. „Samt býst
ég við að fjöldi kaupenda sé
meiri hér fyrir norðan sem þýðir
að hver einstaklingur í Reykjavík
kaupir fyrir hærri upphæð,“ segir
Jón Hallur.
Jón Hallur segir að reiknað
hafi verið með að selja hlutabréf-
in í Sæplasti á einum og hálfum
mánuði og ekkert bendi til ann-
ars en það takist. Þrátt fyrir að
hér sé um sterkt fyrirtæki að ræða
þá sé það óþekkt á hlutabréfa-
markaði og því hafi ekki verið
reiknað með jafn sterkum við-
brögðum a markaðinum eins og
-J
bridds
i
Bautamót Bridgefélags Akureyrar:
Hörður og Om efstir
því lýkur þriðjudaginn 9. okt.
Allir áhugasamir eru velkomnir í
að loknu fyrsta spilakvöldi af þremur
Keppni í Bautamóti Bridgefé-
lags Akureyrar hófst sl. þriðju-
dagskvöld í Hamri, félags-
heimili Þórs. Spilaður er
þriggja kvölda tvímenningur
með Mitchell fyrirkomulagi og
taka 26 pör þátt í mótinu.
Eftir fyrsta spilakvöldið eru
þeir Hörður Steinbergsson og
Örn Einarsson efstir með 290
stig. Meðalárangur er 216 stig en
staða efstu para er annars þessi:
st'g
1. Hörður Steinbergsson/Örn Einarsson 290
2. Páll Pálsson/Þórarinn B. Jónsson 272
3. Ásgeir Stefánss./Hermann Tómass. 271
4. Magnús Aðalbjörnsson/
Gunnlaugur Guðmundsson 261
5. Hörður Blöndal/Ólafur Ágústsson 258
6. Ormarr Snæbjörnsson/
Sturla Snæbjörnsson 250
Mótinu verður fram haldið í
Hamri n.k. þriðjudagskvöld og
Hamar til að fylgjast
skemmtilegri keppni.
með
-KK
Norðurlandsmótið í bridds framundan:
Tekst Antoni og Pétri
að verja titilnm?
Norðurlandsmótið í tvímenn-
ingi í bridds verður haldið á
Akureyri laugardaginn 6. októ-
ber. Mótið fer fram í Hamri,
félagsheimili Þórs við Skarðs-
hlíð og hefst kl. 10.00.
Allir briddsarar á Norðurlandi
vestra og eystra hafa rétt til þátt-
töku. Núverandi Norðurlands-
meistarar í bridds eru þeir Anton
Haraldsson og Pétur Guðjónsson
en þeir hafa reyndar sigrað tvö
síðustu ár. Það má því búast við
að þeir muni berjast af hörku til
þess að halda titlinum eitt árið
enn.
Þátttökugjald er 3000 kr. fyrir
parið og í Hamri verður hægt að
kaupa léttar veitingar. Skráning
fer fram í símum 24624 (Ormarr)
og 25788 (Reynir) eða á keppnis-
stað. -KK
þegar hlutabréfin í ÚA komu á
markað á dögunum. JÓH
DAGIJR
Sauðárkróki
S 95-35960
Norðlenskt dagblað
GRAM frystikistnr
Fyrstd flokks
kr. 43.990 (kr. 41.790 stgr.)
kr. 51.990 (kr. 49.390 stgr.)
kr. 59.890 (kr. 56.890 stgr.)
kr. 82.980 (kr. 78.830 stgr.)
Góðir skilmálar
Traust þjónusta
3ja ára ábyrgð
f/j Rafland hf.
raftækjaverlsun
Sunnuhlíð 12, sími 25010