Dagur - 28.09.1990, Qupperneq 6
6 - DAGUR - Föstudagur 28. september 1990
nl
spurning vikunnar
t
R
Húsvíkingar spurðir:
Hvernig líst þér á
hraðahindranirnar á
Garðarsbrautinni?
Kristinn V. Magnússon:
Þær eru alveg gjörsamlega
ómögulegar og stöðva alla
umferð. Maður verður að
stoppa við hraðahindranirnar til
að stórskaða ekki bifreiðina, og
svo er ég alltaf hræddur um að
fá næsta bíl aftan á mig þegar
ég stoppa við þær.
Jósteinn Finnbogason:
Ég hef ekkert vit á því, heillin.
Ég keyri ekkert nema hjólbörur
og mundi ekki finna þær. Þetta
eru engar mishæðir á við marg-
ar sem ég hef farið yfir.
Brynhildur Bjarnadóttir:
Alveg sérlega vel og fagna
þeim mikið. Ég á heima þarna
við Garðarsbrautina og finnst
þær draga mjög mikið úr
umferðarhraðanum. Mér finnst
að þær hefðu þurft að vera
komnar fyrir löngu.
Jóhannes Sigurjónsson:
Þetta eru smekklegar hæðir á
götunni og ég held að þær dragi
úr hraðanum en þó held ég að
þær hafi að einhverju leyti fært
hraðakstur niður á Mararbraut-
ina. Það þyrfti hraðahindranir
þar líka en mér skilst að það
megi ekki af því að þetta er
þjóðvegur sem liggur í gegnum
bæinn.
Rósa Þórðardóttir:
Mjög vel. Þær draga úr umferð-
arhraða og ég tek eftir hvað ég
keyri mikið hægar eftir að þær
voru settar upp. Það er ekki
vanþörf á að gera eitthvað til að
draga úr hraðanum. Það er best
að sjá fyrst hvernig þessar
hindranir virka og setja svo upp
fleiri ef þær reynast vel.
Bjarni Kr. Grímsson, bæjarstjóri í Ólafsfirði:
Hvaða áhrif hafa flsk-
veiðar á byggðaþróun?
- erindi flutt á Fjórðungsþingi Norðlendinga
Bjarni Kr. Grímsson, bæjarstjóri í Ólafsfirði flutti erindi um
sjávarútveg og byggðaþróun á fjórðungsþingi Norðlendinga í
lok síðasta mánaðar. Erindið nefndi hann: „Hvert stefna
fiskveiðar og framleiðsla sjávarafurða með tilliti til
byggðar?“ Hugleiðingar Bjarna eiga erindi til fleiri en full-
trúa á fjórðungsþingi. Þær snerta í raun alla sem byggja lífs-
afkomu sína á sjávarútvegi á norðanverðu landinu. Erindið
birtist hér lítið eitt stytt og fyrirsögn og millifyrirsagnir eru
blaðsins. ÞI
Fátt er íslendingum hugstæöara
en fiskveiðar og fiskverkun hvers
konar, nema ef vera skyldi
veðrið. Ástæða þess er að veðrið
hamlar sjósókn eða atvinnu-
rekstri á einhvern hátt. Þessar
fullyrðingar voru hárréttar og eru
það vonandi enn. Hins vegar líð-
ur óðum að því að þær fái ekki
staðist, því allt of stór hluti þjóð-
arinnar veit ekki hver undirstaða
okkar er. Áður fyrr fæddi landið
ekki nema 50 til 70 þúsund
manns í gamla bændasamfélag-
inu. Síðan hófu menn fiskveiðar
og fiskverkun. Eftir það hefur
okkur fjölgað og grundvöllur
myndaðist fyrir þéttbýlisstöðum.
Þéttbýlisstaðirnir mynda síðan
grunninn að þjónustu og verslun.
Allt þetta styður hvað annað. Ef
þetta er ekki til, er landið ekki
eins áhugavert í augum útlend-
inga og ferðaiðnaður ekki hálf-
drættingur á við það sem hann er
í dag.
Þá má nefna stóriðju. Stóriðja
er ekki háð undirstöðunni. Eða
hvað? í dag er rætt um staðsetn-
ingu álvers. Álver verður ekki
staðsett nema þar sem nægjan-
legur mannafli er fyrir þótt í hæfi-
legri fjarlægð verði að vera. Eins
og fram hefur komið hafa forsend-
ur þéttbýlis fyrst fremst verið
fiskveiðar og fiskvinnsla. Þetta er
rifjað upp til þess að ekki fari fyr-
ir mönnum eins og kóngulónni
sem einu sinni kom á þræði sín-
um ofan úr tré niður á milli
tveggja runna. Þar bjó hún til vef
og veiddi vel. Dag nokkurn var
hún að snyrta vefinn og rak sig þá
á streng sem hún kannaðist ekki
við. Hún klippti þá á strenginn og
allur vefurinn hrundi. Ég tel að
smám saman fari eins fyrir
íslendingum ef þeir hafa ekki á
sér andvara og mun ég þá snúa
mér að aðalmálinu sem ég er að
tengja saman. Fiskveiðum, fisk-
vinnslu, samgöngum, byggða-
málum og byggðaröskun.
Frystingin hefur dregist
saman um 17,6%
Ef skoðaðar eru tölur um inn-
lagðan heildarafla á íslandi, má
sjá glögg merki um þá þróun sem
á sér stað. Á töflum sem ég hef
látið útbúa, kemur fram að á
fimm árum, frá 1979 til 1983, var
frystingin með 32,9% hlutdeild af
heildarfiskverkunaraðferðum.
Saltið var með 15,5%, herslan
með 5,7%, bræðsla með 41,4%
og er það að mestu leyti sem í
dag er talað um að sé útflutning-
ur ísfisks, þar er að segja það sem
landað er erlendis, flutt út í gám-
um eða með skipum, eða ráðstaf-
að á annan hátt, til dæmis til inn-
lendrar neyslu.
Á tímabilinu 1984 til 1989, hef-
ur frystingin hins vegar misst
verulega hlutdeild og hefur dreg-
ist saman um 17,6%, farið úr
32,9% af heildarráðstöfun niður í
27,1. Söltunin hefur dregist sam-
an um 25,8% og er nú komin í
11,5% úr 15,5%. Herslan hefur
dregist verulega saman eða um
87,7%, úr 5,7% í 0,7%. Bræðsi-
an hefur hins vegar aukist veru-
lega enda hefur afli að meðaltali
á ári aukist, þannig að hún er
komin upp í 50,3% og hefur auk-
ist um 21,5%.
Síðan er útfluttur ferskur
fiskur. Þar hefur aukningin orðið
gífurleg eða um 133% og af
heildinni erum við farin að ráð-
stafa í þennan lið um 10,5% af
öllum okkar afla á móti 4,5 á
árunum 1983 og fyrr. Þetta sýnir
að átt hefur sér stað þróun í sjáv-
arútvegi. Þróun sem bendir til
þess að hefðbundnar verkunar-
greinar, söltun og hersla séu á
verulegu undanhaldi. Frystingin
er einnig á undanhaldi en vax-
andi atvinnugrein er að flytja
fiskinn út ferskan. Þetta gerir það
að verkum að þeir aðilar sem
standa hvað best að samgöngum,
hafa líka aðgang að fiskmörkuð-
um. Þeir eru hvað atkvæðamestir
í þessu og má sjá að mesta magn-
ið kentur frá Reykjanesi, Suður-
landi og Vesturlandi. Þeir eru
atkvæðamestir en fast á hæla
þeirra þeirra koma Vestfirðir,
Austfirðir og Norðurland eystra.
Norðurland vestra virðist hreint
ekki vera með í kapphlaupinu,
Aukning í ársverkum
á Norðurlandi 12,3%
1981 til 1987
Þetta sýnir að vinnslan hér heima
hefir minnkað. Ísfiskútflutningur
er að vísu ákveðin verðmæta-
sköpun en deila má um það út af
fyrir sig. Verðmæti pr. kíló til
útgerðar verður mun meira í
ísfiskinum heldur en í frysting-
unni eða verkun hérlendis og um
það er hægt að finna mjög mis-
ntunandi tölur en að meðaltali
eru þær talsvert hærri.
Breytingar sjást einnig ef
skoðaðar eru tölur um störf í
atvinnugreinum. Förum yfir
þróun starfa í atvinnugreinum á
nokkrum stöðum hér á Norður-
landi og Norðurlandi í heild og
miöum við ársverk í atvinnu-
greinum. Þá er það alveg ljóst að
á tímabilinu frá 1981 til 1987 hef-
ur störfum í landbúnaði fækkað
um 18,6%, en þeim hefur fjölgað
verulega í fiskiðnaði eða um
20%. Fiskvinnslan er með 3%
aukningu, iðnaður hefur aukn-
ingu um 13,6%. Byggingar hafa
hins vegar dregist saman um
4,3%. Verslunin hefur aukist gíf-
urlega eða um 27,4% en sam-
göngur hafa hins vegar dregist
saman, sem er forvitnilegt en
bendir þó til þess að þær hafi
færst á færri hendur og afkasta-
meiri tæki séu notuð í samgöng-
um. Starfsemi banka hefur aukist
um 36% þannig að meðaltals-
íslendingar í Svíþjóð:
F.fnisinikill íslandspóstur
með bókmenntalegu ívafi
Islandspóstur er kominn út,
tímarit íslendinga í Svíþjóð.
Ritið er að þessu sinni meira
um sig og veglegra en áður og
er það meðal annars í tilefni af
tíu ára afmæli Islenska lands-
sambandsins í Svíþjóð. Upplag
ritsins er 3000 eintök.
Samkvæmt síðustu tölum eru
yfir 5000 íslendingar búsettir í
Svíþjóð og hafa þeir aldrei verið
fleiri. Á íslandi teldist fimm þús-
und manna byggð til stærri
kaupstaða. íslandspóstur vill eins
og landsmálablöðin íslensku,
hvort sem er í Keflavík eða á
Neskaupstað, minna á tilveru og
hagsmunamál sinna heima-
manna.
í nýjasta tölublaði íslands-
póstsins eru kallaðir til fjölmargir
höfundar sem eiga það sameigin-
legt að hafa dvaiist í Svíþjóð um
lengri eða skemmri tíma.
Meðal höfunda eru: Haukur
Þorsteinsson, forseti Landssam-
bandsins, Þórður Einarsson,
sendiherra, rithöfundarnir Einar
Bragi, Steinunn Jóhannesdóttir
og Hrafn Gunnlaugsson, auk
fsienskra skálda sem búsett eru í
Svíþjóð. Þá eru í ritinu fréttir af
féiagsstarfsemi íslendinga og við-
töl við Georg Franklínsson,
starfsmann Landssambandsins,
og Brittu Gíslason, einn af stofn-
endum sambandsins.
Ritstjórar íslandspóstsins eru
að þessu sinni þeir Jóhann árelíus
og Anton Helgi Jónsson, en þeir
eru báðir kunnir hér á landi fyrir
skáldskap.
Jóhann árelíus, Já, er nú
staddur á heimaslóðum á Akur-
eyri og notar tækifærið til að
kynna íslandspóstinn. Hann
sagði í spjalli við Dag að ritinu
hefði vaxið fiskur um hrygg á síð-
ustu árum og væri nú orðið öflugt
bókmenntarit sem ætti erindi við
fleiri íslendinga en bara þá sem
búa í Svíþjóð. íslandspósturinn
er jafnframt gluggi að samfélagi
íslendinga í Svíþjóð, eða eins og
segir á titilsíðu:
„Okkur er það mikið ánægju-
efni að hafa fengið ljóð og grein-
ar frá jafnt nafnkunnum höfund-
um sem ókunnu alþýðufólki.
Stoltir getum við sagt að þessi
íslandspóstur sýni þverskurð af
því samfélagi sem við tilheyr-
um.“ SS