Dagur - 28.09.1990, Síða 11
fþróttir
Föstudagur 28. september 1990 - DAGUR - 11
I
Handknattleikur:
- Þórsarar leika tvo leiki á Suðurnesjum
Keppni í 2. deild íslandsmóts-
ins í handknattleik hefst um
helgina. Völsungar frá Húsa-
vík bíöa enn um sinn en Þórs-
arar frá Akureyri leika tvo
leiki á útivelli, í Njarðvík á
föstudagskvöldiö og Keflavík
daginn eftir.
„Ég held að við séum tilbúnir i
slaginn og ieikmennina er farið
að langa til að spila,“ sagði Jan
Larsen, þjálfari Þórs, aðspurður
um hvernig það Iegðist í hann
að vera að byrja. Hann sagði að
undirbúningstíminn hefði reynd-
ar ekki verið langur og stutt væri
síðan að þeir leikmenn, sem leika
jafnframt knattspyrnu, hefðu
byrjað af krafti. „Eg hafði ekki
nema 10-11 manna hóp til að
byrja með en núna erum við
orðnir 15-16 og það er ágætt. Það
er erfitt að segja hvar við
stöndum, maður veit nánast ekk-
ert um hin liðin. Við förum að
sjálfsögðu inn á völlinn hverju
sinni til að sigra og vonum að það
takist. Ef hugarfarið er rétt, við
höldum einbeitingu í 60 mínútur
og gerum það sem við erum búnir
að æfa þá tel ég að við eigum
möguleika á sigri í leikjunum um
helgina," sagði Jan Larsen.
Ingólfur Samúelsson og Ólafur
Hilmarsson leika um helgina á
Suðurnesjum ásamt félögum sínum í
Þór.
íþróttafélagið Akur:
Vetrarstarfið
að hefjast
Vetrarstarf íþróttafélagsins
Akurs á Akureyri hefst þriðju-
daginn 2. október. Æflngar
verða fjóra daga í viku en
félagið stendur fyrir æfíngum í
borðtennis, boccía og sundi.
Æfingar í borðtennis fara fram
á þriðjudögum og fimmtudögum
frá kl. 17-19 og á laugardögum
frá kl. 10-12. Æfingar í boccía
verða á laugardögum frá kl. 10-
12 og í sundi á sunnudögum frá
kl. 17-18.
Borðtennis- og boccíaæfing-
arnar fara fram í endurbættri
aðstöðu að Bjargi en sundæfing-
arnar fara fram í Sundlaug Akur-
eyrar. Stjórn Akurs hvetur alla
félagsmenn, jafnt unga sem
gamla til þess að æfa vel í vetur.
Lokahóf yngri flokka KA fór fram í KA-heimilinu um síðustu lielgi. Gripið var í bingó og snæddar pylsur auk (fess
sem kjörinn var knattspyrnumaður hvers flokks. A myndunum hér að ofan má sjá knattspyrnumenn flokkanna, á
efri niyndinni eru f.v. Finnur Bessi Sigurðsson, 7. flokki, og Lárus Víðir Stefánsson, 6. flokki. Á neðri myndinni eru
f.v: Ása Karen Guðmundsdóttir, 4. flokki kvenna, Þorbjörg Þórsdóttir, 3. flokki kvenna, Iris Gunnlaugsdóttir, 2.
flokki kvenna, ívar Bjarklind, 3. flokki karla og Ingibjörg Stefánsdóttir, sem tók við verðlaunum fyrir hönd
Matthíasar Stefánssonar, knattspyrnumanns 3. flokks en hann varð einnig markakóngur KA með 38 mörk. Á niynd-
irnar vantar Hörð Flóka Ólafsson, knattspyrnumann 5. flokks. Myndir: jhb
Jaðar:
Nýliðamót í golfi
Á sunnudaginn fer fram á Jað-
arsvelli á Akureyri nýliðamót í
golfl. Mótið er ætlað þeim sem
eru byrjendur í golfí, hafa t.d.
verið á nýliðanámskeiðum í
sumar þó að það sé ekki skil-
yrði. Ekki er nauðsynlegt að
vera félagi í GA til að taka þátt
í mótinu.
verða kynntar.
Mót þetta átti upphaflega að
vera 19. september sl. en var
frestað vegna snjókomu.
Golf:
Bændaglíman um helgina
Keppni í 2. deildinni
af stað um helgina
1X2 1X2 1X21X2 1X2 1X21X21X21X2
Stefán búinn að jafna
- fellur metið í þessari viku?
Stefán Thorarensen jafnar í þessari viku met Rúnars Sigurpáls-
sonar í getraunaleik Dags. Rúnar tók á sínum tíma þátt í leikn-
‘ um 14 sinnum í röð og þetta er 14. vika Stefáns. Hann sigraði
Sigurð Hauksson með yfirburðum ( síðustu viku, hlaut 8 rétta
en Sigurður 3. Rétt er þó að taka fram að Rúnar var ekki sleginn
út heldur dró hann sig út vegna anna og er því enn ósigraður.
Stefán skorar á Kristin Sævarsson, nema í VMA, og mætast
þeir í þessari viku. Stefán er bjartsýnn á sigur, telur tvö fyrstu
merki Kristins vafasöm. Gangi spá hans eftir er Stefán Thorar-
ensen hinn nýi getraunakóngur Dags.
Ekkert keppnisgjald verður
innheimt af keppendum. Leiknar
verða 9 holur og í för með hverj-
um hóp verður reyndur golfleik-
ari sem segir mönnum til og leið-
beinir þeim varðandi reglur.
Mótið hefst kl. 13 og að því
loknu býður klúbburinn kepp-
endum upp á veitingar í golf-
skálanum þar sem golfreglurnar
Á laugardaginn kl. 10 hefst hin
árlega bændaglíma í golfí á
Jaðarsvellinum á Akureyri.
Hér er um að ræða 18 holu
holukeppni þar sem leikið er í
tveimur liðum undir forystu
tveggja „bænda“.
Að þessu sinni taka kylfingar
frá Húsavík, Sauðárkróki og
Ólafsfirði þátt í glímunni að
Jaðri. Bændur verða Árni Björn
Árnason, GA, og Gísli Friðfinns-
son, GÓ. Að mótinu loknu verð-
ur boðið upp á kaffi og meðlæti í
golfskálanum.
Þetta verður næst síðasta mót
tímabilsins hjá GA. Aðeins er
ólokið úrslitum firmakeppninnar
sem fram fara í næsta mánuði.
Æfingatafla handkn.deildar Þórs
Stefán:
Chelsea-Sheff. Utd. 1
Coventry-Q.P.R. 1
Derby-C. Palace 2
Everton-Southampton 1
Leeds-Arsenal 2
Man. Utd.-Nott. Forest 1
Norwich-Luton X
Sunderland-Liverpool 2
Tottenham-Aston Villa 1
Wimbledon-Man. City 1
Bristol City-Newcastle X
Sheff. Wed-West Ham 1
Kristinn:
Chelsea-Sheff. Utd. 2
Coventry-Q.P.R. 2
Derby-C. Palace 1
Everton-Southampton 1
Leeds-Arsenal X
Man. Utd.-Nott. Forest 1
Norwich-Luton 1
Sunderland-Liverpool 2
Tottenham-Aston Villa 2
Wimbledon-Man. City X
Bristol City-Newcastle 1
Sheff. Wed-West Ham 1
Vetrarstarf handknattleiksdeild-
ar Þórs er að komast í fullan
gang. Hér á eftir fer æfingatafla
félagsins
Mcistaraflokkur karla
þjálfari: Jan Larsen
Mánud. kl. 19-20.30 Skemman
Þriðjud. kl. 20.30-22 Höllin
Miðvikud. kl. 20.30-22 Skemman
Fimmtud. kl. 19-20.30 Höllin
3. fl. karla (15-16 ára)
Þjálfarar: Jan Larsen/Ólafur Hilmarsson
Mánud. kl. 17-18 Skemman
Miðvikud. kl. 17-18 Skemman
Sunnud. kl. 16-17 Höllin
4. fl. karla (13-14 ára)
Þjálfari: Árni Stefánsson
Þriðjud. kl. 21-22 Glerársk.
Fimmtud. kl. 19-20 Glerársk.
Sunnud. kl. 15-16 Höllin
5. fl. karla (11-12 ára)
Þjálfari: Gunnar M. Gunnarsson
Þriðjud. kl. 19-20 Glerársk.
Fimmtud. kl. 20-21 Glerársk.
Sunnud. kl. 14.15-15.45 Glerársk.
6. fl. karla (9-10 ára)
Þjálfarar: Ingólfur og Jóh. Samúelss.
Þriðjud. kl 18-19 Glerársk.
Sunnud. kl. 15.45-17.30 Glerársk.
2. fl. kvenna (17-18 ára)
Þjálfari: Sigurður Pálsson
Mánud. kl. 20.30-22 Skemman
Þriðjud. kl. 22-23 Höllin
Miðvikud. kl. 18-19 Skemman
3. fl. kvenna (15-16 ára)
Þjálfari: Sigurpáll Á. Aðalsteinsson
Þriðjud. kl. 20-21 Glerársk.
Sunnud. kl. 15-16 Skemman
4. fl. kvenna (13-14 ára)
Þjálfari: Þórunn Sigurðardóttir
Þriðjud. kl. 20-21 Glerársk.
Sunnud. kl. 13.15-14.15 Glerársk.
Byrjendafl. 10 ára og yngri
(stúlkur/piltar)
Þjálfari: Árni Stefánsson
Mánud. kl. 17-18 Glerársk.
Miðvikud. kl. 17-18 Glerársk.
Æfingar hófust mánudaginn
24. september.
1X21X21X21X21X21X21X21X21X2