Dagur - 03.10.1990, Side 4

Dagur - 03.10.1990, Side 4
4 - DAGUR - Miðvikudagur 3. október 1990 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 1000 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 90 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 660 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON BLAÐAMENN: JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (iþróttir), SKÚLI BJÖRN GUNNARSSON (Sauðárkróki vs. 95-35960), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavik vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓLI G. JÓHANNSSON, ÓSKAR PÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON, LJÓSMYNDARI: KRISTJÁN LOGASON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: INGVELDUR JÓNSDÓTTIR, HEIMASlMI 22791 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÓRÐUR BLÖNDAL PRENTUN: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 Byggðastefiia fyrir atvinnulífið Síðastliðið sumar birtist athyglisvert viðtal við Vilhjálm Egilsson, framkvæmdastjóra Verslunarráðs, í Bændáblað- inu. í viðtalinu kennir margra grasa, en spurningin um hvert stefni í byggðamálum er grunntónn þess. Skoðanir Vilhjálms á orsökum núverandi ástands, og hugsanleg- um afleiðingum þess fyrir byggðaþróun landsins, eru verðugt íhugunarefni. Vilhjálmur bendir í upphafi á, að byggðatogstreitan sé engan veginn ný af nálinni. Hana má rekja marga áratugi aftur í tímann, til þorpa- og kaupstaðamyndunar við sjáv- arsíðuna, og brottflutnings fólks úr sveitum til þéttbýlis- kjarnanna. Auk þess hefur framleiðni í landbúnaði vaxið miklu hraðar en markaðurinn, sem stuðlar að fækkun landbúnaðarstarfa. Afleiðingarnar eru augljósar í dag, og hafa raunar verið um langt skeið. Málefni lífeyrissjóða og hlutverk þeirra í efnahagskerfi landsins hafa verið ofarlega á baugi. Vilhjálmur segir að mikilvægt sé að fé sjóðanna sé nýtt í heimabyggðum þess fólks sem í þá greiðir, en ekki til skefjalausrar upp- byggingar á Reykjavíkursvæðinu. Til að koma í veg fyrir slíkt gerir hann að tillögu sinni að fjármagni húsnæðis- lánakerfisins sé skipt eftir landshlutum, en einnig sé nauðsynlegt að opna fyrirtækjum aðgang að lánakerfinu, svo þau geti byggt hús úti á landi. Þannig væri hægt að efla atvinnu í heimabyggð og festa fé sjóðanna þar, auk þess sem komið væri í veg fyrir þann vanda sem víða skapast vegna húsnæðiseklu. Hún er einmitt sá flösku- háls sem oft hindrar aðkomufólk í að setjast að í meðal- stórum kaupstöðum víða um land. Um byggðastefnu segir Vilhjálmur: „Ef byggðastefna á að takast og skila árangri verður hún að byggjast á ein- hverju sem er hagkvæmt. Menn verða einnig að átta sig á því að landsbyggðin er til fyrir atvinnuvegina. Það er auðveldast að stunda sjóinn þaðan. Sama gildir um land- búnaðinn. Sveitirnar eru til fyrir hann, en ekki öfugt. Atvinnulífið er ekki rekið til að halda öllu landinu í byggð, heldur er landsbyggðin nauðsynleg til að sjávarútvegur og landbúnaður geti starfað og framleitt. Það má heldur ekki leggja miklar byrðar á atvinnuvegina til að viðhalda óhagkvæmu byggðamynstri. Byggðastefnan þarf að vera fyrir atvinnulífið, en atvinnulífið ekki fyrir hana." Hér veltir Vilhjálmur Egilsson upp spurningu, sem er viðkvæm fyrir marga. Hann segir atvinnulífio ekki vera til þess að halda öllu landinu í byggð. Það er auðvitað rétt, svo langt sem það nær. Hinu má ekki gleyma, að spurn- ingin snýst fremur um hvort takist að forða heilum byggðarlögum frá að leggjast í eyði. Raunhæf landbúnað- arstefna verður að taka mark af hagkvæmni í framleiðslu- og markaðsmálum, en einnig af fleiri sjónarmiðum. Marg- oft hefur verið bent á geysilega óhagkvæmni áframhald- andi byggðaröskunar. Nú þegar standa opinber mann- virki vannýtt víða um land, og á mörgum stöðum hefur gengið illa að manna opinberar stöður. Nei, landsbyggðarfólk verður að snúa vörn í sókn. Stór þáttur í þeirri baráttu er að snúast gegn samþjöppun opinberrar þjónustu á höfuðborgarsvæðinu. EHB Fljótsdalur: Þar verður virkjað þegar orkuna vantar að Faxaflóa Ég ætla að ýmsir hafi fylgst með skrifum mínum um orkumál um langt skeið, a.m.k. frá því að ég flutti á Alþingi frv. um sjálfstætt raforkufyrirtæki, eða orkubú Austurlands. Ýmsir litu víst á það sem eins konar strákapör af mér. Viðtökurnar voru þær að liðssafnaður var til að kveða þetta niður. í máli þessu setti ég fram bjargfasta skoðun mína á því hvað lífsspurning væri til að grunntryggja framtíð strjálbýlis- ins um allar byggðir. I stuttu máli; Vald heimabyggðanna yfir raforkunni, sem afla má í hverj- um fjórðungi eða viðlíka heild- um. Ég hefi um árafjöld ritað margar greinar um orkumál, allar til þess að reyna að vekja skilning á ótvíræðu samhengi orku- og byggðamála. Slysagötur ráðherra og ráðamanna um orkuslóðir rek ég ekki, mér sýnast þær of aug- ljósaröllum, sem vilja sjá. Fljóts- dalsvirkjun var a.m.k. um áratug leiksoppur Orkustofnunar og at- vinnubótavinna á teikniborðum, - þá var sýnt hvernig dæmisagan um nýju fötin keisarans kom að liði að sætta heimafólk. í lok allra þessara hvirfilvinda og sjónhverf- inga man ég að ég setti einhvers staðar grein út af þessu öllu, sem endaði með óvissu um hvenær virkjað yrði í Fljótsdal. Niður- lagsorðin voru um tíma náiægt aldamótunum og lauk með þess- um orðum: Þar verður virkjað þegar orkuna vantar að Faxaflóa! Hvað blasir við núna? Að ég tali nú ekki um hið sorglega niðurlag Halldórs Ásgrímssonar í síðustu forystugrein Austra. Mín tilfinning er sú að þeir sem ekki segja nei við flutningi orkunnar úr Fljótsdal vestur á Keilisnes, Faxaflóasvæðið - þeir eru þegar að stíga fyrsta skrefið í flóttanum á Faxaflóasvæðið! Verði orkan flutt á Faxaflóa- svæðið er hún eilíflega töpuð Austurlandi. Þrjár eru megin- undirstöður blómlegra byggða á Austurlandi: Sjávarafli, landbún- aður, og orka fallvatna svæðisins - og Fljótsdalsvirkjun þar mikil- vægust. Ég sé fyrir mér framtíðar ísland, sem byggir lífsstíl sinn og hamingju á tengslum fólks og náttúru, byggir á „lífbeltunum tveim“ sem Kristján Eldjárn for- seti skýrði svo meistaralega í nýársávarpi, þar sem folk og land í mennskri þekkingu nútímans byggir landið allt. Fimm hundruð þúsund íslendingar um allt land, þar sem svipaður fjöldi og nú verður á Faxaflóabyggðunum. Hin dýrmæta raforka fallvatn- anna ekki síst tryggi mannvistir, sterkur þáttur í bjargræði. Á þessari stundu er kjarni málsins að orka Fljótsdalsvirkj- unar fari ekki vestur á Keilisnes. 23. september 1990. Jónas Pétursson. Svar til „Eyfirðings“ Einhver sem kallar sig „Eyfirð- ing“ ritar klausu í lesendahorn Dags, hinn 26. september sl. Orðrétt segir hann eftirfarandi og kallar aðalerindi sitt: „Ég hef heyrt menn fullyrða að Stefán Valgeirsson alþingismað- ur standi á bak við þann undir- skriftalista sem milli 30 og 40 manns skrifuðu undir til að mót- mæla áformum um álver við Eyjafjörð." Hver sagði nú aftur: „Olyginn sagði mér.“? Allt er þetta þvættingur og naumast svaravert, ekki síst vegna þess að dylgjumaður þorir ekki að skrifa undir nafni. Eng- inn undirskriftalisti hefur verið í gangi til að mótmæla hugmynd- um um álver hér í firðinum. Hins vegar var ríkisstjórninni ritað bréf seint í júlí sl. stílað á forsætisráðherra, þar sem rök- studd er sú skoðun bréfritara að álver eigi ekkert erindi í Eyja- fjörð og einnig leiðrétt sú villu- kenning álverssinna að samstaða væri í héraðinu um byggingu þess. Forstjórum hinna erlendu álfélaga var sent afrit af bréfinu í „Enginn undirskrifta- listi hefur verið í gangi til að mótmæla hug- myndum um álver hér í firðinum. Hins vegar var ríkisstjórninni ritað bréf seint í júlí sl. stílað á forsætis- ráðherra, þar sem rökstudd er sú skoðun bréfritara að álver eigi ekkert erindi í Eyjafjörð . . .“ enskri þýðingu. Undir bréfið rit- uðu rnilli 30 og 40 aðilar og er það eitt rétt hjá nafnleysingjan- um. Tveir úr hverjum hreppi og þrír til fjórir úr hverju bæjarfé- lagi. Allt þetta hefi ég raunar tekið fram við fjölmiðla áður. Allt var þetta hið mætasta fólk og margt úr félagsmálageiranum. Aldrei stóð til að þar yrðu fleiri, hins vegar ræddu æði margir við mig á eftir og jafnvel álösuðu mér fyrir að leita ekki til þeirra um undir- skrift, svo að hinn „þögli meiri- hluti“ sem „Eyfirðingur“ ræðir um gæti allt eins verið gegn álveri. Hvað varðar þátt Stefáns Val- geirssonar alþm. að þessu bréfi þá er hann enginn. Ekki er það þó ætlun mín að draga hróður af Stefáni. Hann á allan sóma skilið fyrir vasklega framgöngu gegn hugmyndum um að hér verði reist eiturspúandi mengunarverk- smiðja, héraðinu til óbætanlegs tjóns í framtíðinni. En hafa skal sannleikann í heiðri. Hugmyndir að þessum bréfaskriftum eru komnar frá okkur Bjarna Guð- leifssyni á Möðruvöllum og voru kynntar á fundi nokkurra álvers- andstæðinga snemma í sumar, en Stefán kom þar hvergi nærri. Fleiri orð hefi ég ekki um þetta mál. Hlöðum, 30. sept. 1990. Stefán Halldórsson. Bókmenntasamkeppni Almenna bókafélagsins: Skilafrestur framlengdur til 1. mars 1991 Bókaklúbbur Almenna bókafé- lagsins efndi á síðasta ári til bók- menntasamkeppni í tilefni af 15 ára afmæli sínu og var síðasti skiladagur handrita ákveðinn 1. júní sl. Sjötíu og sjö handrit bárust til keppninnar, ljóð skáldsögur, smásögur og leikrit. Dómnefnd var skipuð fimm mönnum, þeim Davíð Sch. Thorsteinssyni fram- kvæmdastjóra, Einari Má Guð- mundssyni rithöfundi, Eiríki Hreini Finnbogasyni útgáfu- stjóra, Helgu Guðrúnu Johnson fréttamanni og Kjartani Árna- syni skáldi. Tilkynning dómnefndarinnar til Almenna bókafélagsins er svo- hljóðandi: „Dómnefndin í bókmennta- samkeppni Almenna bókafélags- ins hefur kannað rækilega öll þau handrit, sem bárust í keppnina, og komist að þeirri niðurstöðu að enda þótt ýmis þeirra séu athygl- isverð skorti of mikið á í efn- isvali, framsetningu eða úrvinnslu efnis til þess að nefndin telji unnt að veita bókmenntavið- urkenningu. Með hliðsjón af þessari niður- stöðu framlengir Almenna bóka- félagið skilafresti til bókmennta- samkeppninnar til 1. mars 1991. Eigendur þeirra handrita, sem inn hafa verið send, geta sótt eða látið sækja þau til Stefaníu Pét- ursdóttur, skrifstofu Almenna bókafélagsins Austurstræti 18, 6. hæð. Kvitta þarf fyrir móttöku þeirra. Höfundum þessara handrita er að sjálfsögðu heimilt að leggja þau fram aftur til þátttöku í keppninni eftir lagfæringar sem þeir kunna á þeim að gera.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.