Dagur - 16.10.1990, Blaðsíða 1

Dagur - 16.10.1990, Blaðsíða 1
Gránufélagsgötu 4 Akureyri • Sími 23599 - -- - »— ' ......................... Sviplegt fráfall Vals Arnþórssonar, bankastjóra Landsbankans: Fórst í flugslysi á laugardag Valur Arnþórsson, banka- stjóri Landsbanka Islands, fórst í flugslysi í Skerjafirði á laugardaginn. Klukkan 16.53, aðeins þremur niínútum eftir llugtak, tilkynnti Valur flug- turni að báðir hreyflar vélar- innar væru að missa afl og kvaðst ætla að reyna að nauð- lenda á flugbraut 1-4. En áður en vélin næði inn á brautina brotlenti hún á sjón- um og sökk á skammri stund. Valur var látinn er kafarar Slysavarnafélags Islands komust niður að flakinu. Áhöfnin á Aðalbjörgu RE og kafarar úr Reykjavíkurlög- reglunni náðu flakinu upp aðfaranótt sunnudags og stendur nú yfir rannsókn á Með Val Arnþórssyni, fyrrver- andi kaupfélagsstjóra KEA, er genginn einn ötulasti baráttu- maður samvinnuhreyfingarinn- ar á íslandi. Valur Arnþórsson varð starfs- maður KEA 1965 og tók við starfi kaupfélagsstjóra KEA árið 1971 og gegndi því allt fram í janúar á liðnu ári þegar hann gerðist bankastjóri Landsbank- ans í Reykjavík. Strax og Valur hafði tekið við stjórnartaumunum hjá KEA kom í ljós hvaða mann hann hafði að geyma. Hann stýrði félaginu af ák/eðni og festu, vegum Rannsóknarnefndar flugslysa á orsökum slyssins. Ekkert hefur enn komið fram sem skýrt getur bilun í báðum hreyflum flugvélarinnar. Vél- in var af gerðinni Piper Pa-34 Seneca, í eigu Flugtaks hf. Hún var smíðuð árið 1977 og keypt til landsins í fyrra. Valur Arnþórsson var fæddur á Eskifirði 1. mars árið 1935, sonur hjónanna Arnþórs Jensen og Guðnýjar P. Jensen. Hann lauk námi í Samvinnuskólanum á Bifröst árið 1953 og sama ár hóf hann störf hjá Samvinnu- tryggingum. Veturinn 1955-56 nam Valur verslunar- og trygg- ingafræði í Pitman’s College í London og árið 1965 stundaði hann nám í sænska Sanivinnu- lagði grunninn að fjölmörgum verkefnum og leiddi KEA í gegnum ólgusjó erfiðs efna- hagsumhverfis. Fyrir hönd stjórnar KEA, samvinnumanna við Eyjafjörð og starfsmanna KEA minnist ég mcð þakklæti þess mikla starfs sem Valur innti af hendi í þágu KEA og raunar samvinnumanna um land allt. Þá vil ég einnig votta fjölskyldu Vals samúð mína á þessum erfiðu tímum, en minningin um góðan dreng mun lifa. Magnús Gauti Gautason, kaupfélagsstjóri. skólanum í Saltsjöbaden. Valur varð deildarstjóri í Samvinnu- tryggingum árið 1958 en síðla árs 1965 var hann ráðinn fulltrúi kaupfélagsstjóra Kaupfélags Eyfirðinga. 1 ársbyrjun 1970 var Valur gerður að aðstoðarkaup- félagsstjóra og fyrri hluta árs 1971 tók Valur við starfi kaup- félagsstjóra Kaupfélags Eyfirð- inga. Því starfi gegndi hann í 18 ár, eða allt þar til hann var ráð- inn bankastjóri Landsbanka ís- lands í ársbyrjun 1989. Valur gegndi fjölmörgum trúnaðarstörfum á starfsferli sínum. Hann átti sæti í stjórn Sambands íslenskra samvinnu- félaga um 14 ára skeið, fyrstu þrjú árin sem ritari en varð stjórnarformaður Sambands íslenskra samvinnufélaga árið 1978 og gegndi því embætti til ársloka 1988. Valur sat sem full- trúi Framsóknarflokksins í Bæjarstjórn Akureyrar 1970- 1978 og gegndi embætti forseta bæjarstjórnar 1974-1977. Val- ur var stjórnarformaður Laxár- virkjunar frá 1970 þar til Laxár- virkjun sameinaðist Landsvirkj- un árið 1983 og stjórnarmaður í Landsvirkjun um nokkurra ára skcið. Hann var nefndarmaður í ýmsum stjórnskipuðum nefnd- um á sviði orkumála, m.a. í Orkuráði 1975-79. Hann átti sæti í atvinnumálanefnd Norðurlands sem starfaði á veg- um ríkisstjórnarinnar 1969-70 og í olíuviðskiptanefnd sem starfaði 1979-8(5. Valur var varaformaður stjórnar Sam- vinnutrygginga hf., Endurtrygg- ingafélags Samvinnutrygginga hf. og Andvöku frá 1977 og síð- ar formaður og varaformaður stjórnar Olíufélagsins hf. 1978 og síðar formaður. Hann sat í stjórn Vinnumálasambands samvinnufélaganna og Sam- vinnuferða hf. um tíma. Valur var um árabil stjórnarformaður Plasteinangrunar hf., stjórnar- formaður Kaffibrennslu Akur- eyrar, stjórnarformaður Útgerð- arfélags KEA hf. og í stjórn Útgerðarfélags Dalvíkinga hf. Valur var varaformaður stjórnar Iðnþróunarfélags Eyjafjarðar hf. frá stofnun 1982. Þá var hann formaður stjórnar Útgáfu- félags Dags um tæplega 18 ára skeið. Valur lét af öllum þess- um störfum er hann hóf störf sem bankastjóri Landsbankans. Auk þeirra starfa sem þegar er getið, sinnti hann ýmsum öðr- um félagsmálastörfum og þar á meðal gcgndi hann miklum trúnaðarstörfum innan Frímúr- arareglunnar. Valur kvæntist Sigríði Ólafs"- dóttur 16. júlí 1955. Þau eign- uðust fimm börn. Dagur sendir Sigríði Ólafs- dóttur, börnum og öðrum að- standendum hugheilar samúð- arkveðjur og biður þeim Guðs hlessunar. BB. Kveðja frá Kaup- félagi Eyfírðinga Milliuppgjör Kaupfélags Skagfirðinga: 30 mflljóna kr. rekstrarhagnaður fyrstu 8 mánuðina Rekstrarhagnaður Kaupfélags Skagfirðinga, samkvæmt bráða- birgðauppgjöri fyrir fyrstu 8 mánuði þessa árs, er eftir skatta 30 milljónir króna. Samskonar uppgjör í fyrra sýndi 300 þús. króna hagnað, svo rekstrarbati milli ára á sama tímabili er rúmar 30 milljónir. Astæðurnar fyrir þessum rekstrarbata segja stjórnendur vera betra rekstrarumhverfi með lækkandi nafnvöxtum og lágri verðbólgu, auk þess sem ýmsar rekstrarhagræðingar á síðasta ári hafi skilað sér í bættum rekstri á þessu ári. Rekstrartekjur hafa aukist um 23% frá fyrra ári og eigið fé sam- kvæmt þessu uppgjöri er 744 milljónir, sem er 40% eiginfjár- hlutfall. Samt er samtals um 5 milljóna króna halli þessa 8 mán- uði á útibúunum á Hofsósi og í Fljótum og 7 milljónir hjá mjólk- ursamlaginu. Að sögn Þórólfs Gíslasonar, kaupfélagsstjóra, hefur sameining verslana KS á Sauðárkróki á síðasta ári skiiað töluverðum hagnaði og eins til- færsla ýmissa deilda. Á blaða- mannafundi í gær kom m.a. fram að veruleg magnaukning varð hjá verslunarútibúinu í Varmahlíð á þessum 8 mánuðum, en að öðru leyti hefur vörusala í verslunum KS verið eins og verðlag gefur Þórshamar GK. landaði um 200 tonnum af loðnu á Þórs- höfn í gærkvöld, sem hann fékk á Kolbeinseyjarsvæðinu tvær síðustu nætur. Uppistaða í aflanum var tveggja ára gömul smáloðna. Hilmir SU var einnig á Kolbeinseyjarsvæðinu í gær, en hafði lítið upp úr krafsinu. Þriðji báturinn, sem leitaö hef- ur að loðnu undanfarna daga, tilefm til. „Kaupfélagið er að fást við sama rekstur að uppistöðu til líkt og undangengin tvö ár. Það eina sem hefur gerst og er í rauninni ekki marktækt, er að við tókum á leigu fóðurstöðina Melrakka, en það samkomulag er bara til ára- móta og við okkur hefur ekki verið rætt um lengri rekstrartíma Börkur NK, er farinn af mið- unum. „Þetta er bara smáfiskadráp. Að mínu mati á að banna þetta. Svo er talað um að togararnir séu að drepa smáfiskinn. Uppistaðan í þessu er tveggja ára loðna, en hún þyrfti að vera þriggja, fjög- urra ára,“ sagði háseti á Þórs- hamri GK í samtali við Dag í gær. Hann sagði að töluvert magn á henni. Kaupfélagið er tilbúið, eins og það hefur verið í gegnum tíðina, til að taka virkan þátt í atvinnu- lífinu í Skagafirði og leggja sitt af mörkum til að halda hér uppi þróttmikilli atvinnu. Það er það sem við leggjum áherslu á í okkar rekstri fyrir utan það auðvitað að hafa rekstur kaupfélagsins í af smáloðnu væri á Kolbeinseyj- arsvæðinu, en ekkert yrði enn vart við veiðanlega loðnu. „Þetta er eins og fyrra. Þá voru menn að drepa smáloðnuna hér í stórum stíl. En menn hafa ekki þorað að loka þessu svæði.“ Hilmir SU var á Kolbeinseyj- arsvæðinu í gær, en fékk lítið sem ekkert. Börkur NK hefur einnig verið á miðunum, en hann er nú farinn til hafnar. Þcssir þrír bátar lagi," sagði Þórólfur. Á stjórnarfundi hjá KS þann 12. okt. sl. var ákveðið að auka hlutafé í Fiskiðju Sauðárkróks h.f. um 15 milljónir króna vegna skipakaupa á þessu ári, en FISK er búin að kaupa 11-1200 tonn í þorskígildum það sem af er árinu t'yrir utan kvóta sem nýtist ekki á hafa leitað af veiðanlegri loðnu um allan sjó, en án árangurs. Meðal annars fóru þeir norður að miðlínu og Börkur fór meira að segja norður undir Jan Mayen. Árni Friðriksson, skip Hafrann- sóknastofnunar, hefur leitað að loðnu undanfarna daga fyrir vestan, en hún hefur enn engan árangur borið. Bjarni Sæmunds- son er væntanlegur á loðnumiðin í byrjun nóvember. óþh næsta ári. SBG Þórshamar GK landaði 200 tonnum af loðnu á Þórshöfn í gærkvöld: Ætti að banna þetta smáfiskadráp - sagði háseti á Pórshamri í samtali við Dag

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.