Dagur - 16.10.1990, Blaðsíða 3

Dagur - 16.10.1990, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 16. október 1990 - DAGUR - 3 fréftir Aðalfundur kjördæmisráðs Alþýðubandalagsins á Norðurlandi eystra: KjömeMkannihugflokksmaiina til framhoösmálanna Á fundi kjördæmisráðs Alþýðu- bandalagsins í Norðurlands- kjördæmi eystra á Akureyri sl. föstudagskvöld var kosin kjörnefnd, sem mun á næstu dögum kanna hug flokksmanna í kjördæminu til framboðslista Alþýðubandalagsins fyrir næstu alþingiskosningar. Kjörnefndin mun kanna afstöðu alþýðubandalagsfólks til þess hvaða leið það telji rétta við val frambjóðenda á lista flokksins. Til greina kemur upp- stilling með gamla laginu, skoð- anakönnun eða forval. Síðast- nefndi kosturinn varð ofan á fyrir alþingiskosningarnar 1983 og 1987. Nefndinni var ekki út- hlutaður ákveðinn tími til þessa verkefnis, en innan tíðar verður boðað til framhaldsaðalfundar kjördæmisráðsins, þar sem línur í framboðsmálunum verða vænt- anlega skýrari og jafnvel er gert ráð fyrir að listi flokksins verði - lítil hrifning flokksmanna með stöðu álmálsins þar ákveðinn. miklar umræður um stjórnmálin Öruggt má telja að Steingrím- almennt og álmálið hafi sérstak- lega borið á góma. skák ur J. Sigfússon, landbúnaðar- og samgönguráðherra, skipi áfram efsta sætið. Skipan næstu sæta er hins vegar óráðin gáta. Svanfríð- ur Jónasdóttir, aðstoðarmaður fjármálaráðherra, sem skipað hefur annað sætið síðustu tvö skipti, lýsti því yfir í viðtali við Dag 7. október í fyrra að hún myndi ekki taka aftur annað sæti á lista Alþýðubandalagsins í kjördæminu. Angantýr Einars- son, formaður kjördæmisráðs, segir að engin yfirlýsing hafi komið frá Svanfríði um hug hennar til framboðs, en ekki sé annað vitað en að fyrri yfirlýsing hennar standi. Angantýr sagði að vegna veðurs hafi fundarsókn verið dræmari en búist hafði verið við og af þeim sökum hafi engar ályktanir verið samþykktar á fundinum. Hins vegar hafi orðið I „Fram kom að það er ósköp lítill spenningur fyrir gangi mála í álmálinu. Sumir og þar á meðal ég telja að bygging álvers sé ákaf- lega siðiaust athæfi. Á meðan forsvarsmenn vestrænna þjóða heimta það af Kínverjum og Ind- verjum að þeir snúi sér ekki að iðnaði samkvæmt vestrænni fyrir- mynd vegna þess að hann eyði- leggi jörðina, þá teljum við það sjálfsagðan hlut að hrúga niður álveri hér á landi. Svo eru menn, ekki bara alþýðubandalagsmenn, ekki sáttir við hvernig samningamálin hafa þróast. Þá eru menn í þriðja lagi ekki spenntir fyrir að þetta álver þurfi að vera syðra," sagði Angantýr. óþh Sauðárkrókur: Endurskipulagningu Loð- skinns hf. frestað fram í vikuna „Þrátt fyrir ætlun okkar um ganga frá málum fyrir 15. okt. þá varð að fresta bankafundi, sem vera átti sl. föstudag, fram í þessa viku,“ sagði Birgir Bjarnason, rekstrarstjóri hjá Loðskinni, í gær. Eins og fram hefur komið áttu í gær að liggja fyrir endanlegir Deildakeppnin í skák: Skin og skúrir hjá norðlensku sveitunum Fyrri hluti Deildakeppni Skáksambands íslands fór fram um síðustu helgi og var kcppt í 1. deild á Akureyri. Átta sveitir leiddu saman hesta sína og voru tefldar fjórar umferðir. Eins og búist hafði verið við komu Reykvíkingar sterkir til leiks og er forystan í höndum borgarbúa. Fall er fararheill, hugsuðu mótshaldarar þegar mótið byrj- aði með því að fresta þurfti viðureign Skáksambands Vest- fjarða og Taflfélags Garðabæjar vegna þess að Vestfirðingar kom- ust ekki í tæka tíð sakir óveðurs. Þessar sveitir tefldu því aðeins þrjár umferðir um helgina. Staðan að loknum fyrri hluta keppninnar er þessi: 1. TR (sa) 25 vinningar. 2. TR (nv) 22 v. 3. SA a-sveit 19'/2 v. 4. SH a-sveit 15'Á v. 5. SV 13 v. 6. TG 9'A 7,- 8. SA b-sveit og UMSE 7 vinn- ingar. Og rétt er að ítreka að SV og TG hafa náð þessum vinning- um eftir aðeins 3 umferðir en hin- ar sveitirnar tefldu 4 umferðir. Eins og sjá má er A-sveit Skák- félags Akureyrar í toppbarátt- unni en hjá B-sveitinni svo og sveit UMSE gekk allt á afturfót- unum. Til dæmis tapaði sveit Eyfirðinga 0:8 fyrir Taflfélagi Reykjavíkur (suðaustur). Keppni í 2. deild fór fram í Reykjavík og er staða efstu sveita þannig: 1. TR d-sveit 18 vinningar. 2. Taflfélag Akraness a-sveit 14'/2 v. 3. USAH 14. v. 4. SA c-sveit 12 vinningar. Þarna eru Austur-Húnvetningar í topp- baráttunni og ungu strákarnir í C-sveit Skákfélags Akureyrar standa sig líka mjög vel. Seinni hluti deildakeppninnar fer að öllum líkindum fram í apríl. SS útreikningar að endurskipulagn- ingunni hjá sútunarverksmiðj- unni Loðskinni hf. á Sauðárkróki. Sá frestur teygist aftur á móti fram í vikuna, en á miðvikudag eða fimmtudag er áætlað að halda bankafund sem er loka- punkturinn áður en ráðist verður í hlutafjáraukningurta af krafti. Að sögn Birgis þarf upp úr næstu mánaðamótum að hefja eðlilega starfsemi hjá verksmiðj- unni aftur. Til að það geti orðið segir hann endurskipulagninguna þurfa að vera gengna í gegn að mestu leyti, en nú er aðeins unn- ið í verksmiðjunni við móttöku og söltun á gærum. SBG ISBUI gerir einfalda máltíð að spennandi athöfn MUNDU EFTIR OSTINUM I

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.