Dagur


Dagur - 16.10.1990, Qupperneq 6

Dagur - 16.10.1990, Qupperneq 6
6 - DAGUR - Þriðjudagur 16. október 1990 Vilhjálmur Ingi Árnason: Neytandinn og tannlæknirinn Enn er ríkjandi stríðsástand á milli heilbrigðisráðuneytisins og tannlækna. Orsökin er sú, að ráðuneytið hefur talið suma tann- lækna nota ríkissjóð sem féþúfu með þeim hætti að framkvæma á fólki aðgerðir sem tæpast væru nauðsynlegar heilsu þess vegna. Þar sem Guðmundur Bjarna- son heilbrigðisráðherra telur að senn fari að draga til lokaorrustu er ekki úr vegi að rifja upp nokkrar orsakir stríðsins, þó að ég hafi áður fjallað um þær í öðru blaði en Degi, fyrr á þessu ári. Tannlæknar sviptir rétti til einhliða ákvarðana Guðmundur Bjarnason skipaði í ágúst 1989, nefnd þriggja manna (tveggja lækna og eins lögfræð- ings), til að gera tillögur að endurbótum. Nefndin komst fljótlega að því að róttækra aðgerða væri þörf, því fyrstu til- lögur hennar gengu út á það að svipta tannlækna þeim rétti að gera vissar aðgerðir á kostnað ríkisins, nema að fengnu sam- þykki. Nefndin taldi með öðrum - 9. grein orðum að þessi stétt lækna hafi misnotað svo aðstöðu sína að setja yrði hömlur á ákvarðanarétt hennar. Enda liggur fyrir opin- bert skja! sem staðfestir þá skoð- un eins tannréttingalæknis, að ef einhver vill láta gera á sér aðgerð eingöngu í fegrunarskyni, og láta síðan ríkið greiða helminginn, þá sé sú ákvörðun leikmannsins engu réttlægri en ákvörðun lækn- is eða sjúklings um aðgerð vegna sjúkdóms. Menn geta gert sér í hugarlund hvort ekki séu margir sem væru tilbúnir til að láta „fegra“ sig ef þeir fengju aðgerð- ina á „hálfvirði". Tekjur tannréttingalækna lækka um 5 milljónir á ári Talið er að lækka megi brúttó- tekjur tólf tannréttingalækna um 60 milljónir eða sem svarar 5 milljónum á hvern. Sú niðurstaða nefndarinnar er í góðu samræmi við könnun DV á tekjusköttum tannlækna. Nú kann einhver að spyrja, hvernig geti staðið á því að heilbrigðisstétt sem vinnur eft- ir samningi við tryggingastofnun Tilkynning til launa- skattsgreiðenda Athygli launaskattsgreiðenda skal vakin á því að gjalddagi launaskatts fyrir september er 15. október. Sé launaskatt- ur greiddur eftir eindaga skal greiða dráttarvexti til viðbótar því sem vangreitt er, talið frá og meö gjalddaga. Launaskatt ber launagreiðanda að greiða til innheimtu- manns ríkissjóðs, í Reykjavík tollstjóra, og afhenda um leið launaskattsskýrslu í þríriti. Fjármálaráðuneytið. Skipstjórafélag Norðlendinga heldur almennan félagsfund að Skipagötu 14, miðvikudaginn 17. október kl. 15.00. 1. Uppstilling til stjórnarkjörs. 2. Kjaramál. 3. Önnur mál. Stjórnin. geti haft tugi milljóna í brúttó- tekjur á ári? Svarið er einfalt: Duglaus og ósanngjörn samn- inganefnd. Duglaus samninganefnd tryggir tólf þúsund króna tímalaun Árið I987 þegar ég hóf fyrst að skrifa um gjaldskrá tannlækna, færði ég rök fyrir því að samn- inganefnd ríkisins hefði tryggt tannréttingalæknum um 12 þús- und króna tímalaun við vissar aðgerðir. Eftir eitt ár og margar blaðagreinar, viðurkenndi for- maður samninganefndarinnar loksins formlega að tannréttinga- mönnum hefði verið reiknaðar of háar greiðslur. Samninganefnd sem vísvitandi samdi um of háar greiðslur, var sannarlega dug- laus. Ósanngjörn samninga- nefnd stuðlar að misrétti Á Akureyri starfa tveir bræður samkvæmt samningum við þessa margumtöluðu samninganefnd, annar er sjúkraþjálfari en hinn er tannlæknir. Þeir vinna í sama húsi, sjúkraþjálfarinn á jarðhæð en tannlæknirinn í kjallara. Samkvæmt samningum eiga báðir að hafa minnst 80 fm gólfflöt. Nú skyldi maður ætla að í samningunum hafi verið reikn- að með sambærilegum kostnaði fyrir sambærilegt húsnæði, en svo var ekki. Á meðan sjúkraþjálfar- anum voru reiknaðar um 90 kr. á klukkustund þá voru tannlæknin- um bróður hans reiknaðar rúmar 300 krónur á klukkustund fyrir jafn stórt pláss. Samninganefnd sem gerði þannig upp á milli stétta, var sannarlega ósann- gjörn. Á Akureyri er sérhönnuð tannlæknaaðstaða þar sem í ára- raðir unnu þrír tannlæknar. í dag hefðu þeir með átta stunda vinnudegi, um 100 þúsund krón- um meira á mánuði upp í húsa- leigu, en nemur raunverulegu leigugjaldi. „Góður“ samningur það. Heilbrigðisráðuneytið tekur í taumana Þegar ljóst var að samninga- nefndin yrði ekki í bráð fær um að gera raunhæfa og sanngjarna Vilhjálmur Ingi Arnason. samninga við tannlækna, lét Guðmundur Bjarnason semja lagafrumvarp sem átti að hindra óheftan fjáraustur til þeirra. Lög- in tóku gildi um síðustu áramót og viðbrögð tannlækna létu ekki á sér standa. Þeir neituðu að sjúkdómsgreina og meta ástand skjólstæðinga sinna, þannig að hægt væri að skera úr um það hve hátt hlutfall af kostnaðinum ætti að falla á ríkissjóð. Tannlækn- um, og þá einkum tannréttinga- læknum, virðist það meira í mun að viðhalda kerfi sem tryggir þeim sjálfum auðvelda leið til veraldlegra gæða, en veita sjúkl- ingum sínum eðlilega þjónustu. Læknar sem beita sjúklingum fyrir sig í kjarabaráttu, ættu ekki að eiga heima í heilbrigðisstétt, og spurning hvaða hvatir hafa legið að baki vali þeirra á ævi- starfi. Fórnarlömb kjaradeilunnar vita brátt hvar þau standa Það styttist óðum biðin fyrir þá sjúklinga sem tannlæknar hafa látið gjalda fyrir kjarabaráttu sína. Samkvæmt fullyrðingum heilbrigðisráðherra verður nú bráðlega samið, eða höggvið á hnútinn ella. Hvernig verða nýju samningarnir? Tannlæknafélagið kolfelldi nú nýlega fyrirliggjandi samnings- drög. Tannréttingamenn berjast af hörku gegn nýrri kostnaðar- skiptingu. Tekst þeim að tryggja sér áframhaldandi sjálftöku úr ríkissjóði? Tekst þeim að tryggja sér áfram allt að 12.000 króna tímalaun? Tekst þeim að kné- setja Guðmund Bjarnason og menn hans, eins og þeir áður gjörsigruðu Ragnhildi Helgadótt- ur, sem á endanum varð að láta í minni pokann gegn því einu að „fá að halda andlitinu“? Neyt- endur fylgist vel með lokaorrust- unni, hún er háð ykkar vegna! Fjölmargir gestir mættu á austurlcnska kvöldiö í fyrra og gæddu sér á yfir 20 gómsætum austurlenskum réttum. Akureyri: Austurlenskt kvöld á Hótel KEA Slysavarnadeild kvenna á Akureyri og Hótel KEA gang- ast fyrir austurlensku kvöldi á Hótel KEA laugardaginn 20. okt. nk. Þar veröur boöiö upp á yfir 20 austurlenska rétti á hlaðborði en borðhaldið hefst íþróttavörur í hœsta gœðaklassa er íþróttavöniverslun Nœg Skíðagallar, úlpur, gallar, skór, töskur, bolir, húfur, lúffur, sokkar, inniskór, stuttbuxur, sundfatnaður, skautar, boltar o.fl. Opiðfrá kl. 09.30-18.00, laugardaga 10.30-12.30. stœði bœjarins við Strandgötu 6, sími 27771 stundvíslega kl. 20.00. Veislustjóri verður Pétur Þór- arinsson sóknarprestur í Glerár- kirkju. Á meðan á borðhaldinu stendur, verður boðið upp á skemmtiatriði en að því loknu leikur hljómsveitin Miðaldamenn fyrir dansi til kl. 03.00. Húsið verður opnað fyrir aðra en mat- argesti kl. 23.00. Miðasala fer fram á Hótel KEA föstudaginn 19. okt. frá kl. 17-19 og laugardaginn 20. okt. frá kl.14-16. Námsgagnastofnun: Ný bók í lesarka- safhi grunnskóla Hjá Námsgagnastofnun er komin út lesörkin Kveðja og er hún nýjasta bókin í flokknum les- arkasafn grunnskóla. Kveðja er ætluð nemendum í 5.-7. bekk grunnskóla og hefur skilnað og söknuð að meginefni. Efni bókarinnar er úr ýmsum áttum, fruinsamið og þýtt, gamalt og nýtt. Þórður Helgason valdi efnið og samdi kennsluleið- beiningar. Aðalheiður Skarphéð- insdóttir teiknaði myndir. Bók- inni fylgja kennsluleiðbeiningar. Bóicin er 128 bls. í brotinu A5, sett og brotin um hjá Náms- gagnastofnun, prentuð í Stein- holti hf. og bundin hjá Félags- bókbandinu - Bókfelli hf.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.