Dagur - 16.10.1990, Qupperneq 8
8 - DAGUR - Þriðjudagur 16. október 1990
fþróttir
F
Tveir bestu menn vallarins, Jón Örn Guðmundsson með boltann en Jón Kr. Gíslason til varnar.
Mynd: Golli
Úrvalsdeildin í körfuknat
Stólamir lögðu Grú
fyrir troðfullu
- Ivan með 33 stig
Tindastóll lagði UMFG að velli
96:85 í úrvalsdeildinni í körfu-
knattleik sl. sunnudagskvöld.
Stólarnir spiluðu á heimavelli í
íþróttahúsinu á Sauðárkróki
sem var troðfullt af áhorfend-
um á þessum fyrsta heimaleik
liðsins. Tékkinn Ivan Jonas
var stigahæstur hjá heima-
mönnum með 33 stig, en Kan-
Úr leik Tindastóls og Grindvíkinga.
Mynd:íSBG
Úrvalsdeildin
B-riðill
ÍBK 2 2-0 198:176 4
Tindastóll 2 2-0 187:170 4
Valur 2 1-1 193:187 2
Þór 3 1-2 307:304 2
Gríndavík 3 0-3 247:293 0
Handknattleikur 1. deild
ÍBV-Valur 26:28
Stjarnan-KA 20:29
FH-Haukar 20:18
ÍR-Grótta 16:20
Víkingur-Fram 23:18
KR-Selfoss 24:19
Víkingur 6 6-0-0 156:126 12
Valur 6 6-0-0 151:129 12
Stjarnan 6 5-0-1 139:127 10
KR 6 3-2-1 141:134 8
KA 6 3-0-3 146:128 6
Haukar 5 3-0-2 111:116 6
FH 6 2-1-3 135:136 5
ÍBV 5 2-0-3 122:120 4
Grótta 6 1-1-4 122:137 3
ÍR 6 1-0-5 133:147 2
Fram 6 0-1-5 116:142 1
Selfoss 6 0-1-5 112:142 1 2. deild
Þór-Ármann 25:19
ÍS-Njarðvík 16:29
V ölsungur-Armann 24:24
Keflavík-IH 21:18
Afturelding-LBK 18:26
Njarðvík 4 3-1-0 104: 77 7
Þór 4 3-1-0 98: 85 7
HK 3 3-0-0 78: 44 6
UBK 3 3-0-0 76: 46 6
Árniann 5 2-1-2 94: 99 5
Völsungur 4 1-1-2 85:102 3
Keflavík 4 1-0-3 83: 91 2
Afturelding 3 1-0-2 51: 64 2
ÍH 4 0-0-4 77: 94 0
ÍS 4 0-0-4 58:102 0
Úrvalsdeildin í körfuknattleik:
Endaspretturínn kom of seint
- þegar Þórsarar töpuðu 105:107 fyrir ÍBK
Þórsarar biðu nauman ósigur
er þeir mættu ÍBK í íþrótta-
höllinni á Akureyri á sunnu-
dagskvöldið. Lokatölur leiks-
ins urðu 105:107 en Keflvík-
ingar höfðu yfirhöndina í leik-
hléi, 50:46. Gestirnir héldu
reyndar forystunni mest allan
leiktímann en lokamínúturnar
voru æsispennandi. Þegar
aðeins nokkrar mínútur voru
eftir höfðu Keflvíkingar 17
stiga forskot en Þórsarar rifu
sig upp í lokin og náðu að
minnka muninn í tvö stig.
Lengra komust þeir þó ekki og
Keflvíkingar fögnuðu sigri.
Leikurinn var í járnum fyrstu
mínúturnar og jafnt á flestum töl-
um allt þar til staðan var 15:15.
Þá sigu Keflvíkingar framúr þrátt
fyrir að munurinn yrði aldrei
mikill. í fyrri hálfleik varð hann
mestur 7 stig, 35:42.
í seinni hálfleik byrjuðu Þórs-
arar með miklum látum og mest
fyrir góðan sprett Guðmundar
Björnssonar náðu þeir að jafna
og komast yfir, 62:60. Keflvík-
ingar virtust vera að ná áttum og
þegar það hafði tekist sigu þeir
aftur framúr og á tímabili stefndi
í stórsigur. Þegar 4 mínútur voru
til leiksloka var staðan 70:87 en
þá kom góður kafli hjá Þórsur-
um. Vel hvattir af fjöldamörgum
áhorfendum náðu þeir að saxa á
forskotið þangað til staðan var
orðin 98:100. Þá kom þriggja
stiga karfa frá Fal Harðarsyni og
hún gerði útslagið. Lokatölurnar
urðu 105:107 eins og fyrr segir.
Þórsarar léku þennan leik ekki
vel og það er greinilegt að liðið
getur betur. Lykilmenn eins og
Cedric Evans og Sturla Örlygs-
son náðu sér ekki á strik langtím-
um saman þótt þeir ættu góða
spretti. Sturla vaknaði eiginlega
ekki til lífsins fyrr en í lokin þeg-
ar hann skoraði þrjár þriggja
stiga körfur á örskömmum tíma
en þá var of seint í rassinn gripið.
Evans átti spretti en hvarf þess á
milli og það vakti athygli hversu
linur hann var oft í fráköstunum
miðað við hæðina og stökkkraft-
inn sem hann hefur. Langbesti
inaður liðsins var Jón Örn
Guðmundsson sem hélt Þórsur-
um á floti með stórgóðum leik.
Þá var Guðmundur drjúgur, sér-
staklega í upphafi seinni hálf-
leiks.
Keflavíkurliðið er sterkt og
sýndi mikinn karakter. Sigurður
Ingimundarson er seigur og Falur
Harðarson skemmtilegur en höf-
uð og herðar yfir aðra ber þó Jón
Kr. Gíslason sem var allt í öllu í
flestum aðgerðum liðsins.
Stig Þórs: Jón Örn Guðmundsson 27,
Cedric Evans 23, Sturla Örlygsson 23,
Guðmundur Björnsson 23, Konráð Ósk-
arsson 5, Jóliann Sigurðsson 4.
Stig ÍBK: Jón Kr. Gíslason 26, Sigurður
Ingimundarson 23, Tom Lytle 18, Falur
Harðarson 18, Egill Viðarsson 11, Júlíus
Friðriksson 4, Hjörtur Harðarson 4,
Albert Óskarsson 3.
Dómarar: Jón Otti Ólafsson og Kristján
Möller. Dæmdu þokkalega.
Cedric Evans náði sér ekki nægilega vel á strik en hér læðir hann boltanum
með tilþrifum í körfu ÍBK. Mynd: Golli