Dagur - 16.10.1990, Síða 13

Dagur - 16.10.1990, Síða 13
Þriðjudagur 16. október 1990 - DAGUR - 13 Ráðstefiia um atvinnuþróun og sam- starf fvrirtækja á Norðurlandi Laugardaginn 20. október verður haldin ráðstefna á Akureyri, á vegum Lands- sambands iðnaðarmanna og svæðisskrifstofu iðnaðarins á Norðurlandi, um byggðaþró- un, samstarf fyrirtækja og atvinnuþróun á Norðurlandi. A ráðstefnunni verða flutt all- mörg erindi, og verður hún haldin á 4. hæð Alþýðuhúss- ins. Klukkan 8.30 verður afhend- ing gagna á ráðstefnustað, en setning verður kl. 9.00. Ráð- stefnustjóri er Tómas Ingi Olrich, en Haraldur Sumarliða- son, forseti Landssambands iðn- aðarmanna, flytur setningar- ávarp. Síðan er dagskráin á þá leið að iðnráðgjafar á Norðurlandi, Ásgeir Leifsson, Unnur Ólafs- dóttir og framkvæmdastjóri I.E., Sigurður P. Sigmundsson, fara ofan í saumana á norð- lensku atvinnulífi, fjölda fyrir- tækja, mannafla, framleiðslu o.fl. þáttum. Kristján Jóhannsson, rekstrar- hagfræðingur hjá V.S.Í., fjallar um samstarf fyrirtækja, fyrir- tækjanet og skilyrði sem þurfa að vera til staðar til að slík net virki, stjórnun í fyrirtækjanetum, hvernig varðveita má sjálfstæði fyrirtækja í slíku samstarfi, miðlun, fjármögnun, opinberan stuðning, dæmi um slíkt frá Dan- mörku o.fl. Guðmundur Guðmundsson, verkfræðingur hjá Landssam- bandi iðnaðarmanna, fjallar um möguleika á samstarfi sjávar- útvegs og iðnaðar í þróun véla og tækjabúnaðar til að auka fram- leiðni í sjávarútvegi. Pétur Reimarsson, fram- kvæmdastjóri Sæplasts hf., flytur erindi um landsbyggðina og markaðinn, og kosti og galla þess að reka fyrirtæki á landsbyggð- inni. Velt verður upp spurning- unni um hvort fjarlægðin frá Reykjavík sé kostur eða galli. Einnig ræðir hann um iðnaðar- hefð á Akureyri, og orsakir þess að vinnuafl er talið stöðugra á landsbyggðinni en á höfuðborg- arsvæðinu. Torfi Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Vélsmiðjunnar Odda hf., talar um samstarf í markaðshópi um útflutning, lýs- ingu á samstarfshópum eða fyrir- tækjanetum. Hilmar Kristjánsson, fram- kvæmdastjóri verktakafyrirtækis- ins Stíganda á Blönduósi, ræðir um samstarf fyrirtækja í bygging- ariðnaði um stærri framkvæmdir, og möguleika byggingariðnaðar- ins á Norðurlandi. Valtýr Sigurbjarnarson hjá Byggðastofnun á Akureyri fjallar um möguleika Byggðastofnunar til að styðja fyrirtæki til að koma á fyrirtækjanetum. Erindi Guðlaugs Stefánssonar, hagfræðings hjá Landssambandi iðnaðarmanna, fjallar um fjár- mögnun smáfyrirtækja á Islandi og samanburð við Norðurlönd. Örn D. Jónsson, formaður FORM ísland (Félags áhuga- manna um hönnun) og forstöðu- maður Sjávarútvegsstofnunar Háskóla íslands, er með erindi sem hann nefnir vangaveltur um möguleika iðnaðar á Norður- landi, samstarf iðnaðar- og sjávar- útvegsfyrirtækja, vöruþróun, menntunarkröfur til stjórnenda og starfsmanna, hugvit og hönnun. Að erindum þessum fluttum verða „panel“- umræður, og stjórnar Tómas Ingi Olrich þeim. Þátttakendur verða: Haraldur Sumarliðason, forseti L.i., Jón Þórðarson, Háskólanum á Akur- eyri, Ófeigur Gestsson, sveitar- stjóri á Blönduósi, Einar Njálsson, bæjarstjóri á Húsavík, Halldór Jónsson, bæjarstjóri á Akureyri, Bjarni Grímsson, bæjarstjóri í Ölafsfirði, Ingunn St. Svavarsdóttir, formaður Fjórðungssambands Norðlend- inga og sveitarstjóri á Kópaskeri, Snorri Björn Sigurðsson, bæjar- stjóri á Sauðárkróki og Valtýr Sigurbjarnarson, Byggðastofnun á Akureyri. I lok ráðstefnunnar mun ráð- stefnustjóri draga saman helstu niðurstöður hennar. Þeir sem áhuga hafa á að sitja ráðstefnuna þurfa að tilkynna sig sem fyrst til Svæðisskrifstofu iðnaðarins á Akureyri, s. 11222. Ráðstefnu- gjald er kr. 4.500,- EHB Ferð Sléttbaksmanna til Bandaríkjanna: „Við kostuðum ferð okkar sjálfír“ - segir Gunnar Jóhannsson, stýrimaður Slcttbakur EA-304, frystitog- ari Útgerðarfélags Akureyr- inga, hélt til veiða um síðustu helgi eftir um hálfs mánaðar stopp, en unnið var að við- gerðum á skipinu. Áhöfnin ásamt mökum nýttu tímann og Af frétt í Degi um heilsufar íbúa á Akureyri fyrir septem- bermánuð, sem fengin var úr skýrslu frá Heilsugæslustöð- inni á Akureyri, mætti ætla að lungnabólgufár væri í bænum, en svo er ekki. Skýrslan var ranglega útfyllt af starfsmanni Hcilsugæslustöðvarinnar og Hvíti stafurinn er aðalhjálpar- tæki blindra og sjónskertra við að komast leiðar sinnar. Hann er jafnframt forgangsmerki þeirra í umferðinni. Það krefst langrar þjálfunar að læra að nota hvíta stafinn svo að hann komi að sem mestum notum. Þjálfunin er fólgin í að læra að beita stafnum á réttan hátt, læra ákveðnar leiðir og að þekkja kennileiti. Mikilvægt er að hlusta eftir umhverfishljóð- um, t.d. eru fjölfarnar götur gott kennileiti. Þegar blindur eða sjónskertur þarf að komast yfir götu, heldur hann hvíta stafnum skáhallt fyrir framan sig. Ökumenn og aðrir vegfarend- ur taka í ríkari mæli tillit til heldu til Bandankjanna í skemmti- og kynnisför. „Já, það er rétt, við erum nýkomin frá Bandaríkjunum úr ágætri ferð. í fréttum var sagt, að við hefðum verið í boði Sölumið- stöðvar hraðfrystihúsanna, en gefur því alranga mynd. I fréttinni segir að greind lungnabólgutilfelli séu 302, en hið rétta er að þau voru 7. Kvef- og hálsbólgutilfellin eru hins veg- ar 302 og inflúensa greindist ekki í mánuðinum. Þessari leiðrétt- ingu er komið á framfæri og beð- ist velvirðingar. ój blindra og sjónskertra sem nota hvíta stafinn. Eitt aðalvandamál þess sem ferðast um með hjálp hvíta stafsins eru kyrrstæðir bílar á gangstéttum. Þessir bílar geta valdið stórhættu, sérstaklega vörubílar og aðrir háir bílar. Stafurinn lendir undir bílnunt og sá blindi verður ekki var við hann í tæka tíð. Skorað er á ökumenn að virða hvíta stafinn sem stöðvunar- merki. Vegfarendur eru hvattir til að sýna blindum og sjónskert- um fyllstu tillitssemi í umferðinni og að bjóða fram aðstoð sína ef þurfa þykir, með því að rétta fram handlegginn svo að hinn blindi eða sjónskerti geti fylgt honum eftir. það er ekki rétt. Við félagarnir af Sléttbak kostuðum þessa ferð sjálfir, hún var greidd að miklum hluta úr sjóði sem við höfum safnað og það sem vantaði upp á var greitt af okkur. Hins vegar er rétt að Sölumiðstöð hraðfrysti- húsanna sá um undirbúninginn fyrir vestan og greiddi götu okk- ar og okkur var boðið að skoða verksmiðjuna þeirra," sagði Gunnar Jóhannsson, fyrsti stýri- maður á Sléttbak. ój Nauðungaruppboð þriðja og síðasta, á eftirtöldum eignum fer fram í skrifstofu embættis- ins á neðangreindum tíma: Aðalbraut 46, Raufarhöfn (neðri hæð), eigandi Albert Leonardsson, mánudaginn 22. okt., ’90, kl. 13.30. Uppboðsbeiðendur eru: Gunnar Sólnes hrl. og Trygginga- stofnun ríkisins. Akurgerði 7, Kópaskeri, þingl. eig- andi Ástráður Berthelsen, mánu- daginn 22. okt., '90, kl. 11.00. Uppboðsbeiðendur eru: íslandsbanki, Jón Ingólfsson hdl., Örlygur Hnefill Jónsson hdl. og Kristinn Hallgrímsson hdl. Brekknakot 1, Svalbarðshreppi, þingl. eigandi Jósep Leósson, mánudaginn 22. okt., '90, kl. 15.00. Uppboðsbeiðendur eru: Veðdeild Landsbanka íslands og Sigríður Thorlacius hdl. Höfn II, Svalbarðsstr.hreppi, þingl. eigandi Soffía Friðriksdóttir, föstu- daginn 19. okt., '90, kl. 15.00. Uppboðsbeiðendur eru: Gunnar Sólnes hrl., innheimtumað- ur ríkissjóðs, Árni Pálsson hdl. og Veðdeild Landsbanka íslands. Bæjarfógetinn í Húsavík. Sýslumaður í Þingeyjarsýslu. Skýrsla Heilsugæslustöðvarinnar ranglega útfyllt: Lungnabólgutilfellin eru 7 en ekki 302 15. október - alþjóðlegur dagur hvíta stafsins: Staftirinn er forgangsmerki blindra í umferðinni ’----------------------------------------------^ Hey til sölu! Hef til sölu vélbundna, súgþurrkaöa tööu. Hef leyfi sauðfjárveikivarna til aö selja hey hvert á land sem er. Ingimar Brynjólfsson, Ásláksstöðum. Upplýsingar í síma 96-21956 og 91-17097 á kvöldin. Húsvörður óskast! Frá og með 1. desember n.k. vantar húsvörð að Félagsheimilinu Laugarborg í Hrafnagilshreppi. Upplýsingar veitir Eiríkur Hreiöarsson, Grísará, í síma 31132. Húsnefndin. Framkvæmdastjóri Starf framkvæmdastjóra Ungmennasambands Eyjafjarðar (U.M.S.E.) er laust til umsóknar. Um er aö ræöa fjölbreytt og skemmtilegt starf sem felst í vinnu á skrifstofu, undirbúning íþróttamóta, samskiptum viö aöildarfélög U.M.S.E. o.fl. Æskilegt er aö umsækjendur hafi einhverja reynslu eða þekkingu á starfsemi ungmenna- og íþrótta- félaga. Gert er ráö fyrir aö viðkomandi geti hafiö störf um áramót 1990-91 en umsóknarfrestur er til 1. nóvember nk. Umsóknir um starfiö sendist til for- manns U.M.S.E. Jóhanns Ólafssonar Ytra-Hvarfi Svarfaðardal 620 Dalvík sem veitir einnig nánari upplýsingar um starfið, sími 96-61515. Lagerstjóri Óskum eftir að ráða lagerstjóra til fyrirtækisins. Um er aö ræöa stjórnun á lager sem sendir vörur til margra landa, auk vörudreifingar innanlands. Viðkomandi þarf aö hafa haldgóða þekkingu á tölvu- skráningu, auk góörar tungumálakunnáttu, aö minnsta kosti ensku. Skriflegar umsóknir sendist starfsmannastjóra fyrir 24. október n.k. og gefur hann nánari upplýsingar í síma 21900 (220). Álafoss hf. Akureyri Hjartans þakkir sendi ég börnum mínum, bróöur, ættingjum og vinum sem glöddu mig á 75 ára afmæli mínu, 7. október, með gjöfum, blómum og skeytum. Guð blessi ykkur öll. ANNA KRISTINSDÓTTIR, Víðilundi 6 e, Eiginmaður minn, faðir okkar og afi, PÁLL EMILSSON LÍNBERG Löngumýri 32, Akureyri, andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 13. október. Jarðarförin fer fram föstudaginn 19. október, kl. 13.30 í Akur- eyrarkirkju. Þórhildur Skarphéðinsdóttir, Jónína Pálsdóttir, Ásta Pálsdóttir, Rósa Pálsdóttir, Arnór Þorgeirsson, Páll Þór Ómarsson Hillers, Guðmundur Garðarsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.