Dagur - 16.10.1990, Side 16
Akureyri, þriðjudagur 16. október 1990
Kodak
Express
★ Tryggðu f ilmunni þinni
Gæóaframköllun
\SH
Jbesta ^PedíSmyndir
S^Hafnarstræti 98, sími 23520 og Hofsbót 4, simi 23324.
Akureyri:
Þrír árekstrar og
einn grunaður um ölvun
- umferðin hefur gengið mjög vel
þrátt fyrir fremur erfiðar aðstæður
Róiegt var hjá lögreglunni á
Akureyri um helgina. Einn
ökumaður var tekinn grunaður
um ölvun við akstur og þrír
árckstrar urðu í bænum, einn
þeirra all harður.
Fáar rjúpur
á fyrsta
veiðidegi
Rjúpnaveiðimenn þyrptust til
fjalla snemma í gærmorgun,
enda fyrsti leyfilegi rjúpna-
veiðidagurinn. Samkvæmt sam-
tölum við veiðimenn og tíð-
indamenn síðla dags í gær var
eftirtekjan á þessum fyrsta
degi heldur léleg. Algengt var
að menn hefðu fimm eða færri
rjúpur eftir daginn.
Veður var heldur óhagstætt til
rjúpnaveiða í gær víða á Norður-
landi. Á Norðausturlandi gekk á
með rigningu og slyddu í gær,
veðurlag sem rjúpnaveiðimenn
hrópa ekki húrra fyrir. Páll
Þormar, vel þekkt aflakló á
Raufarhöfn, fór til rjúpna og
hafði níu upp úr krafsinu. Hon-
um þótti ekki mikið til koma,
enda náði hann yfir 70 rjúpum á
einum degi í fyrra þegar best lét.
Páll sagðist hafa spurnir af
nokkrum veiðimönnum sem
hefðu náð þrem til fimm rjúpum.
Nokkrir veiðimenn gengu til
rjúpna á Holtavörðuheiði í gær
og hafði Dagur spurnir af einum
þeirra sem náði sex rjúpum.
Nálægt 30 veiðimenn, flestir úr
höfuðborginni, gistu í skála
Ferðafélags íslands á Hveravöll-
um í fyrrinótt. Peir gengu til
rjúpna þar innra í gær, flestir í
Þjófadal, en höfðu lítið upp úr
krafsinu, að sögn Hörpu Lindar
Guðbrandsdóttur, veðureftirlits-
manns. Veður til rjúpnaveiða var
heldur leiðinlegt á Hveravöllum í
gær, skafrenningur og slæmt
skyggni. óþh
Húsavík:
Tvítugurmaður
varðúti
Hörmulegt slys varð á Húsa-
vík aðfaranótt laugardags er
ungur maður varð úti. Það
var um miðnætti á föstu-
dagskvöld sem maðurinn fór
úr húsi í miðbænum.
Á laugardagsmorgun var
hafin eftirgrennslan, en það
var fyrir tilviljun um kl. 13
sem maðurinn fannst, og var
þá látinn. Hinn látni fannst á
óupplýstum vegi í fjörunni
neðan við bakkann við Marar-
braut og er vegurinn lokaður
fyrir umferð.
Hinn látni hét Karl Jakob
Hinriksson og varð hann tví-
tugur sl. föstudag. Hann lætur
eftir sig unnustu. IM
Að sögn Matthíasar Einars-
sonar. varðstjóra lögreglunnar á
Akureyri, var mjög tíðindalítið í
umferðinni og virðist sem öku-
menn hafi gengið hægt inn um
gleðinnar dyr, keyrt varlega og
ekið í samræmi við aðstæður.
Matthías segir að vetrarhjól-
barðar séu komnir undir bróð-
urpart bifreiða í bænum og öku-
menn fari varlega í þeirri hálku
sem hefur myndast á götum
bæjarins síðustu daga.
„Mér finnst frekar ástæða til að
gleðjast yfir því en hitt, eins og
færðin hefur verið undanfarna
daga. Ökumenn hafa brugðist
mjög skjótt við og ekki tekið
neina óþarfa áhættu," sagði
Matthías.
Samkvæmt nýlega settum lög-
uni má fyrst setja nagladekkin
undir bifreiðar 1. nóvember.
Hins vegar gera löggæslumenn
síður en svo athugasemd við
notkun nagladekkja fyrir þann
tíma, ef akstursskilyrði eru með
versta móti, eins og þau hafa
reyndar verið á Akureyri og víða
á Norðurlandi síðustu daga.
óþh
Hatbjörg EA-23 strandaði á sandrifi skammt frá Torfunefsbryggju á Akureyri í gær. Þrátt fyrir margítrekaðar
tilraunir tókst dráttarbáti ekki að ná Hafbjörgu af strandstað um hádegisbil í gær. Það var síðan laust fyrir kl.
20 í gærkvöld sem báturinn losnaði af sandrifinu.
Bátur strandaði á Pollinum
Hafbjörg EA, 84 brúttólesta
eikarbátur frá Hauganesi,
strandaöi í gærmorgun skammt
frá landi á Pollinum á Akur-
eyri.
Pað var um tíuleytið sem bát-
urinn kenndi grunns, og stóð
hann fastur á sandrifi sem geng-
ur suður úr fjörunni við Strand-
götu. Þetta er ekki í fyrsta sinn,
sem skip stranda á þessum stað,
en þau nást jafnan á flot sam-
dægurs. Rétt fyrir hádegi kom
dráttarbátur Akureyrarhafnar á
vettvang til að draga Hafbjörgu
af strandstað, en það tókst ekki
í það sinn, því óheppilega stóð
á sjávarföllum.
Lágflæði var um kl. 14.00.
Ákveðið var því að bíða þess að
flæddi aftur að, og það var síð-
an um kl. 19.40, á háflóði, sem
Hafbjörgin losnaði af strand-
stað.
Síðast strandaði bátur á þess-
um stað að vorlagi fyrir tveimur
árum. EHB
Tekist á um álmálið utan dagskrár á Alþingi:
;1 mikilvægt að styrkja
ikjama eins og Akureyri
sagði forsætisráðherra m.a. í umræðunum í gær
Utandagskrárumræður fóru
fram á Alþingi í gær um stööu
álsamninga að beiðni Friðriks
Sophussonar, fyrsta þing-
manns Reykvíkinga. Friðrik
beindi mörgum spurningum til
ráðherra í ríkisstjórninni og
fjöldi þingmanna tók til máls
um álversmálið. Umræðu var
frestað síðdegis í gær og
Athugun lögreglunnar á Akureyri:
Flestir spenntir í aftursæti
Samkvæmt athugun lögregl-
unnar á Akureyri var nokkuð
almenn notkun bílbelta í aftur-
sæti bifreiða í bænum fyrstu
dagana eftir að lög þar að lút-
andi tóku gildi þann 1. október
sl.
„Við gerðum þessa athugun
bæði að morgni og kvöldi fyrstu
dagana eftir að bílbeltanotkun í
aftursæti var lögleidd. Við vorum
satt að segja undrandi hversu
alrnenn bílbeltanotkunin var,“
sagði Matthías Einarsson, varð-
stjóri hjá lögreglunni á Akureyri.
„Hins vegar er ég hræddur um að
farþegar hafi slakað á bílbelta-
notkuninni síðustu dagana.
Reynslan er sú að það þarf stöð-
ugt að reka áróður fyrir þessu.“
Síldarvertíðin:
Búið að salta í 1500 tunnur
- þar af 414 á Vopnafirði
Það sem af er síldarvertíð hef-
ur fremur lítið aflast. í gær
fengust þær upplýsingar hjá
Síldarútvegsnefnd að í það
heila væri búið að salta 1500
tunnur. Mest hefur verið salt-
að á Fáskrúðsfiröi, en á
Vopnafirði var í gær búið að
salta í 414 tunnur.
Vertíðin hefur farið rólega af
stað og fremur lítið hefur aflast.
Bátarnir hafa verið að fá nokkuð
væna síld inni á fjörðunum eystra
og hentar hún vel til söltunar fyr-
ir síldarkaupendur í Danmörku,
Svíþjóð og Finnlandi.
Saltað hefur verið á verstöðv-
um á svæðinu frá Vopnafirði í
norðri til Hafnar í Hornafirði í
suðri. óþh
þráðurinn aftur tekinn upp kl.
21 í gærkvöld. Þá var fjöldi
þingmanna á mælendaskrá.
Fátt nýtt kom fram í
umræðunum, en meira um að
ræða endurtekið efni. Friðrik
Sophusson gagnrýndi viss vinnu-
brögð iðnaðarráðherrra í álmál-
inu og sagði að sú ríkisstjórn ætti
skilyrðislaust að víkja sem ekki
gæti náð samstöðu um svo mikil-
vægt mál sem nýtt álver væri.
Friðrik sagði að lokum. „Þetta er
ekki spurning um hvað var gert
rangt, heldur hvernig það var
gert.“
Steingrímur Hermannsson, for-
sætisráðherra, hóf mál sitt á
þessa leið: „Stóran hlut á sá sem
upphafinu veldur,“ og vísað þar
til setu Friðriks í stóli iðnaðar-
ráðherra þegar viðræðum um
nýtt álver var hrundið af stað.
Steingrímur sagði að óháð nýju
álveri þyrfti að endurskoða
byggðamótun í landinu og minnti
á starf byggðanefndarinnar svo-
kölluðu í því sambandi. „Stað-
setning nýs álvers mun ekki
stuðla að þeirri byggðaþróun sem
menn dreymdi um. Ég tel mikil-
vægt að Byggðastofnun verði
efld, landinu verði skipt upp í
þjónustusvæði og byggðakjarnar
verði styrktir. Sem dæmi um
byggðakjarna nefni ég Akur-
eyri,“ sagði forsætisráðherra.
Hann sagði að ríkisstjórnin væri
ekki búin að samþykkja neinn
þátt álmálsins, en vonaðist til að
það yrði gert í heild sinni um
næstu mánaðamót.
Jón Sigurðsson, iðnaðarráð-
herra, rakti gang álmálsins og
útskýrði fyrir þingheimi einstaka
þætti þess. Hann kvaðst vera
bjartsýnn á niðurstöðu málsins
eftir að þingmenn væru búnir að
kynna sér málið betur.
Jón endaði mál sitt á svohljóð-
andi vísu:
Tækifærín gríptu greitt,
giftu mun það skapa.
Álið skaltu hamra heitt,
að hika er sama og tapa.
-bjb
Hrafnagil í Eyjafirði:
Piltur féll
af flórhjóli
Piltur hlaut áverka í andliti
þegar hann féll af fjórhjóli
skamnit frá barnaskólanum
á Hrafnagili í Eyjafirði um
kl. 16 í gær.
Pilturinn, sem ekki hafði
réttindi til aö aka fjórhjóli, ók
því aftan á annað fjórhjól og
féll viö það af hjólinu.
Hann var fluttur á Fjórð-
ungssjúkrahúsið á Akureyri
síðdegis í gær, en meiðsli hans
voru minni en óttast var. óþh