Dagur - 17.10.1990, Blaðsíða 1
Skagafjörður:
Slátrun lokið hjá KS
síðufláningin gekk vel
Slátrun lauk í gær í sláturhúsi
Kaupfélags Skagfírðinga á
Sauðárkróki. Að sögn Arna
Egilssonar, sláturhússtjóra,
gekk allt samkvæmt áætlun og
sl. föstudagskvöld var gleð-
skapur starfsfólks og lukkaðist
vel.
Rúmlega 30 þúsund fjár var
slátrað þetta haustið hjá KS. Ný
fláningsaðferð var tekin í notkun
og segir Árni reynsluna af henni
það góða að trúlega verði henni
beitt í framtíðinni hjá sláturhús-
Iðavöllur
endurbyggður
Bæjarstjórn Akureyrar sam-
þykkti í gær að Iáta endur-
byggja leikskólann Iðavöll fyr-
ir um 4 milljónir króna.
Bæjarráð kom sér saman um
þessa lausn málsins á fundi 11.
þ.m. Fóstrur á Akureyri vildu
láta rífa leikskólahúsið og byggja
nýtt, en sjónarmið bæjarráðs er
að ekki sé ástæða til þess. Félags-
málaráði var jafnframt falið að
gera tillögur um staðsetningu
nýrrar dagvistar, sem byggð verði
á næsta ári. Endurbygging Iða-
vallar verður í samræmi við áætl-
un byggingadeildar bæjarins.
EHB
inu. Pessi aðferð krefst færra
starfsfólks og er einnig mun létt-
ari en eldri aðferðir. Á Húsavík
var aðferðin reynd í fyrra og
einnig notuð í ár. Þessi flánings-
aðferð hefur verið kölluð síðu-
fláning og sláturhúsið í Borgar-
nesi er búið að beita henni um
nokkurra ára skeið. Ætlunin var
að Blöndósingar myndu einnig
reyna síðufláningu í ár, en af því
varð ekki.
Meðalþyngdin í haust er held-
ur yfir meðallagi að sögn Árna.
Ekki var búið að reikna hana
endanlega í gær, en- áætluð í
kringum 14,6 kg.
Nú tekur við hjá sláturhúsinu
tími nautgripaslátrunar og síðan
folaldaslátrunar. Árni sagðist bú-
ast við 400-500 folöldum og nokk-
uð margir bændur væri komnir á
lista með nautgripi til slátrunar.
SBG
„Kúnturinn“ á Akureyri cr lokaður. Framkvæmdir eru hafnar við jarðvegsskipti á Ráðhústorgi, en jafnframt er
unnið að endurnýjun lagna. „Hve langan tíma verkið tekur er ekkert hægt að segja um, það fer eftir hvað við verð-
um hcppnir með veður. Á næsta sumri verður torgið hellulagt á svipaðan hátt og Hafnarstrætið," sagði Hilmar
Gíslason, bæjarverkstjóri. Mynd. Golli
Hvaleyri hf. í Hafnarfirði:
Samheiji keypti bréf annarra hluthafa
Samherji hf. á Akureyri hefur
keypt öll hlutabréf í útgerðar-
og fískvinnslufyrirtækinu Hval-
eyri hf. í Hafnarfírði. Samherji
hf. átti áður tæpan helming
hlutafjár, en nýtti sér á dögun-
um forkaupsrétt á hlutabréfum
annarra hluthafa í fyrirtækinu.
I gærmorgun var öllu starfs-
fólki frystihúss Hvaleyrar til-
kynnt að því yrði sagt upp, því
ætlunin er að hætta vinnslu þar
Fjármál Leikfélags Akureyrar:
Sairniingagerð strandar á
vanskilaskuld við ríkið
Fjárhagsleg framtíð Leikfélags
Akureyrar er enn í lausu lofti,
eða biðstöðu, eins og Sigurður
Hróarsson, leikhússtjóri, kaus
að orða það. Þríhliða samning-
ur félagsins, ríkisins og Akur-
eyrarbæjar rann út um síðustu
áramót og hefur nýr samningur
ekki verið gerður þrátt fyrir
töluvert nefndarstarf og við-
ræður á þessu ári. Boltinn mun
vera í höndum menntamála-
ráðherra þessa stundina.
„Það er verið að leita leiða til
að grynnka á skuldum. Leikfé-
lagið er alls ekki illa sett en það á
skuld við ríkissjóð sem komin er
í vanskil og þetta er það eina sem
við getum ekki komið okkur út
úr sjálf. Við erum búin að sækja
um aukafjárveitingu á aukafjár-
lögum nú í haust og það er í
liöndum menntamálaráðherra og
síðan ríkisstjórnar eða Alþingis
að afgreiða það mál,“ sagði Sig-
urður.
Hann sagði að samningsgerö
væri langt komin eftir viðræður
við menntamálaráðuneytið,
fjármálaráðuneytið, Akureyrar-
bæ og störf nefndar sem mennta-
málaráðherra skipaði. Hins vegar
væri ekki hægt að ganga frá nýj-
um samningi, sem tæki gildi um
næstu áramót, fyrr en búið væri
að afgreiða vanskilaskuldina við
ríkissjóð.
Leikfélagið hefur lagt fram
greinargerð til viðkomandi ráðu-
neyta og þingmanna kjördæmis-
ins um umrædda skuld, hvernig
hún er tilkomin og hvers vegna
félaginu þykir réttlætanlegt að
ríkið komi til móts við það.
Sigurður taldi óvíst að nýr
þríhliða samningur yrði gerður.
Hugsanlega gerði leikfélagið sér-
stakan samning við Akureyrarbæ
og í stað þess að semja við ríkið-
til einhverra ára yrði félaginu
tryggð ákveðin fjárveiting á fjár-
lögum. En telur leikhússtjórinn
að tilvera atvinnuleikhúss á
Akureyri sé í hættu?
„Nei, alls ekki. Nema þá að
landsfeðurnir taki skyndilega allt
aðra stefnu en þeir hafa viðrað
við okkur hér í leikhúsinu,“ sagði
Sigurður. SS
fyrir áramót.
Samherji hf. ætlar að hætta
rekstri frystihúss í Hafnarfirði,
og selja vinnslulínu hússins.
Hlutafé í Hvaleyri hf. er 105
milljónir króna, sem áður skiptist
þannig að Samherji hf. átti 50
milljónir, Hagvirki hf. átti einnig
50 milljónir og Jón Friðfinnsson,
framkvæmdastjóri Hvaleyrar, 5
milljónir. Samherji keypti því
bæði hluta Hagvirkis og Jóns
Friðfinnssonar. Hagvirki mun
kaupa frystihúsið aftur af Sam-
herja, og selja það síðan ásamt
fleiri húseignum undir aðra starf-
semi.
Kristján Vilhelmsson hjá Sam-
herja hf. vildi ekki gefa upp hvert
kaupverð hlutabréfanna væri. Þó
er ljóst að það er mun meira virði
en nafnverðið segir til um, því
eignirnar eru miklar.
Hvaleyri hf. hefur rekið fisk-
vinnslu í Hafnarfirði, og auk þess
gert út togarann Víði HF-201,
sem er systurskip Akureyrarinn-
ar, um 750 brúttólestir að stærð.
Kvóti togarans mun vera um
2.000 tonn í þorskígildum. JÓH
Hættu að reykja - til vinnings:
Um tólf hundruð höfðu
tilkynnt þátttöku í gær
- Sauðkrækingar slá ekki af
í vinabæjakeppninni
í gær höfðu á þrettánda hundr-
aö manns skráð sig í reykleys-
isátak Krabbameinsfélags
íslands „hættu aö reykja - til
vinnings“, en það hófst sl.
laugardag. Að sögn Ásgeirs
Helgasonar hjá Krabbameins-
félaginu er áætlað að þetta séu
um 2% þeirra sem reykja
reglulega.
„Hættu að reykja - til vinn-
ings“ er sameiginlegt átak í reyk-
ingavörnum, sem krabbameins-
félög á öllurn Norðurlöndum
standa að. Reykingafólk er hvatt
til að láta nikótínið vera í fyrstu
atrennu í fjórar vikur, frá 15.
október til 12. nóvember og helst
til frambúðar.
Tilboð í vöruflutninga fyrir KEA:
Skipadeild Sambandsins áttí lægsta tílboðið
Skipadeild Sambandsins átti
lægsta tilboðið í flutninga fyrir
Kaupfélag Eyfírðinga sem
boðnir voru út fyrr í liaust.
Skammt undan koma tvö til-
boð sem eru nokkuð áþekk en
þau eru frá Lyftiafli hf. og
Stokksverki hf. en þessir aðilar
buðu eingöngu í landfíutninga
en í tilboði Skipadeildar Sam-
bandsins fólust bæði land- og
sjóflutningar.
Ekki er geíið upp að svo
stöddu hvernig tilboðin hljóða en
Sigmundur Ófeigsson hjá KEA
segir að öll tilboðin, utan eitt, séu
lægri en sú upphæð sem félagið
greiddi fyrir flutninga sína á síð-
asta ári. Talsverður munur sé
einnig á hæsta og lægsta tilboði.
Alls bárust 19 tilboð í þessa
flutninga en eitt þessara tilboða
var hærra en nemur kostnaði
KEA við flutninga sína á síðasta
ári en í þessu tilboði fólust vöru-
flutningar með flugvélum.
Ákvörðun hefur ekki verið
tekin um að leggja bifreiðadeild
KEA niour en hún verður vænt-
anlega tekin þegar og ef semst
við einhvern þessara aðila um
flutningana. Sigmundur segir að
á næstu dögum verði hafnar við-
ræður við þá aðila sem áttu
lægstu tilboðin og einnig verði
rætt við þá aðila á Akureyri sem
boðið hafi í flutningana. JÓH
Ásgeir Helgason sagði að vitað
væri um fjölda þátttökutilkynn-
inga í pósti og því væri heildar-
tala þátttakenda ekki enn ljós, en
þó væri greinilegt að landsmenn
hefðu tekið vel við sér og fjöldi
reykingamanna hefði hug á að
nota þetta tækifæri til að hætta að
reykja.
Sauðárkrókur er einn bæja hér
á landi sem var valinn í sérstakri
keppni vinabæja á Norðurlönd-
um. Ásgeir sagði að í gær hefðu
um 40 manns skráð sig í reyk-
bindindi þar í bæ, sem yrði að
teljast mjög gott. óþh