Dagur - 17.10.1990, Blaðsíða 12
Sauðárkrókur
95-35960
mmm,
Akureyri, miðvikudagur 17. október 1990
Launabarátta presta hefur engum auka-
krónum skilað í launaumslögin:
Beðið eftir niðurstöðu umfangs-
mikillar könnunar á kjörum presta
Húsavík
96-41585
Þessa dagana er unnið að
umfangsmikilli könnun á kjör-
um prestastéttarinnar í land-
inu. Hún er unnin af nefnd
sem ÓIi Þ. Guðbjartsson,
kirkjumálaráðherra, skipaði til
þess að fara ofan í saumana á
launamálum presta, en Presta-
félag Islands hafði frumkvæði
að þessari vinnu. í nefndinni
eiga sæti fulltrúar kirkjumála-
ráðuneytis, Biskupsstofu og
Prestafélagsins.
„Niðurstöður könnunarinnar
koma vonandi frá nefndinni fljót-
lega eftir áramótin. Það er í
sjálfu sér ekki hægt að fara fram
á endurskoðun á ýmsum atriðum
varðandi launamálin nema fyrir
liggi staðreyndir um við hvaða
kjör prestar búa í dag,“ sagði Jón
Dalbú Hróbjartsson, formaður
Prestafélags Islands.
Á sl. vetri urðu miklar umræð-
ur um launamál presta í kjölfar
þess að prestar á Norðurlandi
áttu fund með biskupi á Akureyri
um málið. Flóki Kristjánsson
skrifaði grein þar sem hann fór
mjög hörðum orðum um hvernig
búið væri launalega að presta-
stéttinni.
Áðurnefndri könnun var
hrundið af stað í kjölfar þessarar
umræðu. í samtölum sem Dagur
hefur átt við presta á Norður-
landi kemur fram að sóknar-
nefndir eru víða farnar að greiða
prestum undir borðið í formi
húsaleigustyrks, staðaruppbótar
o.fl. Prestum þykir þetta slæmur
kostur, enda eru söfnuðir mis-
Fyrsti loðnufarmurinn til Þórshafnar:
Vantar skip til loðnuleitar
- segir Hilmar Þór Hilmarsson,
verksmiðjustjóri
Fyrstu loönunni á vertíðinni
var landað hjá Hraðfrystistöð
Þórshafnar í fyrrakvöld, eins
og frá var skýrt i Degi í gær.
Það var Þórshamar GK sem
færði smá slettu af loðnu, á bil-
inu 100 til 200 tonn, að landi,
en hana fékk hann á Kolbeins-
eyjarsvæðinu.
Hilmar Þór Hilmarsson, verk-
Minningar-
um
Val Araþórsson
Ákveðið hefur verið að
halda minningarathöfn um
Val Arnþórsson, banka-
stjóra Landsbanka Islands
og fyrrverandi kaupfélags-
stjóra KEA, fimmtudaginn
18. október kl. 13.30, í
Akureyrarkirkju.
Jarðarför Vals fer fram frá
Dómkirkjunni í Reykjavík á
föstudaginn. Vegna þeirra
mörgu vina hans og samstarfs-
fólks um langt árabil, sem ekki
hefur tækifæri til að vera við
jarðarförina, var ákveðið að
efna til minningarathafnar á
Akureyri. Sr. Birgir Snæbjörns-
son, prófastur, stjórnar
athöfninni. EHB
smiðjustjóri, sagði að loðnan
hefði verið mjög smá, en þó vel
hæf til bræðslu.
Hilmar Þór sagði að auðvitað
væri mjög alvarlegt mál fyrir
verksmiðjurnar ef ekki færi að
rætast úr með loðnuveiðarnar,
ekki síst vegna þess að hráefnið
yrði lakara eftir því sem liði á
vertíðina. „Það vantar fleiri skip
til að leita að loðnunni. Þau skip
sem hafa verið að leita að undan-
förnu gefast upp á því innan tíðar
ef þau fá ekki neinn stuðning eða
styrk til þess. Þetta er stóralvar-
legt mál,“ sagði Hilmar Þór.
I fyrra fékk Hraðfrystistöð
Þórshafnar fyrsta loðnufarminn
til bræðslu um mánaðamótin
október-nóvember, en þann 29.
september haustið 1988. óþh
jafnlega fjárhagslega sterkir til að
taka á sig slíkan aukakostnað.
Prestar segja að ríkið eigi ein-
faldlega að bæta kjör þeirra,
þannig að sóknarnefndir þurfi
ekki að greiða prestum aukalega
til þess að halda þeim í starfi.
Prestar benda á að þeir vinni
mun fleiri tíma en þeir fái greitt
fyrir. Þeir hafa því krafið ráðu-
neytið sagna um hvort þeim sé
heimilt að leggja niður störf þeg-
ar greiddum vinnustundum er
náð. Að sögn presta hafa fá svör
fengist. „Það er margt skrítið í
þessum málum. Við höfum t.d.
ekki nema einn frídag á viku, en
fáum ekkert sérstaklega greitt
fyrir það. Þá er nokkuð sérkenni-
legt að það er ekki til neitt erind-
isbréf presta. Þar af leiðandi eru
verkefni prestsins hvergi skil-
greind. Vígsluheiti er mjög
almennt en samkvæmt því á
presturinn m.a. að kanna ritning-
arnar, vera öðrum fyrirmynd,
vitja sjúkra og uppfræða
æskulýðinn. En að öðru leyti er
ekkert kveðið á um starfsvett-
vang presta og í því skjóli skákar
ráðuneytið," sagði prestur á
Norðurlandi í samtali við Dag.
óþh
Sjávarútvegsráðherra á ráðstefnunni í gær.
Mynd: Golli
Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegsráðherra:
Spurning hvort hafbeit þorsks á
iimijörðum er raunhæfur kostur
Jakob Jakobsson, forstjóri
Hafrannsóknastofnunar, telur
fulla ástæðu fyrir Islendinga að
leggja mikla áherslu á undir-
búning að eldi sjávardýra á
næstu árum. Jakob segir að
forsenda þess að vel til takist
sé að rannsóknir og þróunar-
starfsemi í eldi sjávardýra stór-
aukist og sá þáttur muni kosta
tugi milljóna króna á næstu
árum.
Þetta kom m.a. fram á ráð-
stefnu um eldi sjávardýra á ís-
Bæjarstjórn Akureyrar:
Tillögu um endurskoðun tæknisviðs vísað frá
Tillögu Þórarins E. Sveinsson-
ar, um að fela bæjarstjóra að
gera úttekt og endurskoðun á
starfsemi tæknisviðs bæjarins,
var vísað frá í atkvæðagreiðslu
í bæjarstjórn Akureyrar í gær,
með atkvæðum meirihlutans.
Tillaga Þórarins gerði ráð fyrir
að bæjarstjóri tæki að sér slíka
endurskoðun í góðu samstarfi við
starfsmenn tæknisviðs, en mark-
miðið væri að ná betri skipulagn-
ingu á verklegum framkvæmd-
um. Þórarinn tók fram, að
bæjarráð hefði haft mörg tæki-
færi til að ræða þessa tillögu, og
gera um hana athugasemdir, en
það hefði ekki verið gert.
Sigurður J. Sigurðsson flutti
frávísunartillögu, og var hún
samþykkt. Taldi hann ýmsa mein-
bugi vera á tillögunni, en gagn-
rýni virtist beinast helst að fram-
kvæmda- og byggingadeildum.
Margir bæjarfulltrúar, frá
minnihluta og meirihluta, tóku til
máls um tillöguna, og voru þeir
sammála um að margt mætti bet-
ur fara í verklegum framkvæmd-
um bæjarins. Þórarinn kvaðst
ánægður með þær gagnlegu
umræður sem um mál þessi urðu
á fundinum, þótt tillagan næði
ekki fram að ganga. EHB
Suður-Pingeyj arsýsla:
SjáJfsbjargarbíll ók út af vegi
Sjálfsbjargarbíll frá Reykjavík
lenti út af vegi skammt frá
Fosshóli í óveðrinu á föstu-
dagskvöld. Jóhann Pétur
Sveinsson, formaður Lands-
sambands Sjálfsbjargar, varð
fyrir því óhappi að fótbrotna
og var gert að meiðslum hans á
Sjúkrahúsinu á Húsavík á
laugardagsmorgun.
í bílnum voru tíu manns á leið
á fund Landssambands Sjálfs-
bjargar á Húsavík. Vonskuveður
var og mikið slabb á veginum. Er
mjög hvöss vindhviða lenti á
bílnum tók bílstjórinn það til
ráðs að aka út af, frekar en að
velta bílnum. Bíllinn lenti á steini
og við höggið létu öryggisbeltin
er héldu stól Jóhanns Péturs
undan.
Bíllinn, sem er í eigu Sjálfs-
bjargar, var nýlegur og skemmd-
ist hann í óhappinu en var dreg-
inn til Akureyrar þar sem hann
var gerður ökufær aftur um helg-
ina. IM
landi, sem hófst á Hótel KEA á
Akureyri í gær. Ráðstefnunni
verður fram haldið í dag og verða
mörg athyglisverð erindi flutt.
Fram kom í máli forstjóra
Hafrannsóknastofnunar að ís-
lendingar séu skammt á veg
komnir með eldi sjávardýra, en
vegna fyrirsjáanlegrar aukningar
í fiskneyslu á komandi árum sé
ástæða fyrir íslendinga að fylgjast
vel með þróun í eldi sjávardýra,
t.d. hvaða tegundir henti hér best
til eldis og hvaða eldisform henti
mismunandi tegundum.
Halldór Ásgrímsson, sjávarút-
vegsráðherra, var sama sinnis og
forstjóri Hafrannsóknastofnunar
og sagði að ísland byggi yfir fjöl-
mörgum kostum í eldi kaldsjáv-
arfiska. Hann benti m.a. á að ís-
lendingar væru vel settir í öflun
fóðurs vegna loðnuveiða, síld-
veiða og úrgangs frá fiskvinnsl-
unni. Halldór sagði að hér á landi
væri nægt framboð af hreinum
sjó ásamt jarðhita á mörgum
stöðum og umhverfisvandamál
væru hér hverfandi í samanburði
við margar aðrar þjóðir. „Til við-
bótar við hefðbundið eldi vaknar
sú spurning hvort hafbeit þorsks á
innfjörðum gæti einhvern tímann
orðið raunhæfur kostur við ís-
lenskar aðstæður, t.d. í Eyjafirði.
Til að svara því þarf að gera víð-
tækar merkingartilraunir jafn-
framt klaktilraunum,“ sagði ráð-
herra. óþh