Dagur - 17.10.1990, Blaðsíða 2

Dagur - 17.10.1990, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Miðvikudagur 17. október 1990 Akureyri: fréftir p- Niðurskurður ríkisins tB hafiiarframkvæmda verður mikill - segir Guðmundur Sigurbjörnsson, hafnarstjóri Á fundi hafnarstjórnar Akur- eyrar, sem haldinn var í byrjun októbers, var samþykkt fjög- urra ára framkvæmdaáætlun fyrir 1991-1994. Inni í áætlun- inni er 70 metra stálþilsbakki í vöruhöfninni og dýpkun físki- hafnarinnar svo og fyrirstöðu- garður og 60 metra stálþils- bakki í Krossanesi. Áætlaður kostnaður framkvæmda er 131,5 milljónir króna, sem skiptast misjafnt milli ára. f samræmi við áætlunina og áætlaða skuld ríkissjóðs um næstu áramót, samþykkti hafnar- stjórn að sækja um ríkisframlag 1991 að upphæð kr. 67.800.000 sem sundurliðast þannig: a) Vegna framkvæmda 1991 55% af 46 m.kr. kr. 25.300.000 b) Áætlað vanveitt ríkisfram- lag pr. 31.12. 1990 kr. 42.500.000 Samtals kr. 67.800.000 „Okkur ber að gera áætlun sem þessa. Pað sem gerir okkur erfitt fyrir er að við vitum aldrei hvað kemur frá ríkinu fyrr en í árslok og þá aðeins fyrir næsta ár,“ sagði Guðmundur Sigur- björnsson, hafnarstjóri á Akur- eyri. Að sögn Guðmundar á Akur- eyrarbær í dag inni hjá ríkinu frá síðustu áramótum 48,3 miljónir. „Við framkvæmdum heldur minna í ár en ráðgert var, af fram- kvæmdum styrktum af ríkinu, þannig að upphæðin lækkar niður í 42.500.000 kr., áætlað. Reglan hjá okkur hefur alltaf verið sú, að fá skuldina greidda og ríkishlut- ann í framkvæmdum næsta árs, sem er fyrir 1991 kr. 25.300.000. Síðan veit maður ekkert fyrr en milli jóla og nýárs hver niður- staðan er. Hvort við fáum 5, 10 eða 25 miljónir. Niðurskurður ríkisins í ár til hafnarframkvæmda verður mikill. Vonbrigðin verða mikil, það er mín vissa,“ sagði Guðmundur Sigurbjörnsson, hafnarstjóri, að lokum. ój Dr. Ingjaldur Hannibalsson, framkvæmdastjóri Útflutningsráðs: Óhjákvæmilegt að uppbygging atvinnu- lífs byggist á frumkvæði heimamanna í BÆNDATRYGGINGU SJÓVÁ-ALMENNRA SAMEINAST EINKATRYGGINGAR FJÖLSKYLDUNNAR OG VÁTRYGGINGAR SNIÐNAR AÐ ÞÖRFUM LANDBÚNAÐARINS SJÓVÁtiCTVLMENNAR Aðalbyggðavandamál íslend- inga er ekki tengt misvægi milli höfuðborgarsvæðis og lands- byggðar, heldur misvægi milli Islands og umheimsins, sagði dr. Ingjaldur Hannibalsson, framkvæmdastjóri Útflutn- ingsráðs Islands, á fundi byggðanefndar forsætisráð- herra í Borgarnesi á dögunum. Dr. Ingjaldur benti á að rekstr- arskilyrði útflutnings- og sam- keppnisgreina hefðu verið ófull- nægjandi á undanförnum árum og vanda landsbyggðarinnar mætti að nokkru rekja til þess því að afkoma fyrirtækja í sjávarút- vegi hefði verið óviðunandi. Auka verði gjaldeyristekjur ís- lendinga því takist það ekki megi búast við umtalsverður flótti fólks eigi sér stað frá landinu á komandi árum. Dr. Ingjaldur benti á að gjald- eyristekjur íslendinga hafi aukist að raunvirði um 28% á tímabil- inu frá 1981 til 1989 á meðan útflutningstekjur OECD ríkja hafi að meðaltali aukist um 59,4% á sama tímabili. Hann sagði að eitt af mikilvægustu verkefnum á komandi árum sé að auka gjaldeyristekjur því að öðr- um kosti megi búast við umtals- verðum fólksflótta frá landinu. Hann benti einnig á að atvinnu- starfsemi myndi fara fram þar sem frumkvæði væri til staðar. Óhjákvæmilegt væri að uppbygg- ing atvinnulífs á landsbyggðinni byggðist á frumkvæði heima- manna. Hann sagði nauðsynlegt að atvinnustarfsemin byggðist á grundvelli landkosta, þekkingar, mannafla og aðstæðna og taldi að landsbyggðin ætti mikla mögu- leika í því sambandi, hvort sem um væri að ræða starfsemi í sjáv- arútvegi, iðnaði eða ferðaþjón- ustu. Dr. Ingjaldur sagði að með auknu samstarfi íslands við Evr- ópulönd, með auknu frelsi á flutningi vara, þjónustu og fjár- magns verði enn mikilvægara en áður að ákvarðanir byggist á hag- kvæmni. Hann ræddi nokkuð um framtíð okkar í væntanlegum samskiptum við Evrópubanda- lagið og sagði síðan að ekki væri rétt að leggja sérstaka áherslu á uppbyggingu gjaldeyrisskapandi fyrirtækja á völdum landsvæðum, heldur yrði einfaldlega að byggja þau upp þar sem þekking, land- kostir og mannafli væru til staðar. ÞI Húsavík: Tuttugu sláturtíöum lokíö í nýja húsinu Slátrun lauk í sláturhúsi Kaup- félags Þingeyinga á Húsavík 11. okt og hafði þá verið slátr- að rúmlega 41 þúsund fjár í haust, en sláturtíðin hófst 11. sept. Vænleiki fjárins var með því besta sem verið hefur síðan sláturhúsið tók til starfa, og var meðalvigt dilka rúmlega 15 kg- Það tíðkast að starfsfólkinu sé gerður dagamunur síðasta daginn í sláturhúsinu; að það sé kvatt með smáveislu. Þetta var tuttug- asta sláturtíðin síðan húsið var tekið í notkun 16. sept. 1971. Var þessa minnst með því að fyrrver- andi sláturhússtjórum og fyrrver- andi og núverandi kaupfélags- stjóra var boðið í kveðjuveisl- una. Þorgeir Hlöðversson, slátur- hússtjóri, ávarpaði gesti og sagði fréttir frá sláturtíðinni. Hafði hann orð á því að mikill vænleiki fjár- ins væri ekki það æskilegasta fyrir markaðinn í dag. Þakkaði hann starfsfólki vel unnin störf og þá sérstaklega elskunum sínum í eldhúsinu. Finnur Kristjánsson, fyrrver- andi kaupfélagsstjóri, rakti í fáum orðum byggingarsögu slát- urhússins og undirbúning hennar. En á sínum tíma var ráð- ist í ferðalög til Nýja-Sjálands, Ástralíu og Noregs til að skoða ný og fullkomin sláturhús og fá fyrirmyndir að búnaði hússins. Árkitekt var Sigurður Einarsson. Finnur sagði að Gunnar Maríus- son á Húsavík hefði átt fyrstu lömbin sem slátrað var í nýja húsinu. Hreiðar Karlsson, kaupfélags- stjóri, sagði að starfsemi í húsinu hefði gengið vel og það hefði ver- ið ánægjulegt að taka á móti hópi skandinavískra dýralækna í haust, sem talið hefðu að húsið stæði í fremstu röð hvað tækni og búnað varðaði. Hreiðar þakkaði starfsfólki og sagði verkunina og vinnubrögðin í haust með mikl- um ágætum. Þorgeir er fjórði sláturhús- stjórinn sem starfar í þessu slát- urhúsi. Benóný Arnórsson og Baldvin Baldursson mættu í slát- urtíðaafmælið en Jóhannes Þór- arinsson var staddur í Reykjavík þennan dag. IM verandi sláturhússtjóri, Þorgeir Hlöðversson sláturhússtjóri, Benóný Arnórsson fyrrverandi sláturhússtjóri og Hreiðar Karlsson kaupfélagsstjóri. Á myndina vantar einn sláturhússtjóranna fyrrverandi Jóhannes Þórarins- son. Sláturhússtjóri með elskunum sínum í eldhúsinu.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.