Dagur - 17.10.1990, Blaðsíða 11
íþrótfir
Miðvikudagur 17. október 1990 - DAGUR - 11
r
Knattspyrna:
Knattspyrna:
Miklar breytingar hjá KS
- 6 leikmenn sennilega á fórum
Guðjón með tveggja
ára samning víð IA
Guðjón Þórðarson, fyrrum
þjálfari knattspyrnuliðs KA,
þjálfar lið Skagamanna næstu
tvö árin. Guðjón skrifaði
undir samning við knatt-
spyrnudeild ÍA í gærdag.
„Mér líst ágætlega á þetta en
ég veit að þetta verður bæði
erfitt og krefjandi starf,“
sagði Guðjón í samtali við
Dag.
Lið Skagamanna átti erfitt
tímabil í sumar og féll þá í 2.
deild. Guðjón segir nokkuð
ljóst að hann haldi mannskapn-
unt óbreyttum að undanskildum
einum til tveimur leikmönnum
sem e.t.v. fari annað. „Maður
freistar þess auðvitað að rífa
þetta upp og koma liðinu strax í
1. deild. En ég veit að það gæti
Guðjón Þórðarson.
hæglega tekið a.m.k. tvö ár,“
segir Guðjón.
Guðjón þjálfaði lið KA síð-
ustu þrjú keppnistímabil. Liðið
varð m.a. íslandsmeistari undir
hans stjórn í fyrrasumar og sl.
vor tryggði það sér sigur í
Meistarakeppni KSÍ. Þá tók
liðið, eins og mönnum er í
fersku minni, þátt í Evrópu-
keppni meistaraliða í haust og
varð fyrst íslenskra liða til að
vinna fyrsta leik sinn í þeirri
keppni.
Guðjón segir að hann eigi
örugglega eftir að sakna KA-
manna og Akureyrar yfir
höfuð. „Ég átti þrjú dásamleg
ár þarna og eignaðist rnarga
góða vini. Það er óvíða jafn gott
að starfa og hjá KA,“ sagði
Guðjón Þórðarson.
„Byijendur geta náð
árangri á 2-3 mánuöum
- segir nýr þjálfari Skautafélags Akureyrar
Eins og komið hefur fram hef-
ur listhlaupsdeild Skautafélags
Akureyrar ráðið unga íslenska
konu til starfa sem þjálfara.
Hún heitir Þórunn Ósk Rafns-
dóttir og mun hún sjá um
æfíngar, námskeið og einka-
tíma fyrir þá sem hafa hug á að
stunda listdans á skautum á
Akureyri, a.m.k. fram að ára-
mótum.
Þórunn er Reykvíkingur en
lærði og stundaði listdans á
skautum í Lúxemborg þar sem
faðir hennar vann hjá Cargolux.
„Ég var u.þ.b. þrjú ár í æfingum
og æfði mjög stíft í tvö ár. Mér
leiddist svo mikið einn daginn að
ég bað mömmu og pabba að fara
með mér á skautasvell og þar sá
ég mann vera að kenna listdans. í
framhaldi af því fór ég að læra og
féll alveg fyrir þessu,“ segir
Þórunn Ósk Rafnsdóttir.
Þórunn.
Listdans á skautum hefur lítið
verið stundaður hérlendis hingað
til, sjálfsagt mest vegna aðstöðu-
leysis. Þórunn telur þó að þessi
íþrótt eigi tvímælalaust erindi
hingað og segist hafa fundið fyrir
miklum áhuga hér í bænum. Hún
segist reikna með því að flestir
hér séu byrjendur í íþróttinni en
það ætti ekki að fæla fólk frá.
„Byrjendur geta náð árangri á 2-
3 mánuðum en það skiptir auð-
vitað rniklu máli hvað þeir eru
duglegir að æfa,“ segir hún.
Henni til aðstoðar verða tveir
þjálfarar sem báðir hafa starfað
hjá félaginu áður, Drífa Björk
Dalmannsdóttir og Auður Ingólfs-
dóttir. Reiknað er með að nám-
skeiðin og æfingarnar hefjist á
mánudaginn en skautasvellið á
að verða tilbúið á morgun.
sennilega allir eitthvað annað en
enginn þeirra hefur þó haft
félagsskipti enn. Þeir eru allir
aðkomumenn á Siglufirði sem
leikið hafa rneð KS um lengri eða
skemmri tíma.
„Það er stefnan að byggja upp
nýtt lið skipað heimamönnum að
mestu leyti. Við gerðum út 2.
flokk í sumar og ég held að þeir
strákar eigi eftir að spjara sig
ágætlega í 3. deildinni næsta
sumar," sagði Haraldur Agnars-
son hjá KS. Hann sagði að menn
hefðu lítið velt þjálfaramálunum
fyrir sér og bjóst við að auglýst
yrði eftir þjálfara.
Mark Duffield hefur lýst yfir
áhuga á að leika í 1. deildinni
næsta sumar og hefur verið orð-
aður við Víðisliðið sent hann lék
eitt sinn með. „Það er ekkert
ákveðið í þessu en það er alveg
eins inni í myndinni enda þekki
ég strákana hjá Víði vel. En mót-
ið er rétt búið og ég er ekkert far-
inn að spá neitt verulega í þetta,“
sagði Mark Duffield.
Knattspyrna:
Allar líkur á að
Ormarr þjálfi KA
Miklar líkur eru á að Ormarr
Örlygsson þjálfí 1. deildarlið
KA í knattspyrnu næsta sumar.
„Eins og sakir standa er allt
útlit fyrir það,“ sagði Ormarr í
samtali við Dag.
KA-menn leituðu til Ormarrs
fyrir skömmu og könnuðu hvort
hann hefði áhuga á starfinu og
hann tók sér umhugsunarfrest.
Hann hefur nú svarað játandi og
á í viðræðum við félagið þessa
dagana.
Ormarr sagði að sér litist nokk-
uð vel á að taka við liðinu svo
framarlega sem það héldi mann-
skapnum. Hann reiknar með að
leika sjálfur nteð liðinu sem fyrr.
Ormarr verður trúlega næsti þjálfari KA-liðsins.
Útlit er fyrir að miklar manna-
breytingar verði hjá knatt-
spyrnuliði KS fyrir næsta
keppnistímabil. Þjálfarinn,
Mark Duffíeld, hefur sett
stefnuna á 1. deildina á ný og
líklegt er að fímm aðrir leik-
menn hverfí frá félaginu.
Markvörðurinn Kristján
Karlsson, Henning Henningsson,
Hlynur Eiríksson, Hugi Sævars-
son og Jón Örn Þorsteinsson fara
Mark er enn óákveðinn.
Hvað gera Guðmundur Guðmundsson og félagar í Garðabænum í kvöld?
Mynd: KL
Bikarkeppni HSÍ:
„Við leggjum allt
í sölumar í kvöld“
- segir fyrirliði KA
sem mætir Stjörnunni í Garðabæ
„Þetta leggst vel í mig. Við
gerum okkar besta til að vinna
þá aftur,“ segir Pétur Bjarna-
son, fyrirliði handknattleiks-
liðs KA, en lið hans mætir
Stjörnunni í Garðabæ í kvöld í
Bikarkeppni HSI. Um síðustu
helgi mættust liðin í Islands-
mótinu og þá unnu KA-menn
með 9 marka mun, 29:20.
Pétur segir að það hafi ýmis-
legt hjálpast að í leiknum um síð-
ustu helgi. „Þeir áttu slakan dag
en við góðan. Liðið spilaði vel
sem ein heild, skynsemin var lát-
in ráða og það réði úrslitum. Við
leggjum allt í sölurnar í kvöld og
ég spái því að við vinnum þennan
leik,“ sagði Pétur Bjarnason.