Dagur - 17.10.1990, Blaðsíða 6

Dagur - 17.10.1990, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Miðvikudagur 17. október 1990 Leikfélag Akureyrar frumsýnir á fóstudag: Leikritið um Benna, Gúdda og Manna Leikfélag Akureyrar frumsýnir „Leikritið um Benna, Gúdda og Manna“ næstkomandi föstudagskvöld og er þetta fyrsta uppsetningin á þessu leikári. Höfundur verksins er Jóhann Ævar Jakobsson og er þetta fyrsta leikritið sem hann skrifar. Til að fylgjast með framvindu verksins brugðu blaðamenn Dags sér á æfíngu hjá leikfélaginu fyrir um hálfum mánuði og kemur hér ágrip af þeirri ferð I máli og myndum. í upphafi má geta þess að þetta leikrit er óvenjulegt að því leyti að eingöngu hefur verið falast eftir starfskröftum heimamanna. Leikstjóri er Sunna Borg, leik- mynd hannar Hallmundur Krist- insson og Ingvar Björnsson hann- ar lýsinguna. Með hlutverk þeirra Benna, Gúdda og Manna fara þeir Prá- inn Karlsson, Hannes Örn Blandon og Gestur Einar Jónas- son. Þá kemur Jón Stefán Krist- jánsson við sögu sem póstur. Lítum á æfinguna. Þetta var svokallað rennsli og er verkið þá látið rúlla í gegn án þess að leik- stjórinn stoppi leikendur af og komi með athugasemdir. Menn tóku sér þó hvíld meðan skipt var um leikmynd og aðeins var stoppað fyrir Ijósmyndarana. Þótt enn væri hálfur mánuður í frumsýningu var uppsetningin mjög langt komin. Ytri umgjörð- in var nánast tilbúin, aðeins eftir að fínpússa lýsingu og smáatriði. Leikararnir voru líka langt komnir í persónusköpun og Benni (Þráinn Karlsson) blæs í munnuhörpuna en Manna (Gestur Einar Jónasson) er orðið eitthvað illt af landanum. Myndir: kl höfðu gott vald á textanum þann- ig að hvíslarinn hafði fremur lítið aö gera. Það var létt yfir mannskapnum fyrir rennslið og meðan á því stóð. Leikararnir gerðu að gamni sínu áður en þeir skiptu um ham, en þeir Þráinn, Gestur og séra Hannes þurfa allir að túlka dálít- ið skaddaða menn, hver á sinn hátt. Þarna eru á ferðinni persón- ur sem eru mjög ólíkar leikurun- Gúddi (Hannes Örn Blandon) sýpur á gambranum úr tunnunni góðu. „Maður getur hugsað sér sögu þjóðar“ - segir Jóhann Ævar Jakóbsson um leikrit sitt Hann var kallaður „ungur Akureyringur“ í útvarps- þætti og er hæstánægður méð það, hinn 53 ára gamli Jóhann Ævar Jakobsson, skapari Benna, Gúdda og Manna. Jóhann Ævar fæddist í Vestmannaeyjum en hefur búið það lengi á Akureyri að hann er viður- kenndur heimamaður. Hann er lærður málari en vinnur nú á Geðdeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri. Við gripum höfundinn í stutt spjall þegar hlé varð á æfingu ieikfélagsins. Hver voru tildrög þess að þú fórst að skrifa leikrit? Er þetta nokkuð í fyrsta sinn sem þú stingur niður penna í stað pensils? „Nei, en þetta er fyrsta leik- ritið sem ég skrifa. Á sínum tíma skrifaði ég bók sem var gefin út hjá Skjaldborg 1986 og heitir Afi sjóari, bók fyrir yngri lesendur. Ætli ég hafi ekki byrj- að á leikritinu fyrir tveimur árum. Fyrst kviknaði hugmynd og maður fór að hugsa um þetta og skrifa niður. Síðan þróaðist hugmyndin með tíð og tíma en ég var ekki alltaf skrifandi. Loks var ég búinn að skrifa langt verk sem ég hélt að væri leikrit en svo reyndist það ekki vera neitt sérlega gott.“ - Nú? „Nei, en ég fékk góðan stuðning. Ég sendi leikkonunni Maríu Árnadóttur handritið, en hún býr í Malmö í Svíþjóð. Síð- an kom hún heim til að sinna erindum og við notuðum tæki- færið og fórum yfir handritið og hún gaf mér góð ráð. Út frá því skrifaði ég þetta sem er hérna á fjölunum.“ Ánægjuleg samvinna við Ieikara og leikstjóra - Leikritið um Benna, Gúdda og Manna er samt byggt á hinu upprunanlega handriti sem þú vannst að, ekki satt? „Jú, ég notaði að sjálfsögðu mikið úr því handriti. Þegar Leikfélag Ákureyrar samþykkti að taka leikritið til sýningar þá fór ég yfir það með leikurunum og leikstjóra. Sú samvinna var mjög skemmtileg. Þau voru gagnrýnin, sem var afskaplega gott, og vildu sjá breytingar hér og þar. Ég vann síðan að þess- um breytingum með þeim.“ - Hvernig tilfinning er það að afhenda sköpunarverk sitt og láta menn pota í það, skera og breyta? „Þetta var allt í lagi, enda þekki ég verkið sem mitt og þekki nánast hvert einasta orð úr því. Við unnum það mikið saman að þessu til að byrja með.“ - Um hvað fjallar þetta leikrit? „Það er um þrjá menn sem allir hafa orðið fyrir slysi á lífs- leiðinni og skaddast á höfði. Fyrir bragðið hafa þeir ekki tal- ist gjaldgengir í þjóðfélaginu. Gangurinn er eiginlega sá að þeir hittast og verða vinir. Reyndar kemur ekki fram í verkinu hvenær þeir eldri verða vinir, Benni og Gúddi, en síðan kemur Manni til skjalanna og slæst í hópinn. Leikritið er í þrem þáttum og gerast annar og þriðji þáttur á öskuhaugum, þar sem þeir hafa hreiðrað um sig.“ Lofaði konunni öðru leikriti - Það má kannski skilja það á táknrænan hátt að þeir lenda Jóhann Ævar Jakobsson setur sig í stellingar á sviðinu með handritið í höndunum. Mynd: KL allir á öskuhaugunum. „Já, menn geta eflaust lagt ýmsan skilning í þetta leikrit eftir að hafa séð það, enda má líkja því við margt. Maður get- ur hugsað sér sögu þjóðar eða mannkynsins, hvernig gæti farið fyrir því. Það gæti lent í einni öskuhaugabendu. “ - Nú líður að frumsýningu. Er ekki mikil spenna sem fylgir því að sjá sitt fyrsta verk á sviði? „Jú, ég get ekki neitað því. Ég fer samt ekkert í kerfi og mér líður vel. Ég er ósköp rólegur í verunni og það kemur sér afskaplega vel í þetta skipti. Svo er ég orðinn það fullorðinn að fátt kemur mér á óvart, þótt ég hafi verið sagður ungur Akureyringur í útvarpsþætti.“ - Já, ungur eða ekki ungur, en ertu farinn að líta á þig sem Akureyring? „Já, ég geri það. Ég er að vísu fæddur og uppalinn í Vest- mannaeyjum og tel það forrétt- indi að hafa alist þar upp og séð hvað mannlífið hefur upp á að bjóða. Það hefur gefið mér rnikið." - Nú eru þremenningarnir þínir komnir á svið. Ætlarðu að halda áfram á sömu braut og semja leikrit? „Já, ég verð eiginlega að skrifa eitt leikrit í viðbót því ég er víst búinn að lofa því.“ - Jæja? „Já, ég lofaði konunni minni því en ég er ekkert farinn að hugleiða það sérstaklega. Þó er eitthvað að fæðast.“ Nú voru sviðsmenn búnir að töfra fram öskuhaugana og æfingin hélt áfram hjá Benna, Gúdda og Manna. Við létum spjalli okkar því lokið og fylgd- umst með framhaldinu. SS

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.