Dagur - 17.10.1990, Blaðsíða 7

Dagur - 17.10.1990, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 17. október 1990 - DAGUR - 7 Gestur Einar virðist hálfskelkaður við Þráin á þessari mynd. um sjálfum og því er kostulegt að fylgjast með þessum hamskipt- um. Þráinn og Gestur voru ekki árennilegir þar sem þeir kneyf- uðu landann og ekki hefði maður viljað mæta þcirn í myrkri. Séra Hannesi hefði maður alls ekkert viljað mæta. þ.e. í hlutverki Gúdda, en reyndar var gervi hans ekki tilbúið á æfingunni. Leikritið rúllaði áfram og Sunna leikstjóri skrifaði niður athugasemdir. Ingvar hamaðist í ljósunum og Hallmundur virti fyrir sér sviðsmyndina íhugull á svip. Höfundurinn, Jóhann Ævar, var ekki síður íhugull er hann sá persónur sínar ljóslifandi á sviðinu. Leikritið er í þremur þáttum og er sérstök sviðsmynd fyrir hvern þátt. Það kostar náttúrlega nokkur handtök að gjörbreyta sviðinu en þessar breytingar taka furðu stuttan tíma miðað við þrengslin á sviðinu. Áfram hélt rennslið en ekki ætlum við að lýsa verkinu hér. Sunna hcfur eflaust komið athugasemdum sínum á framfæri við leikarana og það verður fróð- legt að sjá hvort leikritið hafi breyst mikið þegar að frumsýn- ingu kemur. En við látum mynd- irnar opinbera nokkur atriði á þessari æfingu Leikfélags Akur- eyrar á „Leikritinu um Benna, Gúdda og Manna" og hvetjum Akureyringa og reyndar lands- menn nær og fjær til að kynna sér leikritið á hinn eina og sanna hátt, þ.e. að rífa sig uþp frá sjón- varpinu og skreppa í leikhús. SS Benni grípur um háls og maga en Gúddi og Manni skoða flöskuna sem hann drakk úr. Eins og sjá má er kofí þcirra staðsettur á sorphaugum. Posturinn (Jón Stefán Kristjánsson) kemur óvænt til skjalanna en þre- menningarnir kippa sér greinilega lítið upp við heimsókn hans. LEGO - PLAYMO - FISHER PRICE - BAMBOLA - BARBIE - SINDY 100% angóra nærfatnaður w Hlýr og notalegur * fatnaður við leik f\ og störf. íslensk framleiðsla. PflRIS Leikfangamarkaóurinn Hatnarstræti 96 sími 27744 BÍLABRAUTIR - FJARSTÝRÐIR BÍLAR - MODEL - RAMBO ^i Námskeið ÍM í taumálun hefst fimmtudaginn 18. október, kl. 20.00. 3ja kvölda námskeiö. Öll gögn á staðnum. Væntanlegir þátttakendur tilkynni sig til Baldurs í síma 26888 milli kl. 12.30 og 16.30. Takmarkaður fjöldi. Félagsmálanefnd. ----------------------------------------------------------------------------N AKUREYRARB/íR Fóstrur - Fóstrur Nú er gullið tækifærí að breyta til og reyna eitthvað nýtt. Staða hverfisfóstru á Akureyri í Glerárhverfi er laus til umsóknar. Staðan er 100% staða og starfið er mjög fjöl- breytt. Hverfisfóstra sér um dagvistir, leikvelli og dag- mæður í sínu hverfi. Viðkomandi þarf að geta starfað sjálfstætt, vera skipulagður og hafa áhuga á því að vinna með fólki. Starfið veitist frá 1. des. nk. Allar nánari upplýs- ingar um starfið veitir dagvistarfulltrúi, alla virka daga frá kl. 10-12 í síma 96-24600. Skriflegar umsóknir skulu berast dagvistarfulltrúa fyrir 20. okt. 1990, á þar til gerðum eyðublöðum sem fást hjá starfsmannastjóra og dagvistarfulltrúa. Dagvistarfulltrúi. Benni og Manni lýsa raunum sínum og sá síðarnefndi heldur fast um flöskuna. Styrkur úr Jólagjafasjóði Guðmundar Andréssonar gullsmiðs Ákveðið hefur verið að auglýsa til umsóknar styrk úr ofangreindum sjóði. Samkvæmt skipulagsskrá sjóðsins er tilgangur hans að veita styrki til þeirra verkefna, sem stofnað er til í því augnamiði að bæta umönnun barna og aldraðra, sem langtímum dvelja á stofnunum hér á landi, svo sem: a. Styrkja samtök eða stofnanir, sem annast aðhlynningu barna og aldraðra. b. Veita námsstyrki til heilbrigðisstétta er gegna þessu hlutverki. c. Veita rannsóknastyrki til viðfangsefna, sem þjóna þessum tilgangi. Ráðstöfunarfé sjóðsins í ár er allt að kr. 1.000.000,00. Umsóknum, ásamt ítarlegri greinargerð, skal skilað til skrifstofu landlæknis Laugaveg 116, 150 Reykja- vík fyrir 1. desember nk. Úthlutunarnefndin.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.