Dagur - 18.10.1990, Side 6
6 - DAGUR - Fimmtudagur 18. október 1990
Ráðstefna á Hótel KEA á Akureyri um eldi sjávardýra á íslandi
Áhugaverdur kostur - en mildlvægt
að fara að öQu með gát
- fróðleg erindi á ráðstefnunni á Hótel KEA í gær og fyrradag
Á ráðstefnu um eldi sjávardýra á íslandi, sem lauk á Akureyri í
gær, var víða komið við í erindum fyrirlesara og almennt má segja
að nokkurrar bjartsýni, en jafnframt raunsæis, hafi gætt um fram-
gang í eldi sjávardýra hér á landi. Mönnum kom saman um að síg-
andi lukka væri best í þessum efnum og menn hefðu vítin til að
varast þar sem væri fiskeldisævintýrið svokallaða. Ekki er hér
pláss til að gera öllum erindunum, sem flutt voru á ráðstefnunni,
skil en stiklað hér á stóru.
Jakob Jakobsson, forstjóri Haf-
rannsóknastofnunar gerði grein
fyrir stöðu á eldi sjávardýra hér á
landi í dag og rakti þróunina síð-
ustu ár. Jakob sagði það mat
þeirra sem til þekktu að ein meg-
in forsenda arðsamrar framleiðslu
á lúðu í eldi væri skilningur á
hinu tiltölulega flókna líffræði-
lega ferli lúðueldis, allt frá klaki
til matfiskframleiðslu. Jafnframt
væri nauðsynlegt að þekkja og
leysa þau tæknilegu og hagrænu
vandamál sem tengdust fjölda-
framleiðslu á seiðum á matfiski.
Þarf auknar rannsóknir
Fram kom í máli Jakobs að hér á
landi hafi verið farnar tvær leiðir
við tilraunir á lúðueldi. Hafrann-
sóknastofnun hefur frá 1985 stað-
ið að veiðum á smálúðu og til-
raunum með eldi í markaðsstærð
og Fiskeldi Eyjafjarðar hf. hefur
staðið fyrir tilraunum með klak
og seiðaframleiðslu. Síðastliðið
vor hóf Hafrannsóknastofnun til-
raunir með lúðuklak.
Jakob sagði að áhugi á þorsk-
eldi hafí farið vaxandi í nágranna-
löndunum, en hér á landi hafi
rannsóknir á þorskklaki og eldi
verið mjög litlar. „Þær rannsókn-
ir þyrfti að stórauka þegar haft er
í huga að þorskstofninn er okkar
langmikilvægasta auðlind,“ sagði
Jakob.
Síðan sagði hann: „Enn eru
skiptar skoðanir um arðsemi
þorskeldis þótt verð á fisk-
mörkuðum hafi farið hækkandi
undanfarin ár. Rannsóknir á
klaki og afkomu þorsklirfa hafa
þegar gefið upplýsingar er vænt-
anlega geta nýst við veiðistjórnun
og nýtingu þorskstofna. Á íslandi
þarf nauðsynlega að auka rann-
sóknir á klaki þorsks og í fram-
haldi af þeim að hefja rannsóknir
á þorskeldi. Til þess að hefja
rannsóknir á þorskklaki hér á
landi er nauðsynlegt að koma
upp aðstöðu fyrir klakfisk, klak
og seiðaeldi í framhaldi af því.
Undanfari hafbeitarrannsókna
eru merkingar á þorski á stöðum
þar sem vitað er um að staðbund-
in hrygning fer fram. Uppbygg-
ing klakrannsókna á þorski og
rannsóknir á eldi og hafbeit í
framhaldi af því mun taka mörg
ár á íslandi.“
Mörg og stór viðfangsefni
Forstjóri Hafrannsóknastofnunar
sagði að hér á landi yrði að þróa
aðferðir í eldi sjávardýra sem
hentaði okkar aðstæðum og sú
þróun yrði að eiga sér stað á Is-
landi. Viðfangsefni sem m.a.
blasa við nú sagði hann að væru
eftirfarandi:
1. Fylgjast með þróun í eldi sjáv-
ardýra í heiminum.
2. Fylgjast með þróun í mark-
aðsmálum afurða sjávardýraeldis
þar sem markaðurinn mun ráða
miklu um val á tegundum.
3. Stuðla að því að enn frekar
verði kannað hvaða tegundir
sjávardýra henti best til eldis og
hvaða eldisform henta mismun-
andi tegundum.
4. Vinna að því að fram komi til-
lögur um rannsóknir og þróunar-
verkefni er snerta lykilspurningar
á arðsemi í eldi á sjávardýrum.
Litið verði sérstaklega til fóðurs
og fóðrunar sjávardýra á mis-
munandi þroskastigum. En fóð-
urkostnaður í eldi er mjög breyti-
legur og getur verið 20-70% af
rekstrarkostnaði og rétt fóður er
ein meginforsenda hagkvæmni í
eldi.
5. Vinna að samræmdri fjár-
mögnun þróunarverkefna tengd-
um eldi sjávardýra.
6. Gera tillögur um aðgerðir af
opinberri hálfu til þess að flýta
fyrir þróun eldis þeirra sjávar-
dýra er arðsamt virðist að stuðla
að hér á landi.
Jakob kvaðst telja að hlutur
opinberrar fjármögnunar, ráðu-
neytis og rannsóknasjóða, verði
verulegur í upphafi en þáttur
hagsmuna- og áhugaaðila, aukist
eftir því sem þekking á eldi og
forsendur rekstrar verði ljósari.
Þarf að þróa
alþjóðlegt samstarf
í máli John Haug, deildarstjóra í
norska tækni- og náttúrufræði-
rannsóknarráðinu (NTNF), kom
fram að eldi sjávardýra í heimin-
um hafi aukist úr 4 milljónum
tonna árið 1980 í 8 milljónir
tonna árið 1987. Líklegt væri að
framleiðslan yrði meiri en 11
milljón tonn í ár. Þó að framleiðsl-
an yrði 30 milljón tonn 2010 myndi
bilið milli framboðs og eftir-
spurnar stækka. „Markaðurinn
verður því ekki takmarkandi ef
dreifingin verður fullnægjandi,
en það krefst endurskipulagning-
ar frá núverandi aðstæðum. Það
þarf að þróast alþjóðlegt sam-
starf milli allra þátttakenda í ferl-
inu frá framleiðanda til neyt-
enda, það gefur möguleika á að
nýta kosti matvælaframleiðslu í
fiskeldi. Það þarf að koma á
tengslum sem tryggja fjármagn
og þekkingu,“ sagði Haug.
Snorre Tilseth, deildarstjóri á
Hafrannsóknastofnuninni í
Bergen, greindi frá rannsóknar-
áætluninna „Ny fisk“, sem rann-
sóknarráð sjávarútvegsins í
Noregi samþykkti árið 1987 að
setja á stofn. Fram kom í máli
Tilseth að innan áætlunarinnar
hafi megináhersla verið lögð á
rannsóknir á lúðu, og þá sérstak-
lega á lirfueldi og startfóðrun.
Hann sagði að niðurstöður þess-
ara rannsókna hafi leitt til þess að
í dag væri unnt að framleiða
lúðuseiði með þokkalegum
árangri. Sýnt hafi verið fram á að
hægt sé að fá góð hrogn með því
að kreista lúðu. Einstaka fyrir-
tæki með góðan búnað hafi
einnig fengið hrygningu í eldis-
kerum og hafi þau hrogn reynst
vel.
Er eldislúðan
það sem koma skal?
Rolf Engelsen, verkefnisstjóri
Sea Farm A/S í Bergen, sagði að
búast mætti við háu markaðs-
verði fyrir ferska eldislúðu, en
hann tók fram að vöxtur hennar
yrði að vera sambærilegur við
vöxt hjá laxi til þess að lúðueldi
verði arðbært. Engelsen sagði að
gert væri ráð fyrir að kostnaður
vegna fjárfestinga verði 20-25
milljónir íslenskar krónur á
hverja 1000 m2 af eldiskerum,
sem færa mætti rök fyrir að væri
of hátt og að kostnaðurinn mætti
Ráðstcfnugestir hlýða á erindi fyrirlesara á Hótel KEA. . Mynd: kl
ekki vera hærri en 15 milljónir á
hverja 1000 nr. Engelsen bætti
við að eldislúðan myndi trúlega
hafa forskot á markaðnum
umfram villta lúðu vegna m.a.
meiri gæða, stöðugrar fram-
leiðslu og möguleika á milliða-
lausum viðskiptum.
Guðbrandur Sigurðsson, frá
Sjávarafurðadeild SÍS, lagði
áherslu á nauðsyn þess að áður
en ráðist væri af krafti í eldi sjáv-
ardýra hér á landi lægju fyrir
haldgóðar upplýsingar um flesta
þá þætti sem hefðu áhrif á
afkomumöguleika greinarinnar.
Guðbrandur nefndi m.a. í því
sambandi markaðsmál, en hugs-
anlega markaði taldi hann vera
veitingahús og smásölukeðjur í
Evrópu.
Margs að gæta við eldið
í máli Björns Björnssonar frá
Hafrannsóknastofnun, kom fram
að rannsóknir stofnunarinnar og
Rannsóknastofnunar fiskiðnað-
arins á lúðu hafi leitt í ljós að
hængarnir yrðu kynþroska við 3-
5 kg, en þá drægi mjög úr vaxt-
arhraða þeirra. Vaxtarhraði 3 kg
lúðuhrygna mældist um 0,2% af
þyngd á dag við 7 gráður á selsíus,
sem er u.þ.b. helmingi minni
vaxtarhraði en hjá norskum
eldislaxi af sömu stærð og við
svipað hitastig.
Olafur Halldórsson hjá
Fiskeldi Eyjafjarðar hf. lýsti
starfsemi fyrirtækisins, sem sett
var á stofn í maí 1987. Hann upp-
lýsti að sl. vor hafi fengist um 5
lítrar af lúðuhrognum. Úr þeim
klöktust um 56000 kviðpokalirf-
ur. Afföllin urðu mikil og sagði
Ólafur að það mætti rekja til mis-
taka við dælingu og síun á sjó.
Þess vegna hafi aðeins um 3500
lirfur lifað fram að startfóðrun.
Afföll við startfóðrunina urðu
einnig mikil.
Ólafur sagði að með aukinni
samvinnu Hafrannsóknastofnun-
ar og Fiskeldis Eyjafjarðar hf.
væri gert ráð fyrir að mikill fjöldi
seiða yrði framleiddur á komandi
árum.
Guðmundur Örn Ingólfsson
hjá Hafrannsóknastofnun, ræddi
um forsendur og möguleika í eldi
hitakærra tegunda sjávarfiska.
Hann sagði að mikill vaxtarhraði
og hátt markaðsverð væru þeir
tvær þættir sem fremur öðrum
ákvarði hagkvæmni eldisins. Með
innflutningi nýrra tegunda, sem
standist allar kröfur, komi óhjá-
kvæmilega ný tækni og ný
viðhorf.
í lokaerindi á ráðstefnunni í
gær fjallaði Bernharð Laxdal frá
Tilraunastöð Háskólans í meina-
fræði, um sjúkdóma í eldi sjáv-
arfiska. Hann sagði að flutningur
dýra úr sínu náttúrulega
umhverfi í framandi eldisum-
hverfi gengi oft ekki áfallalaust
og tíðni ýmissa sjúkdóma ykist
þá oft til muna auk þess sem
dreifing smitefna milli svæða gæti
haft alvarlegar afleiðingar. Bern-
harð sagði að þó svo að sjúk-
dómsástand í íslensku fiskeldi
megi nú teljast allgott miðað við
mörg önnur lönd, þá væri það
mikilvægt að halda svo á málum
að ekki verði breyting til hins
verra. Ábyrg stjórnun yfirvalda
geti skipt sköpum í sjúkdóma-
málum í eldi sjávardýra á íslandi.
óþh