Dagur - 18.10.1990, Page 11
Fimmtudagur 18. október 1990 - DAGUR - 11
Þjódleg list frá Túrk-
menistan kynnt á íslandi
- sýningar bæði á Akureyri og Húsavík
Þjóðlaga- og dansflokkurinn
Súmbar frá Túrkmenistan, einu
af Mið-Asíulýðveldum Sovétríkj-
anna, er væntanlegur til íslands í
síðustu viku október. Kemur
flokkurinn fram á tónleikum og
danssýningum víða um land,
m.a. á Akureyri og Húsavík.
Súmbar-flokkurinn og nokkrir
framámenn í menningarmálum í
Túrkmenistan koma hingað til
lands í tilefni Sovéskra daga
MÍR, Menningartengsla íslands
og Ráðstjórnarríkjanna, en
félagið hefur efnt til slíkra daga
undanfarin 14 ár og kynnt hverju
sinni sérstakiega þjóðlíf og
menningu einstakra sovétlýð-
velda. Túrkmenistan er 15. og
síðasta lýðveldið, sem sovéskir
dagar MÍR eru þannig sérstak-
lega helgaðir.
Gestirnir frá Túrkmenistan
koma til íslands þriðjudaginn 23.
október. Sama kvöld verður opn-
uð sýning á ljósmyndum og ýms-
um þjóðlegum munum frá Túrk-
menistan í sýningarsalnum að
Vatnsnesvegi 12 í Keflavík. Dag-
inn eftir, miðvikudaginn 24. okt.
kl. 20.30, verður svo fyrsta sýn-
ing Súmbar-flokksins í íþrótta-
húsinu við Sunnubraut í Keflavík.
Á fimmtudag, 25. okt., liggur
leið Túrkmenanna til Akureyrar
og verður sýning í Sjallanum um
kvöldið kl. 20.30. Daginn eftir,
föstudaginn 26. okt., verður svo
sýning í íþróttahúsinu á Húsavík.
Eftir ferðina til Norðurlands
verður Súmbar-flokkurinn með
sýningu í félagsheimilinu Gunn-
arshólma í Áustur-Landeyjum
kl. 14 sunnudaginn 28. okt. og
lokasýning flokksins verður í
Háskólabíói, sal 2, mánudags-
kvöldið 29. okt. kl. 20.30.
Súmbar - þjóðlaga- og dans-
flokkurinn, kemur frá Kara-
Kalinsk, fjallahéraði í Túrkmen-
istan. Flokkurinn var stofnaður
1976 og starfa með honum konur
og karlar úr ýmsum starfsgrein-
um. Á efnisskrá flokksins eru
verk túrkmenskra tónskálda og
tónskálda frá öðrum sovétlýð-
veldum, svo og þjóðdansar frá
Túrkmenistan og víðar. Hefur
ætíð verið lögð áhersla á mjög
vandaða efnisskrá og sérstæða.
Flokkurinn hefur sýnt víða í
Sovétríkjunum og hlotið marg-
víslega viðurkénningu, m.a. í
Moskvu 1985 og 1987. Þá kom
hann og fram á hátíð á Spáni fyrir
nokkrum árum.
í sýningum sínum segja lista-
menn Súmbar-flokksins frá Túrk-
menistan, þessu syðsta lýðveldi
Sovétríkjanna á litríkan, og
Barnaskóli Akureyrar:
Boðið til kaffi-
drykkju í dag
á vígsluaftnæli
í tilefni af 60 ára vígsluafmæli
skólahúss Barnaskóla Akureyrar
18. október 1990 býður skólinn
skólanefnd Akureyrar, bæjar-
stjóra og bæjarráði ásamt full-
trúum úr hópi kennara og ann-
arra starfsmanna til kaffidrykkju
að loknum skólanefndarfundi í
dag, 18. október, kl. 15.30.
Klukkan 17 er starfsmönnum
skólans boðið í kaffi.
Foreldrafélag Barnaskóla
Akureyrar hefur haft forgöngu
um prentun merkis til minningar
um þessi tímamót, sem verður
afhent nemendum á afmælisdag-
inn.
áhrifamikinn hátt án nokkurra
orða. Þegar þeir koma fram á
sviðið í þjóðbúningum og við
seiðandi hljóðfæraslátt, draga
þeir upp mynd af sérstæðu þjóð-
lífi Túrkmena. í dansinum endur-
speglast hefðir, siðir og venjur
þjóðarinnar og þjóðareinkennin.
Þar er sagt frá lífi og starfi liirð-
ingjanna, gestrisni Túrkmena,
brúðkaupssiðum og virðingu fyrir
ellinni
Styrkir til bifreiðakaupa
Tryggingastofnun ríkisins veitir hreyfihömluðu
fólki styrki til bifreiðakaupa.
Nauðsyn bifreiðar vegna hreyfihömlunar skal vera
ótvíræð.
Umsóknareyðublöð vegna úthlutunar 1991 fást hjá
upplýsinga- og afgreiðsludeildum Tryggingastofnun-
ar ríkisins, Laugavegi 114, og hjá umboðsmönnum
hennar um land allt.
Umsóknarfrestur er til 1. nóvember.
Tryggingastofnun ríkisins.
+reyndir matreiðslumenn +úrvals hráefni
Svínalæri-
steik úrb.
998
V.
Fylltar
svínasíður
625.
J V
Svínahnakki
sneiddur
747
J V