Dagur - 25.10.1990, Side 5

Dagur - 25.10.1990, Side 5
Fimmtudagur 25. október 1990 - DAGUR - 5 Samviskuspumingu svarað í ágætri grein sinni í Degi þriðju- daginn 23. okt., sem fjallar um sýningu Leikfélags Akureyrar á Leikritinu um Benna, Gúdda og Manna, veltir Stefán Þór Sæ- mundsson blaðamaður upp þeirri brennandi samviskuspurn- ingu hvort öldósir á haugum umræddrar sýningar séu eitthvað tengdar auglýsingum eða kostun. Svo er ekki. Það skal játað, að þess var ekki gætt að allir aðilar öl- og gosmark- aðarins ættu merki sín á nákvæm- lega jafnmörgum dósum, enda spurning hvort slíkt þjónaði nokkuð sérstaklega anda leik- verksins, en það er jú sá andi sem aðstandendur sýningarinnar hafa að leiðarljósi fyrst og fremst. Þótt þeir Benni og Gúddi séu ein- hverskonar eftirlitsmenn á haug- unum, þá er mér til efs að eftirlit þeirra felist í að gæta þess að í rusli því sem þangað berst ríki jafnrétti milli vörumerkja. Öskuhaugar eru það sem á þá er hent, og hlýtur að vera tilviljun háð hvað þar er mest áberandi hverju sinni. - Sjaldan koma í Lottó allar tölur upp - eins og máltækið segir. Hitt er svo annað, að til þess að dósahrúgurnar yrðu ekki um of einhæfar, gerðum við okkur far um að leita út fyrir veggi leik- hússins eftir dósum til að auka fjölbreytnina, því þær umbúðir, sem falla til innan leikhússins eru raunar grunsamlega margar frá sama framleiðanda. Að engin kókdós finnist í dósa- safninu á sviðinu er ekki rétt. Glöggir leikhúsgestir taka eflaust eftir nokkrum slíkum, beini þeir á annað borð athygli sinni þar að. Nú er komið að því að varpa ljósi á tæknilegt atriði, sem áhorfendur sýningarinnar eru ef til vill ekki almennt meðvitaðir um. Þeir taka eflaust eftir því að Manni staflar upp nokkrum dós- um og myndar með því ákveðin form, sem hafa út af fyrir sig sjónrænt gildi og tengist fram- vindu verksins. Hins vegar vita þeir ef til vill ekki, að á öldósum er í mörgum tilvikum dálítill mis- munur á milli framleiðenda, þannig að þær staflast svolítið illa saman. Þetta er hin tæknilega skýring á því hvers vegna dósa- byggingar Manna bera gjarnan fá vörumerki. Ég vona að mér hafi tekist að svara nægilega skilmerkilega þeirri samviskuspurningu, sem upp var velt. Jafnframt hafi mér tekist að gera langt mál úr litlu efni, sem ég vænti að frá blaða- mennskusjónarmiði teljist af hinu góða. Að lokum við ég geta þess að Stefán blaðamaður er alltaf hjart- anlega velkominn í heimsókn til okkar í leikhúsið, og við getum gefið honum kost á að gera töl- fræðilega könnun á vörumerkj- um þeirra dósa, sem við notum í umræddri sýningu. Að þeirri könnun lokinni væri hægt að taka málið upp að nýju á traustari grunni, og ef til vill vinna þar úr nokkrar fréttir. Með góðri kveðju, Hallmundur Kristinsson, leikmyndahönnuður. Bláhvammur hf. á Akureyri: Almennur dansleikur I BÆNOATRYGGINGU , , SJOVA-ALMENNRA SAMEINAST EINKATRYGGINGAR FJÖLSKYLDUNNAR 0G VÁTRYGGINGAR SNIÐNAR AÐ ÞÖRFUM LANDBÚNAÐARINS SJQyAlAPAlMENNAR Sýna þarf sömu aðgæslu á fáförnum vegum öörum! VÍÐA LEYNAST HÆTTUR! UUMFERÐAR RAO á laugardagskvöld mönnum fleiri möguleika á skemmtanamarkaðinum. Hljómsveitin Klassík leikur fyrir dansi á laugardaginn. Hana skipa Viðar Garðarsson sem leik- ur á bassa, Sigfús Arnþórsson leikur á hljómborð, húðir lemur Karl Petersen, Baldvin Ringsted leikur á gítar og um sönginn sér Júlíus Guðmundsson. Matargestir á Fiðlaranum á laugardagskvöld fá frítt inn á dansleikinn. Nú þegar er byrjað að taka á móti pöntunum í mat. Húsið verður opnað kl. 10 en dansleikurinn stendur til kl. 03. Miðaverð er aðeins 800 kr. % Prófkjör Prófkjör um skipan tveggja efstu sæta á fram- boðslista Alþýðufiokksins í Norðurlandskjör- dæmi eystra við næstu Alþingiskosningar fer fram 24. og 25. nóvember 1990. Kjörgengir til prófkjörs eru þeir sem uppfylla ákvæði laga um kjörgengi til Alþingis, eru flokksbundir í Alþýðu flokknum, og hafa skrifleg meðmæli minnst 20, mest 25 flokksbundinna Alþýðuflokksmanna í Norðurlandskjör- dæmi eystra, sem eru 18 ára eða eldri. Kosningarétt í prófkjörin hafa allir þeir sem lögheimiii eiga í Norðurlandskjördæmi eystra, og orðnir verða 18 ára þegar reglulegar Alþingiskosningar eiga að fara fram, og eru ekki flokksbundir í öðrum stjórnmálaflokkum (félög- um). Framboðum skal skila til formanns kjördæmaráðs Alþýðuflokksins í Norðurlandskjördæmi eystra, Gunnars B. Salómonssonar, Höfðabrekku 25, 640 Húsavík eigi síðar en kl. 12.00 hinn 03. nóvember 1990. Ath: Breyttan framboðsfrest. Stjórn kjördæmaráðs Alþýðuflokksins í Norðurlandskjördæmi eystra. Næstkomandi laugardagskvöld verður haldinn almennur dans- leikur í Bláhvammi, 4. hæð Alþýðuhússins á Akureyri. Þetta er í fyrsta sinn sem hald- inn er almennur dansleikur á þessum stað. Að dansleiknum stendur Bláhvammur hf., rekstraraðili salarins og veit- ingastaðarins Fiðlarans í sama húsi. Stefnt er að því að halda nokkra opinbera dansleiki í hús- inu í vetur. Næsti dansleikur verður væntanlega þann 1. des- ember. Þetta er gert til að gefa Akureyringum og nærsveita- BYGGINGAVORUR LÓNSBAKKA LEIÐIN ERGREIÐ! Hf Teppi H Dúkar U Parkett E Flísar 3' Loft- og veggklæðningar E3. Hreinlætistæki 5Í Málningarvörur 3 Verkfæri Œf Boltar og skrúfur Hf Innréttingar ffl' Skrifstofuhúsgögn 3 Eldhúsborð og stólar 13 Timbur Ö Plötur - margar gerðir 3 Steypustál □ Einangrunarefni ... og ótal margt fleira Lónsbakki - Þægileg verslun fyrir þá sem vilja breyta, eru að byggja eða eru bara forvitnir! - Næg bílastæði - Heitt á könnunni! - Opið frá mánudegi til föstudags frá kl. 08 til 18. 601 Akureyri • -asr 96-30321 & 96-30326 • Fax 96-27813

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.