Dagur - 25.10.1990, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Fimmtudagur 25. október 1990
Texti: ÓIi G. Jóhannsson
Myndir: Golli
Þorsteinn hefur sett steinasafnið
upp af smekkvísi og nærfærni.
„íslensku berglögin eru mitt áhugasvið“
- segir Þorsteinn Arnórsson, steinasafnari og formaður Félags norðlenskra steinasafnara
Formæltu ekki steinvölunni
er særir il þína
göngumaður
kanski geymir hán
undir hrjúfri brá
það sem þú leitar
kanski er hún sjálfur
óskasteinninn.
Þetta erindi Kristjáns skálds
frá Djúpalæk úr Ijóðabókinni
Óður steinsins kom mér í
huga, þegar ég stóð fyrir fram-
an steinasafn Þorsteins
Amórssonar á Akureyri og
virti fyrir mér stein eftir stein.
Fjölmarga steina af ýmsum
gerðum, sem ég kann vart að
nefna. Steina sem skarta í Iit-
brigðum ótrúlegustu litatóna.
Nei, íslenska grjótið er ekki
grátt og litiaust.
Náttúrusteina er víða getið í
íslenskri þjóðtrú. Þeir áttu að
vera gæddir furðulegustu náttúr-
um og því eftirsóttir af öllum.
Steindór Steindórsson, fv. skóla-
meistari Menntaskólans á Akur-
eyri, segir í eftirmála að bókinni
Óður steinsins: „Þess minnist ég,
að í bernsku heyrði ég talað um,
að óhöpp gætu stafað af ýmsum
steinum, væri því happadrýgst að
láta þá liggja og forðast að safna
miklu af þeim.“
„Það er naumast hægt að segja,
að íslenska steinaríkið sé fjöl-
skrúðugt ef litið er á tegundir
þess. Ekkert er hér af hinum
svonefndu gimsteinum, sem
hvarvetna eru eftirsóttir, sem hin
mestu dýrindi. Fátt er um málm-
steina, sem skapa sumum þjóð-
um auð og atvinnu. Mikiu mestur
hluti steinaríkisins heyrir til
hinna svonefndu kvartssteina,
sem hlotið hafa nöfn og verið
sundurgreindir eftir lit sínum, en
litir þeirra eru fram komnir við
íblöndun ýmissa efna, þar sem
kvartsið sjálft er tær kísill. Flestii
eða allir verða kvartssteinarnir til
sem fyllingar í holum eða sprung-
um í bergi,“ segir Steindór
Steindórsson ennfremur í eftir-
mála sínum að Óði steinsins.
„ísland er svo ungt, að svo
virðist sem kristallar séu aðeins
öðru vísi en í útlöndum og það á
eftir að skoða betur,“ sagði við-
mælandi minn Þorsteinn Arnórs-
son, steinasafnari í 25 ár, sem á
ótrúiegt safn íslenskra sem
erlendra steina. „ Þetta er árátta
sem heltekur hvern mann sem á
annað borð lítur niður fyrir sig og
gefur sig á vald steinvölunni,"
bætti Þorsteinn við.
Fjöldi kvenna og karla á Is-
landi hefur að tómstundagamni
að ganga um fjöll, dali og með
ströndum í leit að fágætum stein-
um og kappkostar að eignast sem
fjölbreytilegast steinasafn. Metn-
aðurinn er víða mikill og margur
leitar óskasteinsins. Sumir þykj-
ast hafa fundið hinn eina sanna
og Þorsteinn á sinn óskastein.
Margur steinasafnarinn slípar
niður íslensku steinana og hefur
náð fram hinum fegurstu skraut-
steinum, sem prýða hringa og
hálsmen. Aðrir safna steinum á
hávísindalegan hátt og leggja á
sig ómælt erfiði til að öðlast hinar
fágætustu steinvölur og halda
spjaldskrá með öllum tiltækum
upplýsingum. Þannig steinasafn-
ari er Þorsteinn Arnórsson.
„Fræðilegur möguleiki er að
finna milli 120-140 tegundir
steina á íslandi og tegundir
geislasteina eru um 20. í mínu
safni eru um 100 tegundir, að
vísu nokkrar útlendar, þannig að
leitin heldur áfram. Ég á marga
kílómetra og mörg fjöll að baki
og enn fleiri í vændum á næstu
árum. Þetta áhugamál er tíma-
frekt og útheimtir mikið erfiði oft
á tíðum. Sumarið er tími ferða-
laga og söfnunar, en veturinn fer
í úrvinnslu og greiningu," sagði
Þorsteinn og við litum til steina-
safnsins, sem Þorsteinn hefur sett
upp af smekkvísi og nærfærni.
„Hér er óskasteinninn minn,
merkilegur steinn sem er einn
sinnar tegundar á íslandi. Þenn-
an stein fann ég skammt frá
Svignaskarði í Borgarfirði vestur.
Hér sérðu smá örðu í steinvöl-
unni sem er kúprít, en þessi arða
er hin fyrsta og eina sem hefur
verið greind á Islandi. í þessum
steini sérðu hvernig koparæðarn-
ar liggja í berginu, en þessi steinn
er nú ekki íslenskur. Hann er
kominn frá Bandaríkjunum, en
ég hef töluvert skipt á steinum
við erlenda steinasafnara, aðeins
fyrir forvitni sakir til að víkka
sjóndeildarhringinn og auka á
kunnáttuna. íslensku berglögin
eru mitt áhugasvið og þangað
beini ég kröftunum.
Hér gefur að líta steingerv-
inga. Þetta er steinrunnin blað-
fura og hér er beykiblað, steinr-
unnið, fundið í Þórisfjalli í Sel-
árdal. Ég á steingervinga úr
Ólafsfjarðargöngunum nýju. Já,
þessi er þaðan. Raunar er þetta
surtarbrandur að hluta, því
hnullungurinn er ekki allur orð-
inn steingerður.
Skeljar hef ég einnig fundið,
Þorsteinn Arnórsson, steinasafnari frá Akureyri.
sem eru steingervingar og inni í
þessari er sykurberg. Úr Siglu-
firði fékk ég fyrir nokkrúm árum
steingerving, rauðviðarfuru, sem
er allmerkilegur og gott t intak og
hér er aragonít fundið í Siglu-
firði.
Glerárdalurinn er gjöfull á
steingervinga, en til að finna þá
verður að fara mjög seint á haust-
in áður en fer að snjóa. Á Gler-
árdal fann ég á sínum tíma afar
merkilega biksteina. Þeir eru sem
nálar og ég veit um menn, sem
hafa gengið þarna um með hunda
og hundarnir hafa særst á gang-
þófum vegna biksteinanna odd-
mjóu,“ sagði Þorsteinn, og við
héldum áfram að skoða steina og
tíminn flaug áfram, enda af
miklu að taka og margur steinn-
inn átti sína sögu.
Er við gengum til stofu frá
steinasafninu sagði Þorsteinn:
„Að mínu mati eru stærstu og
fallegustu svæðin á Austurlandi,
en Eyjafjarðarsvæðið er áhuga-
vert. Mestur hluti þess er ókann-
aður.“
Fyrir 20 árum fæddist sú hug-
mynd að stofna félag steinasafn-
ara á Akureyri, en þeir eru nokk-
uð margir. Ekki varð af þessu
fyrr en 15. febrúar í ár er Félag
norðlenskra steinasafnara var
stofnað. Þorsteinn er formaður
þessa félags, en nú er unnið að
því að koma félaginu í hús. „Að
fá inni með starfsemina er mikið
baráttumál. Hópurinn sem helg-
ar sig steinasöfnun, greiningu og
vinnslu er í dag um 40, menn og
konur. Við eigum erindi inni hjá
Akureyrarbæ um styrkveitingu
og von mín er sú að við fáum
hljómgrunn hjá ráðamönnum,
sem auðveldar okkur leikinn með
að fá húsnæði fyrir starfsemina.
Félag norðlenskra steinasafnara
er í góðum tengslum við Náttúru-
fræðistofnun Norðurlands á
Akureyri og í sameiningu verður
unnið að uppbyggingu steina-
safns. Efniviðurinn er nægur og
ef við leggjum öll saman ætti að
vera hægt að koma upp merkasta
og besta steinasafni íslands,"
sagði Þorsteinn Arnórsson,
steinasafnari á Akureyri.