Dagur - 27.10.1990, Blaðsíða 11

Dagur - 27.10.1990, Blaðsíða 11
10 - DAGUR - Laugardagur 27. október 1990 Laugardagur 27. október 1990 - DAGUR - 11 A „M wk. tvinnuástand í Þingeyjarsýslum er ótryggt. Helstu atvinnufyrirtæki þar voru rekin árin 1987- 1988 með verulegu tapi og var eigið fé þeirra nær þrotið. Þau brugðust við með hagræðingaraðgerðum þar á meðal upp- sögnum á starfsfólki. Bati er orðinn nokkur en önnur afleiðing hagræðingaraðgerðanna er að framleiðni fyrirtækjanna jókst svo ekki var þörf á sama starfsmannafjölda þó að afköstin yrðu jöfn og áður. Nú er orðinn nokkur bati svo líkast til er jafnvægi í atvinnumálum framundan. Burðarásar atvinnulífs- ins eru í útgerð, fiskvinnslu, úrvinnslu landbúnaðarvara, verslun og þjónustu og reynsluheimur staðarmanna í fyrir- tækjarekstri er í þessum hefðbundnu greinum. Þar getur varla orðið vöxtur nema hráefni verði aukið, og með aukinni full- vinnslu. Það verður því að leita í aðrar áttir til að tryggja vöxt atvinnulífsins. Þessi staða er síður en svo sérkenni Húsavíkur heldur er þetta einkennandi fyrir landsbyggðina yfirleitt. Ásgeir Leifsson. „Það er sjálfsagt meiri ferðamennska í Þingeyjarsýslum en á nokkrum öðrum stað á landinu. Hér eru margir fallegir staðir og mikili straumur Mymi: im ferðamanna,“ segir Ásgeir m.a. í viðtali við blaðamann Dags. Hjá vestrænum iðnaðarríkjum er ekki kreppa í dag. Þvert á móti ríkir þar almennt góðæri og hagvöxtur. Með myndun innri markaðar Efnahagsbandalagsins er spáð þar miklu hagvaxtarskeiði sem getur staðið í mörg ár. Það er oft sagt með réttu að ísland sé nú orðið eitt markaðssvæði en þetta gildir að verulegu leyti líka um heiminn, að það gild- ir alþjóðlegt framboð og eftirspurn á vörum og þjónustu. Sú leið sem hefur lánast best hjá þjóðum sem eru að stíga upp velmegunarstigann í heiminum er að efla útflutningsiðnað sinn. íslensk framleiðsla vill oft verða dýr enda eru framleiðslueiningarnar oft mjög smáar og óhagkvæmar þar eð innlendi markaður- inn er smár. Framleiðslukostnaðurinn er að miklu leyti afleiðing ytri aðstæðna svo sem fáanlegrar tækni og nálægra auðlinda, það er hvort einhverjir framleiðsluhættir í umhverfinu séu svo auðfáanlegir að þeir séu sérlega ódýrir miðað við samkeppnisaðila, en tekjurnar eru afleiðing markaðs- aðstæðna. Það er talað um að helstu auðlindir á ís- landi séu fiskimið, orka í fallvötnum og jarðhitasvæðum, staðsetning landsins, stórt og lítt mengað land og svo innri uppbygging landsins og menntun fólksins. Útflutningsatvinnuvegirnir hafa byggt á fiskimiðum, orku fallvatna og staðsetningu landsins, en einnig á seinustu árum og í vax- andi mæli á hönnun og hugviti. Það er á því sviði sem flestar iðnaðarþjóðir byggja afkomu sína. Menntun fólksins fer vaxandi en geta atvinnulífsins til að nota ungt og' menntað fólk í skapandi störfum er fremur lítil. íslenskur mannafli - vannýtt auðlind Á landsbyggðinni þýðir hvers konar sér- menntun yfirleitt að ekki er um störf að ræða í heimabyggð og þýðir þetta því í raun brottflutning. Launaliðurinn hefur lækkað svo hann er líklega með lægra móti í Evrópu um þessar mundir. íslenskur mannafli er hugsanlega stærsta vannýtta auðlindin á ís- landi í dag. Til að auka nýbreytni og fjölbreytni í atvinnulífinu þarf eins vegar að finna fýsileg verkefni og svo framkvæmanda sem ræður yfir markaði, þekkingu, tækni og fjármagni og hefur frumkvæði í málinu. Ef um verk- efni er að ræða sem skiptir máli þá er erfitt að finna innanlandsmarkað sem er nógu stór því verður útflutningur að koma tii. Undanfarin ár og ennþá eru miklar fjár- festingar í gangi til uppbyggingar ýmiss konar iðnaðar á vegum alþjóðlegra fyrirtækja vegna góðrar afkomu undanfarinna ára og bjartsýni með framtíðina. Eitt einkenni þessarar uppbyggingar er að hún á sér frem- ur stað í dreifbýli en þéttbýli. íslensk iðnaðaruppbygging hefur í of miklum mæli beinst að uppbyggingu lítilla fyrirtækja sem gera út á hluta hins litla inn- lenda markaðar og hafa því ekki alþjóðlega samkeppnishæfni. Víða út í heimi eru þróunarstofnanir sem lokka til sín erlenda fjárfestingaraðila. Sem dæmi má nefna norður-írsku þróunarstofn- unina sem er með fjárhagsáætlun upp á 13,5 milljarða og er með 330 starfsmenn. Á sein- asta ári mynduðust um sex þúsund ný störf fyrir hennar tilverknað. írska þróunarstofn- unin er enn stærri eða með 650 starfsmenn. Flest lönd í Vestur-Þýskalandi eru með þess háttar starfsemi og mörg skíri í Bretlandi. Það er því algengt alþjóðlegt viðfangsefni að lokka til sín erlend fyrirtæki. I Banda- ríkjunum eru 17 þúsund hagþróunarfélög. Plant Location International er alþjóðlegt ráðgjafarfyrirtæki með höfuðstöðvar í Brussel, Belgíu en er með útibú eða fulltrúa víða um heim. Þeir eru ráðgjafar fyrirtækja, sem eru að stækka, breyta sér, flytja eða setja nýja starfsemi af stað, um hvar þau eiga að koma sér fyrir. Einnig eru þeir ráð- gjafar landa og svæða með að lokka til sín hreyfanlega nýja fjárfestingu. Þeir hafa góð- an orðstír og segjast á undanförnúm 29 ániim' hafa ráðlagt hvar koma ætti fyrir fjárfest- ingu upp á 2100 milljarða í Vestur-Evrópu." Það þarf að vinna þetta neðan frá og upp úr Svo segir í inngangi verkefnalýsingar Iðn- þróunarfélags Þingeyinga fyrir leit á fjár- festingaraðilum fyrir Þingeyjarsýslur. Ásgeir Leifsson iðnráðgjafi hefur unnið verkefnalýsinguna og leiðbeiningar um vinnubrögð varðandi samstarfsverkefni með Plant Location International. Aðspurður segir Ásgeir að ýmsir hags- munaaðilar hafi áhuga á þessu máli: „Það má nefna heimamenn hér, atvinnumála- nefndir á svæðinu, iðnráðgjafa á landinu, iðnaðarráðuneytið, Byggðastofnun og umhverfismálaráðuneytið. Þessir aðilar hafa ekki endilega sömu skoðun á því hvernig eigi að framkvæma þetta verkefni. Iðnráðgjafarnir samþykktu t.d. á fundi hér á Húsavík 21. ágúst að leita eftir tilboði í verkefni þar sem tekin væru fyrir þrjú svæði hér á landi og þau borin saman við þrjú samkeppnissvæði. Þá yrði tekin fyrir könn- un staðhátta, hvernig þetta hentaði erlend- um fjárfestingaraðilum, gerður samanburð- ur á samkeppnishæfni, og svo bein markaðs- samkeppni á þessum svæðum. Sumir aðilarnir hafa áhuga á að hafa þetta heldur minna í sniðum, á þann hátt að við þyrftum að skilgreina og afmarka nákvæm- lega hvaða verk við erum að tala um og leita að aðilum sem hafa áhuga á siíkum verkefn- um. Líka hafa komið fram pdu sjónarmið að vinna að verkefninu með Island sem eina heild, en við erum fremur á móti því og finnst að það yrði þá miðstýrð könnun sem mundi enda í skýrslu. Okkur finnst að það þurfi að vinna þetta neðan frá og upp úr. Það var haldinn sameiginlegur fundur atvinnumálanefndar Húsavíkur og stjórnar Iðnþróunarfélagsins og þar var samþykkt hvað farið skyldi fram á að tekið yrði fyrir. Það er staðháttakönnun, samkeppnishæfni og markaðssetning. Rætt var um tvö svæði, svæði sem næði frá Vaðlaheiði austur á Langanes, og annað álíka svæði á landinu, t.d. við Keflavík. Miðað er við að heima- menn beri 25% af kostnaðinum en opinber- ir aðilar 75%. Kostnaður af slíku verkefni fyrir Þingeyjarsýslur nemur 210 þúsund dollurum eða 12-13 milljónum, auk þess sem útlagður kostnaður Plant Location yrði um ein milljón." Það ríkir velvild í garð verkefnisins - Hver er staða þessa máls í dag? „Það er búið að kynna þetta fyrir atvinnu- málanefnd Húsavíkur, þingmönnum Norðurlandskjördæmis eystra, iðnaðarráð- herra, umhverfisráðherra, Byggðastofnun, ríkisstjórninni og flestum hagsmunaaðilum. Það ríkir velvild í garð verkefnisins, svo ef það verður ákveðið að gera þetta hérna þá er mjög líklegt að af þessu verði. Þó er ekki búið að finna út hvað kostur verður val- inn, þannig að endanleg stefnumótun liggur ekki fyrir í dag.“ - Ertu bjartsýnn á að af þessu verkefni verði og ef svo er geturðu svarað hinni brennandi spurningu; hvenær fær fólkið vinnuna? „Þetta er náttúrlega áhættuverkefni, en varðandi líkurnar á að það komi eitthvað út úr þessu dettur mér í hug draumur sem mig dreymdi fyrir nokkru. Ég var að veiða með kunningja mínum við á, í stórum hyl. Það var mikið af stórum og fallegum silungi í hylnum. Ég kastaði út færi og það beit á hjá mér stór fiskur sem ég þreytti út um all- an hyl en landaði svo loksins. Þá kom í ljós að þetta var erlendur fiskur, líklega gedda, en hann var ansi horaður. Ekki veit ég hvort þessi draumur er táknrænn en mér fannst þetta ansi gott, það er ekki alltaf gott að ráða drauma því kannski merkir horaður fiskur feitan drátt. En í alvöru talað þá er það verkefni sem við erum að tala um í þessu, viðurkenndar alþjóðlegar aðferðir. Þetta er það sem menn eru að gera í öllum löndum og alls staðar. Við þurfum að gera þetta hérna og þurfum að komast á kortið í svona áformum.“ Menn þekkja útgerð og fískvinnslu - Þú talar um reynsluheim fólksins hér í atvinnulífi í verkefnislýsingunni. „Atvinnulífið á svona stöðum byggir á hefð og þessi hefð mótast af staðháttum. Menn þekkja hvað er útgerð og fiskvinnsla, verslun og þjónusta, og það að reka slátur- hús. En heimurinn er stór og það er örugg- lega margt hægt að gera sem menn koma ekki auga á hér á staðnum. Menn eru ekki tilbúnir að leggja út í einhver ævintýri á sviði sem þeir þekkja ekki vel til. Á seinasta ári lagði ég fyrir ýmsa möguleika á kaupum á fyrirtækjum og kaupverð þeirra átti að greið- ast með söluvirði varanna sem yrðu fram- leiddar. í engu þessara tilfella gat ég fengið nokkurn mann til að líta á þetta og þó virtist mér að sumt af þessu gæti gengið upp. Það sem vantar til að setja af stað svona rekstur er að finna fyrirtæki þar sem er fyrir hendi markaður, þekking, fjármagn og vilji til að gera hlutina. Það sem upp á er boðið hér er dálítið sér- stætt umhverfi, fremur afvikinn staður þar sem er hreint og tært vatn, hreint loft, ódýr orka sem er jarðhiti og rafmagn og svo úrvinnsla á einhverjum gæðum héraðsins, t.d. steinefnum. Svo er boðið upp á aðgang að mannlegri auðlind. Á ráðstefnu forsætis- ráðuneytisins í Borgarnesi kom fram að það eru næstum eins margir að afla sér menntunar á háskólastigi eins og þeir sem fyrir eru á landinu með slíka menntun. Þetta fólk fer héðan burtu en við þurfum að fá þetta fólk eða fólk á svipuðu stigi hingað aftur. Þá er spurningin að setja á stað eitt- hvað sem við getum kallað þekkingariðnað, en greinar hans eru t.d. rafeindasmíði, tækjasmíði, hugbúnaðargerð og svo fram- vegis. Ég held að það sé nauðsynlegt að skoða þetta mál og vinna það síðan eins og Plant Location leggur til; leita eftir aðilum sem gætu hagnýtt sér þessar sérstæðu aðstæður. Það gæti verið að þær hentuðu akkúrat ein- hverjum sem væru að leita fyrir sér. Þær gætu hentað fyrir heilsuhæli eða hressingar- hæli. Fallegt og gott umhverfi gæti líka verið kostur fyrir hugbúnaðarfyrirtæki." Ekki venjulegt fólk sem hingað kemur - Strjálbýl svæði með lítilli mengun eru búin kostum sem ekki eru alls staðar fyrir hendi á jörðinni. Fer kannski að verða eftir- sóknarvert að hefja ýmsa starfsemi hér í slíku umhverfi? „Fyrir suma. Ég veit t.d. að í sumar jókst ferðamannastraumur út á Langanes. Það er ekki venjulegt fólk sem hingað kemur, held- ur fólk sem er tilbúið að verja töluverðum tíma, fjármunum og erfiði í ferðalagið." - Erum við of þröngsýn og vanaföst til að sjá ný atvinnufækifæri? „Mér finnst það mjög eðlilegur hugsunar- háttur að menn séu ekki tilbúnir að hætta sínu í eitthvað sem þeir þekkja ekki neitt. En ef traustir aðilar standa að góðu verkefni er minni vandi í dag að fá peninga heldur en oft áður. Það er nauðsynlegt fyrir okkur að komast inn í þessa mynd alþjóðlegs rekstrar; að vera gjaldgeng ásamt almennum fyrirtækj- um úti í heimi. Að vera með í leiknum því þetta alþjóðlega rekstrarumhverfi er alltaf að vaxa og stækka og við verðum að vera þátttakendur í því.“ - Hafa ekki komið fram margar hug- myndir um atvinnuuppbyggingu undanfarin misseri? „Við héldum fundi í mörgum sveitarfé- lögum í Þingeyjarsýslum og gerðum auð- lindakönnun, ræddum við heimamenn um hvað þeir gætu nefnt af slíku á sínu svæði. Það sem kom fram var að ýmis steinefni sem eru verðmæt finnast í töluverðum mæli. í Öskju eru sennilega milljarðar rúmmetra af vikri. Þetta er nálægt Jökulsá á Fjöllum en skammt frá ósum hennar er háhitasvæði í Öxarfirði. Kannski cru þarna aðstæður til að vinna vikur í miklum mæli í einhverjar vörur. Víða er gjall fáanlegt, t.d. í Mývatnssveit og þar er líka jarðhiti. Kaólínleir er í Krók- óttuvötnum, en hann er hægt að nota til að framleiða postulínsvörur. í Jörundi er fáan- legur perlusteinn. Hann er hægt að nota til að framleiða ýmsar vörur en þessi náma er næst vegi af öllum þekktum perlusteinsnám- um á íslandi. í Mývatni er kísilgúr, en það er líka allstór náma við Árnes í Aðaldal. Kísilgúrinn er vinnanlegur samkvæmt skýrslu. Hann er leirblandaður og gæti verið með svipaða efnasamsetningu og kísilgúr sem unninn er á Jótlandi, en úr honum eru gerðir hitaþolnir steinar. Danirnir eru með rannsóknastofu þar sem vinna 12 manns og með 5 verksmiðjur sem selja framleiðsluna til 60 landa. Að auka verðmætasköpun í matvælaiðnaði Annað svið sem er áhugavert og víða var minnst á á þessum fundum er ferðamál. Það er sjálfsagt meiri ferðamennska í Þing- eyjarsýslum en á nokkrum öðrum stað á landinu. Hér eru margir fallegir staðir og mikill straumur ferðamanna. Spurningin er hvort hægt er að nýta þetta betur; lengja ferðamannatímann, hagnýta jarðhitann til að gera einhvers konar vinjar sem fólk sækti í um vetrartímann. Hvort hægt er að reisa heilsu- og hressingarhæli, við Mývatn, í Reykjahreppi eða hér á Húsavík. Þriðja sviðið gæti verið matvælaiðnaður, frekari úrvinnsla á hráefni sem hingað kemur. Það er mikil matvælavinnsla fyrir og ekki er hægt að reikna með að magnið auk- ist en maður getur hugsað sér að hægt sé að auka verðmætasköpunina. Þetta er mjög spennandi svið. Orkufrekur iðnaður af minna taginu. Þá er ég ekki að tala um nein stóriðjuver held- ur eitthvað sem veitti fáum mönnum vinnu en tengdist kannski steinefnaiðnaðinum. Að síðustu er það svo þekkingariðnaður- inn. Þetta eru þau fimm svið sem rætt var um í þessari hugmyndakönnun. Við höfum að vísu ekki skoðað allan heiminn með þessu, og kannski væri full ástæða og mjög skynsamlegt að fara að líta á það með opn- um huga hvaða verkefni gætu hentað og gera þetta á þann hátt sem Plant Location leggur til.“ IM Heimurinn er stór- og margt hægt að gera - viðtal við Ásgeir Leifsson, iðnráðgjafa á Húsavík

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.