Dagur - 27.10.1990, Blaðsíða 5

Dagur - 27.10.1990, Blaðsíða 5
Laugardagur 27. október 1990 - DAGUR - 5 Deilur hrossaræktaraianna - teygður skali einkunnagjafar í byggingardómum veldur óeiningu meðal hestamanna Landsþing hestamanna er haldið á Húsavík um þessa helgi. Miklar deilur hafa sett svip á starfsemi hrossa- ræktarmanna að undanförnu og ekkert bendir til að þær séu á enda. Fulltrúar Skagfirðinga, Vestur-Húnvetninga og einn fulltrúi af Vesturlandi gengu af aðalfundi Hrossaræktarsam- bands íslands á Akureyri um síðustu helgi. Þá hafði tillaga um stuðning við afgreiðslu stjórnar Búnaðarfélags Islands á deilumálunum vegna kynbótadóma frá því í sumar verið samþykkt. Skagfírðingar og Vestur-Húnvetningar höfðu far- ið fram á að tillagan yrði dregin til baka en því var hafnað af flutningsmönnum. Snarpar deilur á aftalfundi Hrossaræl T'li . 1 uouin fyrir mirtjan ■ nóvember jlccnoi""------- j . •\ri " ■ '*«• lauk. •*!* 11 ll»a* I'..* '*■'■" - Mikil óánægja blossaði upp á meðal hrossaræktarmanna með þá kynbótadóma sem fram fóru á síðastliðnu sumri. Á fundi með fulltrúum frá Félagi hrossa- bænda, hrossaræktarsamböndum og hestamannafélögum úr öllum landshlutum, sem haldinn var á Hvanneyri 27. júní var samþykkt ályktun og send Búnaðarfélagi íslands. í ályktuninni er farið fram á að skýr verkaskipting verði gerð milli landsráðunauta í hrossarækt á þann veg, að Krist- inn Hugason komi hvergi nærri dómarastörfum frá og með 1. janúar 1991. Krafa er gerð um að framkvæmd kynbótadóma verði endurskoðuð og kynbótadómar frá 1990 verði sérstaklega athug- aðir með tilliti til ósamræmis sem virðist vera og einnig vegna lækk- unar á eldri byggingareinkunn. Þá er þess krafist að eigendum kynbótahrossa 1990 verði heimilt að afturkalla dóma á hrossum sínum, fari þeir fram á það skrif- lega. Áður sýnd hross stór- lækkuð í byggingardómi í ályktun Hvanneyrarfundarins til Búnaðarfélags íslands segir meðal annars að aldrei áður hafi byggingardómum hrossa verið breytt jafn mikið. Dæmi eru nefnd um að 1. verðlaunahross hafi verið dæmd úr ættbók og að nokkur hross hafi verið bygging- ardæmd tví- og þrívegis og fengið mismunandi einkunn. Síðan segir í ályktuninni: „Eigendur urðu fyrir því að áður sýnd hross sem fengið höfðu góða byggingar- einkunn og verið þjálfuð til auk- inna kosta til að komast á lands- mót eða í 1. verðlaun voru stór- lækkuð í byggingardómi, þannig að meðaleinkunn lækkaði, í sum- um tilfellum að hross féllu úr 1. verðlaunum í 2. verðlaun og í öðrum tilfellum að áður sýnd ætí- bókarfærð hross náðu ekki meðaleinkunn til ættbókar- færslu.“ Fulltrúar í hrossaræktarnefnd- inni segja að samþykkt hafi verið að eldri byggingardómar ættu að vera óbreyttir nema í undantekn- ingartilfellum og að engar rök- studdar forsendur hafi legið fyrir um breytingar á byggingardóm- um, eins og virðist hafa orðið, þar sem djúpbyggð hross hafi verið lækkuð í einkunnum miðað við það sem áður var. Fulltrúar í hrossaræktarnefndinni telja að dómarar hafi sett sér nýjar kröfur um byggingarlag hrossa, sem séu í ósamræmi við byggingu íslenskra hrossa. Aldrei lægra hlutfall hrossa komist í ættbók í ályktun Hvanneyrarfundarinns segir að aldrei hafi hærra hlutfall af hrossum, sem komið hafa til dóms í fyrsta sinn, verið í þeim hópi sem ekki hafi náð að komast í ættbók. Fyrir landsmótið 1986 hafi 65,9% fyrst dæmdra hrossa náð ættbók og á undanförnum árum hafi fjöldi ættbókarfærðra hrossa verið um 65% af sýndum hrossum. Fyrir landsmótið á síð- astliðnu sumri höfðu hins vegar aðeins 56,4% af öllum sýndum hrossum náð ættbók og þannig megi öruggt telja að innan við 50% af fyrst sýndum hrossum hafi komist í ættbók. Munurinn sé því a.m.k. 15% á þessu ári. ' Ekki þörf á nýjum dómara - engin tök á að afturkalla dóma Stjórn Búnaðarfélags íslands tók athugasemdir Hvanneyrarfund- arins til athugunar og á fundi stjórnarinnar 17. september var gerð bókun um málið. Bókunin er svar Búnaðarfélags íslands við gagnrýni og kröfum þeirra full- trúa landshluta og hrossaræktar- nefndar Búnaðarfélagsins sem sátu fundinn á Hvanneyri. í bók- un stjórnar Búnaðarfélagsins er kröfum Hvanneyrarfundarins svarað á þann veg að ekki eru tal- in efni til að breyta verkaskipt- ingu á milli ráðunauta félagsins í hrossarækt og telur stjórnin eng- in rök hafa komið fram sem styðja þá kröfu. Stjórn Búnaðar- félagsins tekur undir þá ábend- ingu að framkvæmd kynbótadóma verði öll endurskoðuð og bendir á að unnið sé að setningu reglu- gerðar við hin nýju búfjárræktar- lög þar sem ákvæði um tilhögun sýninga í hrossarækt eigi heima. Stjórnin telur að nákvæmar þurfi að kveða á um framkvæmd kyn- bótadóma, svo sem um gildi dóma frá mismunandi stigum sýninga með því að setja stigun- arkvarða fyrir dóma. Þá telur stjórn Búnaðarfélagsins einsýnt að verða við þeim tilmælum að kynbótadómar frá 1990 verði endurskoðaðir sérstaklega. Ráðunautar félagsins í hrossa- rækt hafi tjáð að alltaf hafi staðið til að meta árangur og afleiðingar þeirra breytinga á notkun dóms- skala og á vægjum einstakra þátta, sem hrossaræktarnefnd varð sammála um. Stjórn Búnað- arfélagsins telur hins vegar en engin tök séu á að heimila eig- endum hrossa að afturkalla dóma frá formlegum löggiltum sýning- um en vísaði þessu erindi þó til hrossaræktarnefndar til nánari athugunar. Afstaða Búnaðarfélagsins - undirrót óánægju Að Búnaðarfélag íslands neitar að breyta verkaskiptingu í hrossa- rækt á þann veg að Kristinn Hugason komi ekki nálægt dóm- arastörfum frá 1. janúar 1991 og að ekki er orðið við þeirri kröfu að heimila eigendum hrossa að afturkalla dóma á hrossum sínum frá 1990 virðist undirrót þess að Skagfirðingar, Vestur-Húnvetn- ingar og einn fulltrúi Vestlend- inga treystu sér ekki til að sitja á aðalfundi Hrossaræktarsambands íslands eftir að tillaga til stuðn- ings þeim starfsaðferðum, sem Kristinn Hugason og Þorkell Bjarnason hafa viðhaft var sam- þykkt á fundinum. Á undanförn- um árum hefur þróast samstarf með Þorkeli Bjarnasyni, ráðu- nauti í hrossarækt, og dr. Þor- valdi Árnasyni, kynbótafræðingi, sem starfar í Svíþjóð. Er Kristinn Hugason réðst til starfa sem hrossaræktarráðunautur Búnað- arfélags íslands kom hann inn í þetta samstarf. Árið 1986 var svonefnt „Blöpp" kerfi tekið í notkun við framkvæmd bygging- ardóma. Ákvörðunin sem hinu mikla fjaðrafoki hefur valdið er sú að teygt var á einkunnaskala kerfisins til þess að ná fram aukn- um breytileika í dómum. Með því að auka breidd í einkunna- gjöf telja ráðunautarnir að dóm- ar verði öruggari og betur sé hægt að greina góð hross frá þeim lak- ari og það sem meira máli skipti; auðveldara verði að greina frá- bær hross frá góðurn. Með því að auka breidd einkunnagjafarinnar sé unnt að hraða ræktunarstarf- inu og ná skjótari og betri árangri í búgrein sem eigi mikla framtíð fyrir sér á íslandi. Áfram verði haldið á braut aukinnar teygni einkunnagjafar 1 tillögu til stuðnings ráðunautum Búnaðarfélags íslands í hrossa- rækt, sem samþykkt var á Akur- eyri um síðustu helgi, er meðal annars lýst furðu á kröfum uni að Kristinn Hugason komi ekki nálægt dómstörfum og að eigend- um hrossa verði heimilað að afturkalla dóma frá 1990. Þá er lögð áhersla á að haldið verði áfram á þeirri braut sem mörkuð var í upphafi þessa árs um aukna teygni einkunnagjafar og athug- un á því hvernig sú breyting hef- ur reynst í framkvæmd. í álykt- uninni er bent á að faglegt erfða- fræðilegt mat á kynbótagildi ein- stakra gripa sé undirstaða rækt- unarstarfsins og myndi grunninn að raunhæfu úrvali kynbótagripa jafnt í hrossarækt sem og öðrum búgreinum. Lýst er fullum stuðn- ingi við störf dr. Þorvaldar Árna- sonar og þung áhersla lögð á að hann komi aftur til starfa að hrossaræktinni með hliðstæðum hætti og verið hefur. Ekki vilja allir vera bendlaðir við ályktunina frá Hvanneyri Mikill hiti virðist í mönnum út af þessari tillögu og vildu þeir sem blaðið náði tali af sem minnst segja. Sveinn Guðmundsson á Sauðárkróki, einn þeirra er gengu af fundi á Akureyri, vildi ekki láta hafa neitt eftir sér. Guð- mundur Sigurðsson, ráðunautur á Hvanneyri, einn flutningsmanna Akureyrartillögunnar sagði að tillagan hefði verið lögð frant vegna þess að ekki vildu allir liggja undir því að vera bendlaðir við ályktun Hvanneyrarfundar- ins. Hann benti á að hugsanlega myndi tillagan frá Akureyrar- fundinum hreinsa andrúmsloftið þegar frá liði þótt hún hefði vald- ið deilum í byrjun. Kristinn Hugason benti á að menn vildu ekki horfast í augu við árangur af nákvæmari dómum seni aukin breidd í einkunnagjöf gæfi færi á. Hann sagði að ef litið væri á tölur yfir fjölda sýningarhrossa kæmi í ljós að hrossum sem hlutu góða dóma og komust í ættbók hefði ekki fækkað. Hlutfall þeirra af fjölda frumsýndra og sýndra hrossa hefði fyrst og fremest lækkað vegna aukins fjölda hrossa sem komið væri með á sýningar. Ræktunin er sá sem tapar á illindum Ljóst er að deilur innan hrossa- ræktarinnar verða ekki settar niður á næstu dögum. Til þess er ágreiningurinn of djúpstæður. Það eina sem virðist geta samein- að hrossaræktarmenn á nýjan leik er góður og almennur árang- ur í ræktunarstöríum. Þrátt fyrir tilvist þarfasta þjónsins á íslandi um aldir er hrossaræktin ung búgrein, sem nú virðist eiga góða möguleika til útflutnings, ef til vill ein íslenskra búgreina. Því er slæmt að harðvítugar deilur skuli setja jafn mikinn svip á hana og raun ber vitni. Á þeim græðir enginn en ræktunarstarfið er sá aðili sem tapar. ÞI Kynbótasýningar: Sýningar- Fjöldi Fjöldi Hlutfall ár alls frumsýndra frumsýndra 1987 748 649 86,8% 1988 956 829 84,1% 1989 810 734 90,6% 1990 1135 914 80,5% Fjöldi hrossa sem nær fyrstu Stóöhestar verðlaunum: Hryssur Sýningarár Alls Frumsýndir Alls Frumsýndar 1987 5 1 20 2 1988 9 0 10 1 1989 14 8 14 3 1990 38 8 57 20 Hlutfall frumsýndra hrossa í ættbók: Stóðhcstar í ættbók Hryssur í xttbók Sýningarár Sýndir Hlutfall Sýndar Hlutfall 1987 91 20 22,0% 558 367 65,8% 1988 89 23 25,8% 740 394 53,2% 1989 105 41 39,0% 629 394 62,6% 1990 131 36 27,5% 783 394 Heimild: Búnaðarféiag 50,3% Islands.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.