Dagur - 27.10.1990, Blaðsíða 18
18 - DAGUR - Laugardagur 27. október 1990
Fyrstu verðlaun í flokki landslagsmynda hlaut
Aðalgeir Ó. Jónsson fyrir þessa mynd af morgun-
tungli í Eyjafirði. Gamli bærinn á Hólum er til
hægri og gefur myndinni fyllingu. Litirnir eru
mjög sérkennilegir þennan desemberdag.
Ljosmyndasamkeppni
Dags og Pedromynda
Hér birtum við verðlauna-
myndirnar tvær í Ijósmynda-
samkeppni Dags og Pedro-
mynda og einnig tvær af þeim
fjölmörgu myndum sem fengu
viðurkenningu. A næstu síðu
er rætt við verðlaunahafana,
Aðalgeir Ó. Jónsson og Rík-
arð Ríkarðsson.
Eftirtaldir þátttakendur fengu
viðurkenningu fyrir myndir (þeir
eru frá Akureyri nema annað sé
tekið fram): Þórarinn Torfason,
Reykjavík, Soffía Guðmunds-
dóttir, Helga Sigurðardóttir,
Hanna Lísbet, Hafnarfirði, Sig-
ríður Magnúsdóttir, Dýrleif
Skjóldal, Haraldur Sigurgeirs-
son, Hildur Larsen, Gréta Guð-
varðardóttir, Sigurgeir Haralds-
son, Lilja Guðmundsdóttir,
Bryndís P. Magnúsdóttir, Brynj-
ar Sigmundsson, Sauðárkróki,
Inger Gunnarsdóttir, Porsteinn
Þorsteinsson, Sigurgeir B. Þórð-
arson, Guðrún B. Leifsdóttir,
George Hollanders, Stefanía
Hauksdóttir, Guðmundur A.
Aðalsteinsson, Húsavík, og Sig-
urbjörn Reynisson.
Dagur og Pedromyndir þakka
öllum þátttakendum fyrir að vera
með í þessari keppni og er það
samdóma álit aðstandenda henn-
ar að vel hafi tekist til, enda bár-
ust yfir 500 myndir og greinilegt
að áhugi fyrir ljósmyndun er
mikill. SS
Fyrstu vcrðlaun í flokki lifandi myndefnis hlaut Ríkarður Ríkarðsson fyrir þessa skörpu mynd af kríu á flugi
yfir gullnu grasi. Krían var á leið til unga sinna með æti er Ríkarður sat fyrir henni, en hann tekur mikið af
fuglamyndum og á 70-80 fuglategundir í myndasafni sínu.
Falleg sumarmynd af fossi og regnboga. Myndina tók Guðmundur A. Aðalsteinsson frá Húsavík og fékk
hann viðurkenningu eins og fjölmargir aðrir.