Dagur - 27.10.1990, Blaðsíða 16

Dagur - 27.10.1990, Blaðsíða 16
16 - DAGUR - Laugardagur 27. október 1990 dagskrá fjölmiðla Rás 1 Laugardagur 27. október HELGARÚTVARP 6.45 Veðurfregnir - Bæn. 7.00 Fréttir. 7.03 „Góðan dag, góðir hlustendur." 9.00 Fréttir. 9.03 Spuni. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. 10.25 Þingmál. 10.40 Fágæti. 11.00 Vikulok. 12.00 Útvarpsdagbókin og dagskrá laugar- dagsins. 12.20 Hádegisfráttir. 12.45 Veðurfregnir - Auglýsingar. 13.00 Rimsírams. 13.30 Sinna. 14.30 Átyllan. 15.00 Stefnumót. 16.00 Fréttir. 16.05 íslenskt mál. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Leiksmiðjan - Leiklestur. 17.00 Leslampinn. 17.50 Hljóðritasafn Útvarpsins. 18.35 Dánarfregnir - Auglýsingar. 18.45 Veðurfregnir - Auglýsingar. 19.00 Kvöldfréttir. 19.33 Útvarp Reykjavík, hæ, hó. 20.00 Kotra. 21.00 Saumastofugleði. 22.00 Fráttir • Orð kvöldsins. 22.15 Veðurfregnir. 22.3 Úr söguskjóðunni. 23.00 Laugardagsflétta. 24.00 Fréttir. 00.10 Stundarkorn i dúr og moll. 01.00 Veðurfregnir. Rásl Sunnudagur 28. október HELGARÓTVARP 8.00 Fróttir. 8.07 Morgunandakt. 8.15 Vedurfregnir. 8.20 Kirkjutónlist. 9.00 Fróttir. 9.03 Spjallað um gudspjöll. 9.30 Divertimento í B-dúr, K 254 eftir Wolfgang Amadeus Mozart. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. 10.25 Veistu svarið? 11.00 Messa í Kirkju óhóða safnaðarins. 12.10 Útvarpsdagbókin og dagskrá sunnu dagsins. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Veðurfregnir • Auglýsingar * Tónlist. 13.00 Kotra. 14.00 Brot úr útvarpssögu - fréttaþjónust- an. Síðari þáttur. 15.00 Sungið og dansað í 60 ár. 16.00 Fréttir. 16.15 Veðurfregnir. 16.30 Leiklestur: „Klifurpési" eftir Anton- io CaUado. 18.00 í þjóðbraut. 18.30 Tónlist - Auglýsingar - Dánafregnir. 18.45 Veðurfregnir. Auglýsingar. 19.00 Kvöldfréttir. 19.31 Spuni. 20.30 Hljómplöturabb. 21.10 Kíkt út um kíraugað. 22.00 Fréttir - Orð kvöldsins. 22.15 Veðurfregnir. Dagskrá morgundags- ins. 22.25 Á fjölunum - leikhústónlist. 23.00 Frjálsar hendur. 24.00 Fréttir. 00.10 Miðnæturtónar. 01.00 Veðurfregnir. 01.10 Næturútvarpið ó báðum rósum til morguns. Rásl Mánudagur 29. október MORGUNÚTVARP KL. 6.45-9.00 6.45 Veðurfregnir • Bæn. 7.00 Fréttir. 7.03 Morgunþáttur rásar 1 Fjölþætt tónlistarútvarp og málefni líð- andi stundar. - Soffía Karlsdóttir og Þorgeir Ólafsson. 7.32 Segðu mér sögu. „Við tveir, Óskar - að eilífu" eftir Bjarne Reuter. Valdís Óskarsdóttir les þýðingu sína (3). 7.45 Listróf. 8.00 Fréttir og Morgunaukinn kl. 8.10. Veðurfregnir kl. 8.15. ÁRDEGISÚTVARP KL. 9.00-12.00 9.00 Fréttir. 9.03 Laufskólinn. Létt tónlist með morgunkaffinu og gestur lítur inn. Umsjón: Sigrún Björnsdóttir og Ólafur Þórðarsson. 9.40 Laufskálasagan. „Frú Bovry“ eíuir Gustave Flaubert. Amheiður Jónsdóttir les (21). 10.00 Fréttir. 10.03 Við leik og störf. Fjölskyldan og samfélagið. Umsjón: Bergljót Baldursdóttir, Sigríður Arnardóttir og Hallur Magnússon. Leikfimi með Halldóru Bjömsdóttur eftir fréttir kl. 10.00, veðurfregnir kl. 10.10, þjónustu og neytendamál, Jónas Jónas- son verður við símann kl. 10.30 og spyr: Af hverju hringir þú ekki? 11.00 Fréttir. 11.03 Árdegistónar eftir Wolfgang Amadeus Mozart. 11.53 Dagbókin. HÁDEGISÚTVARP KL. 12.00-13.30 12.00 Fréttayfirlit á hádegi. 12.01 Endurtekinn Morgunauki. 12.20 Hódegisfréttir. 12.45 Veðurfregnir. 12.48 Auðlindin. Sjávarútvegs- og viðskiptamál. 12.55 Dánarfregnir • Auglýsingar. 13.05 í dagsins önn. MIÐDEGISÚTVARP KL. 13.30-16.00 13.30 Hornsófinn. 14.00 Fréttir. 14.03 Útvarpssagan: „Undir gervitungli" eftir Thor Vilhjálms- son. Höfunur les (7). 14.30 Miðdegistónlist eftir Mozart. 15.00 Fréttir. 15.03 Fornaldarsögur Norðurlanda í gömlu ljósi. SÍÐDEGISÚTVARP KL. 16.00-18.00 16.00 Fréttir. 16.05 Völuskrín. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Á förnum vegi. 16.40 Hvundagsrispa. 17.00 Fréttir. 17.03 Viltu skaltu. 17.30 Tónlist ó síðdegi eftir Wolfgang Amadous Mozart. FRÉTTAÚTVARP KL. 18.00-20.00 18.00 Fréttir. 18.03 Hér og nú. 18.18 Að utan. 18.30 Auglýsingar • Dánarfregnir. 18.45 Veðurfregnir • Auglýsingar. 19.00 Kvöldfréttir. 19.35 Um daginn og veginn. 19.50 íslenskt mál. TÓNLISTARÚTVARP KL. 20.00-22.00 20.00 í tónleikasal. 21.00 Sungið og dansað í 60 ár. 22.00 Fréttir. 22.07 Að utan (Endurtekinn frá 18.18). 22.15 Veðurfregnir. 22.20 Orð kvöldsins. Dagskrá morgun- dagsins. 22.30 Árdegsiútvarp liðinnar viku. 23.10 Á krossgötum. 24.00 Fréttir. 00.10 Miðnæturtónar. 01.00 Veðurfregnir. 01.10 Næturútvarp á báðum rásum til morguns. Rás 2 Laugardagur 27. október 8.05 Morguntónar. 09.03 „Þetta líf, þetta líf“ 12.20 Hódegisfréttir. 12.40 Helgarútgáfan. 16.05 Söngur villiandarinnar. 17.00 Með grátt í vöngum. 19.00 Kvöldfréttir. 19.32 Á tónleikum með Susane Vega. 20.30 Gullskifan frá 9. óratugnum. 22.07 Gramm á fóninn. 00.10 Nóttin er ung. 02.00 Næturútvarp á bóðum rásum til morguns. Fréttir kl. 7, 8, 9, 10, 12.20, 16, 19, 22 og 24. Næturútvarpið 2.00 Fréttir. 2.05 Næturtónar. 5.00 Fréttir af veðri, færð og flugsam- göngum. 5.05 Tengja. 6.00 Fréttir af veðri, færð og flugsam- göngum. (Veðurfregnir kl. 6.45.) - Kristján Sigurjónsson heldur áfram að Tengja. Rás 2 Sunnudagur 28. október 8.15 Djassþittur. 9.03 Söngur villiandarinnar. 10.00 Helgarútgifan. 12.20 Hidegisfréttir. 12.45 Sunnudagssveiflan. 15.00 ístoppurinn. 16.05 Spilverk þjóðanna. 17.00 Tengja. 19.00 Kvöldfréttir. 19.31 Lausa résin. 20.30 íslenska gullskifan. 21.00 Nýjast nýtt. 22.07 Landið og miðin. 00.10 í héttinn. 01.00 Næturútvarp é béðum résum til morguns. Fréttir kl. 8, 9,10,12.20,16,19,22 og 24. Næturútvarpið 01.00 Nætursól. 2.00 Fréttir. - Nætursól heldur áfram. 4.03 í dagsins önn. 4.30 Veðurfregnir. 4.40 Næturtónar. 5.00 Fréttir af veðri, færð og flugsam- göngum. 5.05 Landið og miðin. 6.00 Fréttir af veðri, færð og flugsam- göngum. 6.01 Morguntónar. Rás 2 Mánudagur 29. október 7.03 Morgunútvarpið - Vaknið til lífsins. Leifur Hauksson og félagar hefja daginn með hlustendum. 8.00 Morgunfréttir. - Morgunútvarpið heldur áfram. Heims- pressan kl. 8.25. „Útvarp, Útvarp" útvarpsstjóri: Valgeir Guðjónsson. 9.03 Níu fjögur. Dagsútvarp Rásar 2, fjölbreytt dægur- tónlist og hlustendaþjónusta. 11.30 Þarfaþing. 12.00 Fréttayfirlit og veður. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Níu fjögur. Dagsútvarp Rásar 2 heldur áfram. 14.10 Gettu betur! Spurningakeppni Rásar 2 með veglegum verðlaunum. 16.03 Dagskrá. 18.03 Þjóðarsólin, þjóðfundur í beinni útsendingu, sími 91- 686090. 19.00 Kvöldfréttir. 19.32 Gullskifan frá þessu ári. 20.00 Lausa rásin. 21.00 Rokkþáttur Andreu Jónsdóttur. 22.07 Landið og miðin. 0.10 í háttinn. 1.00 Næturútvarp á báðum rósum til morguns. Fréttir kl. 7, 7.30, 8, 8.30, 9, 10, 11, 12, 12.20, 14, 15, 16, 17, 18, 19, 22 og 24. Næturútvarpið 1.00 Sunnudagssveiflan. 2.00 Fréttir. - Sunnudagssveiflan. 3.00 í dagsins önn. 3.30 Glefsur. 4.00 Vélmennið. 4.30 Veðurfregnir. - Vélmennið heldur ófram leik sínum. 5.00 Fréttir af veðri og flugsamgöngum. 5.05 Landið og miðin. 6.00 Fréttir af veðri og flugsamgöngum. 6.01 Morguntónar. Ríkisútvarpið Akureyri Ménudagur 29. október 8.10-8.30 Útvarp Norðurlands. 18.35-19.00 Útvarp Norðurlands. Bylgjan Laugardagur 27. október 08.00 Hafþór Freyr Sigmundsson og laug- ardagsmorgunn að hætti hússins. 12.10 Brot af því besta. Eiríkur Jónsson og Jón Ársæll Þórðarsson kynna Brot af þvi besta úr Morgunútvarpi Bylgjunnar og síðdegisþættinum ísland í dag. 13.00 Haraldur Gíslason. 15.30 Valtýr Björn Valtýsson. 16.00 Haraldur Gísláson. 18.00 Þráinn Brjónsson. 22.00 Kristófer Helgason. 03.00 Heimir Jónasson. í'“' ’ Bylgjan Sunnudagur 28. október 09.00 í bítið... 12.10 Vikuskammtur. 13.00 Hafþór Freyr Sigmundsson. 17.00 Eyjólfur Kristjánsson. 19.00 Kristófer Helgason. 23.00 Heimir Karlsson. 02.00 Þráinn Brjánsson. Bylgjan Mánudagur 29. október 07.00 Eirikiu’ Jónsson. 09.00 Páll Þorsteinsson. 11.00 Valdís Gunnarsdóttir. 14.00 Snorri Sturluson. 17.00 ísland í dag. 18.30 Kristófer Helgason. 22.00 Hafþór Freyr Sigmundsson. 23.00 Kvöldsögur. 24.00 Hafþór Freyr áfram ó vaktinni. 02.00 Þróinn Brjánsson. Hljóðbylgjan Mónudagur 29. október 17.00-19.00 Pálmi Guðmundsson. Álbræðsla, Evrópu• bandalagið og umheimurínn Tryggvi Gíslason: Akureyrarpistill Heimurinn er lítill og fer sífellt minnkandi, segja menn. Breyttar samgöngur og bylt- ingin í fjarskiptum og fjölmiöl- un hafa gert veruleika okkar annan en hann var. Fólk fer landa á milli á fáum klukku- stundum, boröar morgunmat í Róm, er um hádegisbilið í Kaupmannahöfn og drekkur kvöldkaffiö á Norðurbrekk- unni. Atburöir sem gerast í Berlín, Bejing eða Kúvæt eru komnir inn á stofugólf jafn- harðan. Þriðjungur þjóðarinn- ar hefur átt lögheimili sitt er- lendis um lengri eða skemmri tíma og til landsins koma tug- þúsundir manna á hverju ári, erlendir ferðamenn og gestir, hvaðanæva úr heiminum. Heimurinn er lítill - en samt sem áður er hann enn svo undarlega stór og framandi og margt svo fjarlægt og óskiljan- legt og margar þjóðir, menn- ingarsamfélög og þjóðtungur okkur ókunnar og lönd þrátt fyrir allt svo langt í burtu og héruð svo afskekkt og bæir einangraðir. Að vísu er það nokkuð undir því komið hvar maður er staddur sjálfur - eða hvoru megin á tunglinu þú ert sjálfur, eins og Steinar bóndi undir Steinahlíðum orðaði það í Paradísarheimt. Mér er enn ofarlega í huga viðtal við færeyska rithöfund- inn og myndlistarmanninn William Heinesen sem danska sjónvarpið átti við hann fyrir 20 árum, þegar hann stóð á sjö- tugu. Þessi fjölhæfi listamað- ur, sonur danska apótekarans í Þórshöfn í Færeyjum, var að því spurður hvar nafli heims- ins væri. William Heinesen hikaði ekki eitt andartak heldur svaraði: „f Þórshöfn í Færeyj- um.“ Miðja heimsins er nefnilega þar sem þú ert. Því fylgir ekki neinn sjálfbirgingsháttur, hroki eða steigurlæti þegar svona er sagt. Þannig er þetta bara. Þú ert miðja heimsins. En það er ekki það sama og segja að allt sé best hjá sjálfum okkur eða við getum ekki lært neitt af öðrum. Alls ekki - og þvert á móti. Ef maður er sér þess meðvitandi að miðja heimsins er þar sem þú ert, er von til þess að upphefð okkar þurfi ekki alltaf að koma að utan og við þurfum ekki sífellt að bíða eftir skipinu að sunnan. Nei, upphefð okkar kemur yfirleitt ekki að utan og hinn stóri heimur, sem þó er að verða svo lítill, hugsar ekki um okkur. Hann er að hugsa um sig. Því þurfa Akureyringar og Norðlendingar allir - og ef til vill fólkið á landsbyggðinni - að taka til að hegða sér dulítið á annan veg en það hefur gert hingað til, átta sig á að þar er miðja heimsins sem maður er sjálfur. Við getum ekki lengur beðið eftir skipinu að sunnan eða álbræöslu að utan. Þeir fyrir sunnan vita nefnilega líka hvar nafli heimsins er - hann er á þeim sjálfum því kosning- ar eru í nánd. Reykjavíkur- valdið, hvar í flokki sem það stendur, hefur það líka fyrir satt að allt eigi að vera í Reykjavík og það sem ekki er í Reykjavík sé ekki til. Hinir fornu Rómverjar höföu að orðtaki: „Non est in scripto, non est in mundo,“ eða frítt útlagt: „Það sem ekki er á bók, er ekki til.“ Slagorð Reykjavík- urvaldsins gæti hins vegar verið: „Non est in Reykjavík, non est in mundo." „Það sem ekki er í Reykjavík, er ekki til.“ Annars vil ég ekki troða ill- sakir við Reykvíkinga, en Reykjavíkurvaldið er samt við sig. Hins vegar ættum við Akureyringar og Eyfirðingar - jafnvel Norðlendingar allir-að gera áætlun um eflingu atvinnulífs í fjórðungnum, eins og Lilja Mósesdóttir, lektor við Háskólann á Akureyri, nefndi í viðtali í blaðinu á dögunum. Blönduvirkjun bjargar engu og álbræðslan kemur ekki. En af nógu er að taka, ef menn vilja, og „uppbygging atvinnulífs byggist á frumkvæði heima- manna,“ eins og Ingjaldur Hannibalsson benti réttilega á. Áskell Einarsson -og marg- ir með honum - hafa barist fyr- ir aukinni samstöðu meðal Norðlendinga og fyrir auknum skilningi valdahafanna fyrir sunnan á réttindum og þörfum landsbyggðarinnar. Fjórð- ungssamband Norðlendinga hefur komið miklu til íeiðar, en betur má ef duga skal. Enn eru að verða tímamót í sögu íslenskrar þjóðar, ekki fyrstu tímamótin en engu að síður geta næstu ár oröið afdrifarík. Evrópubandalagið hefur nefni- lega barið að dyrum. Margir vilja Ijúka upp og bjóða gestin- um inn. Sumir vilja einungis tala við hann á dyraþrepinu og sjá hvað hann hefur að bjóða og hvað hann vill, áður en honum er boðið inn og áður en hann sest að og verður hús- bóndi á heimilinu, eins og komið hefur fyrir. íslendingar eiga hins vegar ekki að einangra sig, enginn getur heldur einangrað sig í þessum litla heimi. En þrefið um álbræðsluna og málsmeð- ferðina í ríkisstjórninni og samningagerð Landsvirkjunar við þá stóru hefur fært okkur forsmekkinn af því sem getur gerst þegar heimurinn er orð- inn svo lítill að (sland er ekki lengur til. I

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.