Dagur - 06.11.1990, Blaðsíða 3

Dagur - 06.11.1990, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 6. nóvember 1990 - DAGUR - 3 fréftir Nemendur í 10. bekk Glerárskóla fóru í óvenjulega ferð á laugardaginn. Þeir tóku upp á því að ýta bíl Kyjafjarð- arhringinn og var þetta gert í fjáröflunarskyni fyrir ferðasjóð bekkjarins. Ekki vituni við annað en að ferðin hafi gengið vel. Mynd: JÓII Jóhannes Geir Sigurgeirsson: Fyrirspurn vegna hálendisvega Jóhanncs Geir Sigurgeirsson sendi fyrirspurn til samgöngu- ráðherra fyrir skömmu vegna Jiálendisvega, um hvaö gert hefði veriö til að fylgja eftir skýrslu sem Trausti Valsson, skipulagsfræðingur, gerði í samvinnu við Landsvirkjun og Vegagerð ríkisins. í umræddri skýrslu kemur fram að heppilegur hálendisvegur, þ.e. sumarvegur yfir Sprengisand niður Bleiksmýrardal, væri ákjós- anlegt samvinnuverkefni Vega- gerðarinnar og Landsvirkjunar. Leiðin frá Reykjavík til Mývatns myndi t.d. styttast úr 540 km í 370 km. Næsta sumar er áætlað að hefja lagningu vegar frá Hofs- jökli niður í Bleiksmýrardal, sem er 124 km langur, og á að verja um 100 milljónum króna til þess vegar 1991. Ef meira fé væri lagt í veginn af hálfu ríkisins, þannig að hann yrði nothæfur sem upp- byggður sumarvegur, fær fólks- bílum, myndi ekki taka nema um tvær klukkustundir að aka úr upp- sveitum norðanlands til upp- sveita sunnan heiða. „Ég flutti þctta mál í þings- ályktunartillögu fyrir tveimur árum, þar sem ég vildi láta kanna möguleika á varanlegum vegi yfir hálendið. Vegagerðin og Lands- virkjun, með styrk frá samgöngu- ráðuneytinu, létu kanna hvað myndi kosta til viðbótar þeim línu- vegi sem Landsvirkjun ætlað að leggja frá Hofsjökli niður í Bleiksmýrardal, að koma upp sumarvegi á þessari leið. Slíkur vegur gæti verið opinn í 7 mánuði á ári, og stuölað að mikilli eflingu ferðamannastraums og annarra samskipta milli Suður- og Norður- lands,“ sagði Jóhannes Geir m.a. um þessa fyrirspurn. EHB Húsvísk matvæli hf.: Húsnæðismálin í athugun „Verið er að skoða þetta mál mjög alvarlega og um nokkra kosti er að ræða. Húsnæðið sem fyrirtækið er í núna hentar ekki og er of lítið,“ sagði Einar Njálsson, bæjarstjóri og stjórnarformaður Húsvískra matvæla hf, aðspurður um hvort fyrirtækið væri að kaupa nýtt húsnæði. Jakob Bjarnason, fram- kvæmdastjóri Húsvískra matvæla sagði að niðurstaða varðandi húsnæðismálið yrði fengin um miðjan des. eða fyrir áramót. Næg verkefni eru nú hjá fyrir- tækinu og þar vinna 12 manns við niðurlagningu á rækju. Sú nýjung hefur verið tekin upp að fram- leiða rækju í glösum og eru þau fyrir markað í Þýskalandi, ltalíu og Frakklandi. Að sögn Jakobs gengur starf- semi fyrirtækisins þokkalega og afkoman cr sæmileg. IM Aðalfundur fulltrúaráðs framsóknarfélaganna: Gísli Kr. Lórenzson kjörinn formaður Aðalfundur fulltrúaráðs fram- sóknarfélaganna á Akureyri var haldinn sl. fimmtudag. Páll H. Jónsson, formaður stjórn- arinnar, gaf ekki kost á sér til áframhaldandi setu í stjórn- inni, en Gísli Kr. Lórenzson var kjörinn formaður í hans stað. A dagskrá íundarins voru venjuleg aðalfundarstörf og önn- ur mál. I skýrslu formanns stjórn- ar fulltrúaráðsins var m.a. rætt um störf stjórnarinnar að undir- búningi bæjarstjórnarkosning- anna síðastliðið vor. Páll H. Jónsson gaf ekki kost á sér til áframhaldandi sctu í stjórninni. Aðrir stjórnarmenn gáfu kost á sér áfram. Stjórn full- trúaráðsins skipa nú þeir Gísli Kr. Lórenzson, formaður, Sig- fríður Þorsteinsdóttir. varafor- maður, Einar Hjartarson, með- stjórnandi, Egill H. Bragason, ritari, og Sigfús Karlsson, með- stjórnandi. í varastjórn eru Aslaug Magnúsdóttir, Einar Sveinn Ólafsson, Friörik Sigþórs- son, Björn Snæbjörnsson og Dóróthea Bergs. Á fundinum var rætt um undir- búning kjördæmisþingsins á Húsavík, en það verður haldið um næstu helgi, auk þess um framboðsmál o.fl. málcfni fram- sóknarfélaganna á Akureyri. EHB Þjóðarflokkurinn: Heimastjómarsamtökin okkur óviðkomandi - landsfundur Þjóðarflokksins í Ölfusborgum 23. og 24. nóvember Þjóðarflokkurinn á enga aðild að stofnun Heimastjórnar- samtakanna og engar viðræður hafa farið fram á milli tals- manna Þjóðarflokksins og Heimastjórnarsamtakanna um samruna eða bandalag þeirra á einu eða öðru sviði. Petta kom frarn í máli tveggja talsmanna Þjóðarflokksins á Akureyri, Árna Steinars Jóhannssonar og Benedikts Sig- urðarsonar, á fundi með frétta- mönnum i gær. Boðað var lil Rækjumálin í Öxarfirði: Hafrannsóknastofimn mælir með 150 tonna rækjukvóta Nú er útlit fyrir að rækjuveiðar geti hafist á ný að einhverju marki í Öxarfirði. Niðurstaðan af leiðangri rannsóknaskipsins Drafnar er sú að í firðinum er töluvcrt magn af veiðanlegri Kosning sveitarstjórnar í Eyjaijarðarsveit: Iistarnir bera bók- stafina E og N Ákveðið hefur verið að þeir tveir listar sem í kjöri verða í sveitarstjórnarkosningum í Eyjafjarðarsveit beri listabók- staflna E og N. Kosningarnar fara fram laugardaginn 17. nóvember. Framboðsfrestur rann út síð- astliðinn föstudag. Annar listinn ber yfirskriftina „Listi fráfarandi hreppsnefndarmanna" og ber hann listabókstafinn E í kosning- unum. Hinn listinn ber titilinn „Listi nýrra tíma í Eyjafjarðar- sveit“ og ber hann listabókstafinn N. Um 650 manns eru á kjörskrá í þessum þremur sveitarfélögum og verður væntanlega kosið í þremur kjördeildum. Kjörskrár hafa verið yfirfarnar og lagðar fram. Þá hefur einnig verið kosið í þriggja manna yfirkjörstjórn. JÓH rækju og eru þetta góð tíðindi fyrir heimamenn enda ætti rækjuvinnslan Gefla á Kópa- skeri að geta tekið til starfa á nýjan leik. Hjá Hafrannsóknastofnun vildu menn ekki tjá sig um málið en þar fengust þær upplýsingar að niðurstöður leiðangursins hefðu verið sendar til sjávar- útvegsráðuneytisins og þar varð fyrir svörum Jón B. Jónasson, skrifstofustjóri. Hann sagði að Dröfn hefði fundið stærri rækju en áöur í Öxarfirði og þótt hún væri ekki mjög stór væri hún vel veiðanleg og nýtanleg. Jón sagði að Hafrannsókna- stofnun hefði lagt til að leyft verði að veiða 150 tonn af rækju á þessum miðum á vertíðinni sem nú er að fara í gang. Rækjumiðin hafa verið lokuð lengi og gefur þessi niðurstaða heimamönnum von um betri tíð í þessari atvinnu- grein. SS fundarins til þess fyrst og fremst að leiðrétta „endurteknar flugu- fregnir um meinta aðild Þjóðar- flokksins að undirbúningi undir stofnun svokallaöra Heima- stjórnarsamtaka." Árni Steinar orðaði það svo að síðustu fjögur ár hafi Þjóðar- flokkurinn þurft hvað eftir annað að leiðrétta fullyrðingar Stefáns Valgeirssonar um samvinnu eða samruna samtaka hans og Þjóð- arflokksins. „Við höfum fundið fyrir því að fólk hefur áhyggjur af þessu og þetta hefur skaðað Þjóðarflokkinn," sagði Árni Fram kom í máli þeirra Árna og Benedikts að sú ákvörðun stæði óhögguö að flokkurinn bjóði fram í öllum kjördæmum fyrir komandi kosningar til Álþingis. Ákveöið er að lands- fundur Þjóðarflokksins verði í Ölfusborgum 23. og 24. nóvem- ber nk. þar sem stefnuskrá og stjórnmálayfirlýsing flokksins verður til umræðu og afgreiðslu. Benedikt sagði að undirbúningur að framboðum væri í fullum gangi víða urn land og stefnt væri að því að á landsfundi verði lagð- ar fram útlínur að framboðslista flokksins í nokkrum kjördænt- um. Gera má ráð fyrir að fram- boðslistarnir verði síðan gerðir opinberir tljótlega eftir landsfund. óþh Töhrunámskeið fyrir byrjenditr PC-gnmnnámskeið Efni mimskeiös: ★ Helstu hugtök tölvutækninnur. ★ Vélbúnaður PC'-tölva ★ Stýrikerflð MS-DOS ★, Ritvinnslukcrflð WordPerfect ★ Tölílurciknirinn Multiplan Námskciðið byrjar 8. nóvember ou er haldið á k\ öldin. ■■ rr TöiVufræðslan Akureyri h£ Glerárgötu 34, IV. liæð. Sími 27899.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.