Dagur - 06.11.1990, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 6. nóvember 1990 - DAGUR - 13
Vetrarstarf vélsleðamanna að hefjast:
Starfið felst í lengri og
skemmri ferðum á vélsleðum
- almennur fundur í Vín í Eyjafirði á fimmtudag
Vetrarstarf er nú að hefjast hjá
félögum í Landssambandi
íslenskra vélsleðamanna.
Vetrarstarfið felst helst í lengri
og skemmri ferðum á vélsleðum.
Landssambandið leggur mikla
áherslu á gætni við öll ferðalög og
góða umgengni við okkar við-
kvæmu náttúru. Sérstaklega hef-
ur það í huga að félagar aki ekki
yfir gróðursvæði og skemmi t.d.
tré og runna.
Landssambandinu er skipt upp
í svæði og eru trúnaðarmenn
skipaðir um allt land. Trúnaðar-
menn í Eyjafirði hafa óskað eftir
því við Akureyrarbæ að hann
gefi út kort til félaganna þar sem
viðkvæm gróðursvæði eru sér-
staklega merkt og mun það auð-
velda þeim, er þeir aka sleðum
sínum í bæjarlandinu.
Stjórn landssafnbandsins er
kosin til tveggja ára í senn og
núverandi stjórn er skipuð félög-
um úr Þingeyjarsýslu. Næsta
stjórn verður hins vegar skipuð
Austfirðingum.
Trúnaðarmenn í Eyjafirði
gangast fyrir almennum fundi
félaga í Blóntaskálanum Vín
næstkomandi fimmtudag 8.
nóvember kl. 21.00. Þar verður
samin áætlun vetrarins, en áætlað
er að halda sýningu á nýjum vél-
sleðum, fjölskyldudag og jafnvel
bjóða upp á námskeið í hjálp í
viðlögum og meöferð áttavita og
lórantækja.
Þá munu félagarnir einnig
halda árshátíð sína sem notið
hefur geysivinsælda.
Á fundinum í Vín verða sýnd-
ar nýjar myndir frá framleiðend-
um vélsleða, frá keppnum síðasta
vetrar og fl. Á fundinn koma
stjórnarmenn landssambandsins
og nýir og gamlir félagar.
Mál og menning:
Á íslendinga-
slóðum í Kaup-
mannahöfn
Út er komin hjá Máli og menn-
ingu bókin Á Islendingaslóðum í
Kaupmannahöfn eftir Björn Th.
Björnsson. Þetta cr ný útgáfa
samnefndrar bókar sem kom út
1961 en hefur lengi verið ófáan-
leg. Textinn hefur nú verið auk-
inn og endurbættur. Einnig eru á
þriðja hundrað nýjar ljósmyndir í
bókinni og hverjum kafla fylgir
götukort sem gerir bókina hand-
hæga til að rata eftir um íslend-
ingaslóðir.
I bókinni rekur höfundur þró-
un Kaupmannahafnar, fjallar um
sögufrægar byggingar og rifjar
upp örlagasögur af ísléndingum
sem þangað sigldu, bæöi brosleg-
ar og átakanlegar. Hér koma
Fjölnismenn við -sögu, Jónshús,
furðufuglinn Þorleifur Repp.
Jóhann skáld Sigurjónsson.
Árnasafn og íslenskir námsmenn
á Gamlagarði, svo nokkuð sé
nefnt. Hinir vinsælu sjónvarps-
þættir höfundar um íslendinga í
Kaupmannahfön sem sýndir voru
sl. vor voru byggðir á nokkrum
köflurn úr bókinni.
Bókin er 278 bls. að stærð.
Flestar ljósmyndir eru eftir
Kristján Pétur Guðnason. Gísli
B. Björnsson hannaði bókina, en
hún var unnin í Prentsmiöjunni
Odda hf. Bókin er gefin út bæði
innbundin og í kilju.
Mál og menning:
Svefnhjólið
- skáldsaga eftir
Gyrði Elíasson
Út er komin hjá Máli og menn-
ingu skáldsagan SvefnhjóUð eftir
Gyrði Elíasson. í sögunni ber
margt fyrir augu lesenda sem er
bæði kunnuglegt og kátlegt. og
jafnframt ævintýralegt, dularfullt
og ógnvekjandi. Hér er lýst-
ferðalagi ungs manns um ísland,
bæði ofanjarðar og neðan, hérna
megin og hinum megin, frá litlu
þorpi um stærra kauptún til dá-
lítiliar borgar og tills staöar sérís-
lensk kennileiti sem lesendur
þekkja mætavel en verða hér
engu að síður torkennileg af
samhengi sínu.
Þetta er önnur skáldsaga Gyrð-
is EÍíassonar en að auki hefur
hann áður sent frá sér smásagna-
safn og sex Ijóðabækur. Árið
1989 hlaut hann Stílverðlaun
Þórbergs Þórðarsonar, fyrstur
manna.
Formenn SÍH frá upphafí: Jóhannes Zoéga, fyrrverandi hitaveitustjóri Hita-
veitu Reykjavíkur, Wilhelm Steindórsson, fyrrvcrandi hitaveitustjóri Hita-
veitu Akureyrar, Ingólfur Hrólfsson, hitaveitustjóri Hitaveitu Akrancss og
Borgarfjarðar, og núverandi formaður SIH, Franz Árnason, hitaveitustjóri
Hitaveitu Akureyarar.
Samband íslenskra hitaveitna:
Gjöf til landgræðslu í
tilefiii 10 ára afinælis
Nú nýlega átti Samband íslenskra
hitaveitna SÍH 10 ára'afmæli. Af
því tilefni voru Landgræðslu ríkis-
ins gefnar 200 þús. kr. Gjöfinni
er ætlað að styðja verkefni sem
Landgræðslan er að vinna að sem
er þróun á landgræðsluplöntum,
þá sérstaklega sjí.fbjarga þ.e.
köfnunarefnisbinda i li plöntum
eins og lúpínum. Er.nfremur er
unnið í verkefni við að þróa svo-
nefndar landgræðslueiningar t.d.
birki nteð köfnunarefnisgefandi
plöntum eins og smára eða
baunagrasi sér við lilið. Sam-
bandið vildi með þessu sýna vott
um vilja hitaveitna til að skila
landinu af sér í sama horfi til
næstu kynslóðar.
Samband íslenskra hitaveitna
eru samtök 33 hitaveitna sem til
samans þjóna um 87% af lands-
mönnum. Markmið þess er að
efla samstarf á milli veitna, vinna
að sameiginlegum hagsmunamál-
um og miðla reynslu og upplýs-
ingum.
Franz Árnason, formaöur SÍH afhendir Sveini Runólfssyni, landgræðslu
stjóra gjöf SÍH.
I||l Árshátíð
framsóknarmanna
verður haldin að Hótel Húsavík laugardag-
inn 10. nóvember.
Nánar auglýst síðar.
Aukakjördæmisþing
í Norðurlandskjördæmi eystra
Sunnudaginn 11. nóvember verður haldið aukakjör-
dæmisþing KFNE á Hótel Húsavík.
Dagskrá:
Kl. 13.00 Prófkjör vegna alþingiskosninga.
Kl. 17.00 Þingslit.
I|i| Kjördæmisþing
í Norðurlandskjördæmi eystra
35. þing KFNE veður haldið á Hótel Húsavík laugar-
daginn 10. nóvember.
Dagskrá:
9.00 Skráning þingfulltrúa, þingsetning, ávörp þingmanna
og gesta, framlagning mála, ræða forsætisráðherra.
12.30-13.30 Matarhlé.
13.30 Stjórnmálaumræður, nefndarstörf, afgreiðsla mála,
kosningar, önnur mál.
19.30 Þingslit.
20.30 Kvöldfagnaður á Hótel Húsavík.
Gestir þingsins eru Steingrímur Hermannsson forsætisráð-
herra, Sif Friðleifsdóttir formaður SUF, Unnur Stefánsdóttir
formaður LFK og Egill H. Gíslason framkvæmdastjóri Fram-
sóknarflokksins.
Ég sendi börnum mínum, barnabörnum og
vinum mínar bestu þakkir fyrir heimsóknir,
góðar gjafir og kveðjur á afmælisdaginn
minn þann 2. nóvember s.l.
Lifið heil!
RÚTUR ÞORSTEINSSON.
Faðir okkar,
JAKOB R. BJARNASON,
múrarameistari,
lést á heimili sínu þann 1. nóvember.
Jarðarförin fer fram frá Akureyrarkirkju fimmtudaginn 8.
nóvember n.k. kl. 13.30.
Halldóra Jakobsdóttir, Bjarni Jakobsson,
Gunnar Bergsveinsson.
Öllum þeim sem auðsýndu okkur hjálp og samúð í veikindum
og við fráfall
HARTMANNS KRISTINS GUÐMUNDSSONAR
frá Þrasastöðum,
sendum við bestu þakkir.
Sérstakar þakkir til lækna og annars starfsfólks Handlæknis
deildar Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri fyrir frábæra hjúkr-
un og hlýju.
Gæfan fylgi ykkur.
Kristín Halldórsdóttir,
börn og tengdabörn.