Dagur - 06.11.1990, Blaðsíða 9

Dagur - 06.11.1990, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 6. nóvember 1990 - DAGUR - 9 glæsileg mörk fyrir KA en þaö dugði Blak: Ágæt ferð KA tfl Neskaupstaðar - tveir sigrar hjá körlunum og einn hjá konunum Karla- og kvennalið KA léku bæði tvo leiki gegn Þrótti í Neskaupstað um helgina. Karlalið KA vann báða sína leiki, 3:1 og 3:0, kvennaliðið vann fyrri leikinn 3:2 en tapaði 1 þeim seinni 1:3. Þróttarar byrjuðu fyrri leikinn í karlaflokki með miklum látum og höfðu forystuna framan af. KA-menn náðu þó áttum, jöfn- uðu og unnu hrinuna 15:12. Þeir höfðu síðan töluverða yfirburði í annarri hrinu og unnu 15:6 og náðu síðan ágætri forystu í þeirri þriðju. í lokin slökuðu þeir þó á og léku ónákvæmt og Þróttara refsuðu þeim með 15:13 sigri. KA-menn settu síðan allt í fullan gang og burstuðu heimamenn í síðustu hrinu, 15:4. Daginn eftir mættust liðin að nýju. Þróttarar byrjuðu aftur af miklum krafti og komust í 8:0 en þá settu KA-menn í gang og unnu 16:14. í annarri hrinu kom- ust KA-menn í 12:4 og 13:7 en misstu forskotið niður og unnu á endanum 16:14. í síðustu hrin- unni var aldrei spurning hvort liðið var sterkara og sigruðu KA- menn 15:2. „Við höfunt oft lent í basli þarna fyrir austan og það má því kannski segja að þetta hafi verið auðveldara en við reiknuðunt með. Þetta er mikið að slípast saman hjá okkur en það er erfitt að segja hvar við s'töndum, búnir að spila fjóra leiki og alla við sama liðið,“ sagði Haukur Val- týsson, fyrirliði KA. Haukur Valtýsson, fyrirliöi karlaliðs KA. KA-stúlkurnar hlutu sín fyrstu stig þegar þær unnu 3:2 í miklum baráttuleik á föstudagskvöldið. Þróttarar unnu fyrstu hrinu 17:16 en KA vann næstu mjög örugg- lega, 15:4. Þróttur vann þá þriöju 15:10, KA þá fjórðu 15:2 og þá síðustu 15:13. Leikur KA-liðsins var ágætur en nokkuð köflóttur. Þróttarliðið er með mjög góðar uppgjafir og þegar móttakan var í lagi hjá KA höfðu þær undir- tökin. Daginn eftir vann KA fyrstu hrinu 15:12 en tapaði síðan 11:15, 9:15 og 5:15. Móttakan var nú léleg hjá KA-liðinu og Þróttarar skoruðu allt of mörg stig beint úr uppgjöfum. Var sig- ur heimaliðsins tvímælalaust sanngjarn í þessum leik. Knattspyrna: Liðsstyrkur til Magna - Ólafur og Sverrir búnir að skipta Knattspyrnumennirnir Ólaf- ur Þurbergsson og Sverrir Heimisson hafa skipt yfir í Magna. Þeir voru báöir í her- búöum Þórs síðastliðið sumar. Sverrir er Grenvíkingur sem skipti yfir í Þór á síðasta ári en er nú kominn aftur á heimaslóð- ir. Ólafur hefur hins vcgar leik- ið með Þór allan sinn feril. Er ekki aö efa að þeir félagar eiga eftir að styrkja leikmannahóp Magna sem leikur á ný í 3. deildinni næsta sumar. Grenvíkingurinn Þorsteinn Jónsson, sem leikið hefur með Þór undanfarin ár, hefur einnig verið orðaður við Magna. Hann mun hins vegar vera ákveðinn í að leika áfram með Þór. Ólafur Þorbcrgsson. Sverrir Heimisson. Bikarkeppnin í sundi, 2. deild: idfélagid Óðinn hafnaði í 2. sæti - Rut með íslandsmet - Qöldi Akureyrarmeta féll strax blanda sér í toppbaráttuna í 2. deild. Mótið einkenndist lengi vel af mjög jafnri keppni milli SFS og Akureyringa og var því góð stemmning og mikil spenna í Sundhöllinni. Mikill uppgangur hefur verið í kvennaliði Óðins og er árangur félagsins ekki síst góðri frammi- stöðu þeirra að þakka. Félagið hefur reyndar í heild náðu mikl- um styrk og hefur breiddin aukist ld: tvö stíg Hafnarfirði Garðarsson 2, Vilhjálmur Sig- mundsson 2 og Helgi Helgason 1. Slakt í Hafnarfirði Viðureignin í Hafnarfirði á laug- ardeginum var heldur rislítil. Fyrri hálfleikur var tiltölulega jafn en Völsungar höfðu tveggja marka forystu í hléi, 10:8. í seinni hálfleik voru Völsungar sterkari aðilinn allan tímann og tryggu sér auðveldan sigur. Har- aldur var sterkur og Heiðar varði ágætlega en aðrir skáru sig ekki úr. Haraldur skoraði 8 mörk, Ásmundur 6, Helgi 3, Sveinn Freysson 3, Örvar 1 og Vilhjálm- ur 1. Hjá ÍH var Ingvar Reynis- son yfirburðamaður. -bjb/JHB til muna. Góð frammistaða reyndra sundmanna eins og Svav- ars Guðmundssonar, Elsu Guð- mundsdóttur og Birnu Sigurjóns- dóttur er ekki lengur einstök til- felli eins og fjöldi Akureyrar- meta, sem sundkonur Óðins voru iðnar við að setja, sýnir. Sveit Óðins setti Akureyrar- met í 4x100 m skriðsundi kvenna á 4:22.33. Sveitina skipuðu Elsa, Birna, Þorgerður og Fjóla M. Ágústsdóttir sem kom til Akur- eyrar frá Mývatnssveit í haust. Elsa María nálgast óðum Akur- eyrarmet Birnu Björnsdóttur frá 1987 í 200 m fjórsundi, er aðeins tæpri '/2 sekúndu frá því núna. Þorgerður setti þrjú met í ein- staklingsgreinum á mótinu, bætti eigin tíma í 200 m flugsundi (telpnamet) og 200 m skriðsundi (telpna- og stúlknamet). Birna Sigurjónsdóttir átti gamla stúlkna- metið og hún bætti kvennametið í sömu grein. Rut Sverrisdóttir skaraði fram- úr og setti íslandsmet fatlaðra í flokki sjónskertra í 200 m flug- sundi. Eitt met féll hjá strákun- um á mótinu, Ómar Þ. Árnason bætti fyrri árangur sinn í 200 m flugsundi. Hlynur Tuliníus var ekki langt frá Akureyrarmetum í 800 m skriðsundi og 200 m bak- sundi. Þá bætti Illugi Birkisson sig verulega í 100 m bringusundi, Baldur Helgason í 200 m bringu- sundi, Margrét Aðalgeirsdóttir í 200 m bringusundi og Sonja Gústafsdóttir í 200 m baksundi. Úrslit í stigakeppninni urðu þessi: 1. SFS 22.975 2. Óðinn 21.525 3. Ármann 18.924 4. ÍBV 18.164 5. ÍA 14.035 Árangur Akureyringanna í einstökum greinum varð þessi: 800 m skriðsund Birna Hrönn Sigurjónsdóttir 10:00.91 Sonja Stelly Gústafsdóttir 10:35.28 Hlynur Tulinius 9:33.29 Gísli Pálsson 9:38.59 200 m fjórsund Elsa María Guðmundsdóttir 2:35.50 Svava Hrönn Magnúsdóttir 2:57.15 Illugi Fanndal Birkisson 2:31.96 Pétur Pétursson 2:32.58 200 m flugsund Ómar Þorsteinn Árnason 2:28.98 Svavar Þór Guðmundsson 2:30.86 Rut Sverrisdóttir 3:15.40 Þorgerður Benediktsdóttir 3:01.00 100 m skriðsund Birna Hrönn Sigurjónsdóttir 1:06.09 Fjóla María Ágústsdóttir 1:07,50 Ottó Karl Tuliníus 58.92 Gísli Pálsson 59.88 100 m baksund Pétur Pétursson 1:07.12 Hlynur Tuliníus 1:12.76 Fjóla María Ágústsdóttir 1:23.79 Sonja Stelly Gústafsdóttir 1:28.28 200 m bringusund Elsa María Guðmundsdóttir 2:52.30 Svava Hrönn Magnúsdóttir 3:08.47 Illugi Fanndal Birkisson 2:49.42 Baldur Már Helgason 3:01.67 100 m bringusund Illugi Fanndal Birkisson 1:14.81 Ómar Þorsteinn Árnason 1:22.37 Elsa María Guðmundsdóttir 1:20.53 Svava Hrönn Magnúsdóttir 1:24.37 100 m flugsund Þorgerður Benediktsdóttir 1:17.20 Fjóla María Ágústsdóttir 1:20.40 Svavar Þór Guðmundsson 1:02.22 Ómar Þorsteinn Árnason 1:09.81 200 m skriðsund Svavar Þór Guðmundsson 2:05.26 Gísli Pálsson 2:10.66 Birna Hrönn Sigurjónsdóttir 2:19.64 Þorgerður Benediktsdóttir 2:20.61 200 m baksund Sonja Gústafsdóttir 3:07.51 Margrét Aðalgeirsdóttir 3:19.23 Pétur Pétursson 2:28.40 Hlynur Tuliníus 2:30.63 4x100 m fjórsund Pétur, Illugi, Svavar, Ottó 4:24.97 Elsa, Svava, Þorgerður, Birna 5:13.76 4x100 m skriðsund Elsa, Birna, Fjóla, Þorgerður 4:22.33 Ottó, Svavar, Gísli, Hlynur 3:57.13 Rut Sverrisdóttir setti íslandsmct fatlaðra í 200 m flugsundi í flokki sjón- skertra.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.