Dagur - 06.11.1990, Blaðsíða 6

Dagur - 06.11.1990, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Þriðjudagur 6. nóvember 1990 Nordlensku ostanieistararnir. Frá vinstri: Oddgeir Sigurjónsson frá KEA, Hclgi Ragnarsson, fulltrúi Hauks Páls- sonar hjá KS, og Hermann Jóhannsson frá KÞ. Mynd: -bjb íslenskir ostar gerðu það gott í Danmörku: Skólaostur frá KEA með fyrstu einkium - alls sjö verðlaun til mjólkursamlaga á Norðurlandi Sýningargestir skoða íslenska borðið í Herning og gæða sér á ostunum. Hermann Jóhannsson, ostameistari hjá Mjólkursamlagi KÞ á Húsavík, tek- ur hér við viðurkenningu. Á blaðamannafundi í Osta- og smjörsölunni síðastliðinn fímmtudag voru kynntir ís- lenskir verðlaunaostar af osta- sýningu sem haldin var nýlega í Danmörku. Islenskir ostagerð- armenn hlutu 23 verðlaun, 12 gull og 11 silfur. Þar af komu 7 verðlaun í hlut norðlenskra ostameistara, frá Húsavík, Akureyri og Sauðárkróki. Á ostasýningunni í Herning í Danmörku vorú 900 ostasýni lögð fyrir 40 dómara, þar af 64 sýni frá íslandi. Um þriðjungur þeirra fór á verðlaunapall, sem telst óvenju gott hlutfall. íslensku ostarnir náðu enn- freniur þeim glæsilega árangri að hljóta fjórðu hæstu einkunn á sýningunni. Sex íslensk ostasýni fengu einkunnina 12,3 og var skólaostur frá Mjólkursanilagi KEA meðal þeirra. Hæstu eink- unn á sýningunni hlaut danski rjómaosturinn „anansring" með 13,3. Aðeins 10 ostasýni af 900 hlutu hærri einkunn en þeir ís- lensku ostar sem komust lengst. Þá hlutu allir íslensku silfur- hafarnir einkunnina 11,8 og voru aðeins hársbreidd frá gullinu, en fyrstu verðlaun eru veitt fyrir einkunnina 12 og þar yfir. Verðlaunakeppnin fór þannig fram að ostasýnin voru flokkuð eftir tegundum. Gráðaostar voru dæmdir saman, rjómaostar, skorpuostar o.s.frv. Gefin var einkunn fyrir útlit, lit, byggingu, þéttleika, lykt og bragð og að lokum gefin sjálfstæð einkunn sem rcði úrslitum um verðlaun. Auk mjólkursamlaganna á Húsavík, Akureyri og Sauðár- króki hlutu verðlaun smurosta- gerð Osta- og smjörsölunnar sf., Mjólkurbú Flóamanna og Mjólk- ursamlagið í Búðardal. Vinningstölur laugardaginn 3. nóv. ’90 VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1. 5af 5 1 13.689.011 2. 9 151.668 3. 4af 5 414 5.687 4. 3af5 13.756 399 Heildarvinningsupphæð þessa viku: 22.897.085.- UPPLÝSINGAR: SÍMSVARI 681511 - LUKKULÍNA 991002 „Verðum áfram á framabraut“ Mjólkursamlag KEA á Akureyri hlaut tvenn gullverðlaun og tvenn silfurverðlaun. Gullverð- laun lilaut KEA fyrir skólaostinn og rjómamysuost og silfur fyrir 30% gráðaost og 45% gráðaost. Oddgeir Sigurjónsson er osta- meistari hjá KEA og var hann viðstaddur á blaðamannafundin- um. í samtali við Dag sagðist hann vera ánægður með þann árangur sem ostar frá KEA fengu í Danmörku. „Okkur hefur gengið vel á osta- sýningum undanfarin ár og ætlum að vera áfram á framabraut. Hlutfallslega komum við jafnar út á þessari dönsku sýningu en áður, þeir ostar frá okkur sem komust ekki á verðlaunapall voru vel yfir ineðallagi þannig að gæð- in voru jöfn og góð,“ sagði Oddgeir. Aðspurður um hvort árangur sem þessi hefði einhver áhrif á sölu ostanna sagði Oddgeir að hann skilaði sér verulega inn í sölumálin. „Það hefur sýnt sig í gegnum árin að ostaneysla er alltaf á upp- leið. Ég tel að gæðin séu stór þáttur í því. Islenskir fram- leiðendur hafa verið að auka gæði ostanna síðustu ár og meiri áhersla er nú lögð á sölumálin," sagði Oddgeir að lokum í samtali við Dag. Góð kynning fyrir íslenska osta Mjólkursamiag KÞ á Húsavík hlaut ein silfurverðlaun fyrir Búra-ostinn. Hermann Jóhanns- son, ostameistari hjá KÞ, var staddur á blaðamannafundinum. „Ostar frá KÞ hafa í öll skiptin tekið þátt í sýningu sem þessari f Danmörku og alltaf fengið ein- hvcr verðlaun, oftast fyrir Búra,“ sagöi Hermann. Hermann sagði að ef verðlauna- ostarnir fengju góða kynningu hér heima á íslandi myndi það hafa áhrif á söluna. „Einkum eru það sérostarnir svokölluðu, sem eru ekki dags daglega á borðum fólks, sem þarf að kynna vel. Ég er ánægður nteð árangur okkar á sýningunni. I heildina var þetta góð kynning á íslenskum ostum og Danirnir voru mjög ánægðir rneð osta- borðið frá íslandi," sagði Her- mann að lokum. Engin ný ostategund er í bí- gerð hjá KÞ enda meiri áhersla nú lögð á aðrar framleiðsluteg- undir. En Herntann sagði að KÞ tæki áfram þátt í slagnum eins og allir aðrir. „Við verðum með á ostasýningum meðan við fram- leiðum ost,“ sagði Hermann að lokum. „Stefnum að betri árangri næst“ Mjólkursamlag KS á Sauðár- króki fékk gullverðlaun fyrir 26% Gouda ost og silfurverðlaun fyrir Maribou kúmenost. Haukur Pálsson ostameistari hjá KS sagði í samtali við Dag að KS-ostarnir hefðu fengið mun betri útkomu á svipaðri sýningu í Danmörku árið 1985. Þá fékk Maribou ostur hæstu einkunn, eða 12,5 og sér- stök heiðursverðlaun. „Annars er ég ekkert óhress með þennan árangur núna. Það er mjög gott að fá eitt gull og eitt silfur miðað við að hafa bara sent fjögur ostasýni. Við stefnum bara að betri árangri næst," sagði Haukur. Haukur komst ekki suður og fyrir hans hönd tók Helgi Ragn- arsson mjólkurfræðingur hjá KS við þeim viðurkenningum sem Haukur og aðrir ostameistarar KS hlutu. -bjb íslenska ustaborðið á sýningunni ■ Herning í Danmörku vakti athygli og ostasýnin fengu góða dóma og fjölmörg verðlaun.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.