Dagur - 06.11.1990, Blaðsíða 2

Dagur - 06.11.1990, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Þriðjudagur 6. nóvember 1990 Sauðárkrókur: Tafirvið hafhardýpkim - viðbót við verkið Grafskipið Reynir, sem unnið hefur við að dýpka og iaga höfnina á Sauðárkróki undan- farnar vikur, er nú farið að nálgast verklok. Ýmislegt hefur tafið verkið hjá Reyni. eins og veöur og bilanir, en verkið hefur dreifst á mun fleiri vikur en ráð var fyrir gert. Eftir er að grafa sérstakan skurð í hafnarbotninn og síðan bættist við dýpkun norðan Syðra plans eftir að verkið hófst og er þar um að ræða 3500 rúmmetra. Búið er að dýpka það mikið innst við hafnarbakkann að eitt legu- rými bætist við. Ekki er búið að sannprófa þaö, en vonir standa til að það nægi til að eitt skip komist fyrir til viðbótar. SBG .... . ■ ■ Tæplega hundrað konur af öllu landinu sóttu landsfund Kvennalistans á Hrafnagili um helgina. Konurnar létu vel af öllum aðbúnaði í skólanum og kváðu hann vera vel fallinn til slíkra fundarhalda. Mynd: jóh Landsfundur Kvennalistans á Hrafnagili í Eyjafirði um helgina: „Auðvitað viljum við komast í ríkisstjórn“ - segir Elín Stephensen, kvennalistakona á Akureyri Kvennalistinn sækist eftir þátt- töku í ríkisstjórn. Hins vegar skiptir Kvennalistinn ekki á grundvallarstefnumiðum sín- um fyrir ráðherrastóla. Þetta kemur m.a. fram í ályktun landsfundar Kvennalistans á Hrafnagili um helgina. Álykt- unin er birt á bls. 14 í dag. „Með þessu viljum við taka af allan vafa um áhuga Kvennalist- ans á þátttöku í ríkisstjórn. Auð- vitað viljum við komast í ríkis- stjórn. Til þess erum við í pólitík. En við viljum ekki gera það hvað sem það kostar,“ sagði Elín Stephensen, kvennalistakona á Akureyri. Á fundinum samþykkti Kvennalistinn að óhjákvæmilegt væri að vextir á lánum frá Bygg- ingarsjóði ríkisins verði hækkað- ir. Þetta er rökstutt með því að öðruvísi verði sjóðnum ekki bjargað frá gjaldþroti. Vextir eru 3,5% í dag, en myndu hækka í um 5%, nái þessi tillaga Kvenna- listans fram að ganga. Lagt er til Aukaþing Alþýðu- sambands Norðurlands: Vaxtahækkun íslandsbanka mótmælt Á aukaþingi Alþýðusambands Norðurlands, sem haldið var nú um helgina á Akureyri, var samþykkt ályktun þar sem mótmælt er harðlega þeirri vaxtahækkun sem tók gildi hjá íslandsbanka nú um mánaöa- mótin „og nemur allt að 16% hækkun þeirra vaxta sem áður og voru að flestra dómi nógu háir,“ eins og segir í ályktun- inni. í ályktuninni segir ennfremur: „Alveg sérstaklega harmar þingið, að það skuli vera sá banki, sem verkalýðssamtökin eiga aðild að, sem nú ríður á vað- ið með ótímabærri vaxtahækkun. Ánægjulegra hefði verið, að ein- mitt sá banki reyndist öðrum bönkum íhaldssamari, þegar um vaxtahækkanir er að ræða,“ segir í ályktun aukaþingsins. JOH að þessi hækkun taki gildi frá 1. janúar nk. og verði afturvirk á lán frá árinu 1984. „Við viljum frekar hækka vext- ina, heldur en að ríkið fari að ausa milljörðum í Byggingarsjóð- inn. í raun er hér lögð til sam- ræming á vöxtum. Gömlu lánin báru 3,5% vexti, en fólki sem tekur lán í dag er gert að greiða 5% vexti. Hitt er svo annað mál að við myndum ekki taka þessa leið fram yfir aðra hagstæðari leið, því auðvitað vill enginn þurfa að hækka vexti. Við erum að horfa til framtíðar. Okkur þykir nóg að borga skuldir þeirra sem tóku óverðtryggðu lánin og við viljum ekki afhenda börnun- um okkar sambærilegan skulda- pakka í framtíðinni. Byggingar- sjóður ríkisins er nánast gjald- þrota og við viljum forða því gjaldþroti ef það er mögulegt," sagði Elín. Á landsfundinum var sam- þykkt að leggja niður svokallaða útskiptareglu, þ.e. að kjörnum fulltrúum á Alþingi og í sveitar- stjórnum verður eftirleiðis ekki skipt út á miðju kjörtímabili, nema brýna nauðsyn beri til. Hins vegar var ákveðið að hafa óbreytt ákvæði um átta ára há- markssetu á þingi og í sveitar- stjórnum. Elín sagðist ekki telja að áherslur Kvennalistans væru að breytast. „Við erum að reyna að skerpa myndina, og móta skýrari stefnu um það sem við viljum. Grunnurinn er áfram sá sami. Við erum í kvenfrelsisbaráttu og það breytist ekki." óþh íslandskynning í Japan: Helstu útflutningsafurðir íslendinga kynntar - Japansmarkaður flórði mikilvægasti markaður íslendinga íslandskynning verður haldin í Japan dagana 14. til 20. nóvember næstkomandi. Tilefni kynningarinnar er ferð forseta Islands, frú Vigdísar Finnbogadóttur, til Tókíó vegna krýningar Japanskeis- ara. Af íslands hálfu taka 36 fyrirtæki og stofnanir þátt í sýningunni. Fyrirtækin 36 taka þátt í sýn- ingunni með einum eða öðrum hætti en hún er þátttakendum að mestu að kostnaðarlausu, þar sem japanskir aðilar annast alla kynningu og útvega aðstöðu fyrir vörukynninguna. Gert er ráð fyr- ir að nokkrir tugir þúsunda skoði sýninguna en einnig er gert ráð fyrir umtalsverðri umfjöllum fjöl- miðla unt ísland og íslandskynn- inguna. Að sögn Ingjalds Hanni- balssonar, framkvæmdastjóra Útflutningsráðs íslands mun Útflutningsráð halda hádeg- isverðarboð fyrir helstu við- skiptavini íslenskra fyrirtækja þann 14. nóvember og verður forseti íslands heiðursgestur í hádegisverðinum. Sama dag verður verður sýning á íslenskum fatnaði í menningarmiðstöð Tókíó-samsteypunnar með þátt- töku Lindu Pétursdóttur, fyrrum ungfrú Heimur. Meðal þeirra fyrirtækja sent kynna fatnað á tískusýningunni verður Álafoss hf. Forseti íslands niun síðan opna íslandssýninguna 15. nóvember í viðurvist fjölmiðlamanna og ann- arra gesta. Á sýningunni verða kynntar helstu útflutningsafurðir íslendinga, meðal annars sjávar- afurðir, fatnaður og drykkjarvör- ur. Einnig verður ísland kynnt sem ferðamannaland og er Bláa lónið meðal annars sérstakur sýn- ingaraðili í því sambandi. Þá verða íslenskar bókmenntir kynntar ásamt íslenskri tónlist og kvikmynd Þráins Bertelssonar, Nýtt líf, sýnd í tengslum við íslandssýninguna. Þá verður einnig vígt íslandshús, sem byggt hefur verið í Japan, en það er nákvæm eftirlíking af Höfða, húsi Reykjavíkurborgar. í fréttatilkynningu frá Útflutn- ingsráði íslands segir að atburður sem þessi sé kærkomið tækifæri fyrir íslenska útflytjendur og íslenska ferðaþjónustu að kynna sig í Japan. Útflutningur til Jap- ans hefur vaxið mikið að undan- förnu og er Japansmarkaður nú fjórði mikilvægasti markaður fyr- ir útflutningsvörur íslendinga. ÞI Alþýðuflokkurinn: Sex í próíkjörið Sex tilkynntu þátttöku í próf- kjöri Alþýöuflokksins í Norðurlandskjördæmi eystra, sem haldið verður dagana 24. og 25. nóvember nk. Fram- boðsfrestur rann út á hádegi sl. laugardag. Þeir sem taka þátt í prófkjör- inu eru Hreinn Pálsson, bæjar- lögmaður á Akureyri; Sigbjörn Gunnarsson, kaupmaður á Akur- eyri; Pétur Ólason, skólastjóri á Þórshöfn; Aðalsteinn Hallsson. félagsmálafulltrúi Sjálfsbjargar í Reykjavík; Arnór Benónýsson, Reykjavík og Sigurður Arnórs- son, framkvæmdastjóri Lindu á Akureyri. óþh Akureyri: Bæjarmála- punktar ■ Umhverfisstjóri kynnti bæjarráði nýlega untsókn frá Skógræktarfélagi Eyfirðinga til landbúnaðar- og fjármála- ráðúneytis um þátttöku í kostnaði við sumarvinnu 16 ára unglinga við skógrækt í Eyjafirði á árinu 1991. ■ Bygginganefnd hefur óskað eftir heimild til að auglýsa byggingalóðir í 2. áfanga Giljahverfis til umsóknar. ■ Á fundi stjórnar veitustofn- ana greindu formaður og raf- veitustjóri frá furidi með for- svarsmönnum RARIK, þar sem ræddir voru möguleikar á stofnun rafveitu Eyjafjaröar- svæöisins. ■ Atvinnumálanefnd beinir þvf til Héraðsráðs Eyjafjarðar og Jðnþröunarfélags Eyja- fjarðar hf. að beita sér fyrir þvf að settur verði á fót vinnu- hópur, er hafi það verkefni að kanna möguleika á uppbygg- ingu orkufreks iðnaðar við Eyjafjörö. ■ Stjórn húsnæðisnefndar samþykkti á fundi sínum nýlega að ganga til samninga við Harald óg Guðlaug hf. um 10 fbúða verksámning við Vestursíðu 16-18. Á fundinum lél forstöðumaöur bóka cftir- farandi: „Forstöðumaður telur eðlilcgt að keyptar veröi not- aðar íbúðir, þar sent greiöslu- mat hefur sýnt að þörf er á ódýrunt íbúöum.“ B Jafnréttisnefnd ræddi á fundi sínum nýléga um kyn- bundnar auglýsingar í fjöl- miðlum. Þar kom fram að undanfarið hafa þrjár greinar laga urn jafna stöðu og jafnan rctt kvenna og karla frá 1985, verið brotnar í fjölmiölum á Akurevri. varðandi starfsaug- lýsingar. Ákveðiö var að senda fyrirtækjum og fjölmiöl- um bréf til að vekja athygli á þessu og óska eftir að slíkt endurtaki sig ekki. ■ Bæjarráði hefur borist erindi frá sóknarnefnd Akur- eyrarkirkju, þar sem þess er fariö á leit að bæjarráð veiti einfalda ábyrgð bæjarsjóðs til tryggingar láni aö upphæð kr. 7.000.000,- hjá Lífeyrissjóön- um Sameiningu. Lánstími er 4 ára og er lánsféð ætlað til þess aö Ijúka viö byggingu safnað- arheimilisins. Bæjarráö leggur til að bæjarábyrgðin verði veitt. ■ Bæjarráði hefur borist bréf frá Baldri Bragasyni og Braga Halldórssyni, þar sem þess er farið á leit að öryrkjar sem eru mjög hreyfihamlaðir og nota hjólastóla, spelkur og tvær hækjur, njóti fasts afsláttar af fasteignaskatti af eigin íbúð á sarna hátt og lífeyrisþegar 70 ára eldri. Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu og heldur sig við þau tekjumörk öryrkja sem sett hafa verið á þessu ári. ■ Bygginganefnd hefur borist erindi frá Hagkaupi hf., þar' sem óskað er eftir að athugað verði hvort til álita konti að hliðra Hjalteyrargötu til aust- urs og stækka bílastæði við Hagkaup. Málinu var vísað til skipulagsnefndar og tækni- deildar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.