Dagur - 06.11.1990, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 6. nóvember 1990 - DAGUR - 7
Úrvalsdeildin í körfuknattleik:
Og þá var kátt í hölliimi...
- Tindastóll vann stórsigur á íslandsmeisturum KR, 112:92
„Ég átti von á sigri í þessum
leik en ekki svona stórum,“
sagði Valur Ingimundarson,
leikmaður Tindastóls, eftir að
lið hans hafði sigrað íslands-
meistara KR með 20 stiga
mun, 112:92, í úrvalsdeildinni
í körfuknattleik í Laugardals-
höll á sunnudagskvöldið. Segja
má að Tindastóll hafí unnið á
endasprettinum því KR-ingar
höfðu undirtökin framan af en
frábær endasprettur Stólanna
tryggði þeim þennan glæsilega
sigur. Haldi liðiö uppteknum
hætti kemur ekki á óvart þótt
íslandsmeistaratitillinn fari til
Sauðárkróks að þessu sinni.
KR-ingar byrjuðu leikinn bet-
ur og voru sterkari aðilinn í fyrri
hálfleik. Þeir náðu fjótlega
þokkalegri forystu og eftir 7
mínútur var staðan 21:10. Munaði
þar mest um stórleik Jonathans
Bow sem var óstöðvandi. Stói-
arnir tóku þó aðeins við sér, náðu
að jafna og komast yfir en KR-
ingar gáfust ekki upp og höfðu
forystuna í hléi, 47:44.
KR-ingar héldu forystunni
fyrstu 12 mínúturnar af seinni
hálfleik en þá fóru Stólarnir í
gang með þá Pétur Guðmunds-
son, Val Ingimundarson og Ivan
Jonas fremsta í flokki. Þeir kom-
ust yfir 82:81 og juku smátt og
smátt forystuna allt þar til flautað
var af. KR-ingar misstu dampinn
og hættu að hitta en Tindastóls-
liðið fór á kostum og rúllaði
hreinlega yfir meistarana sem
vissu ekki sitt rjúkandi ráð í
lokin.
Leikurinn var ágætlega leikinn
en nokkuð köflóttur hjá báðum
liðum. Tindastóll sýndi á sér allt
aðrar hliðar en í leiknum í Njarð-
vík á dögunum, einkum í seinni
hálfleik. „Við áttum erfitt í fyrri
hálfleik en í þeim seinni fórum
við að spila saman, nýttum færin
og hertum vörnina. Við nýttum
okkur hæðina, létum þá ekki ná
nema einu skoti í einu og beittum
hraðaupphlaupum," sagði Pétur
Guðmundsson sem var besti
maður Tindastóls ásamt þeim
Val Ingimundarsyni og Ivan
Jonas. Einnig léku Sverrir Sverr-
isson og Einar Einarsson vel.
Hjá KR var átti Jonathan Bow
stórleik, sérstaklega í fyrri hálf-
leik en þá skoraði hann 26 af 47
stigum KR. Matthías hitti vel og
Páll var þokkalegur.
Stig KR: Jonathan Bow 33, Matthías
Einarsson 17, Páll Kolbeinsson 15. Lárus
Árnason 14. Björn Steffensen 9, Axel
Nikulásson 4.
Stig Tindastóls: Pctur Guömundsson 32,
Valur Ingimundarsori 23, Ivan Jonas 23,
Einar Einarsson 19, Sverrir Sverrisson
10, Karl Jónsson 3, Haraldur Leifsson 2.
Dómarar: Bergur Steingrímsson og
Kristinn Óskarsson. Dómgæsla þeirra
var fyrir neðan allar hellur. -bjb/JHB
Knattspyrna:
Guðmimdur Ben. skoraði
íyrir varalið Ekeren
- félagið hefur gert honum formlegt tilboð
Guðmundur Benediktsson átti
ágætan leik með varaliði Eker-
en gegn Club Brugge sl. föstu-
dagskvöld. Leiknum lauk með
jafntefli, 2:2, og skoraði Guð-
mundur seinna mark Ekeren
og tryggði liðinu fyrsta stigið í
langan tíma. Fclagið hefur nú
gert honum formlegt tilboð um
samning en hann hefur tekið
sér frest til að svara því.
Varaliðinu hefur gengið afleit-
lega upp á síðkastið og var
ákveðið að styrkja liðið fyrir leik-
inn á föstudagskvöldið með 5
leikmönnum úr aðalliði félagsins,
auk Guðmundar.
Guðmundur sagði að sér hefði
ekki gengið of vel í fyrri hálfleik
en ágætlega í þeim seinni. Öll
mörkin voru skoruð fyrir hlé og
sá Guðmundur um það síðasta.
„Það var frekar einfalt, ég fékk
sendingu inn fyrir vörnina og
vippaði yfir markmanninn. Síðan
fékk ég tvö ágæt færi til viðbótar
sem mér tókst nú að klikka á.“
Hann kemur til landsins í dag
en heldur síðan til Stuttgart 16.
nóvember og er áætlað að hann
dvelji þar í 10 daga. JHB/-KK
i Sverrir Sverrisson átti einn sinn besta leik fyrir Tindastól í vetur.
*
• *
Siguróli Kristjánsson hefur
verið ráðinn þjálfari 3. deild-
arliðs Rcynis frá Árskógs-
strönd. Siguróli, sem lék með
Þórsurum á síðasta tímabili,
tnun jafnframt leika með lið-
inu.
„Mér líst mjög vel a þetta.
Það verður skcmmtilegt að
prófa aö hafa þetta eftir cigin
höfði,“ sagði Siguróli í samtali
og leikur jafnframt með liðinu
við Dag. Hann sagði að útlit
væri fyrir aö Reynisliðið missti
eitthvað af mönnum, Páll Gísla-
son væri köminn í KA ogspurn-
ing meö 1-2 aðra. „Ég held við
þurfum að reyna ftnna ein-
hverja í staðinn, helst hérna úr
firðinum. Deildin eroröin mjög
sterk og mikið af góðum liðum í
henni. Siglufjörður, Ólafsfjörð-
ur, Magni, ÍK, BÍ - allt eru
þetta sterk lið. En mér líst samt
ágætlega á þetta og ég hlakka til
að spreyta mig á þjálfuninni
sagði Siguróli. Hann sagðisl
ekki vera búinn að ákveða hve-
nær hann færi af stað með liöið.
„En ætli ég hafi þetta ekki á
svipuðum tíma og Stjáni hjá
Magna. Hann ætlar aö byrja í
mars og mér sýnist það vera
ágætur tími." sagði Siguróli.